Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1986, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986. Fulltrúi Ríkismats sjávaraf urða á ísafirði biðst lausnar: MEINAÐ AÐ FYLGJAST MED MATIÁ RÆKJU Pétur Geir Helgason, fulltrúi hjá Ríkismati sjávarafurða á ísafirði, hefur farið þess á leit við fiskmats- stjóra, Halldór Árnason, að verða leystur frá störfum. „Það er búið að gera mig ómark- tækan. Það er búið aó gera mig vanhæfan í starfi,“ sagði Pétur Geir er DV spurði hann um málið. Hann vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu. í bréfi, s.em Pétur Geir sendi fisk- matsstjóra, sjávarútvegsráðuneyt- inu, fiskmatsráði og starfsmanna- félagi Ríkismatsins, segir hann að sér hafi verið freklega misboðið, stöðu sinnar vegna hjá Ríkismat- inu, að fiskmatsstjóri og forstöðu- maður afurðadeildar Ríkismatsins, Guðrún Hallgn'msdóttir, skyldu hafa samþykkt þau tilmæli Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna að hann fengi ekki að vera viðstaddur endurmat á frystri rækju sem fram- kvæmt var 3. desember síðastlið- inn. í bréfinu lýsir Pétur Geir jafn- framt furðu sinni á að jafnframt því sem sér hafi verið meinað að vera viðstöddum, þrátt fyrir yfir- lýsingu um að hann myndi engin afskipti hafa af matinu, hafi Hjalta Einarssyni, framkvæmdastjóra hjá Sölumiðstöðinni, liðist að láta óskyldan aðila mæta fyrir sina hönd í matið. Rækjan, 204 kassar, var frá Prosta hf. á Súðavík. Yfirmatsmað- ur hafði í ágústmánuði dæmt rækj- una óhæfa til útflutnings sökum hráefnisskemmda. Sölumiðstöðin fór fram á endurmat sem Ríkismat- ið féllst á. Börkur Ákason, framkvæmda- stjóri Frosta, sagði að rækjan væri enn hjá fyrirtækinu. Mólið væri ekki útkljáð. Ástæða þess að Sölumiðstöðin mæltist til þess að Pétur Geir stæði fyrir utan matið var fyrri samskipti hans við Frosta hf. Fyrirtækið átti í deilum við Pétur um mat fyrir nokkrum órum. Pétur Geir starfar enn hjá Ríkis- matinu ó ísafirði. Fiskmatsstjóri hefur ekki svarað lausnarbeiðni hans ennþá. -KMU. Þannig smábílar eru mjög vinsælir erlendis. í sumar fá Akureyringar og Reykvíkingar tækifæri til að aka smábílum. D V-mynd K AE Brautir fyrir smá- bfla næsta sumar á Akureyri og Reykjavík Frá Jóni G. Haukssyni, frétta- manni DV á Akureyri: Fyrirhugað er að setja upp kapp- akstursbrautir í smækkaðri mynd á Akureyri og Reykjavík næsta sumar. Brautirner eru fyrir svokallaða „Go- cart“-bíla sem margir íslendingar kannast við úr sólarlandaferðum. Hugsanlega verður háð bæjakeppni milli Akureyringa og Reykvíkinga í sumar á bílunum. Erlendis eru þessir bílar gífurlega vinsælir. Keppt er á þeim í heimsmeistarakeppni. Tveir bílar eru þegar komnir til landsins og verða þeir leystir úr tolli í vikunni og annar fer strax norður. „Ég sé ekki annað en þessi íþrótt geti orðið vinsæl almenningsíþrótt hér á landi,“ sagði Kjartan Bragason á Akureyri í gær en hann er maður- inn á bak við lagningu brautarinnar á Akureyri. Brautina í Reykjavík hyggst Birgir Viðar Halldórsson rallökumaður setja upp ásamt fleiri. „Það verður fyllsta öryggis gætt. Það er nánast útilokað að velta bíl- unum. Hægt er að stilla hámarks- hraða þeirra og hver og einn, sem ekur þeim, fær hjálm og annan ör- yggisbúnað. Þá verður stjórnstöð á svæðinu sem fylgist með bílunum," sagði Kjartan. „Það er að mestu leyti allt orðið klárt vegna bílanna og tækjanna. Þessa daga er ég að verða mér úti um stað fyrir brautina. Það þarf um tveggja hektara land undir hana. Hún verður malbikuð, um 480 m löng og 7 m breið.“ Kjartan sagðist ætla að vera með um 10-15 bíla til að byrja með en þeir í Reykjavík ætla að byrja með um 20 bíla. Hver bíll er um 50 kg, opinn, með grind og nær allt að 200 km hraða. „Ég reikna með að fólk 15 ára og eldra komi til með að stunda íþrótt- ina,“ Kjartan Bragason. Starfsmenn LÍN funduðu með forsætisráðherra: „VIÐ FENGUM EKKI VHDHLÍTANDI SVÖR” „Við lögðum fyrir stjórnina ýmsar spurningar. Sú stærsta þeina var varðandi ábyrgð stjórnar ó störfum sem unnin eru á skrifstofunni,“ sagði Guðmundur Sæmundsson, starfs- maður hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna. „Okkur fannst við ekki fá viðhlítandi svör. Því bárum við þessa spurningu einnig upp við forsætis- ráðherra á fundi með honum í gær.“ Starfsmenn LÍN báðu um fund með stjórn sjóðsins í hádeginu í gær og var hann haldinn í Rúgbrauðsgerð- inni. Þar bentu þeir m.a. á að sam- kvæmt lögum og reglugerðum sjóðs- ins bæri stjórnin tvímælalaust ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar. Um miðjan dag í gær héldu síðan allir starfsmenn LÍN ó fund Stein- gríms Hermannssonar forsætisráð- herra. Ráðherra var afhent bréf þar sem skorað er á hann að láta þegar rannsaka embættisfærslu Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra varðandi brottvikningu Sigur- jóns Valdimarssonar, einkum með tilliti til þess hvort honum hafi verið vikið frá störfum á röngum forsend- um. Á fundi sínum með forsætisráð- herra áréttuðu starfmennirnir þá skoðun sína að Sigurjón Valdi- marsson hefði sinnt' starfi sínu af heiðarleika og trúmennsku. Borin var fram ósk um að hann kæmi til starfa á ný. Forsætisráðherra kvaðst ætla að leggja málið fyrir ríkisstjórnarfund- inn í morgun og fara fram á frekari svör. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra er ekki á landinu. Þorsteinn Pálsson gegnir embætti menntamálaráðherra i fj arveru Sverris. -ÞG Allir starfsmenn LÍN sátu fund með forsætisráðherra í gær. Ekki fengust skýr svör þar en þeirra átti að Ieita á ríkisstjórnarfundi í morgun. DV-mynd KAE Þrotabú Haf skips selt: EIMSKIP GREIÐIR 316 MILUÓNIR í gær keypti Eimskip hf. þrotabú Hafskips hf. fyrir rétt rúmar 316 milljónir. Kaupverðið hefur því lækkað um 77,5 milljónir króna frá upphaflegu tilboði Eimskips í eigur Hafskips. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að Skaftá, og einnig verulegt magn af gámum, er ekki með í kaupunum. Ástæðan fyrir því að Skaftá verður ekki keypt er sú að skipið er enn kyrrsett í Antwerpen og verður sett á uppboð þar. Greiðslur Eimskips skiptast í tvennt. Annars vegar greiðir félag- ið tæpar 175 milljónir á 8 árum með fyrstu afborgun á árinu 1989. Þessi hluti greiðslunnar ber millibanka- vexti með viðauka og er fyrsta afborgun vaxta á árinu 1986. Hins vegar greiðir félagíð rúmar 140 milljónir í formi skuldabréfa. Þau greiðast á 13 árum með fyrstu af- borgun 1989. Þessi hluti greiðsl- unnar er bundinn lánskjaravísitölu en ber ekki vexti. Allt þetta greiðist beinttil Útvegsbankans. Samkvæmt þessum kaupsamn- ingi kaupir Eimskip þrjú skip Hafskips. Þá eru einnig með í kaupunum 164 gámar, 10 bifreiðar, vélar ogáhöld. Eimskip hefur þegar ákveðið að Hofsá hefji siglingar milli megin- lands Evrópu og Islands. Aðallega mun skipið flytja út frystan og ferskan fisk. Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við hin tvö skipin. Verið er að kanna verk- efni fyrir þau. Við þessi kaup er búist við að Eimskip þurfi að ráða um 30 til 40 nýja starfsmenn á skrifstofu, vöru- geymslur og skip. Þegar hafa nokkrir starfsmanna Hafskips ve- rið ráðnir til starfa hjá Eimskip. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.