Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 9. TBL. - 76. og 1 2. ÁRG. - LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1 986. Helgarblaðið er löðrandi í víni að þessu sinni og kemur þar margt til. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri hefur verið skipaður forstjóri ÁTVR og er þegar kominn á kaf í flösku eins og sést hér á myndinni til hliðar. Ágúst Hróbjartsson fasteignasali á Spáni varár drykkjusjúka við að setjast að á Mallorca i allsérstæðu viðtali í helgar- blaðinu miðju og svo má ekki gleyma Jónasi Kristj- ánssyni sem er kominn á fulla ferð með rauðvíns- pressuna sína og flokkar nú hvítvín þau sem fást í Ríkinu eftir gæðum. Reyndar segist Höskuidur Jónsson hafa mikinn áhuga á að hitta höfund rauðvíns- pressunnar til skrafs og ráðagerða um hvernig bæta megi þjónustu ÁTVR og er gott til þess að vita. Höskuld- ur hefur fullan hug á að koma á sjálfsafgreiðslu í vinsölu og það hefur meira að segja hvarflað að honum að flytja inn vín i gámum og setja á pappaöskjur svona eins og gert er með eldspýtur. Agúst fasteignasali á Mall- orca þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af fyrirkomu- lagi áfengismála í sínu byggðarlagi. Þar flýtur vínið eins og vatn og sjálfur er hann vanur að fá sér kon- íaksstaup með morgunkaff- inu. Það þykir ekki mikið vegna þess að lögregluþjón- arnir á sólarströndinni hafa það fyrir sið að drekka þrjú áður en þeir fara að vinna. Enda eru þeir sagðir hand- taka fólk syngjandi sælir og glaöir. En enginn verður heims- meistari fullur. Það sannast J Jóni L. Árnasyni sem ásamt félögum sínum rekur einn skemmtilegasta skól- ann > Reykjavík þar sem börnum er kennd sú list að tefla. Þar svífur doði áfengis ekki yfir vötnum. Litlu koll- arnir eru klárir og hreinir þegar þeir hrókera í fyrsta sinn í lífinu og drepa peð og annað með bros á vör. Börn- in í skákskóla heimsmeistar- ans gætu auðveldlega mátað hvaða fyllibyttu sem er. Við segjum skák og skál! -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.