Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1986, Blaðsíða 1
MR-ingurinn sleginn úr bilnum heitir hún þessi mynd. Þaö eru framhaldsskólanemar sem þarna bregöa á leik. í kvöld fara fram úrslit í mælskukeppni framhaldsskólanna. Eru þar átta lið sem berjast um forystusætið. Núverandi mælskumeistarar eru MR-ingar og því reyndu andstæöing- arnlr aö klekkja á þeim rétt eins og kötturinn er sleginn úr tunnunni aö dönskum sið. DV-mynd Karl Þórsson. Er Geir landráðamaður og Albert kommúnisti? — sjá Fréttaljós á bls. 2 Tuttugu happdrættisbílar hafa ekki gengið út — sjábls.2 PENrithöfundarí fjölskylduboði -sjábls.35 Pínuplöntur, nýjasta nýtt — sjá Neytendur á bls. 6 og 7 Frá erlendum fréttariturum DV — sjábls. 18 ^risienskranámsrnann; Afgreiðsla 9.15 - 16.00 Nýi stúdentafulltrúinn beið við dyrnar — sjábls.5 Nægirpeningarhanda öllum — sjá viðtal við formann stúdentaráðs á bls. 4 RENTUÐIDAG Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 19. TBL. -76. og 12. ÁRG. -FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1986. Ákvörðun um textun sjónvarpsefnis tekin fyrirhelgi: eru óframkvæmanlegar —„en reglumar verða þröngar, það eralveg víst, ”segir Sverrir Hermannsson JJj jjj^ „Ég er harður á því að þýða sem mest á góða íslensku. 1 byrjun ætla ég að setja þröngar skorður. Það er alltaf betra að losa um reglur síðar en að þrengja þær. Ég á aftur á móti eftir að gera upp við mig hvaða leið ég vel,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra í samtali við DV í morgun. Sverrir hefur nú til umfjöllunar athugasemdir útvarpsréttar- nefndar við reglugerðardrög um réttindi til útvarpsreksturs. Einn aðalásteytingarsteinninn er hvort setja eigi íslenskan texta á allt sjónvarpsefni eða ekki. „Auðvitað verður að vera ís- lenskur texti á myndunum, hins vegar er vandinn sá hvemig eigi að fara með efni sem sjónvarpað er beint. Ég hef ekki gert upp hug minn hvemig ég tek á þessu. Það er ekki hægt að setja reglur sem eru óframkvæmanlegar. Ríkisút- varpið hefði auðvitað efni á því að láta þul þýða jafnóðum í slík- um tilfellum en það er ekki víst með aðra. Það er meginmálið að ríkisútvarpið sinni þessum skyld- um en ég er sem sagt enn að velta fyrir mér almennu reglunni." - Hvenær eigum við von á úr- skurði þínum um þetta mál og reglugerðinni í heild í endanlegri mynd? „Fyrir helgina. Ég á eftir að tala við formann útvarpsréttamefnd- arinnar.“ - Nú varð klofningur í nefndinni um textunina. Þínir menn vildu rúmar reglur en hinir setja ís- lenskan texta á allt efni, líka það sem sjónvarpað verður beint. Má ekki búast við að þú farir eftir þínu fólki? „Reglumar verða þröngar, það er alveg víst,“ sagði Sverrir Her- mannsson. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.