Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1986, Blaðsíða 16
16 Spurningin Hefur þú farið á útsölu í mánuðinum? Anna Daníelsen, i verslunarstörf- um: Nei, ég hef ekki farið á neina, það er lítið um að ég notfæri mér útsölur. Guðjón Þorsteinsson eftiriaunaþegi: Nei, ég fer aldrei á útsölur, það er ekkert upp úr þeim að hafa, þetta eru gallaðar og skemmdar vörur mest. Það er náttúrlega alltaf til að eitt- hvað sé almennilegt en það borgar sig ekki að hlaupa eftir því. Auður Oddgeirsdóttir húsmóðir: Nei, ekki eina einustu. Ég fer einstaka sinnum og þá helst á haustútsölur. Ég reikna ekki með að fara á neina núna. Kolbeinn Steinbergsson vélamaður: Nei, það geri ég ekki. Það kemur jú fyrir og það er gott að vita af þeim ef mann vantar eitthvað. Rune Valtersson trúboði: Nei, ég tel svo lítinn mun á verðinu, alla vega miðað við erlendis, t.d. í Svíþjóð þaðan sem ég er. Hilmar Hliðberg Gunnarsson sölu- maður: Það er bara drasl á þessum útsölum. Ég var að koma að utan og þar fór ég á útsölu, þar er hægt að fá almenni- legarvörur. DV. FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Notkun salts á götum Athugasemd vegna greinar í DV 2. des. 1985 2. des. sl. birtist grein í blaðinu þar sem rætt var við Viðar Hall- dórsson, forstjóra Gúmmívinnu- stofunnar, í tilefni þess að fyrirtæk- ið tók nýlega í notkun nýja, full- komna kaldsólningarvél fyrir hjól- barða. í greininni kemur fram viss misskilningur varðandi áhrif salts og nagladekkja á malbikaða vegi. Þess vegna vill Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins koma eftir- farandi á framfæri. í greinni segir: „Saltið leysir upp maibikið og tjaran, sem við það myndast, sest á hjólbarða bifreið- anna.“ og nokkru síðar „Enginn möguleiki er að ráða vel við bílinn nema hjólbarðarnir séu negldir í bak og fyrir eða bíllinn sé á keðj- um.“ Þarna er hlutunum í raun snúið við. Rannsóknir hafa sýnt að saltið leysir ekki upp malbikið. Hins vegar rífa naglarnir upp asfaltið úr malbikinu, sem síðan m.a. sest utan á hjólbarðana og gerir þá hála. Vegna þessarar staðreyndar hefur gatnamálastjórinn í Reykja- vík mælst til þess að menn noti ekki neglda hjólbarða að vetri heldur einungis grófmynstraða en götur yrðu aftur á móti saltbornar til þess að eyða hálku á miklum umferðargötum. Var mönnum einnig boðinn sandpoki til þess að hafa í skottinu, bæði til að auka þungann yfir drifhjólum og til þess að menn gætu sandborið undir hjólin ef erfitt reyndist að komast af stað. Auðvitað er notkun salts á götur af mörgum orsökum óheppileg. Salt er þó afar áhrifaríkt til að bræða ís og snjó og því notað vegna öryggisjónarmiða í öllum löndum sem eiga við hálkuvandamál vegna snjóa að stríða. í mörgum þessara landa hefur notkun nagla verið bönnuð (t.d. í V-Þýskalandi) þar sem viðurkennt er að naglar valda óhóflegu sliti á götum. Annars staðar hafa aftur á móti verið settar strangar takmarkanir varðandi notkun þeirra, t.d. í Noregi, og gilda svipaðar reglur hér á landi. Stóra vandamálið hjá okkur er að hér er notkun negldra hjólbarða mikil jafnframt notkun salts til hálkueyðingar, en þetta tvennt fer illa saman af eftirtöldum ástæðum: í fyrsta lagi þá verður yfirborð malbiks blautt og mjög kalt, þegar salt bræðir ís á götunum (kulda- blanda). Vegna þessa verður bindi- efnið í malbikinu stökkara en ella og þolir verr áraun nagla. í öðru lagi bindur salt raka og veldur því að yfirborð gatna helst blautt lengur. Malbik slitnar meira í blautu ástandi en þurru. Ekki eru menn á eitt sáttir um það hversu mikið öryggi felst í notkun nagla og rannsóknir benda til að það fari eftir aðstæðum hverju sinni. Benda má á að á sl. vetri voru götur í Reykjavík að mestu auðar en þar áður var snjór oft það mikill að naglar komu að litlum notum. Mörgum hefur reynst ágætlega að aka um á vet- urna á góðum hjólbörðum án nagla. Burt með íslensku krónuna Forheimskur skrifar: Ragnar Halldórsson skrifaði fyrir, nokkru athyglisverða grein í Morg- unblaðið þar sem hann viðraði hug- myndir sínar um að afnema íslensku krónuna og taka upp dollara. Ég er Ragnari hjartanlega sammála, það myndi taka valdið frá stjómvöldum sem getur ekki verið nema til góðs. <C Forheimskur skilur ekki hvemig það ætti að skaða þó íslenska krónan yrði afnumin. Ég get ómögulega séð hvemig þetta ætti að skaða íslendinga þó við borg- um hér eftir fyrir okkur með gjald- miðli en ekki flotkrónum. Það er mun minni vandi að gefa út dollara heldur en krónur. Dollarinn fengi líka að vera í friði fyrir þeim við Austurvöll. Þetta er besta tillaga sem ég hef heyrt lengi, úr því íslendingar vildu ekki þiggja boð Bandaríkjamanna í stríðslok um að þeir vemduðu gengi krónunnar eins og þeir gerðu við gjaldmiðla ýmissa annarra þjóða. Þá værum við líka lausir við það að reka okkur á að við fáum ekki það sama fyrir krónuna erlendis og sagt er hér heima. Að auglýsa á réttum stöðum Verslunarmaður skrifar: Þessa dagana er mikið rætt um auglýsingar og þá einkum um að þær hafi færst til milli fjölmiðla og að þeim hafi fækkað nokkuð á síðasta ári frá því sem var á árinu þar á undan. Einhver forsvarsmaður fyrir aug- lýsingastofur var að ræða það í fréttatíma útvarps að auglýsingar hefðu, að honum virtist, flust frá dagblöðum yfir til sjónvarps. Þetta má vera rétt að einhverju leyti. Þó held ég að auglýsingastofur hafi tilhneigingu til að túlka þessi mál öll eftir eigin geðþótta. Manni verður ekki láö þótt það hvarfli að manni þegar þessi sami forsvarsmað- ur auglýsingastofanna er að hvetja auglýsingastofu sjónvarps til að hækka verð á auglýsingum, því þau hafi verið allt of lág til þessa! En það sem kemur ekki fram hjá forsvarsmanni auglýsingastofanna er að mikið af auglýsingum hefur færst hin síðari misseri til tímarit- anna sem margir kaupsýslumenn og innflytiendur telja besta vettvanginn til auglýsinga. Það er ekki að ástæðulausu sem allur þessi mikli fjöldi nýrra tímarita hefur séð dagsins ljós á allra síðustu árum. Það er fyrst og fremst að þakka því að kaupsýslumenn vita að tímarit, gömul og ný, eru sterkur auglýsingamiðill. Og því betri sem þau eru þekktari og koma oftar og reglulegar út. En það sem auglýsingastofurnar' ættu að kanna og það geta þær gert fljótt og auðveldlega hjá sjálfum sér er hvort verðlagning þeirra er ekki alltofhá. Það eru margir í minni stétt sem eiga í erfiðleikum með að fá hannað- ar auglýsingar. Ástæðan er langur afgreiðslufrestur og verðlagningin svo há að varan, sem auglýsa á, stendur ekki undir þeim kostnaði sem fylgir auglýsingagerð. Það væri full þörf á því að þeir fjölmiðlar sem raunverulega vilja aukin viðskipti í auglýsingum byðu verslunum og öðrum auglýsendum þá viðbótar- þjónustu sem felst í því að gera eða hanna auglýsingar þær sem birtast eiga í viðkomandi fjölmiðli. Þetta gera að vísu sum tímaritin en ekki nærri því öll. Og gallinn við þau tímarit sem bjóða þessa þjónustu er að þau koma allt of strjált út og langur aðdragandi er að gerð auglýs- ingarinnar. Tímarit, sem koma út reglulega og oft, eiga þarna leik á borði. í flestum löndum, austanhafs og vestan, eru tímaritaauglýsingar taldar þær hag- kvæmustu sem bjóðast og svo ætti líka að geta verið hér á landi. r Björn Árnason skrifar: Ég ætla að notfæra mér þjón- ustu þessa ágæta dálks þar sem hinn almenni, óbreytti borgari getur látið í sér heyra á lands- vettvangi og beina orðum mínum til dómsmálaráðherra, spyrja hann hvemig standi á því að í íþróttaþáttum Bjama Felixsonar er auglýst áfengi á sama tíma og hann bannar bjórlíki. Hvernig stendur sem sagt á þessu, kæri ráðherra? Finnst þér þetta ekki dálítið öfugsnúið? Veistu hver er máttur auglýsinga? Hvar er jakkinn minn? Þóra skrifar: Föstudagskvöldið 17. janúar fór ég á skemmtistaöinn Uppi og niðri í fína svarta leðurjakkan- um mínum. En ég fór hins vegar ekki í honum heim því hann var horfinn þegar ég ætlaði að sækja hann í fatahengið. Nú vil ég biðja þá sem hugsan- lega hafa séð jakkan minn, svart- an, síðan kvenjakka að hringja upp á DV og tilkynna um það. I vösunum voru lyklar og leður- hanskar og trefill auk nokkurra peninga þó þetta sé nú reyndar aukaatriði. Það er af sem áður var Guðgeir skrifar: Ég ætla hvorki að skammast yfir íþróttum né sjónvarpi, en það sem fær mig til að stinga penna á blað er það ófremdarástand sem ríkir í tónlistarmálum íslendinga. Hvað hefur orðið um alla þá efnilegu tónlistarmenn sem komu fram í poppbransanum upp úr 1980? Mér sýnist á öllu að þeir séu týndir og tröllum gefnir því það litla sem er að gerast í tónlisiarbransanum er bæði lélegt og þar á otan einokað af fáum útvöldum hrukkupoppu- rum. Sem dæmi má nefna Stuðmenn sem troða sér í hverja þá smugu sem gefst og fylla svo rækilega út í (enda famir að nálgast miðjan aldur) að enginn annar hefur möguleika á að láta til sin heyra. Bubbi Morthens, sem einu sinni var harður af sér og söng bein- skeytt ádeilurokk, er nú nánast frelsaður maður og mjálmar í sjón- varpsþáttum með öðmm útþurrk- uðum eldhuga um það hve hann sé leiður yfir tilbúinni andúð sinni á kerfisstofnunum. Það er af sem áður var. Og þegar svo hrukkugengið og ístruflokkurinn tekur sig saman til að væla hjáróma, lélega stælingu á Bob Geldof og co þá segi ég: Nú er mál að linni! „Stuðmenn troða sér í hveija smugu sem gefst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.