Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1986, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. APRÍL1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir 36. íslandsmótið í bridge: Sveit Samvinnu- ferða íslands- meistarar 1986 Það var sveit Samvinnuferða/Land- sýnar sem hrósaði sigri á 36. Islands- mótinu í bridge sem haldið var á Hótel Loftleiðum um bænadagana. Raunar mátti segja að hún hefði tryggt sér sigurinn áður en siðasta umferðin hófst, því hún þurfti aðeins fjögur vinningsstig út úr síðasta leiknum af 25 mögulegum. Sveitina skipuðu Helgi Jóhanns- son, Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensson, Guðmundur Pétursson, Valur Sigurðsson og Sigurður Sverr- isson. Fljótlega varð ljóst að baráttan um Islandsmeistaratitilinn myndi standa á milli þriggja sveita, Samvinnu- ferða/Landsýnar, Pólaris og Delta, þótt Siglufjarðarbræðurnir væru skammt á eftir. Delta hafði forystuna eftir þijár umferðir en hún átti að spila við ferðaskrifstofusveitirnar í tveimur síðustu umferðunum og átti því erf- iðasta hjallann eftir. I fjórðu umferð tók sveit Sam- vinnuferða/Landsýnar forystuna og hélt henni til loka mótsins. Hún vann sex leiki en tapaði naumlega, 14-16, fyrir sveit Delta í síðustu umferðinni þegar sigurinn var svo til tryggður. Sveit Pólaris hafnaði í öðru sæti, sveitin vann fimm leiki, tapaði fyrir Delta og sigurvegurunum. Bronsið hlaut sveit Delta. Hún vann einnig fimm leiki. I þriðju síð- ustu umferðinni tapaði hún óvænt illa fyrir sveit Jóns Hjaltasonar og voru hennar sigurmöguleikar þar með búnir. Siglufjarðarsveitin hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa verið í baráttunni íslandsmeistarar 1986, sveit Samvinnuferða. Talið frá vinstri: Valur Sigurðsson, Guðmundur Pétursson, Sigurður Sverrisson, Helgi Jóhannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson. MÓTSTAFLA Töflurööin er eftirfarandi: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Stig RÖÐ 1. Ásgrímur Sigurbjörnsson ♦ 19 /4 /3 £ 13 ts 25 /Og 4 2. Sigurjón Tryggvason // ¥ /2 9 /0 n /3 /3 25 6 3. DELTA /6 /2 ♦ 2! /6 23 25 6 H9 3 4. PÓLARIS /7 21 9 4» 12 25 25 /7 /26 2 5. Samvinnuf./Landsýn 24 20 /4 18 ♦ 25 25 20 /44 / 6. Magnús Torfason /7 19 7 5 2 * /8 II 79 7 7. Stefán Páisson /2 17 4 3 7 /2 ♦ 22 77 8 8. Jón Hjaltason 3 /7 24 /3 10 19 8 4* 94 5 um verðlaunasæti allan tímann. Ágæt frammistaða hjá bræðrunum fjórum. Um úrslit einstakra leikja vísast til meðfylgjandi töflu. Hér er ágætt spil frá leik Delta og Samvinnuferða í síðustu umferð mótsins. Austur gefur/allir á hættu. Norðuk A D1043 - 0 10953 A D10532 Al/STUR A Á76 V ÁKD1086 0 ÁK4 * 6 SllÐUR A G85 V G973 0 DG8 A K84 I lokaða salnum sátu n-s Björn Eysteinsson og Guðmundur Her- mannsson en a-v Sigurður Sverris- son og Jón Baldursson. Áður en við skoðum sagnirnar minni ég á að Jón og Sigurður nota opnun á tveimur laufum á fernan hátt og var henni lýst hér í blaðinu fyrir skömmu. Hér lýsir hún sterkri hendi með góðum hjartalit: Austur Suður Vestur Norður 2L pass 2T pass 3H pass 4L pass 4T pass 4S pass 4G pass 5H pass pass pass Það er heldur ógæfulegt að geta ekki farið upp úr fjórum hjörtum á þessi spil en eins og lesendur sjá er ekki hægt að fá nema tíu slagi. Óheppni? Areiðanlega, en við eigum eftir að sjá Sigurð spila spilið. Suður valdi að spila út tíguldrottn- ingu sem virðist ekki óeðlilegt. Sig- urður skoðaði blindan augnablik meðan hann óskaði sjálfum sér til hamingju með að hafa stoppað í fimm. Hann drap síðan á ásinn, tók hjartaás og fékk vondu fréttirnar. Margir hefðu nú gefist upp en Sig- urður eygði smámöguleika. Ef Suður ætti skiptinguna 34-3-3 og D-G-10 í tígli þá stóð spilið. Hann spilaði því litlum spaða og lét níuna úr blindum. Norður drap á tíuna, spilaði meiri tígli, kóngurinn frá Sigurði og suður lét áttuna. Það voru vonbrigði fyrir Sigurð en hann hélt samt áfram með sína áætlun. Hann spilaði nú laufi á ásinn, tromp- aði lauf, fór inn á spaðakóng og trompaði aftur lauf. Síðan tók hann spaðaás og spilaði tígli. Suður varð að drepa á gosann og spila upp í trompgaffalinn. Unnið spil. Auðvitað gat suður banað spilinu með því að láta tígulgosann á kóng- inn en hann var einum of fljótur á sér og því fór sem fór. Það dregur hins vegar engan veginn úr ágætri spilamennsku Sigurðar sem kom auga á eina raunhæfa möguleikann. En víkjum nú yfir í opna salinn þar sem spilið var sýnt á Bridge-Rama. Þar sátu n-a Aðalsteinn Jörgensen og Valur Sigurðsson en a-v Þorlákur Jónsson og Þórarinn Sigþórsson. Nú gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður 1L pass 1G pass 2L pass 2S pass 6H pass pass pass Eitt lauf var Super-Precision eitt grand lofar 8-11 punktum. Tvö lauf var spurning og tveir spaðar neituðu fjórlitum í hálitunum. Þor- lákur hefur samt áreiðanlega átt einhverja betri sögn en sex hjörtu þótt segja megi að hann hafi verið óheppinn með blindan og trompleg- una. Tveir niður og sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar græddi 12 impa á spilinu. VtfTl |t A K92 V 542 0 762 A ÁG97 I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Flókið aprílgabb SSSK=a*L, hjálmur Egilsson, hagf ræðingur VSl . _:nt v»il»lirkVun»r fynr vrrði • » i vrrðbólgu P* . ,.m|»ij »ið blm. eMSjSckí1- 'inum 4 5 V »»«* hAim. rðl»bankan» jertráðfyrir aluko»tnað»r hálft prónenl niðað var við rum Alþýðu- rinnuvritend* VJL -issíasBÆSS verðbðlguhraðinn I mar* ’gT 14-I5V W h<iðir_»ð »P»nj^L. fyrir »ð verðbðlguhraíHnn l mánuði. m»r» og »pril. og »»mkv*mt benn. ."/t5* v, ™ ,?kfV og verkalýðshrryfingannnar »ð koma saman slrax eftir 1. mal <* þá rr allt komið I ðvi*»u. ,k,™j jJnt *! *Sl V vsl Jf Ivtann*. skuli Hún *k»l meu Asucður til *un»- 11 hsekkana fan verðl»g»h*kkanir .1 fram úr viðmiðunannörkum fyem I rtð fyrir að hsckkun fram- \\ ter-vtaitau ■ maf veröi mn»n við 2.6*) °« ‘ I hún 4»Ueðu t.l kauphaikkana aka^ I I niðurataða hennar ligö* *yrir eip . I »lðar en 25. d»K útreikmngsminað- > I ^“ þ e mal. verði h-kkun ■ vtsilijunnar t. mal orðin mcm en 2.5%. Ekki er gott að vita hver á heiðurinn af því aprílgabbi sem birtist í Morg- unblaðinu nú fyrir páskahátíðina. I aðalfrétt blaðsins segir í fyrirsögn að óskiljanlegt samræmi sé ó milli verðbólguspár og vaxtalækkunar. Þetta er haft eftir Vilhjólmi Egils-' syni, hagfræðingi Vinnuveitenda- sambandsins, en hann vísar til boð- aðrar vaxtalækkunar Seðlabank- ans. Morgunblaðið birtir fréttina en engan veginn er ljóst hver á höfund- arréttinn að hinu óskiljanlega sam- ræmi, Vilhjálmur, Seðlabankinn eða Morgunblaðið. Venjulega er samræmi milli tveggja hluta nokkuð skiljanlegt. Eins er ósamræmi stundum óskilj- anlegt. Það getur líka verið skiljan- legt. En þegar samræmið er orðið óskiljanlegt vefst það fyrir meðal- greindu fólki. Ef framangreind frétt er betur lesin kemur fram í texta hennar að ósamræmi sé óskiljanlegt og stangast það á við fyrirsögnina. Lesandinn verður því að lesa áfram til að átta sig á hvort samræmið sé óskiljanlegt eða skiljanlegt. Og þá vandast málið vegna þess að sam- ræmið milli verðbólguspár Þjóð- hagsstofnunar, verðbólguspár ASÍ og VSÍ og verðbólguspár Seðla- ------------—....:.:/Laaw!:i.;l..,.. bankans er ekki fyrir hendi. Vil- hjálmur Egilsson reynir að útskýra það fyrir blaðamanni og lesendum að ef tekið er mið af verðbólguspá Seðlabankans er ekkert samræmi á milli hennar og vaxtaákvörðunar bankans. Það finnst honum óskilj- anlegt. Honum finnst ósamræmið líka óskiljanlegt. Þannig komast bæði hagfræðingurinn og blaðið í hin mestu vandræði og Vilhjálmur segir að hér sé á ferðinni óviðráðan- legt og óskiljanlegt ósamræmi sem bæði Alþýðusambandið og Vinnu- veitendasambandið verði að skoða strax nú eftir áramótin. Nú vitum við ÖII að verðbólgu- spámar em ekki aprílgabb og ekki heldur vaxtalækkun Seðlabankans. Ef samræmi er á milii verðbólgu- spár og vaxtalækkunar er okkur flestum sama þótt það samræmi sé óskiljanlegt, svo framarlega sem það stenst. Hvað þá ef það er skiljan- legt samræmi. Við myndum jafnvel sætta okkur við það ef ósamræmið er skiljanlegt vegna þess að þá vit- um við í hverju það er fólgið. En þegar samræmið er óskiljanlegt og ASÍ og VSÍ vita ekki sitt rjúkandi ráð og hagfræðingurinn skilur ekki samræmið þá er illt í efni og alveg eins liklegt að verið sé að gabba okkur, almenninginn og sparibóka- eigendur og skuldunauta, með vaxtalækkun sem er í samræmi við verðbólguspár en í ósamræmi við skiljanlegt samræmi. Það er af þessum ástæðum sem draga verður þa ályktun að fréttin sé uppspuni eða aprílgabb, einhvers konar þraut sem fólk hafi átt að leysa yfir páskana. Það er rétt hjá hagfræðingnum að samræmi milli einnar ákvörðun- ar og annarrar er oftast óskiljanlegt með öllu. Venjulegast er ekkert samhengi á milli verðbólguspár og vaxtaákvarðana. Til að byrja með var þetta ósamræmi óskiljanlegt en smám saman hefur fólk vanist því og ósamræmið hefur orðið að reglu og þar af leiðandi skiljanlegt. Það kemur þvi fleirum en hagfræðing- um á óvart þegar samræmis gætir í ákvörðunum. Það er á því augna- bliki sem samræmið verður óskilj- anlegt. I fyrstu gæti maður haldið að Seðlabankinn hefði verið að láta bankana og viðskiptavini þeirra hlaupa apríl með þessari óskiljan- legu ákvörðun sinni að hafa sam- ræmi á milli verðbólguspár og vaxtalækkunar. Síðan dettur manni í hug að Vilhjálmur Egilsson sé að gabba Morgunblaðið með þessum ummælum sínum og að hann meini raunverulega að samræmið sé skiljanlegt en ósamræmið óskiljan- legt. En að lokum verður maður að álíta að Morgunblaðið sé einfaldlega að gabba lesendur sína með sak- lausu aprílgabbi sem hafi átt að endast fram yfir páskana. Ef það er rétt fer þetta ósamræmi milli texta og efnis að verða skiljan- legt. Þá er samræmið milli verð- bólguspár og vaxtalækkunar einnig skiljanlegt. Enda segir hagfræðing- urinn í viðtalinu að ákvörðunin sé út af fyrir sig rétt enda þótt hún sé í ósamræmi við það samræmi sem á að vera á milli ákvarðana Seðla- bankans. Eða þannig sko! Dagfari * • *£ : i»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.