Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 122. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. MANUDAGUR 2. JUNI 1986.
15
Mennta
klúður
í aðalkvöldfréttatíma útvarpsins,
21 maí sl., mætti Sverrir Hermanns-
son, menntamálaráðherra og riddari
með meiru, og var inntur eftir ný-
justu hugmyndinni sinni að stytta
skólaskyldu úr 9 árum í 7.
Hann tók það fram að þetta væri
aðeins hugmynd og þyrfti að „ræða
þau mál".
Það þarf vissulega að gera, fyrst
ráðherra er byrjaður á því og áður
en honum tekst að draga upp vafa-
sama mynd af grunnskólakerfinu og
tína til hinar og þessar sparnað-
arpælingar. Því hernaðarbragði
beitti hann í Lánasjóðsmálinu nú í
vetur. Nú hefur enn og aftur komið
í ljós að hin svokallaða samstaða í
Sjálfstæðisflokknum (sem flokkur-
inn grobbaði sig svo af fyrir byggða-
kosningarnar) er stórfurðuleg.
Ragnhildur      Helgadóttir,      fv.
að ráði, þökk sé öflugri andstöðu
vinstrimanna.
Ragnhildur afrekaði einnig að
lengja skólaskyldu um eitt ár. Nú
vill Sverrir skera niður um tvö ár.
„Sparnaður?"
Samhentur Sjálfstæðisflokkur er
því bara lélegur fílabrandari.
Arðbært eða frábært?
Sverrir talaði um í fréttatímanum
að auka þyrfti tengsl skóla við at-
vinnulíf. Rétt er það, en þau verða
ekki aukin með styttingu skóla-
skyldu. Flutningur úr skóla út í
atvinnulífið í lengri eða skemmri
tíma eru engin tengsl af viti.
í versta falli gæti það haft þau
áhrif að efhaminni unglingar gengju
á vit vasapeninganna og sneru ekki
aftur í skóla. Hver á að hafa eftirlit
með unglingum í atvinnulífi eftir 7
„Nú ætlar Sverrir að bjarga á línu og vill
stytta skólaskyldu um eitt ár og leggur til
tvö til öryggis."
menntamálaráðherra, afrekaði að
svipta fyrsta árs nema í HI námsláni
og vísaði þeim pent á bankana.
Sverrir sló sig til riddara og afnam
sviptinguna, en í staðinn rak hann
framkvæmdastjóra LÍN, Sigurjón
Valdimarsson, og lét gera hinar og
þessar úttektir í sparnaðarskyni.
„Sparnáður" hefur ekki verið neinn
ára skólaskyldu? Er það kannski
ekki nauðsyn?
Eiga framhaldsskólarnir e.tv. að
taka strax við?
Hvað er þá orðið um tengslm?
Með virkri starfskynningu og
markvissri þátttöku skólabarha í
atvinnulífinu samfara námi má stór-
bæta þessi tengsl. Tengsl, sem miða
Það þætti ekki gjöfultað halda áfram hringlandahættinum í kringum LIN á kosningaári.
Kjallarinn
Einar Þór
Gunnlaugsson
nemi
að nánari kynnum barna og ungl-
inga við lífsbaráttuna í landinu, en
ekki við það að gera æskuna þjóð-
hagslega arðbæra samkvæmt frjáls-
hyggjunni.
Sverrir talaði líka um að „stytting-
in" gæti létt undir með útivinnandi
húsmæðrum. Hvernig má það vera?
í hvaða heimi lifir menntamálaráð-
herra? Ef maðurinn hefur einhvern
áhuga á að „létta undir" með lág-
launafólki, þar sem konur eru í
miklum meirihluta, þá ætti hann að
byrja á því að beita sér gegn sinni
eigin ríkisstjórn. Nær væri að fram-
fylgja grunnskólalögunum í verki
og stroka út samkeppnisanda grunn-
skólanna frekar en að stytta skóla-
skyldu.
Það er snöggtum líklegra til að
létta undir með fólki.
Sverrir gagnrýndi þó réttilega of
mikla miðstýringu menntakerfisins.
Á meðan fræðslulögin komust í
framkvæmd og almenningur öðlað-
ist meiri skilning og trú á menntun
voru ríkisafskipti nauðsynleg. Síðan
eru liðin 40 ár og miðstýringin hefur
haldið velli. Takmörkuð miðstýring
er þó nauðsynleg en ákvarðanir sem
snerta námsefni og almennt skóla-
hald eiga að vera í höndum kennara,
foreldra og nemenda. Þannig er
hægt að auka lýðræði í skólakerfinu.
Þannig er hægt að koma í veg fyr-
ir að einn maður ákveði hvað sé
þjóðhagslega arðbært í námi og
starfi unglinga.
Skjálfti
En hvað var menntamálaráðherra
að tista þetta í útvarpinu? Jú, stað-
reyndin í fílabrandara Sjálfstæðis-
flokksins er þessi.
Þegar sjálfstæðismenn geta ekki
lengur skorið niður fyrir opnum
tjöldum þá er sett í gang alls kyns
úttektarstarfsemi, sett ný lög, öllu
velt til og frá og „sparað".
w Það hefur ennþá ekki tekist með
Lln og tekst tæplega úr þessu. í
fyrsta lagi, áhuginn innan ríkis-
stjórnarinnar fer dvínandi og nýj-
asta skýrsla Sverris um málefni Lln
hefur ekki einu sinni fengið umfjöll-
un í fjölmiðlum. I öðru lagi, þá er í
mesta lagi eitt ár til stefnu, og það
kosningaár.
Það þætti ekki gjöfult að halda
áfram hringlandahættinum í kring-
um LÍN á því ári.
Þeim Ragnhildi og Sverri hefur
mistekist að skera niður eftir kokka-
bókum flokksins, þvert á móti hafa
ríkisafskipti aukist og það gæti kost-
að þau ráðherrastól fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Nú ætlar Sverrir að
bjarga á línu og vill stytta skóla-
skyldu um eitt ár og leggur til tvö
til öryggis.
Þvílíkt og annað eins klúður í einu
ráðuneyti slær ölium fílahröndururn
við.
Einar Þór Gunnlaugsson.
Þróunaraðstoð fátækra við ríka
í bókinni Jafnaðarstefnunni,
sem kom út árið 1977, segir Gylfi
Þ. Gíslason, fyrrverandi formaður
Alþýðuflokksins, að „efla verði
framfarir og útrýma fátækt, sjúk-
dómum og fáfræði \ vanþróuðum
löndum og að hagsældarríkin verði
að láta verulegan hluta tekna sinna
og auðs af hendi í því skyni að flýta
þessari þróun". Og Ásmundur Stef-
ánsson, forseti Alþýðusambands
íslands, skrifar í grein í Morgun-
blaðinu 1. maí síðastliðinn: „Hin
gifurlega neyð, sem blasir við í van-
þróuðum löndum, kallar á samhjálp
okkar, sem betur búum. Ekkert á
íslandi jafnast á við þá óhugnanlega
neyð,- sem blasir við meðal fátækra
þjóða heimsins, og okkur ber því
skylda til að gera meira en við höfum
gert þeim þjóðum til hjálpar."
Við frjálshyggjumenn deilum ekki
við sósíalista eins og Gylfa og Ás-
mund um markmið, ef það er, að
æskilegt sé að útrýma fátækt, sjúk-
dómum og fáfræði í þróunarlöndun-
um. Hver er hlynntur sjúkdómum?
En okkur greinir hins vegar á við
þá um leiðir. Við teljum ekki, að
rétta leiðin felist í stóraukinni þró-
unaraðstoð vestrænna þjóða við
suðrænar. Til þess eru tvær ástæð-
ur. Fyrst er það, að slík þróunarað-
stoð er því miður líkleg til þess að
hafa -\og hefur haft - þveröfugar
afleiðingar við það, sem henni er
ætlað, og síðan hitt, að aðrar leiðir
eru miklu heppilegri. Ég hyggst í
þessari grein reyna að rökstyðja
fyrri fullyrðinguna, en snúa mér að
viku liðinni að hinni síðari.
Tekjutilfærsla á milli
tveggja ríkja
Þróunaraðstoð er ekki aðstoð ein-
staklinga á Vesturlöndum við hið
brjóstumkennanlega fólk með út-
þaninn maga, biðjandi augu og
útréttar hendur, sem við sjáum
gjarnan á sjónvarpsskjánum. Síður
en svo. Þróunaraðstoð, eins og þeir
Gylfi og Ásmundur skilja hana, er
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
tekjutilfærsla á milli tveggja ríkja.
• Vestrænt ríki seilist í vasa venju-
legra skattgreiðenda, tekur þaðan fé
og sendir suðrænu ríki. Fé er flutt
úr einum ríkissjóði í annan. Og hvar
lendir það fé, sem lagt er í ríkissjóð
í viðtökulandinu? Líklegast er, að
það lendi í vösum þeirra, sem eiga
greiðastan aðgang að ríkissjóði við-
tökulandsins, en það er alls ekki
sjálfgefið og reyndar mjög óalgengt,
að þeir séu þar í hópi hinna fátæk-
ustu.
/ í þróunarlöndunum eru völdin
' næstum því undantekningarlaust í
höndum nýrrar yfirstéttar. Hvergi
er meiri munur á undirstétt og yfir-
stótt, og hvergi er hagur hinna
fátækustu fremur fyrir borð borinn.
Það kemur ekki fátækasta fólkinu í
þessum löndum að miklum notum,
þegar reistar eru þar nýjar og veg-
legar höfuðborgir, til dæmis i
Pakistan,   Tansaníu   og   Nígeríu.
Þetta fólk græðir ekki heldur á því,
að stjórnarherrarnir keyra með
valdboði niður verðið á framleiðslu-
vörum þess, til dæmis landbúnaðar-
afurðum. Og þetta örsnauða fólk
hefur ekki mikið gagn af því, þegar
þessir herrar vígbúast og ráðast inn
i önmtr ríki. eins og Kastró Kúbu-
jarl gerði í Angóla, Vietnamar í
Kambódíu og Tansaníu-stjórn í Úg-
anda. eða þegar þeir kosta alþjóðleg
hryðjuverk, eins og Gaddafí í Líbýu
og Kómeini í íran.
Þar sem venjulegir skattgreiðend-
ur á Vesturlöndum eru alls ekki
neinir efnamenn. má því segja með
nokkrum sanni. að þróunaraðstoð
sé aðstoð fátæks fólks í ríkum lönd-
um við ríkt fólk í fátækum löndum.
Háskaleg einföldun
Peter Bauer, prófessor við Hag-
fræðiskólann í Lundúnum og einn
kunnasti sérfræðingur okkar daga
um þessi mál. benti á það í erindi,
öll þróunaraðstoð frá Vesturlönd-
um? Sum ríki hafa ennfremur haft
geipilegar tekjur af útflutningi olíu.
til dæmis Mexíkó. Indónesía, Níger-
ía og Venezúela að ógleymdum
flestum arabaríkjunum, þótt fátækt
fólk í þessum löndum hafi ekki notið
góðs af því.
í erindi sínu (sem birtist í íslenskun
minni í tímaritinu Frelsinu árið
1985) varaði Bauer mjög víð þessari
miklu einfóldun óraflókins veru-
leika. Skiptingin í snauðar þjóðir og
auðugar eykur óvild í garð okkar
Vesturlandamanna. því að hún skip-
ar ólíkum þjóðum saman i einn
flokk. sem getur síðan ekki samein-
ast um annað en tilraunir til þess
að kenna okkur um öll sín mein.
En ekki má með neinni sanngirni
rekja fátækt suðrænna þjóða til þess,
að okkur hefur tekist að komast í
bjargálnir. Suðrænar þjóðir komast
því betur af sem þær hafa meiri við-
skipti við iðnaðarþjóðirnar í norðri.
„Þróunaraðstoð hefur ekki þær afleiðingar
sem henni er ætlað. Hún gerir fátæku fólki
í þróunarlöndunum erfiðara fyrir, ekki
auðveldara."
sem hann hélt á fundi Félags við-
skiptafræðinga og hagfræðinga hér
í Reykjavík í júlí 1984, að þróunar-
löndin eru alls ekki nein ein sam-
stasð heild, heldur mörg lönd með
ólíka siði og ólíka hagsmuni. Sum
eru bjargálna, önnur bláfátæk. Sum
eru stórveldi, önnur dvergríki. Hvað
í ósköpunum er sameiginlegt með
Thailandi og Mósambík, Nepal og
Argentínu, Indlandi og Chad, Túv-
alú og Brasilíu, Mayotte og Nigeríu
annað en það, að þessi ríki þiggja
Þær þjóðir í suðri eru fátækastar,
sem stunda lítil sem engin viðskipti
við okkur Vesturlandamenn, til
dæmis Papúar í Nýju Gíneu og Hott-
intottar og Búskmenn í Afríku. Þær
þjóðir eru hins vegar ríkastar sem
stunda viðtæk viðskipti við okkur,
til dæmis íbúar Hong Kong, Taívans
og Singapore.
Gerir fátæku fólki
erfiðara fyrir
Þróunaraðstoð hefur ekki þær af-
leiðingar. sem henni er ætlað. Hún
hefur satt að segja þveröfugar afleið-
ingar - hún gerir fátæku fólki í
þróunarlöndunum erfiðara fyrir.
ekki auðveldara. Þar sem hún er
aðstoð ríkis við ríki. raskar hún
valdahlutföllum í viðtökulöndunum.
Stjórnarherramir inni í stofnunum
ríkisins fá rýmri fjárráð og meiri
völd í hlutfalli við einstaklingana
úti á markaðnum. Baráttan um völd-
in verður barátta um flest gæði
lífsins. jafnvel baráttuna upp á líf
og dauða (til dæmis þar sem margir
ólíkir þjóðflokkar lifa saman i einu
landi). Þróunaraðstoð auðveldar
einnig stjórnarherrunum að koma
með boðum og bönnum í veg fyrir
frjáls viðskipti einstaklinganna. Þeir
geta velt kostnaðinum af slíkum af-
skiptum á herðar venjulegra vest-
rænna skattgreiðenda. Ennfremur
raskar þróunaraðstoð verðlagi í við-
tökulandinu. Þegar korn er til
dæmis sent til einhvers lands, lækk-
ar þar verð á korni (vegna aukins
framboðs), en það hefur auðvitað
þær afleiðingar, að bændur þar hafa
minni tilhneigingu til að framleiða
korn fyrir markað.
Sósíalistar eins og Gylfi og Ás-
mundur hafa gjarnan mörg orð um
það. að frjálshyggjan sé ómannúðleg
stjórnmálaskoðun - samviskulaus
sérhyggja. Mér dettur ekki í hug að
svara þeim hér með sambærilegum
dylgjum um sósíalismann. Við verð-
um að trúa því, að þeim Gylfa og
Ásmundi gangi gott eitt til með hug-
myndum sínum um þróunaraðstoð.
Við friálshyggjumenn deilum ekki
við þá um markmið, heldur leiðir.
En sósíalistar skilja það ekki, að þvi
er virðist, að við erum miklu lfklegri
til þess að hnika heiminum í átt til
meiri mannúðar með því að leyfa
einstaklingunum að njóta sín í
frjálsum viðskiptum heldur en með
því að efla stofnanir ríkisins, hvort
sem það er í þróunarlöndunum eða
með vestrænum iðnþjóðum.
Hannes Hólmsteúin Gissurarson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56