Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. 19 Iþróttir \ '’2>' ■ • Sigurjón Kristjánsson skorði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum þegar Valsmenn unnu stærsta sigur sumarsins í 1. deild. Þeir skoruðu sjö mörk áður en yfir lauk og hefðu getað bætt við fleirum. Hér sést Sigurjón skora fyrsta mark leiksins i fyrri hálfleik. Hann rennir boltanum framhjá Sveini í marki Breiðabliks sem kemur engum vömum við. DV-mynd Brynjar Gauti Markahátíð hjá Vals- mönnum í Kópavogi! - þegar þeir unnu stærsta sigur sumarsins í 1. deild, 7-0, gegn UBK „Þetta var mjög góður leikur hjá strákunum og nú tókst þeim að skora mikið af góðum mörkum. Markaskor- unin heíúr einmitt verið aðalvandamál okkar hingað til. Það hefur verið ákveðin stígandi í þessu hjá okkur. Það hafa komið nýir strákar inn frá því í fyrra og það tekur tíma að láta þá falla inn í liðið,“ sagði Ian Ross, þjálfari Vals, eftir að Valsmenn höfðu hreinlega rúllað Blikum upp í Kópa- vogi í gærkvöldi. Stærsti sigur sumarsins, 7-0, leit þá dagsins ljós og voru yfirburðir Valsmanna fyllilega í samræmi við tölumar. Þeir hefðu þess vegna getað bætt við enn fleiri mörk- um áður en yfir lauk. Valsarar virðast ætla að hafa sama háttinn á og í fyrra og eru greinilega að komast í hörku- form eftir hæga byijun. Það sem eftir er íslandsmótsins gæti orðið að kapp- hlaupi milli Vals og Fram. „Nei, ég held nú ekki að lið Vals og Fram fari að skera sig sérstaklega úr. Það má ekki afskrifa önnur lið,“ sagði Ian Ross, sem taldi þó að þessi lið hefðu leikið bestu knattspymuna til þessa. Það er hægt að taka undir með Ross að Valsmenn sýndu virkilega góða knattspymu í gær þó því sé ekki að leyna að fyrirstaða Blika var ekki mikil í leiknum. • Fyrstu 20 mínútumar vom til- þrifalitlar og gekk leikmönnum illa að fóta sig á hálum vellinum. Valsarar vom þó heldur sterkari og náðu foiys- tunni á 21. mínútu. Magni Pétursson átti þá þversendingu fyrir markið og Ámundi Sigmundsson náði að senda boltann inn á Siguijón sem var frír fyrir miðju marki. Hánn gaf sér nægan tíma og sendi boltann síðan framhjá Sveini Skúlasyni í marki Blika. • Annað mark Vals kom á 28. mín- útu. Ámundi fékk þá stungusendingu frá Magna, lék inn að marki og af- greiddi síðan boltann ömgglega framhjá Sveini. Vel að verki staðið hjá Ámunda. Fimm mörk Valsmanna í seinni hálfleik í hálfleik gerði Jón Hermannsson, þjálfari Blika, tvær breytingar á liði sínu en þær virtust koma fyrir lítið því Valsmenn tóku öll völd i leiknum. • Þriðja mark þeirra kom þegar á 46. mínútu. Guðni Bergsson átti þá hörkuskot sem Sveinn varði en hann missti boltann frá sér og þar var Ámundi mættur og skoraði ömgglega. • Þrem mínútum síðar átti Valur Valsson hörkuskot af 20 m færi og skaust boltinn undir Svein og í mark- ið. Staðan 4-0. • Á 59. mínútu kom glæsilegasta mark leiksins. Valur Valsson tók þá góða rispu upp vinstri kantinn og gaf síðan inn að marki. Þar tók Bergþór Magnússon við boltanum, lagði hann út á Sigurjón sem skoraði með hörku- skoti neðst í markhomið, algerlega óverjandi. • Á 70. mínútu kom sjötta mark Vals. Eftir góða sókn átti Siguijón góða fyrirgjöf á Val Valsson sem hafði nægan tíma til að skora en það virtist í fyrstu ætla að vefjast eitthvað fyrir honum. • Sjöunda og síðasta mark leiksins kom á 78. mínútu. Þá náði Ámundi að rífa sig laglega upp hægri kantinn og gefa síðan fyrir á Hilmar Sighvats- son sen skoraði af stuttu færi. Vöm Blika var víðs fjarri eins og svo oft í leiknum. Eins og tölumar gefa til kynna léku Valsmenn við hvem sinn fingur í leiknum. Þeir sprungu út í seinni hálf- leik og var þá oft gaman að sjá spil þeirra. Hreyfanleiki og hraði þeirra gerði gersamlega út af við Blika. í raun er erfitt að taka nokkum út úr Valsliðinu, það áttu allir góðan dag. Ámundi er þó greinilega að ná sér á strik, mjög hreyfanlegur og fljótur. Valur og Siguijón vom einnig mjög góðir og fóm oft illa með vamarmenn Blika. Magni og Ingvar léku einnig vel. Blikamir vilja sjálfsagt sem fyrst gleyma þessum leik. Þeir virtust ein- faldlega ekki vera með í leiknum. Þungir og svifaseinir og dekkuðu iOa. Þeir náðu ekki einu sinni að skapa sér færi. Það eina sem þeir hugsuðu um var að hreinsa fiá og þá lenti bolt- inn vanalega hjá nsesta Valsmanni. Dómari var Friðgeir Hallgrímsson og dæmdi vel enda leikurinn prúðmann- legá leikinn. Aðeins Ingvar fékk gult spjald. Áhorfendur vom 507. Láðin: UBK. Sveinn Skúlason, Ólafur Bjömsson, Ingvaldur Gústafsson, Magnús Magnússon, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Guðmundur V. Sig- urðsson (Gunnar Gylfason á 45. mín.) Jón Þórir Jónsson, Jóhann Grétars- son, Helgi Ingason, Þorsteinn Geirs- son (Steindór Elísson á 45. mín.) og Sigurður Viðarsson. Valur. Guðmundur Hreiðarsson, Guðni Bergsson, Bergþór Magnússon, Magni Bl. Pétursson, Sigurjón Kristj- ánsson, Þorgrímur Þráinsson, Ársæll Kristjánsson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Ámundi Sigmundsson og Hilmar Sighvatsson. Maður leiksins: Ámundi Sigmunds- | Argentína | i vann USA i - á HM í köifu | I Lið Argentínu kom heldur | ■ betur á óvart í gær þegar _ | keppnin í undanúrslitum á | . heimsmeistaramótinu í körfu- ■ | knattleik hófet á Spáni. Það lék I Ivið Bandaríkin og sigraði 74- I 70. Fyrsti tapleikur bandaríska ■ Iliðsins og það verður nú að I sigra Kanada og Júgóslaviu í ■ I B-riðlinum til að hafa mögu- I * leika á að keppa um heims- I I meistaratitilinn. Júgóslavía * Ihefur sigrað í öllum leikjum I sínum í riðlinum. | Argentínsku leikmennimir I Ivoru mjög ákafir i leik sínum i I gær og náðu um tíma tólf stiga * Iforustu í síðari hálfleiknum. | Esteban Camissasa var aðal- . I maður Argentinumanna og | * skoraði 21 stig í leiknum. I ■ I heimsmeistarakeppninni 1982 | ■ urðu Bandaríkin í öðru sæti. I I Charles Smith var stigahæstur I IBandaríkjamanna í leiknum I með 17 stig. ISovétríkin, Brasilía og Júgó- | slavía era nú einu liðin sem _ | ekki hafa tapað leik á Spáni. | z Sovétríkin sigruðu Grikkland í ■ I gær 105-93. Þar var Tikhon- | Ienko í aðalhlutverki hjá sové- ■ skum. Skoraði 26 stig. Grikkinn I Gallis varhinsvegarstigahæst- • Iur í leiknum með 32 stig. Hann I er stigahæstur í keppninni með ■ 1210 stig. Þá vann Brasilía Kúbu I 99-83 og var það öraggur sigur. _ I Sextán stiga munur í hálfleik, • i 53-37. Spánn vann ísrael með I I miklum mun eða 94-65 (48-34) J - en þessir þrír leikir voru í A- I * riðlinum. í B-riðlinum sigraði Ítalía | J Kanada 89-86 eftir 43-43 í hálf- ■ I leik og Júgóslavía vann stórsig- J I ur á Kína 106-82. Leikimir í | ■ A-riðlinum voru háðir í Barcel- . I ona en í B-riðlinum í Oviedo. í | _ A-riðlinum hafa Sovétríkin og ■ | Brasilía 6 stig úr leikjunum I Iþremur - tveir fi-á forriðlunum I - Spánn er með 5 stig, ísrael 4 ■ Istig, Grikkland og Kúba 3 stig. I í B-riðlinum er Júgóslavía með 1 6 stig. Bandaríkin og Ítalía með | * 5 stig, Kanada og Argentína 4 _ | stig og Kína 3 stig. Kína hefur | _ sem sagt tapað öllum leikjum ■ I sínum. Tvö stig gefin fyrir sig- I ur, eitt stig fyrir tap. Órofin sigur- ganga Vals- stúlknanna - hafa sigrað í 7 leikjum Valsstúlkumar í 1. deild kvenna eru nú á góðri leið með að tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn i knattspym- unni. Þær hafa sigrað í öllum leikjum sínum í keppninni hingað til. Hafa þvi hlotið 21 stig í leikjunum sjö. Unnu mjög þýðingarmikinn sigur á Akra- nesi, 1-0, í síðustu viku í Laugardaln- irni. Það var Kristín Amþórsdóttir sem skoraði markið í leiknum. Myndin til hliðar er frá þeim leik. Akranes er með 12 stig eftir 6 leiki. Breiðablik hefur einnig 12 stig en eftir fimm leiki. Hefúr aðeins tapað einum leik. Á laug- ardag var einn leikur í 1. deild. Keflavík sigraði Þór, 3-1, í Keflavík. DV-mynd GS hsím I_________________________ { Tveir Pólveijar | I til Homburg I | V-þýska liðið FC Homburg, | I sem Sigurður Grétarsson lék ■ I með um tíma, hefur fengið tvo I Ipólska landsliðsmenn til liðs við I sig. Homburg, sem vann sig upp * Ií Bundesliguna í vor, keypti þá | Andrzej Buncol og Roman _ I Wojcicki fyrir tæpar 23 milljónir • * kr. Forráðamenn Homburg vora I | íþrjádagaíPóllandiísamninga- - viðræðum við Iægia Varsjá, sem I * Buncol leikur með, og Widzew _ I Lodz, sem Wojcicki leikur með, | áður en samningar tókust. I -SMJ 1 | -------------- ^.1 . Moskva: „Það | I svarar ekki“ i Iíslenska landshðið í hand- I knattleik lék við Sovétríkin á * Ifriðarleikunum í gær. Þrátt fyrir | ítrekaðar tilraunir til að ná í far- . I arstjóra eða leikmenn tókst það | J ekki. Við höfðum símanúmerið á ■ I hóteli þeirra en þegar hringt var | _ í Moskvu var alltaf sama svarið ■ I hjá miðstöðinni. „Því miður, það I Isvarar ekki.“ Lítil breyting hjá I sovéskum. Lokað land. Við ■ Ireyndum einnig að fá fréttastofu I Reuters til að grafa upp úrshtin. _ I Henni tókst það ekki. hsim a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.