Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1986.
Iþróttir
irSpánverjinn
vann
i  Wilander
j   - í urslrtum í tennis
1 Það urðu óvænt úrslit á opna
" sænska meistaramótinu í tennis
I sem lauk í Bástad í gær. Til úr-
. slita léku Svíinn Mats Wilander
I og Spánverjinn Emilio Sanchez.
ISpánverjinn fór með sigur af
hólmi  eftir  æsispennandi  og
Iskemmtilega  úrslitaviðureign.
Hann sigraði 7-6, 4-6 og 6-4.
|   Spánverjinn Sanchez var að
Ivonum ánægður með sigurinn.
„Þetta er stærsti sigurirm á mín-
Ium ferh," sagði hann. Hann hafðí
þó sigrað í tveim minni háttar
| mótum fyrr á árinu. Sanchez
vann Stefan Edberg í undanúr-
slitum.
Wilander hafði ekki áður tapað
leik í Bástad og það þó hann
hefði leikið þar 22 leiki á ferlin-
um. Hann vann „Sviabanann"
Mecier i undanúrslitum.
-SMJ
• Ballesteros.
Ballesteros
meistari
-ÍHollandi
Spánverjinn frægi, Severiano
Ballesteros, sigraði með miklum
yfirburðum á opna hollenska
meistaramótinu í golfi sem lauk
í Noordwijk í gær. Lék hringina
fjóra á 271 höggi ( 69, 63, 71 ög
68) og varð átta höggurn á undan
nassta manni. Það var landi
hans, Jose Rivero, sem lék á 279
höggum. Síðan komu Philip
Parkin, Bretiandi, og Vicente
Fernandes, Argentínu, á 280
höggum.            ' hsím
i Markvörður
Marokkó
i
- til Majoitei
Baddou Zaki, Marokkó, sem
þóttí einn albesti markvörðurinn
í heimsrræktarakerjprunni í
Mexfkó í sumar, skrifaði í gær
undir samning við spánska liðið
Majorka sem vann sér sæti í 1.
deild í vor. Sþánska félagið
greiddi rúmar fimm miUjónir
króna fyrir ldkmanránn. Hann
Jék áður með Wydad í Casa-
blanca og var fyrirUði HM-liðs
Marokkó.             hsím

*
Þorsteinn Geirsson (nr. 15) skorar fyrra mark Blikanna með fallegu skoti.
DV-mynd Brynjar Gauti.
„Við förum ekki niður
- sagði Jón Hermannsson þjátfari UBK, eftir 2-2 jafntefli við ÍBV
kk
„Við vorum mjög slakir í þessum leik
og það er greinilegt að þreyta situr í leik-
mönnum mínum eftir bikarleikinn erfiða.
Við fbrum hins vegar ekki niður í aðra
deild." sagði Jón Hermannsson, þjálfari
UBK, eftir að lið hans hafði gert jafntefli
við Vestmannaeyinga á Kópavogsvelli á
laugardag. Hvort liðið skoraði tvö mörk
eftir að Blikarnir höfðu verið 2-0 yfir í
hálfleik. Þarna áttust við tvö neðstu lið
deildarinnar og jafntefli var því vonbrigði
fyrir bæði liðin sem þurftu svo sannarlega
á þrem stigum að halda.
Blikarnir betri
í fyrri hálfleik
Liðin þreifuðu rólega fyrir sér í byrjun
leiksins en á 13. mínútu náðu Blikarnir for-
ustunni í leiknum með fallegu marki.
Aukaspyrna var dæmd á ÍBV rétt fyrir utan
hægra vítateigshornið. Guðmundur Valur
Sigurðsson renndi boltanum til hliðar inn í
vítateiginn og þaðan skaut Þorsteinn Geirs-
son föstu skoti í netið hjá Vestmannaeyja-
liðinu.
Um miðjan hálfleikinn voru þeir félagar
aftur á ferðinni þegar Guðmundur Valur
gaf vel fyrir mark ÍBV en Þorsteinn skall-
aði rétt fram hjá. Vestmannaeyingar áttu
fáar umtalsverðar sóknir og mun meiri
kraftur var í Blikunum með Guðmund Val,
Þorstein og Rögnvald sem aðaldrifljaðrir
liðsins. Hinn spræki framherji þeirra, Jón
Þórir Jónsson, varð að yfirgefa völlinn rétt
fyrir hálfleik eftir mikið samstuð við Þor-
stein Gunnarsson, markvörð ÍBV. En rétt
eftir að Jón Þórir var borinn af leikvelli kom
annað mark Breiðabliks, reyndar á síðustu
mínútu fyrri hálfleiksins. Rögnvaldur fékk
knöttinn hægra megin í vitateignum og
þrumaði honum efst í bláhornið á marki
IBV. Algerlega óverjandi fyrir Þorstein
markvörð sem stóð sig mjög vel í leiknum.
Staðan 2-0 í hálfleik og flestir héldu að
úrslitin væru nú ráðin. En svo var aldeilis
ekki.
Eyjamenn gáfust
ekki upp
Vestmannaeyingar komu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og á 49. mínútu var
dæmd vítaspyrna á UBK eftir að boltinn fór
í hönd eins varnarmanns þeirra. Jóhann
Georgsson skoraði úr vítaspyrnunni og nú
gat allt gerst. En það voru Blikarnir sem
náðu yfirhendinni eftir markið og Þorsteinn
Gunnarsson bjargaði glæsilega í tvigang.
Fyrst var Rögnvaldur í dauðafæri eftir send-
ingu Ingjaldar en Þorsteinn varði og
örstuttu síðar komst Guðmundur Guð-
mundsson í gegn en Þorsteinn bjargaði enn
einu sinni. Og þegar hér var komið sögu
urðu þáttaskil í leiknum. Ómar Jóhannes-
son var sendur inn á og þessi skipting
virkaði eins og vítamínsprauta á Vest-
mannaeyinga. Á sama tíma var eins og
Blikarnir misstu móðinn. Og á 81. mínútu,
eftir þungar sóknir, tókst Eyjamönnum að
jafha. Umadeild aukaspyrna var dæmd rétt
utan vítateigs UBK og Jóhann Georgsson
skaut hörkuskoti í stöng Blikamarksins og
boltinn hrökk beint út þar sem Sighvatur
Bjarnason fleygði sér fram og skallaði
knöttinn inn fyrir marklínuna og þar með
höfðu Vestmannaeyingar náð jöfhu, 2-2.
Síðustu mínúturnar voru Eyjamenn mun
nær því að skora þriðja markið en Tómas
Tómasson missti boltann frá sér í upplögðu
færi og Örn Bjarnason varði gott skot frá
Tómasi skömmu síðar.
Jafnteflið var því staðreynd og Eyjamenn
eru svo gott sem fallnir þrátt fyrir að hafa
sýnt svo mikla baráttu og tekist að jafha
leikinn. Blikarnir eiga enn ágæta möguleika
á að halda sæti sínu en til þess verða þeir
að spila mun betur. Þorsteinn Geirsson var
besti maður þeirra og þeir Rögnvaldur,
Guðmundur Valur og Ingvaldur stóðu sig
vel. Ómar Jóhannesson var mjög góður þær
30 mínútur sem hann spilaði. Lið Eyja-
manna virkaði mun betur eftir að Ómar kom
inn á, eins og fyrr segir. Einnig var Þor-
steinn mjög góður í marki Eyjamanna, aðrir
voru í meðallagi.
Liðin voru þannig skipuð:
UBK: Örn Bjarnason, Heiðar Heiðarsson,
Ingvaldur Gústafsson, Magnús Magnússon,
Ólafur Björnsson, Jón Þórir Jónsson
(Steindór Elíasson 44. mín.) Helgi Ingason
(Gunnar Gylfason 58. mín.) Guðmundur
Guðmundsson, Guðmundur Valur Sigurðs-
son, Rögnvaldur Rögnvaldsson, Þorsteinn
Geirsson.
ÍBV: Þorsteinn Gunnarsson, Þórður Hall-
grímsson, Viðar Elíasson, Elías Friðriksson,
Jón Bragi Arnarsson, Sighvatur Bjarnason,
Ingi Sigurðsson, Bergur Ágústsson, Lúðvík
Bergvinsson (Tómas Tómasson 70. mín.),
Jón Atli Gunnarsson (Ómar Jóhannesson
60. mín.) Jóhann Georgsson.
Dómari var Þóroddur Hjaltalín og dæmdi
hann vel. Línuverðir voru Baldur Scheving
og Ólafur Ragnarsson.
Gult spjald: Bergur Ágústsson, iBV.
Maður leiksins: Þorsteinn Geirsson,
UBK.
Róbert.
Samveldisleikamir í Edinborg:
Kanadamaðurinn Johnson
kom langfýrstur í mark
Daley Thompson - byrjar vöm sína
! tirohraiilinni I Hr?r-
Það var talsvert spenna á Samveld-
isleikunum í Edinborg í gær en keppni
er þar nú í fullum gangi. 1 úrslitum
100 m hlaupsins hafði Kanadamaður-
inn Ben Johnson algjöra yfirburði.
Sigraði á 10,07 sek. en hann er nú án
efa fljótasti maður heims. í forkeppn-
inni var hann í algjörum sérflokki.
Það merkilega var að í fréttaskeytum
Reuters af leikunum var ekkert getið
um hverjir komu nsestir Johnson í
úrslitahlaupinu.
Keppnin í tugþraut hefst í dag og
þar verða allra augu á ólympíumeist-
aranum Daley Thompson, Englandi.
Það er ekki oft sem hann keppir í tug-
þrautinni en þegar hann er með má
nlltaf búast við stórafrekum. Thomp-
Ovænt úrsiit í 400 m hlaupunum
son varð ólympíumeístari í Moskvu
1980 og einnig í Los Angeles 1984. Á
nú einn heimsmetið í tugþrautinni eft-
ir að nýr stigaútreikningur tók gildi
en átti heimsmetið áður með Hingsen,
Vestur-Þýskalandi, sem hann sigraði
auðveldlega í keppninni í Los Ange-
les. Jafnaði þá heimsmet þess þýska.
Thompson er núverandi samveldis-
meistari og ekki er reiknað með að
nokkur geti gefið honum keppni í
Edinborg.
Keppni lauk í sjöþraut kvenna í gær
og var ótrúlega spennandi. Judy Simp-
son, Englandi, sigraði. Eftir spjótkast-
keppnina var hún 23 stigum á eftir
Jnne Flpmmine, Ástralíu. en tókst að
vinna muninn upp í síðustu greininni,
800 m hlaupinu. Sigraði með fjögurra
stiga mun.
Mjög óvænt úrslit urðu í 400 m,
bæði hjá körlum og konum. Ástralíu-
maðurinn Darren Clark, sem komst í
úrslit í 400 á ólympíuleikunum í LA
og varð þar fjórði, var talinn öruggur
með sigur. Það fór é annan veg. Enski
hlauparinn Roger Black hafði náð
honum eftir 200 m og hélt forustunni
til loka þrátt fyrir erfiðan mótvind í
lokin. í 400 m hlaupi kvenna var Kat-
hy Cook, Englandi, sigurstranglegust.
Hún lenti hins vegar á ystu brautinni
og eftir aðeins 60 metra hafði Dabbie
Flintoff náð henni og varð fyrst í mark.
hsím
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40