Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1986, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986. Fréttir Hvalamálið: Hvað segja stjómmálaleiðtogarnir um Coldwaterkönnunina? Skoðcinakönnun Coldwater Seafood Corporation um aístöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða, sem Gallup-stofnunin framkvæmdi, hefur valdið nokkrum úlfaþyt. Eins og DV skýrði frá á fimmtu- dag kemur þar fram að 77% Bandaríkjamanna eru á móti vísindaveiðum íslendinga. En fleira kemur þar fram sem vert er að velta vöngum yfir. Meðal annars eru 42% tilbúin að bindast samtökum um að hætta að kaupa íislenskan fisk, 84% eru samþykk þvi að Bandaríkja- stjóm styðji bannið varðandi hvalveiðar í viðskiptaskyni, þó 52% hafi hvorki heyrt né lesið neitt um alþjóðlega bannið gegn hvalveiðum í viðskiptaskyni. En hvað segja stjómmálaleiðtogamir um niðurstöðu þessarar könnunar og hvemig túlka þeir hana? DV hafði samband við sex fulltrúa stjómmálaflokkanna. -KÞ Guðmundur Bjamason, Framsóknarflokki: Tilfínningasemin ræður ferðinni „Mér sýnist á þessu að menn láti tilfinningasemina hlaupa með sig í gönur, hins vegar er niðurstaðan sem slík skiljanleg, við erum svo óþekktir í Banda- ríkjunum,“ sagði Guðmundur Bjamason. „Á sínum tíma greiddi ég at- kvæði með hvalveiðibanni þar sem ég taldi þá og tel enn að við eigum að taka meiri hagsmuni fram )Ær minni. Hins vegar finnst mér allt tal um þessi nátt-. úruvemdarsamtök og þeirra talsmenn vera komið út í hreinar öfgar. En það sem við verðum að gera í stöðunni er það að við þurfum að kynna okkar málstað betur og okkar sjónarmið en þetta er orðið það mikið tilfinningamál að erfitt getur verið að beita nokkr- um rökum. En þótt við séum fá, smá og óþekkt verðum við að taka okkur tak og beita fyrir okkur vísindamönnum til að koma á framfæri grundvallaratriðum um þetta mál,“ sagði Guðmundur Bjamason. -KÞ Guðmundur Bjarnason. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi: Andstaðan er ekki útbreidd „Það að svona hátt hlutfall hefur aldrei heyrt minnst á hval- veiðibann sýnir að andstaðan gegn okkur er ekki eins mikil og af er látið,“ sagði Svavar Gestsson. „Niðurstaða þessarar könnun- ar þykir mér benda til þess að sú andstaða, sem sögð er vera í Bandaríkjunum gegn okkur, hef- ur verið máluð alltof dökk. Mér þykir athyglisverðast í þessu hversu hátt hlutfall veit ekki neitt um málið. Sú niðurstaða könnunarinnar ýtir enn frekar undir þá skoðun mína að við eig- um hvorki að hneigja okkur fyrir Bandaríkjamönnum í þessu máli né skoðanakönnuninni sem slíkri," sagði Svavar Gestsson. -KÞ Svavar Gestsson. Sígríður Dúna Kristmund., Kvennalista: Óttast afleiðingamar „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart en ég óttast afleiðingamar," sagði Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir. „Ég er engan veginn undr- andi á því hversu hátt hlut- fall Bandaríkjamanna er á móti vísindaveiðunum sem slíkum, hins vegar kemur mér á óvart að 44% skuli þó vita um hvalveiðibannið því að firéttaflutningur vestra af erlendum vettvangi er ekki mikill. Við eigum mikilla hags- muna að gæta á fiskmörkuð- unum þar í landi og timinn verður að leiða í ljós hver framvinda mála verður," sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. -KÞ Sigríöur Dúna Kristmunds- dóttir. Stefán Benediktsson, BJ: Áróðursstarf okkar ekkert „Þessi niðurstaða er skilj- anleg. Áróðursstarf okkar í þessum hvalamálum er ekk- ert í Bandaríkjunum,“ sagði Sfefán Benediktsson, Banda- lagi jafhaðarmanna. „Við höfurn ekki tök á því að snúa almenningsálitinu í Bandaríkjunum í þessu máli við. Þetta fólk getur ekki sett sig í okkar spor. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að kynni þessa fólks af hvöl- um og slíkum dýrum eru af Moby Dick og heimsóknum í sædýrasöfn. Það er vonlaust Stefán Benediktsson. verk að sannfæra þetta fólk, sem horfir á fallega höfrunga og háhyminga leika listir sín- ar, um að það þjóni einhverjum tilgangi að drepa þessi dýr,“ sagði Stefán Benediktsson. -KÞ Friðrik Sophusson, Sjalfstæðisflokki: Vanþekking Bandaríkjamanna „Niðurstaðan er lýsandi dæmi um vanþekkingu Bandaríkja- manna í þessu máli. Það að 52% skuli aldrei hafa heyrt minnst á bannið, en samt eru 77% á móti vísindaveiðunum, sýnir hversu langt við eigum í land með að kynna okkar málstað," sagði Friðrik Sophusson. „Annars kemur þessi niður- staða mér ekki að óvörum. Þetta fólk skilur ekki að þjóðir á norð- urslóðum, sem lifa á veiðum, þurfa að halda jafnvægi í náttú- runni. Þar fyrir utan hafa Banda- ríkjamenn sumir hverjir aldrei séð sjó, sumir virðast halda að fiskur vaxi á tijám. Við verðum því að fara að hella okkur út í það að reka áróður fyrir því sem við erum að gera ef við ætlum að halda velli sem fiskveiðiþjóð," sagði Friðrik Sophusson. -KÞ Friðrik Sophusson. Jon Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki: Úreld könnun „Könnun frá í nóvember, eins og þessi er, er gjörsamlega úreld og hefur ekkert gildi. Það væri hins fróðlegt að gera könnun núna og fá viðbrögð Bandaríkja- manna við atburðum síðustu daga,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki. „Almennt eru Bandaríkja- menn friðarsinnar og við verðum að fá að vita hvort nýjustu tíð- indin í hvalamálinu valdi því að þeir hætti að kaupa af okkur fisk. Alvara hvalamálsins liggur fyrst og fremst í því hvaða áhrif þetta hefur í framtíðinni. Ef á að fram- fylgja varanlegu hvalveiðibanni hefur það hrikaleg áhrif á fisk- veiðiþjóð eins og okkur. Einu rökin sem við höfum, og erum ekki að ofbjóða stofhinum. beygi sig fyrir staðreyndum. Það hvalveiðar síðar meir,“ sagði Jón Jón Baldvin Hannibalsson. getum sýnt fram á, er að við Við verðum að vona að menn má ekki loka öllum dyrum á Baldvin Hannibalsson. -KÞ Ertu fvlqjandi eða andvigur fyrirætlunum Islendinga að veiða og drepa 200 hvali á ári i vísindaskyni fram til ársins 1989? 80 -i 60 - 40- E3 n mw///1 : ® '////////, % ///////// % ////,'////) '/////■■y/A /M/m... ///////// % /////////, % /////////■ V////////M '/////////Xía ///////// I ///////// \ ///////// í. '/////////, | ',t Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Hefur þú heyrt eða lesið eitthvað um alÞióðleqa bannið gegn hvalveiðum í viðskiptaskym? 60 50 H 40 30 20- 10 - 0 0 5?' I ■ -— V///Z/////. i ///,'' :% /, ■/////,<! W///////, i //////////, i '///////// I ’//////////. % :'/////////1 '///////?/ f Z'Z/l WMÍ z///////// 'i ////////M | '//. '/// / ■ k Ý/j/ÆW' 7/ym-. V//'. V/ //77///// /////////>. ■Z////Z//M, ■/////////, 7////Z///M v////////fö '////////// :////////). '////////,/ //////■///■ Z///////M Z//////Z'. i 'ZX/z/Zz /////////, /.y/////M Z//Z/ iz/zmzS Heyrt eða lesið Hvorki heyrt né lesið óákveðnír Ertu fylgjandi eða andvígur því að halda aíram að sækja veitingahús og onnur fyrirtæki sem selja fisk frá íslandi ef Islendingar veiða og drepa 200 hvali á ári fram til ársins 1989?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.