Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						*3fl

FRETTASKO
I  Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjprn
Verkfall boð-
að við Blöndu-
virkjun
Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri;
„Við boðuðum verkfall um síðustu
helgi og ef ekkert gerist skellur það á
um miðnætti á mánudagskvöld. Þá
fara um 50 starfsmenn í verkfall,"
sagði Kristinn Gissurarson, trúnaðar-
maður starfsmanna við Blönduvirkj-
un, í gærkvöld.
Kristinn sagði að ef til verkfalls
kæmi myndu nánast allar fram-
kvæmdir við Blönduvirkjun stöðvast
en þar er nú unnið við jarðgangagerð
og stöðvarhús, auk ýmissa annarra
framkvæmda.
Kristinn sagði ennfremur að kröf-
urnar væru þær að starfsmenn fengju
^sömu grunnlaun og væru sambærileg
^íijá sömu hópum í þéttbýli. Hann vildi
ekki segja hve háar kröfurnar væru í
prósentum talið en samkvæmt heim-
ildum DV nema þær 15% hækkun á
grunnlaun.
„Virkjunarsamningarnir hafa verið
lausir frá því í desember á síðasta ári
en það hefur lítið gerst. Farið var af
stað í maí-júní en eftir það hafa við-
ræður að mestu legið niðri," sagði
Kristinn.
> Bannaðað
flytja inn
rauðgreni
Landbúnaðarráðuneytið     hefur
bannað allan innflutning á rauðgrem
fyrir næstu jól. Er ákvörðunin tekin
til verndar íslenskri framleiðslu þvi
talið er að íslenskt rauðgreni sé til í
,því magni að nægi til að anna eftir-
spurn eftir þessari gerð jólatrjáa.
Rauðgreni er hið sígilda íslenska
fjölskyldujólatré og ódýrara en marg-
ar aðrar innfluttar tegundir. Er talið
að meðalstórt rauðgrenitré muni kosta
innan við þúsund krónur fyrir jólin.
, -^j. Aðrar innfluttar tegundir geta hins
vegar kostað um tvö þúsund krónur.
„Ætli markaðurinn fyrir jólatré í ár
sé ekki um 30 þúsund stykki," sagði
Kristinn Skæringsson hjá Skógrækt
ríkisins í samtali við DV. „Þar af er
innlend framleiðsla um þriðjungur,
Iangmest rauðgreni."        -EIR
jyx
Ert þú á leið í
AIIKLAG4RÐ?
Í,i..;,;.'.;»,V.'T"
!V-Vr>l '",w''-"'VPI
LOKI
Er forvalið bara
ekki búið?
FIMMTUDAGUR 13. NOVEMBER 1986.
Fóival Alþýðubandalagsins í Reykjavík:
Kjörnefndin lokaði á
formann félagsins
„Ákveðinn þungavigiarmaður þrýsíi á nefndina," segir Guðni Jóhannesson
„Mín skoðun er sú að ákveðinn
þungavigtarmaður á listanum hafl
þrýst á kjörnefhdina," segir Guðni
Jóhannesson yerkfræðingur, for-
maður Alþýðubandalagsfélagsins í
Reykjavík. Kjörnefhd ætlaði að
bæta honum á forvalslista vegna
þingframboðs. í gær ákvað hún að
fjölga ekki á listanum.
„Það er rétt að við höfðum áhuga
á að bæta á listann. Þegar það frétt-
ist fóru hins vegar svo margir á flot
að við ákváðum að hætta við þetta.
Við álítum að ef fjöldi fólks hefði
bæst við, hefðu atkvæði dreifst allt
of mikið. Það er alrangt að við-höf-
um látið undan þrýstingi til þess að
loka listanum," segir Hrafh Magn-
ússon framkvæmdastjóri, formaður
kjörnefndar.
„Þegar Olafur Ragnar Grímsson
lýsti yfir framboði í Reykjaneskjör-
dæmi voru aðeins nokkrir klukkut-
ímar  þar  til  framboðsfresti  til
forvalsins lyki. Það myndaðist
ákveðið tömarúm en enginn tími var
til þess að íhuga málin á ný," segir
Guðni. „Þetta var á fimmtudaginn
fyrir viku. Um helgina hafði mynd-
ast hópur stuðningsmanna sem vildi
að ég færi í forvalið. Hrafn hafði
samband við mig á mánudaginn og
bauð mér þátttöku og ég hef vissu
fyrir því að aðrir kjörnefhdarmenn
sem í náðist voru þessu sammála."
Samkvæmt heimildum DV var
álíka statt fyrir Páli Valdimarssyni,
verkamanni í Dagsbrún, og jafhvel
fleiri. Kjörnefhd lokaði á þá í gær.
Heimildirnar segja að stuðnings-
menn Guðrúnar Helgadóttur hafi
ætlað að kjósa hana í annað sæti
og Guðna í þriðja. Gegn þessu hafi
Ásmundur Stefánsson beitt sér með
stuðningi Álfheiðar lngadóttur.
HERB
Framrúðu tatækari
Það er sprengt í hinum ýmsu heimshomum - jafnvel uppi á íslandi. Sjaldnast eru skemmdarverk tilgangurinn
hérlendis en sprengjuframkvæmdir við SÍS-skemmumar við Holtagarða gerðu þó i gærdag bileiganda einni framr-
úðu og bílþakshorni fátækari. Óviljaverk að sjálfsögðu sem varð af völdum steinkasts frá sprengingunni.
-baj
OV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Víða
strekk-
íngs-
vindur
Austan- og norðaustanátt og víða
strekkingsvindur. Slydda eða rign-
ing við norður- og austurströndina
en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti
verður á bilinu 2-7 stig.

Alþýðuflokkur
næststærstur
Alþýðuflokkurinn eykur fylgi sitt
verulega, samkvæmt skoðanakönnun
Félagsvísindastofhunar um síðustu
mánaðamót, sem Morgunblaðið birtir
í morgun. Mælist fylgi Alþýðuflokks-
ins 24,1 prósent.
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu og •
fær nú fylgi 33,6 prósent þeirra sem
taka afstöðu.
Framsóknarflokkur, með 17,3 pró-
sent, styrkir heldur stöðu sína en fylgi
Alþýðubandalags, 15,4 prósent, og
Kvennalista, 8,7 prósent, minnkar lí-
tillega. Fylgi Bandalags jafhaðar-
manna mælist 0,5 prósent og Flokks
mannsins 0,3 prósent.
„Það sem er einkennandi fyrir þessa
niðurstöðu er að við jafhaðarmenn
vinnum í fyrsta sinn verulegt fylgi af
Sjálfstæðisflokki. Að öðru leyti stað-
festir þetta þróun tveggja síðustu
kannana, Helgarpósts og DV, sem
hafa sýnt Alþýðuflokkinn sem næst-
stærsta flokk þjóðarinnar," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins.
„Alþýðuflokkurinn virðist bæta
stöðu sína meðal annars á kostnað
Sjálfstæðisflokksins. Kosningabarátt-
an er rétt að byrja. Úrslit kosninganna
ráðast þegar talið er úr kjörkössunum
og því kvíðum við ekki," sagði Friðrik
Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins.
•________________________-KMU
Hólmfríður
tekur ofan
Hólmfríður Karlsdóttir tekur kórón-
una ofan í kvöld og krýnir nýja
alheimsfegurðardrottningu í Royal
Albert Hall í London. f slenski þátttak-
andinn að þessu sinni er Gígja Birgis-
dóttir, 18 ára frá Akureyri, sem að
undanförnu hefur starfað sem banka-
mær í Grensásútibúi Iðnaðarbankans
í Reykjavík.
„Gígja er ákaflega spennt þarna úti,
nýkomin úr ferð til Austurlanda með
hinum keppendunum," sagði móðir
hennar, Alma Möller, í samtali við
DV í morgun.
Gígja er ekki ein á báti í London
því faðir hennar og systir eru henni
til halds og trausts. Engu skal spáð
um úrslit en íbúar við Faxaflóasvæðið
geta fylgst með þeim í beinni útsend-
ingu á Stöð 2 klukkan 20.30 - ótruflað.
-EIR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40