Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987.
Stjórnmál
Jón Baldvin í rœöustól á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í gærkvöldi. Vinstra megin við hann situr Jón Armann Héðinsson, sem stýrði fundinum, en hægra megin alþingismennirnir Jó-
hanna Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson.
DV-mynd Brynjar Gauti
Jón Baldvin reiðubúinn til víðræðna við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk:
Virðist vera eini mögu-
leikinn sem eftir er
„Það væri algert siðleysi ef Jón
Baldvin fengi ekki tækifæri til að
reyna stjórnarmyndun. Ég vona að
fleiri séu þeirrar skoðunar."
Undir þessi orð Jóns Ármanns
Héðinssonar, fundarstjóra á opnum
stjórnmálafundi Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur á Hótel Sögu í gær-
kvöldi, tóku fundarmenn með lófa-
taki. Um 60 manns mættu á fundinn
sem auglýstur var undir yfirskrift-
imii „Hver flytur 17. júní-ræðu í ár?"
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, talaði mjög
opinskátt um stjórnarmyndunarvið-
ræður. Hann lýsti þvi yfir að hann
væri reiðubúinn til að láta á það
reyna hvort málefnasamningur tæk-
ist milli Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Alþýðuflokks.
Hann skýrði frá því að Alþýðuflokk-
urinn hefði um helgina sent bæði
Kvennalista og Alþýðubandalagi
málefnagrundvöll og spurt hvort
þessir flokkar væru tilbúnir til við-
ræðna á grundvelli hans.
Vilji okkar í ríkisstjórn er mikill
„Það fer ekkert á milli mála að
vilji okkar til þátttöku í ríkisstjórn
er mikill. Og við skömmumst okkar
ekkert fyrir það og biðjum engan
afsökunar á því," sagði Jón Baldvin.
Um viðræður Alþýðuflokks, Sjálf-
stæðisflokks og Kvennalista sagði
hann:
„Við vorum skotnir í þessari ríkis-
stjórn og ég er viss um að hún hefði
getað fengið góða hveitibrauðsdaga
með þjóðinni. Þetta hefði getað verið
lið sem hefði unnið saman. Þetta
átti að takast. Þess vegna meinti' ég
það þegar ég sagði: Við hefðum átt
að vaka lengur og vera ögn betri
hvort við annað."
Jón Baldvin rakti því næst gang
mála um helgina:
„Forseti Islands gerði hlé. Hvernig
notuðu menn hléið? Framsóknar-
flokkurinn hefur notað það vel og
við höfum notað það vel.
Framsóknarflokkurinn notaði það
til að ná samningum við Stefán Val-
geirsson og hann hefur átt í ítarleg-
um viðræðum við Borgaraflokk enda
hefur Albert Guðmundsson lýst- því
yfir að Steingrímur Hermannsson sé
hans gúrú og hann styður allar ríkis-
stjórnir sem Steingrímur er í forsvari
fyrir."
Kvennalista og
Alþýðubandalagi sendur
málefnagrundvöllur
„Hvað höfum við gert? Við tókum
aftur upp þráðinn við Kvennalistann
og við settum af stað viðræður við
Alþýðubandalagið. Við sendum
þessum báðum flokkum málefna-
grundvöll ítarlegan og létum fylgja
eftirfarandi spumingu: Viljið þið
kynna ykkur þennan málefnagmnd-
völl? Viljið þið svara okkur því fyrir
miðnætti núna í kvöld hvort þið eruð
reiðubúnir á grundvelli þessara mál-
efna að ræða við okkur til þess að
freista þess að hafa málefnalega
samstöðu þessara tveggja flokka.
annars vegar Kvennalistans. hins
vegar Alþýðubandalagsins? Við
sögðum báðum að við hefðum sent
slík erindi af stað.
Við vildum með öðrum orðum fá
svar áður en til þess kemur hugsan-
lega að formaður Alþýðuflokksins
fái umboð til stjórnarmyndunarvið-
ræðna: Þýðir eitthvað að taka þessa
hluti upp aftur?
Kvennalistinn hefur nú svarað.
Og svarið er það að vegna þess að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert
látið til sín heyra um að hann hafi
neitt nýtt fram að færa frá því að
viðræðum okkar var slitið þá hafi
þær ekki trii á alvörunni á bak við
þetta og hafna því þessu.
Við bíðum eftír svörum frá Al-
þýðubandalaginu og ég er ekki
bjartsýnn. En auðvitað var ástæða
til að láta á það reyna. Ef þessir
tveir flokkar gætu orðið sammála
um malefnagrundvöll veit ég að það
er talsverður áhugi á því innan Sjálf-
stæðísflokksins að mynda slíka
ríkisstjórn.
Ef Alþýðubandalagið tæki þessa
útréttu sáttahönd mundi það auðvit-
að hafa í för með sér að samstarf
flokkanna yrði nánara í framtíðinni.
sem er framtíðarpólitík um það að
búa hér til stóran og öflugan sósíal-
demókratískan flokk."
Stefán Valgeirsson kostar
ekki nema eitt bankaráð
„Hverra kosta er völ? Þið munið
hann Lúðvík Jósepsson. Hann sagði
daginn eftir kosningar þegar hann
hitti menn á förnum vegi: Til hvers
eru menn að fara út í stjórnarmynd-
unarviðræður? Það er engin stjórn
í landinu. Það er ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
og þeir þurfa ekki að kaupa nema
Stefán Valgeirsson og hann kostar
ekki nema eitt bankaráð. Og svó
gætu þeir keypt einn eða tvo Borg-
ara. Og hvaða mál er það?
Hvað er forsætisráðherra ríkisins.
Steingrímur Hemiannsson. að gera
þessa dagana? Er hann ekki að koma
upp á borðið með Lúðvíkskenning-
una?
Hann er að reyna að ná samning-
um við Stefán Valgeirsson og hann
er að reyna að ná samningum við
Borgaraflokkinn um það að halda
áfram óbreyttri ríkisstjórn.
En er þetta raunhæfur möguleiki?
Fomiaður Sjálfstæðisflokksins hefur
sagt nei við svokallaðri minnihluta-
stjórn með Stefáni Valgefrssyni og
sagt: Við viljum ekki eigá pólitískt
lif okkar undir Stefáni Valgeirssyni
og Páli á Höllustöðum. Við enim
búnir að fá nóg af því. Eða að eiga
framgang einstakra mála undir þeim
og Borgaraflokknum.
Steingrímur hefur líka verið að
reyna fjögurra flokka stjórnir. Eðli
málsins samkvæmt þarf að bræða
saman sjónarmið fjögurra flokka.
Það er almennt mat stjómmála-
manna að ríkisstjómir af þessu tagi
yrðu ekki á vetur setjandi. Þær yrðu
pólitískur uppboðsmarkaður sem
mundi koma hlutum hér í nokkurn
veginn þvilíkt óefni að núverandi
ástand er kannski barnavípur hjá
því og hún mundi ekki endast.
Spumingin er um það: Era ein-
hverjar málefnalegar forsendur fyrir
því að mynda ríkisstjóm þriggja
flokka. Sjálfstæðisflokks. Framsókn-
arflokks og Alþýðuflokks?"
Brigð við kjósendur
Alþýðuflokksins?
..Við höfum sagt: Við ætlum ekki
að vera þriðja hjól í vagni fráfarandi
ríkisstjómar. Við höfum hins vegar
aldrei hafnað viðræðum við Fram-
sóknarflokkinn frekar en aðra
flokka. Við höfum bara sagt: Það
yrðu þá umræður á nýjum grand-
velli. imi ný málefni. imi verkaskipt-
ingu á milli flokkanna og opið mál
um stjómarforystu.
Væri það brigð við okkar kjósend-
ur að fara í sh'ka ríkisstjóm? Hefur
ekki Jón Baldvin sagt: Það er kom-
inn tími til að gefa Framsókn frí eftir
16 ára valdasetu. Haldið þið að ég
dragi þau orði til baka? Nei. Ég hef
sagt það. ekki bara á hundrað fund-
um heldur tvisvar sinnum hundi'að
funduni og meint það í hvert einasta
skipti. En ég er lika stjórnmálamað-
ur og formaður í flokki sem hefur
ábyrgðartilfinningu gagnvart sínum
umbjóðendum og þeim málefnum
sem hann er að fai'a fram.
Spumingin er þess vegna þessi:
Hvað er það sem gæti réttlætt það
fyrir umbjóðendum Alþýðuflokksins
að við færum í slíkt stjórnarsam-
starf? Og svarið er mjög einfalt: Þau
málefni sem eru ófrávíkjanleg. sem
eru réttlætiskrafa og nauðsyn að ný
ríkisstjóm fái fram ef hún á að vera
þess virði að verða til:
Nýtt skatta- og fjármálakerfi, einn
lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn.
nýr fiárhagsgrundvöllur fyrir hús-
næðislánakerfið. lög um kaupleigu-
íbúðir og framkvæmd þeirra, átak
til styttingar vinnutíma og bætt kjör
hinna tekjulægstu. ný atvinnu-
stefna. í landbúnaði. sjávanitvegi og
að því er varðar hlutverk ríkisins í
atvinnulifinu. Minna má það ekki
vera.
Eru þessir flökkar reiðubúnir til
þess að ræða við okkur á jafnréttis-
grundvelli imi málefnasamning um
það að yeita framkvæmd þessiun
málum? Ég er reiðubúinn að láta á
það reyna."
Virðist eini möguleikinn
..Það virðist vera svo. ef yfirlýsing-
ai' stjómmálaforingjanna eru
metnar. að þetta sé eini möguleikinn
sem eftir er. Kostirnir. sem talið er
að forseti velti fyrír sér. eiii þrír:
Að veita formanni Alþýðuflokksins
umboð. að veita lengra hlé. og í
þriðja lagi að fara eftir því fordæmi
sem einu sinni hefur áður gerst að
forseti segi við formenn þessara
þriggja flokka: Setjist þið niður á
afvikinn stað þai' sem enginn sér
ykkur og útkljáið ykkar ági'einings-
mál og myndið svo þessa stjórn.
Við förum ekki sem þriðja hjól í
vagni undir óbreyttri forystu af því
að okkur langi svo mikið í ríkis-
stjóm sem svikarar. brennimerktir.
við okkai' mnbjóðendiu'. mállausir
og málefnalausir. Það geram við
ekki."
Reiðubúnir í
stjórnarandstöðu
..Við ætlum ekki að bregðast okkar
umbjóðendum. Við látum heldui'
ekkert fæla okkur frá því að það
megi aldrei starfa með Framsóknar-
flokknum. Við erum með enga
málefnalega hleypidóma gegn einum
eða neinum. Við höfum aðra kosti.
Við munun senda þau skilaboð frá
þessum fundi að ef við fáum ekki
framgengt afdráttarlaust nægilega
miklu af okkar þýðingarmiklu um-
bótamálum þá erum líka alveg
reiðubúnir til þess að heyja árang-
ursríka baráttu úr stjórnarandstöðu
um það að gera þennan flokk að því
sem hann verðskuldar, að stærsta
flokki þjóðarinnar."
-KMU
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40