Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Söluskattsbreytingin:
Hver eínasta matvöruversl-
un orðin að lítilli skattstofu
- segir Bergur Guðnason lögfræðingur um söluskattsbreytínguna
„Svona flókið kerfi býður upp á
hvers konar misræmi og vitleysu.
Reglugerðin varðandi söluskatts-
breytinguna er hvergi nærri nógu
ítarlég hvað það varðar hvort vörur
skuli vera söluskattslausar, með 10%
skatt eða 25% skatt. Það má því segja
að hver matvöruverslun í landinu sé
orðin að lítilli skattstofu, ríkissjóði að
kostnaðarlausu," sagði Bergur
Guðnason lögfræðingur, fróður maður
um skattamál hér á landi.
Bergur sagðist telja að það tæki
nokkur ár að koma undanþágumálun-
um í fast form, svo flókið væri kerfið
eftir breytinguna. Hann sagðist telja
að það eina sem hægt væri að gera til
að leysa málið væri að kaupmenn
settu með verðmerkingu hvaða sölu-
skatt viðkomandi vara bæri.
„Senmlega er það samt svo snúið
og kostnaðarsamt að það er varla
framkvæmanlegt. Það myndi samt
vera gott fyrir kaupmenn að geta sýnt
fólki hvaða söluskatt viðkomandi vara
bæri. Innheimta söluskatts er þegar
feikilegur kostnaðarauki fyrir versl-
anirnar og eykst eftir því sem kerfið
verður flóknara," sagði Bergur.
Hann var spurður hvort söluskatts-
eftirlit yrði ekki enn erfiðara eftir
þessa breytingu.
„Fyrir það fyrsta er söluskattseftir-
litið svo fámennt að það hefur ekki
getað fylgst með fyrir breytinguna
hvað þá nú eftir að búið er að gera
allt kerfið flóknara," sagði Bergur
Guðnason.
-S.dór
Klaus Schnack, Anke Prczygodda og Ralph Tiedemann. Þaö kom á óvart
þegar Ralph svaradi á reiprennandi íslensku.            DV-mynd JGH
DV á Sauðárkroki:
Tjaldið
fellur
Ján G. Haufcewn, DV, Akuieyii
Þrír Þjóðverjar á tjaldstœðinu á
Sauðárkróki og einn svarar á reip-
rennandi islensku þegar spurt er um
ferðalag þremerrainganna. Skýring-
in kora fljótt hjá Ralph Tiedemann:
„Ég er að læra iíffræði í Háskóla
Hands."
Verið var að leggja í'ann til Hvera-
valla yfir Kjöl. Hvass sunnaiivirtdur-
inn hjálpaði tíl við að taka niður
tialdið, hann feykti því ura kolL Það
gerði litið til, flýtti bara fyrir .
Borgarbúar enn
óvinsælirá
reykvískum hótelum
„Jú, það er rétt, það eru óskráð lög
njá hótelunum í Reykjavík að Reyk-
/íkingar fái yfirleitt ekki gistingu hjá
Dkkur ef þeir koma farangurslausir
Dg falast eftir gistingu samdægurs,"
sagði Bjarni Sigtryggsson, aðstoðar-
lótelstjóri á Hótel Sögu, er hann var
jintur eftir því hvort Reykvíkingum
/æri enn meinaður aðgangur að gisti-
lúsum höfuðborgarinnar.
Þessi regla hótelanna í Reykjavík
lefur verið nokkuð lengi í gildi og
lefur hún verið illskiljanleg öllum
/enjulegum borgarbúum. Ef Reykvik-
ngar lenda í tímabundnum húsnæðis-
/andamálum þá verða þeir annað
rveggja að ljúga til um lögheimili eða
iækja eftii' gistingu út fyiir borgar-
nörkin.
En hvernig stendur á þessu? Eru
Reykvíkingar svona óæskilegir hótel-
*estir?
„Nei, alls ekki," sagði Bjarni. „Þetta
3r mikil synd og það má segja að þarna
séum við að útiloka hundrað prósentin
il að forðast fimm prósentin. Það var
lengi vel nokkur hópur manna sem
rar hreinasta plága á hótelunum.
Þetta voru bísar sem skráðu sig inn á
hótelin og gengu síðan á milli her-
bergja, þar sem utanbæjarmenn voru
kannski að gera sér glaðan dag, og
sníktu vín og tóbak. Þetta var afskap-
lega hvimleitt bæði fyrir gesti og
starfsfólk. Þetta fólk átti það líka til
að að vakta herbergin og brjotast inn
í þau þegar enginn var í þeim.
Þá er annar hópur - menn sem stóðu
i skilnaðarmálum eða heimihserjum.
Þeir skráðu sig inn á hótelin, svo
komu kunningjarnir og slegið var upp
veislu. Síðan kom eiginkonan og svo
lögreglan. Þarna var verið að flytja
vandamálin frá heimilunum inn á hót-
elin og af þessu varð mikið ónæði.
I þriðja lagi var oft verið að flytja
partíin úr heimahúsunum inn á hótel-
in. Þegar annað hvort hjónanna var
orðið þreytt á látunum á heimilinu var
pantað hótelherbergi svo hitt hjón-
anna gæti djammað áfram fram eftir
nóttu.
En það er leiðinlegt að þessir litlu
hópar skuli eyðileggja fyrir öllum hin-
um. Reykvíkingar eru alls ekkert verri
en aðrir, fólk utan af landi er svo sem
líka með veislur á herbergjunum. Hins
vegar er þetta regla sem við höfum til
að verja okkur gegn óæskilegum gest-
um."
Þegar Bjarni var spurður hvort það
væri þá útilokað fyrir Reykvíkinga að
fá inni á reykvískum hótelum sagði
hann að svo væri alls ekki.
„Hér búa oft Reykvíkingar. Ef menn
hringja og panta herbergi með ein-
hverjum fyrirvara og hér eru laus
herbergi þá er sjaldnast nokkurt
vandamál. Og ef fólk skýrir fyrir mót-
tökustjóranum mál sín og ástæður og
ef móttökustjóranum líst þannig á við-
komandi þá fær hann yfirleitt her-
bergi. Þetta er eiginlega spurning um
það hvernig menn kynna sig.
Þarna höfum við reglu sem mjög
gott er að skýla sér á bak við ef mót-
tökustjóranum líst ekki meira en svo
á umsækjandann. En það er einnig
hægt að beygja þessar reglur," sagði
Bjami Sigtryggsson aðstoðarhótel-
stjóri.
ATA
Er frosið grænmeti nytt?
Samræmíst bú
vörulögunum
- segir fjármálaráðherra
„Samkvæmt búvörulögunum er all-
ur innflutningur landbúnaðarvara
bundinn leyfum. Leyfisveitingar eru
háðar því að Framleiðsluráð land-
búnaðarins staðfesti að innlend
framleiðsla fullnægi ekki neysluþörf.
Grænmeti hefur verið talið landbún-
aðarvara en ekki iðnaðarvara þó að
það sé meðhöndlað á einhvern hátt til
geymslu," sagði Jón Baldvin Hannib-
alsson fjármálaráðherra.
Eins og fram hefur komið í DV telur
formaður landbúnaðarnefndar Neyt
endasamtakanna, Jónas Bjarnason,
að landbúnaðarráðherra sé að ganga
á rétt neytenda með þeirri túlkun sinni
að flokka megi frosið grænmeti sem
nýtt. Má þar af leiðandi ekki flytja inn
nýtt grænmeti meðan til eru birgðir
af frosnu.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði það
rétt að í tollskrárlögum væri gerður
greinarmunur á frosnu og nýju og
þetta gæti verið álitamál. Til dæmis
væri spurning um hvort karftöflur,
sem meðhöndlaðar hefðu verið á ýms-
an máta, flokkuðust undir landbúnað-
ar- eða iðnaðarvörur.
Jón Baldvin Hannibalsson sagðist
hafa beðið ríkislögmann um álitsgerð
um heimild þá sem felur Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins að leyfisbinda
allan innflutning á landbúnaðarvör-
um. Ságði fjármálaráðherra að draga
þyrfti markalínu á milli landbúnaðar-
vara og iðnaðarvara.
^JFJ
Aspirnar við Skagfirðingabraut. Sumir gárungar segja að styrktarstaur-
arnir séu hin raunverulegu tré.                      DV-mynd JGH
DV á Sauðáikróki:
Umdeildar aspir
Jón G. Hauks9an, DV, Akureyri:
Aspirnar við Skagfirðingabraut
urðu frægar fyrr í sumar þegar garð-
yrkjumaður á staðnum hélt því fram
að 30 prósent þeirra væru dauðar
og að þær væru ekki heppilegasta
trjátegundin við götuna. Víðir þrifist
þar betur. Málið komst alla leið í
bæjarstjórn. Einum varð að orði að
það að hætta við aspirnar og fá víði
i staðinn væri svona svipað og mað-
ur sem gæfist upp á að temja hestinn
sinn og fengi sér asna í staðinn. En
lesendur góðir, þetta eru aspirnar
frægu við Skagfirðingabraut.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32