Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987.
Stjórnmál
Jón Baldvin kynnir fyrsta fjáriagafrumvarp ríkíssijómarinnar:
Steig harkalega á bremsurnar
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráöherra birti fyrsta fjárlagafrumvarp
núverandi rikisstjórnar í gær. Sam-
kvæmt því er gert ráö fyrir hallalaus-
um fjárlögum fyrir áriö 1988.
„Það er pólitískt afrek að hafa tekist
að ná þessu markmiði af hálfu stjórn-
arflokkanna á svo skömmum tíma,"
sagði Jón Baldvin á bkðamannafundi.
„Það var stigið harkalega á bremsurn-
ar," sagði hann.
Rítósstjórnin hafði í stjórnarsátt-
mála sett sér það markmið að eyða
hallanum á þremur árum.
Önnur helstu einkenni fjárlaga-
frumvarpsins sagði fjármálaráðherra
vera þessi:
Verulega væri dregið úr tilfærslum
Miðaðvíð7%launa-
hækkun á næsta ári
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar gerir ráð fyrir að almenn launa-
hækkun á næsta ári verði rúmlega
7%. Gengið er út frá því að almennir
kjarasamningar verði á svipuðum nót-
um og samningar við opinbera starfs-
menn sem gilda til lok næsta árs.
Samningar opinberra starfsmanna
kveða á um 3% launahækkun í jan-
úar, 2% hækkun í febrúar og 2%
hækkun í júlí.
í athugasemdum við rjárlagafrum-
varpið segjr að þrátt fyrir þetta sé ljóst
að meðalhækkun launa einstaklinga
milli áranna 1987 og 1988 verði mun
meiri, eða 16-17%, þar sem hækkanir
hafi verið miklar á síðari helmingi.
þessaárs.               -KMU
Ráðunautar og tilrauna-
fjós skorin níður
Niðurskurðarhnífhum virðist hafa
verið beitt meira í landbúnaði en í
öðrum liðum fjárlagafrumvarpsins.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra nefhir að niðurgreiðslur og
útflutningsbætur lækki að raungildi,
framlög samkvæmt jarðræktarlögum
lækki, styrkir samkvæmt bufjárrækt-
arlögum séu afhumdir, framlag til
Búnaðarfélagsins lækki og framlög til
Áburðarverksmiðju ríkisins séu felld
niður.
Ráðunautar Búnaðarfélagsins eru
skornir niður um fjórðung. Er reiknað
með að atvinnuvegurinn taki á sig
hluta af kostnaðinum með því að
greiða fyrir þjónustuna.
Mikla athygli vekur að tilraunabú
landbúnaðarins eru öll felld út af fjár-
lögum nema eitt, búið að Sámsstöðum
í Fljótshlíð þar sem fram fef skóg-
rækt. Hin tilraunabúin, sem gert er
ráð fyrir að ríkissjóður hætti að reka,
eru að Hesti í Borgarfirði, Möðruvöll-
um í Hörgárdal, Skriðuklaustri í
Fljótsdal, Stóra-Ármóti í Hraungeröis-
hreppi, Reykhólum í Barðastrandar-
sýslu og í Þormóðsdal í Mosfellssveit.
-KMU
III
verði
Verðbólga árið 1988, frá upphafi til
loka ársins, verður rétt innan við 10%.
Við það er að minnsta kosti miðað í
fjárlagafrumvarpinu.
Verðbólgutalan, sem notuð er til að
framreikna í frumvarpinu, er hins
vegar 17-18%. Það er spáin sem gjldir
milli áranna 1987 og 1988, það er áætl-
að er að verðlag, miðað við fram-
færsluvísitölu, verði 17-18% hærra að
meðaltali á næsta ári en spáð er fyrir
þettaár.
Ríkisstjórnin kveðst enn staðráðin í
að halda gengi krónunnar stöðugu. í
frumvarpinu miðar hún við óbreytt
gengj að jafhaði frá því sem var í lok
síðasta mánaðar.
-KMU
Kjörið í þingnerndir
Kjörið var í fastanefhdir Alþingis í
gær. í sameinuðu þingi eru fimm
nefndir, sem þingmönnum er raðað í,
en í hvorri þingdeild, efri og neðri, eru
níu nefhdir; fjárhags- og viðskipta-
nefhd, samgöngunefhd, landbúnaðar-
nefhd, sjávarútvegsnefnd, iðnaðar-
nefnd, félagsmálanefnd, heilbrigðis- og
trygginganefhd, menntamálanefhd og
allsherjarnefhd.
Fjárveitinganefhd og utanríkismála-
nefhd eru yfirleitt taldar áhrifamestu
þingnefhdirnar og þær sem þingmenn
sækjast mest í. Þær eru báðar í sam-
einuðu þingL
í fjárveitinganefhd sitja níu þing-
menn:
Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki,
Alexander Stefánsson, Framsóknar-
flokki, Sighvatur Björgvinsson,
Alþýðuflokki, Egjll Jónsson, Sjálf-
stæðisflokki, Ólafur Þ. Þórðarson,
Framsóknarflokki, Friðjón Þórðarson,
Sjálfstæðisflokki, Margrét Frímanns-
dóttir, Alþýðubandalagi, Óli Þ. Guð-
bjartsson, Borgaraflokki, og
Málmfríður Sigurðardóttir, Kvenna-
lista.
Kvennalistinn fékk hins vegar eng-
an aðalfulltrúa í utanríkismálanefhd,
sem er sjö manna. í þá nefhd voru
kjörnir.
Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálfstæð-
isflokki, Páll Pétursson, Framsóknar-
flokki, Kjartan Jóhannsson, Alþýðu-
flokki, Ragnhildur Helgadóttir,
Sjálfstæðisflokki, Guðmundur G. Þór-
arinsson, Framsóknarflokki, Hjörleif-
ur Guttormsson, Alþýðubandalagi, og
Hreggviður Jónsson, Borgaraflokki.
-KMU
Barn sem situr í barnabílstól
getur sloppið við meiðsl
í árekstri!
IUMFERÐAR
'RÁÐ
á fjármagni til atvinnuvega og fyrir-
tækja. Einkum væri/dregið úr fram-
lögum til landbúnaðar.
Verulegt átak væri gert á sviði fé-
lags- og velferðarmála. Nefhdi Jón
Baldvin sérstaklega húsnaeðismálin.
Stigin væru veigamikil skref í end-
urskoðun skattakerfisins með það að
markmiði að gera skattheimtuna ein-
faldari, réttlátari og skilvirkari.
Ríkissjóður tæki engin ný erlend lán
á næsta ári. í fyrsta sinn í langan tíma
væri grynnkað á erlendum lánum
þjóðarbúsins.
Valdi væri dreift til sveitarfélaga og
þeim jafhframt tryggðir tekjustofhar í
samræmi við aukin verkefhi.
Fyrstu skref væru stigin til að draga
úr sjálfvirkni í ríkisútgiöldum. Sjálf-
stæði og ábyrgð ríkisstofhana væru
aukin svo og sértekjur þeirra. Ríkis-
fyrirtækjum yrði gert að skila arði í
ríkissjóð.
-KMU
„Það var stigio harkalega á br^msumar," sagöi Jón Batdvin (jármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlagafrum-
varpið fyrir árið 1988.                                                                  DV-mynd GVA
Mikil hækkun til flokksmálgagna
Stjórnarflokkarnir ætia væna
9ummu úr ríkissjðði til að kosta
áróour Öokkanna á næsta ári, um
50 nálíjónir króna samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu. Á þessum liö er
enginn ráðurskurður heldur þvert á
móti mntalsverð hækkm.
Til blaöanna, að fengnum tiilögum
stjórnskipaðrar nefhdar, er ætlunin
að verja rúmlega 26 mEQjónum
króna. Er þaö um 60% hækkun frá
frumvarpinu í fyrra.
Til útgáfomála, samkvæmt á-
kvðrðun þingflokka, á að verja 13,5
millj ónuin króna úr sameighúegum
sjóði landsmanna. Er það 38%
hækkun frá því í íyrra.
Loks  verður  fjármálaráðherra
heimilt að kaupa dagblöö fyrir stom-
anir rikisins, allt að 250 eintökum
af hverju blaði, umfram það sem
veittertnbhðannaíöðrumgi-einuni
lramvarpsins.Máætlaaðþessiliðnr
komi til með að kosia ríkissjóð um
10 milljónir króna.
ÐV, eitt dagblaðanna, þiggur ekk-
ertafþessumríkisstyrk.    -KMU
_—____—
Framlög
stórlega
skerttil
íþrótta
Framlög ríkissjóðs til íþróttasam-
bands íslands og Ungmennafélags
íslands verða stórlega skert. Ástæðan,
sem gefin er upp í fiárlagafrumvarp-
inu, er sú að „tekið er tinit til tekna
af svokölluðu lottói". Með þessu er
ríkissjóður óbeint að hirða lottógróð-
ann.
Framlag til íþróttasambandsins
lækkar um 45%, úr 26 milljónum
króna á þessu ári niður í 14 milljónir
króna á því næsta. Framlag til Ung-
mennafélagsins lækkar um 67%, úr 7
milljónum króna niður i 2,3 milljónir
króna.
Tveir sjóðir, sem snerta íþrótta-
hreyfinguna, íþróttasjóður og félags-
heimilasjóður, eru hreinlega lagðir
niður. Þessir sjóðir höfðu samtals úr
um 42 rnilljónum króna að spila sam-
kvæmt síðasta fjárlagafrumvarpi.
Framlög til þeirra eru nú fefld niður
„í samræmi við stefhu stjórnvalda um
tiMutning verkefna milli ríkis og sveit-
arfélaga".
-KMU
\W^
Rúskinns-
FJALLASKÓR
fyrir dömur og herra
Litir: svart, d-brúnt l-brúnt
Verð 2.311,- herra
1.960,- dömu
/
Póstsendum
ÉURS
Austurstræti 6 - sími 22450 - Laugavegi 89 - sími 22453
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32