Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 259. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987.
Þingmenn
fáfímmtu-
dagsfrí
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp
á Alþingi að þingfundir falla niður
þriðja fimmtudag hvers heils starfs-
mánaðar. Fá þingmenn þar með
langt frí til, að sinna kjósendum, frá
því síðdegis á miðvikudegi til mánu-
dags.
A móti kemur að fundir verða á
föstudegi í næstu viku á eftir. Reglu-
legir þingfundir eru annars aldrei á
föstudögum.
Þá hefur verið brugðið frá þeirri
venju að láta alla þingfundi hefjast
klukkan 14. Fundir á fimmtudögum,
sérstakir fyrirspurnafundir, munu
hér eftir hefjast klukkan 10 fyrir
hádegi.
-KMU
Stjórnmál
Agreiningur í rikisstjominni um niðurskurð á Iðnlánasjóði:
Friðrik áfrýjar til
fjárveitinganefndar
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra sættir sig ekki við niður-
skurð á framlögum til Iðnlána-
sjóðs.
„Ég vil láta það koma fram að ég
hef tekið þetta mál upp við fulltrúa
fjárveitinganefndar og lagt til að
framlag ríkisins á þessu ári verði
að minnsta kosti hliðstæð upphæð
og er á þessu ári," sagði Friðrik á
Alþingi í gær er hann svaraði fyrir-
spum Maríu E. Ingvadóttur,
varaþingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins, um málefni Iðnlánasjóðs.
„I fjárlagafrumvarpinu er lög-
bundið framlag ríkissjóðs til
þróunar- og markaðsdeildar Iðnl-
ánasjóðs alveg fellt niður en
framlag þetta var að upphæð 25
milljónir króna í ár en hefði átt að
vera um 48 milljónir króna ef gild-
andi lagaákvæðum væri fylgt,"
sagði Friðrik.
Hann vitnaði í athugasemdir með
fjárlagafrumvarpinu þar sem segir
að ætlun stjórnvalda sé að fella
niður sem mest af lögbundnum
framlögum og tekjustofhum og í
samræmi við það verði stefnt að
breytingum á lögum um Iðnlána-
sjóð.
„Orðalag þetta er frá fjármála-
ráðherra sem leggur fjárlagafrum-
varpið og lánsfjárlög fram og var
ekki borið sérstaklega undir iðnað-
arráðherra fremur en önnur atriði
athugasemda frumvarpsins," sagði
.Friðrik.
„Framlag til vöruþróunar- og
markaðsdeildar sjóðsins er nánast
eina opinbera framlagið til nýsköp-
unar og þróunar í iðnaði. Niðurfell-
ing þess í einu lagi er mjög
tilfinnanleg fyrir fjárhag sjóðsins
og tiltölulega mun meiri skerðing
en tíðkast á framlögum til annarra
atvinnugreina, svo sem sjávarút-
vegs og landbúnaðar," sagði
iðnaðarráðherra á Alþingi í gær.
-KMU
Egill, Páll og Eiður léttlyndir á fundi nefndarinnar.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Þriggja manna nefnd stjornarflokkanna:
Leitar samkomulags um niður-
skurð í landbúnaði
„Við höldum langa fundi og tíða.
Við erum ekki komnir að niður-
stöðu," sagði Páll Pétursson, formað-
ur nefndar sem stjórnarflokkarnir
settu á stofh til að ná samkomulagi
um niðurskurð á framlögum til land-
búnaðarmála.
Nefndin var skipuð eftir að Jón
Helgason landbúnaðarráðherra neit-
aði að styðja niðurskurð sem er í
fjárlagafrumvarpinu til landbúnað-
ar. Egill Jónsson er í nefndinni frá
Sjálfstæðisflokki og Eiður Guðnason
frá Alþýðuflokki.
Páll Pétursson sagði að nefndin
hefði kvatt á fund til sín fjölda
manna, fulltrúa þeirra stofnana og
framkvæmda sem væru skorhar nið-
ur í frumvarpinu.
„Við höfum rætt stöðuna við þessa
menn, í fyrsta lagi hvernig og hvort
þeir geti lagað sig að þeim aðstæðum,
sem frumvarpið gerir ráð fyrir, og
hvaða afleiðingar það muni hafa ef
fjárveiting verður óbreytt frá frum-
varpinu.
Við höfum aflað okkur mikilla upp-
lýsinga. Á grundvelli þeirra leitum
við samkomulags. Við metum hvert
tilvik í dæminu.
Okkur var líka falið að gera tillögur
um tekjuöflun ef okkur sýndist að á
henni þyrfti að halda.
Við göngum til verks á þeirri for-
sendu að styðja þá viðleitni ríkis-
stjórnarinnar að hafa fjárlög
greiðsluhallalaus," sagði Páll.
Niðurskurðarhnífur Jóns Baldvins
skar meðal annars á framlög til
framkvæmdar jarðræktarlaga og
búfjárræktarlaga, til Áburðarverk-
smiðju, héraðsráðunauta, Veiði-
málastofnunar og tilraunastarfsemi
í landbúnaði. Þar á meðal voru allar
tilraunastöðvar nema ein þurrkaðar
út úr frumvarpinu.       -KMU
Tillaga Kvennalistans:
Textasímaþjónusta
tyrir heyrnarskerta
Þingmenn Kvennalistans hafa
lagt fram á Alþingi tvær þingsá-
lyktunart^llögur er varða málefni
heyrnarskertra. Þórhildur Þor-
leifsdóttir er fyrsti flutningsmaður
beggja tillagnanna.
Onnur tillagan er um að komið
verði á fót þjsmustumiðstöð fyrir
heyrnarskerta þar sem veitt yrði
textasíma- og túlkaþjónusta.
Hin tillagan er um að koma á fót
textasímaþjónustu í tengslum viö
Landssímann (02) allan sólarhring-
inn.
Kvennalistakonur hugsa sér
samvinnu á milli þjónustumið-
stöðvarinnar og textasímavaktar á
Landssímanum. Þjónustumiðstöð-
in yrði opin á skrifstofutíma en
síðan tæki Landssímavaktin við.
í greinargerð segja þær að með
textasíma hafi nýir möguleikar
opnast fyrir heyrnarskerta. Flestir
heyrnarskertir hafi þegar eignast
slíkt tæki með aðstoö Trygginga-
stofnunar. Sá böggull fylgi
skammrifi að textasími nýtist því
aðeins að annar textasími sé hinum
megin línunnar.
í þeim tilvikum sem heyrnar-
skertur maður geti ekki hringt
beint í annan aðila geti hann haft
þjónustumiðstóðina sem millilið.
-KMU
Úr Kjósarsýslu:
Allsekki
EBl€3LCll9í\Clll
Framsóknarfélag Kjósarsýslu
fagnar því að ríkisstjómm skuli
hafafrestað álagningusöluskatts
á matvæli. Telur aðalfundur fé-
lagsins að slík skattlagning eigi
alls ekki aö eiga sér stað.
„Aðrar leiðir eru farsælli, svo
sem stóreignaskattur, hærri tolla
á lúxusvarmng og hert eftirlit
með innheimru söluskatts," segir
í samþykkt fundarins.
-KMU
Virðisaukaskattur í stað
söluskatts eftir rúmt ár
Virðisaukaskattur tekur við af
söluskatti eftir rúmt ár nái áform
ríkisstjórnarinnar fram að ganga.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra hyggst á þessu þingi leggja
fram stjórnarfrumvarp um virðis-
aukaskatt sem miðast við gildistöku
1. janúar 1989.
„Brestir núverandi söluskattskerf-
is eru svo alvarlegir og ágallarnir svo
mikhr að ekki er um annað að ræða
en að byggja upp nýtt kerfi, taka upp
virðisaukaskatt," sagði Jón Baldvin
í fjárlagaræðu sinni á dögunum.
Þetta verður í fjorða sinn sem virð-
isaukaskattsfrumvarp er lagt fyrir
Alþingi. Þrisvar hefur verið reynt
áður en án árangurs, síðast í fyrra.
Þá dagaði virðisaukinn uppi eftir að
hann hafði sætt talsverðri gagnrýni,
ekki síst úr herbúðum stjórnarliðs-
ins.
Gagnrýnin beindist einkum að
hliðarráðstöfunum en einnig að
skatthlutfallinu sem þá var ráðgert
24%.
„Við undirbúning málsins nú er
mjög byggt á fyrra frumvarpi en
miðað við að skatthlutfallið verði
mun lægra, eöa 21 til 22%," sagði Jón
Baldvin.
-KMU
MIKIÐ URVAL AF
LOFTLJOSUM OG LÖMPUM
Verð frá kr. 1.746,-
Litir: hvítt, svart, rautt.

1
Verð
1.350.
Verð 1.350,-
Verð frá kr.
1.242,-
Littu: hvitur.
.'»  -,'Hl
OPIÐ TIL KL. 20 í KVÖLD í ÖLLUM DEILDUM
EUFX3CARD
^m     WfflBB
c^r,
1 iJl JDQJ
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121  Sími 10600

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48