Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987.
Stjórnmál
Ríkisstjérn Þorsteins Pálssonar slær fímm ára gamart met:
Nýtt Islandsmet sett
í skattbyröi á þjóðina
Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar
hefur sett nýtt íslandsmet í skatt-
byröi á þjóðina. Henni hefur tekist
að slá met sem ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen hefur haldið frá árinu
1982.
Með ákvörðun sinni í síðustu viku
um nýjar skattaálögur á næsta ári
upp á 3 milljarða króna ofan á þá 5,7
milljarða króna, sem áður höfðu ver-
ið ákveðnir í sumar og haust, nær
ríkisstjórnin á árinu 1988 hærra hlut-
falh skatta af vergri þjóðarfram-
leiðslu en áður hefur þekkst.
Ríkissrjórn Þorsteins Pálssonar
kemst upp í 24,7%. Gamla metið, frá
árinu 1982, var 24,5%, samkvæmt
upplýsingum sem Svavar Gestsson
alþingismaöur fékk frá Þjóðhags-
stofnun og birti á Alþingi í gær-
kvöldi. DV hafði með viðtölum við
ýmsa kunna hagfræðinga afiað sér
svipaðra upplýsinga í gær.
Ríkissrjórn Steingríms Hermanns-
sonar, sem sat á árunum 1983 til 1987,
náði sínum „besta" árangri í skattá-
lagningu árið 1984. Þá komust skatt-
ar ríkisins upp í 22,5% af lands-
framleiðslu. „Slakastur" var
árangur stjórnar Steingríms árið
;985, 21,7%, sem er lægsta hlutfalhð
á árunum 1979 til 1988.
Ef byrðin vegna skatta sveitarfé-
laga, sem ríkisstjórnin hefur heimil-
að að aukist, er tekin með í dæmið
verður islandsmetið enn  „glæsi-
legra". Hagfræðingar, sem DV ræddi
við í gær, áætluðu að skattbyrði
vegna útsvars og fasteignaskatta
myndi hækka úr um 7% upp í um
það bil 8% á næsta ári. SkarÍahækk-
anir í tíð núverandi ríkissrjórnar
nema um 160 þúsund krónum á
hverja fjögurra manna fjölskyldu í
landinu eins og er í samræmi við
fyrri fréttír DV um málið.
-HH/KMU
Nætuifundir
áAlþingi
Pyrstu nætiirfundirnir á Al-
þingi á þessu þingi voru í nótt
Fundi í efri deild lauk ekki fyrr
en klukkan hálfþrjú í nótt
Pundi neðri deildar lauk
klukkustund fyrr, klukkan
háiftvö.
í efri deild voru einkum rædd
þrjú frumvörp ríkisstjórnar-
innar um breytingar á óbein-
um sköttum; söluskatti,
vörugjaldi og tollum. í neðri
deild voru meðal annars á dag-
skrá húsnæðisfrumvarpið og
frumvarp um breytingar á
verkaskiptíngu ríkis og sveit-
arfélaga.
f dag verða fundir þingnefnda
fyrri hluta dágs en síðdegis
þiggja alþingismenn heimboð
forseta íslands að Bessastöðum.
Þingfundir eru áformaöir á
morgun, laugardag.
-KMU
Frétt DV í gær um nýjar skattaálögur á þjödina var eitt helsta vinnugagn
þingmanna í umræöum um skattamálin i efri deild Alþingis, eins og sjá
mátti til dæmis á borðum Júlíusar Sólness og Guðrúnar Agnarsdóttur.
DV-mynd GVA
Barnavagnar,
gotfkytfur og hljóm
plötur stórlækka
íþróttavörur, baraavörur og
hljómplötur eru raeðal þess sem
lækkar i verði um áramót, verði
áform ríkisstíóraarinnar að lögura
frá Alþingi .Jón Baldvin Hannib-
alsson fjárraálaráðherra skýrði frá
þessum verðlækkunum í þingræðu
ígær.
Fótboltar, handboltar og aörir
knettír lækka um 26%.
Hlutir og búnaður til flraleika og
ftjálsra íþrótta Iækka ura 26%.
Búnaður fyrir borðtennis lækkar
um 46%.
Skautar, bæði ísskautar og hjóla-
skautar, lækka um 33%.
GoJfkylfur lækka ura 26%.
Tafiborð og taflmenn lækka ura
46%.                :
Spii lækka ura 55%.
íþróttaskór og íþróttafatnaöur
breytasf ekki í verði fremur en
annar fatnaður ög skón
Barnavörur sem lækka í verði
eru þessar:
Barnareiohjól og varaMutír til
þeirra lækka um 48%.
Barnavagnar lækka um 42%.
Barnaböstólar lækka um 16%.
Barnapelar lækka um 45% og
barhasnuð um 40%.
HMómplötur, sem lækkuðu um-
talsvert í fyrra, lækka nú enn
frekar. Hljómplotur og segulbönd
með islensku efni lækka um 16%
en með erlendu eöri um 33%.
-KMU
Skylda okkar að koma
ríkisstjórninni frá
- sagði Júlíus Sólnes, þingflokksfbrmaður Borgaraflokks
„Svo hrikalegri skattheimtu á al-
menning er ágætlega lýst í DV í dag
þar sem þeir fréttamenn DV hafa
reiknað út að skattaálögur hækki um
420 milljónir að jafhaði á viku. Þegar
maður les þessa frétt hugsar maður
sem svo að það hlýtur að vera skylda
stjórnarandstöðunnar að koma þess-
ari ríkisstjórn frá því annars heldur
hún áfram að bæta sköttum á al-
menning."
Þessi orð lét Júlíus Sólnes, þing-
flokksformaður Borgaraflokksins,
falla við umræður á Alþingi í gær.
Svavar Gestsson, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, hóf harðá hríð
stjórnarandstæðinga gegn skatt-
stefnu ríkissrjórnarinnar við
umræður í efri deild um breytingar
á óbeinum sköttum; söluskattí, toll-
um og vörugjaldi.
Svavar sagði að viðbótarskattlagn-
ing ríkissrjórnarinnar næmi um
8.600 milljónum króna. Þegar nýir
skattar sveitarfélaga væru reiknaðir
með væri komin svipuð tala og birst
hefði í einu dagblaðanna. Kvaðst
Svavar hafa orðið var við að sú tala
hefði vakið undrun margra þing-
manna.
„Það er verið að ganga lengra á
skömmum tíma en við þekkjum til
dæmi um áður," sagði þingmaöur-
inn.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra kvaðst vísa útreikn-
ingum Svavars á bug og sagði þá
greinilega byggða á óvandaðri og
hraksmánarlegri frétt í DV.
Svavar kallaði þá fram í og sagði
útreikningana frá Þjóðhagsstofnun
ogúrHagtölummánaðarins.  -KMU
Skattbyrðin er ób
„Þessar kerfisbreytingar fela ekki
í sér aukna skattbyrði á almenning
frá því sem gert var ráð fyrir í fjár-
lagafrumvarpi heldur er einungis
verið að færa tekjuöflunina á milli
einstakra tekju- og gjaldstofha,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra er hann mælti fyrir
breytingum á söluskatti, tollum og
vörugjaldi á Alþingi í gær.
- segir Jón Baldvín
„Með öðrum orðum, þeir rúmlega
tveir milljarðar króna, sem kerfis-
breytingin skilar umfram áætlun
fjárlagafrumvarps, fara rakleiðis út
aftur í auknum mðurgreiðslum á
helstu nauðsynjavörum, hærri elli-
lífeyri og auknum barnabótum.
Skattbyrðin er því óbreytt fyrir og
eftir breytinguna.
Á hinn bógjnn standa vonir til þess
að kerfisbreytingin auðveldi skatt
eftirht og geri innheimtuna um leið
skUvirkari. Þetta ætti að leiða til
betri skattskUa þegar á næsta ári og
færa ríkissjóði þar með auknar tekj-
ur. Þetta kaUa ég hins vegar ekki
aukna skattbyrði heldur minni skatt-'
svUc," sagði Jón Baldvih.
-KMU
Jóhanna situr fundi á ný
„Eg á von á því að ég mæti á næsta
ríkisstjörnarfund og fundi ríkis-
stjórnarinriar hér eftir," sagði
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra i nótt eftir að Alexander
Stefánsson, formaður félagsmála-
nefhdar neðri deildar, hafði skUað
húsnæðisfrumvarpinu frá nefhdinni
og mælt fyrir breytingarrUlögum
sem fuUtrúar stjórnarflokkanna
höfðu konrið sér saman um.
Jóhanna mætti ekki á ríkisstjórn-
arfund í gærmorgun til aö knýja á
um að húsnæðisfrumvarpið yrði af-
greitt frá Alþingi fyrir jólaleyfl. Eftír
nriklar viðræður bak við rjöldin féUst
Jóhanna á að sitja ríkisstjórnarfund,
sem hófst klukkan 19 í gærkvöldi.
„Það hefur verið samþykkt af
stjórnarflokkunum á ábyrgð for-
manna að þetta frumvarp verði eitt
af forgangsverkefhunum. Það er
ekkert sem bendir til annars en að
við það verði staðiö.
Það var samstaða um það í öUum
ríkissrjórnarflokkunum að reyna að
h'úka umræðum um frumvarpiö í
neðri deUd í kvöld og vísa því til efri
deUdar en það tókst ekki vegna þess
að sumir í stjórnarandstöðunni töldu
sig þurfa lengri tíma," sagði Jóhanna
í nótt.
-KMU
FjárveKinganefnd Alþingis:
Meiri peninga í hafnir og skóla
Ejárveitinganefnd Alþingis leggur
til að hafnir og grunnskólar fái
stærsta hluta þeirra 460 miUjóna
króna sem ríkisstjórnin heimilaði
henni aö nota til að hækka einstaka
hði fjárlaga,
Tillögur nefhdarinnar verða lagðar
fram á morgun, laugardag. Önnur
umræða um fjárlagafrumvarpið
verður á mánudag.
Hækkun til hafhaframkvæmda
kemur ekki á óvart. Ejárveitinga-
nefhd vUl hækka þann hð um 150
miUjónir króna, úr 250 mflljónum í
400 mflhónir. Skólabyggingar fá 135
nriUjóna króna hækkun, upp í 335
mUljónir. Sjúkrahús fá einnig um-
talsverða viðbót, 55 nriUjónir króna.
Rfldsstjórnin ráðstafaði sjálf fyrir
síðustu helgi 2.600 miUjónum króna
af þeim miklu skattahækkunum sem
þá voru ákveönar. Mest fór til land-
búnaðar, um 1.800 mUhónir króna,
þar af 1.300 miUjónir króna í auknar
niðurgreiðslur, 200 mUh'ónir til end-
urgreiðslu fóðurskatts og 300 mfllj-
ónir rfl ýmissa annarra landbúnað-
armála.
-KMU
.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56