Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreiflng: Sími 27022 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. Þorsteinn Pálsson: Stjómin á efb'r - að uppskera „Þaö er athyglisverður sá munur sem er á fylgi stjórnarflokkanna í heild og fylgi ríkisstjómarinnar,“ sagði Þorsteinn Pálsson. „Það var alltaf ljóst að ríkisstjórnin þyrfti að taka fast á í upphafl til þess að ná tökum á verðbólgunni. Það er kannski ekki til vinsælda fallið fyrir ríkisstjórnina en óhjákvæmilegt eigi að síður. Stjórnin á eftir að uppskera vegna þessara verka,“ sagði Þor- steinn Pálsson. -ój Eiður Guðnason: Áeftiraðbreytast „Þessi ríkisstjórn hefur á skömm- um tíma beitt sér fyrir róttækari breytingum en nokkur önnur í mjög langan tíma þar sem um er að ræða grandvallarbreytingar á tekjuöflun ríkisins," sagði Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokks- manna. „Þessar breytingar hafa margvísleg áhrif og það má kannski orða það þannig að það sem er óvin- sælt og ýmsum þyki koma illa við er komið fram - hitt sem er til bóta, lækkunar og jöfnunar, er ekki en komið fram nema aö litlu leyti. Ég er sannfærður um að þegar DV gerir svona könnun eftir hálft ár eða svo þá muni þessar tölur hafa snúist við. Vegna þess að menn munu sjá aö til lengdar er verið að vinna þjóð- þrifaverk sem er ekki komið nema að litlu leyti í Ijós ennþá." -SMJ Bensínverð í ríkisstjóm: Lækkun til *■ framkvæmda? Lækkun á bensínverði verður til umijöllunar á fundi ríkisstjórnarinn- ar í dag og samkvæmt upplýsingum DV eru líkur á að þar verði ákveðið að verð á bensíni muni lækka um 1,50 til 2 krónur. -ój LifL^ggingar ■li ALÞJÓÐA LÍ FTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. I.ÁGML'1.15 - RFYkJAVfk Smi (vSI(41 LOKI Getur Albert ekki sent Jóhanni einn vindildrjóla á Kortsnoj? Einvígi Jóhanns og Kortsnojs: kært Vlktor Kortsno) - hann hefur truflað mii i, segir Jóhann Hjartarson Sigurdór Sigurdórssan DV, Kanada: Friðrik Ólafsson stórmeistarí, sem er talsmaður þeirra Jóhanns • Hjartarsonar og aðstoðarmanns hans, Margeirs Péturssonai', kærði Viktor Kortsnoj í gær fyrir yfir- dómara einvígjanna, Sveflan Gligoric, í gær fyrir að trafla Jó- hann gróflega meðan á 5. og þó sérstaklega 6. skákinni stóð. Glig- oric viðurkenndi að það væri.rétt að framkoma Kortsnojs væri truf- landi fyrir Jóhann en þó væri það alveg á mörkunum að hann gæti gripið inn í málið. Það sem Kortsnoj gerir og þó al- veg sérstaklega í 6. skákinni í gær er að hann æðir um gólf þegar Jó- hann á leik og hugsar og er alltaf í sjónmáli Jóhanns. Kortsnoi keðj- ureykir og kveikir í-með stubbnum og drepur í sígarettunum fyrir framan andlitið á Jóhanni, sem ekki reykir. „Þetta pirrar migog truflar,“ seg- ir Jóhann Hjartarson. Þráinn Guðmundsson, formaður Skáksambands íslands, sagðist í samtali viö íslenska fréttamenn, seint í gærkveldi ekki geta orða bundist vegna þessa og að hann myndi fylgja eftir kæru Friðnks Ólafssonar á hendm' Kortsnoj í framhaldi einvígisins. „Það fór ekkert á milli mála hvað Kortsnoj var að gera og ég mun ekki líða þetta áfram. GUgoric skal og verður að grípa þarna inn í,“ sagði Friðrik Ólafsson í samtah við DV seint í gærkveldi. Jóhann segir að framkoma Kortsnojs trafli sig, hann nái ekki að einbeita sér sem skyldi. Við sem fylgst höfum með einvígi þeirra tvímenninga frá byrjun höf- um tekið eftir því hve framkoma Kortsnojs hefur breyst gagnvart Jóhanni í tveimur síðustu skákum og hversu gróflegá hann truflaði Jóiiann, einkum í skákinni í gær. „Svona er Kortsnoj, hann lætur tilgangmn alltaf helga meðalið. Hélduð þið að hann væri einhver engill?“ spurði ónefndur stórmeist- ari tíðindamann DV í gær. Það er því ijóst að til tíðinda getur dregið á miðvikudaginn þegar þeir Kortsnoj og Jphann heija fram- haldseinvígið. í dag verður dregið um Uti í þessu tveggja skákaeinvígi sem hefst á morgun. Steingrímur J. Sigfússon: Fýlgi stjórnar- flokkanna mun hníga Fyrstog fremst matar- skatturinn „Það er fyrst og fremst matarskatt- urinn sem veldur þessum viðbrögð- um fólks," sagði Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans. „Matar- skatturinn kemur verst niður á þeim sem vora verst settir. Og þeim sem betur er komið fyrir flnnst hann ósanngjarn. Auðvitað er ýmislegt fleira sem kemur til, t.d. málflutning- ur stjórnarliða sem gengur út á að telja fólki trú um að þetta sé allt sam- an mjög gott. Það er þvi greinilegt aö fólk telur sig geta átt von á ein- hveiju öðru.“ -SMJ „Það er greinilegt og þaö hefur komið fram í fleiri könnunum að það hafa orðið snögg umskipti í afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. „Stuðningur við ríkisstjórnina hef- ur hrapað um 20 prósentustig á stuttum tíma og sýnir þessi könnun svipaða niðurstöðu og aðrar kannan- ir í því efni. Það er ekki tilviljun að það hafa fleiri áttað sig á því að það eru vondir hlutir sem þessi ríkis- stjórn er að gera. Fylgi stjórnarflokk- anna mun hníga í framhaldinu og þó að tveir stjórnarflokkanna haldi í horfinu ennþá tel ég að á næstunni muni ábyrgðin á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar dreifast jafnar yfir flokkana," sagði Steingrímur J. Sigf- ússon. -ój Kristín Einarsdottir: Veðrið á morgun: Norð- austanátt og hvasst Á morgun verður norðaustan- átt og hvasst um allt land, snjó- koma norðan- og austanlands en annars úrkomulaust. Frost verð- ur um allt land, frá 3 til 6 stig. Alþingi kom saman í gær eftir tveggja vikna hlé. Hér stinga þeir saman nefjum Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Umræðuefnið hefur sennilega verið skoðanakannanir frá þvi i gær sem sýndu mjög aukið fylgi Kvennalista. DV-mynd KAE Fimmtíu og tvær kærur Alls voru gefnar út 52 kærar í umferðinni í Reykjavík á síðasta sól- arhring. Tuttugu og einn árekstur varð og í einum þeirra slösuðust öku- maður og farþegi. Var það í tveggja bíla árekstri á mótum Bíldshöfða og Breiðhöfða. Ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Númer voru tekin af 16 ökutækjum vegna vanrækslu á aðalskoðun. Níu ökumenn voru kærðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.