Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 14. MARS 1988. 27 I>V ívar Webster laus úr leikbanninu: B ^ U ^ ^ i iiDuinii i landsliðið“ „Þaö er gífurlegur léttir fyrir mig aö vera laus úr leikbanninu og það verðui’ ólýsanleg ánægja að fá aö leika þijá síöustu leiki Hauka í úrvalsdeildinni,“ sagði ívar Webster körfuknattleiksmaður í sam- tali við DV í gærkvöldi. Dómstóll ÍSl felldi niður það sem eftir var af 7 vikna banni ívars sl. fóstudag, en samkvæmt úrskurði dómstóls KKÍ átti hann að vera í bcpmi til 1. apríl. ívar getur því leikið með Haukum gegn KR, ÍR og Breiðabliki og það kemur Hafnarfjarðarliðinu vel í baráttumú um sæti í úrslitakeppninni. ívar sagöi í samtali við DV fyrir skömmu að vegna leikbannsins ætlaöi hann ekki framar aö gefa kost á sér í íslenska landsliðiö. í gærkvöldi sagði hann hins vegar: „Ég var of fljótur á mér aö gefa út þá yfirlýsingu og ég bið alla afsökunar á henni. Ég er íslendingur og stoltur af því að leika með landsliöinu ef ég kemst í það og ég gef svo sannarlega kost á mér. í landsliöinu eru frábærir strákar sem gaman er aö leika með. Nú stefni ég á úrslitakeppnina með Haukunum, viö eigum mjög góða möguleika á að komast í hana. Ég er búhm að æfa með liðinu aö undanfórnu og bæti nú viö mig til að vera í sem bestu formi.“ -VS Ólafur Haukur Ólafsson úr KR sigraði í bikarglímu Islands sem háð var á laugardaginn eftir harða úrslitarimmu við Þingeyinginn Eyþór Pétursson. Þátttaka i glimunni var góð og myndin sýnir Gest Gunnarsson, HSK, hefja Sverri P. Guðnason, KR, á loft í flokki 10-12 ára. Sekúndubrotum síðar lá Sverrir í gólfinu og Gestur varð sigurveg- ari i þessum flokki. DV-mynd Brynjar Gauti Enn Islandsmet hjá Ragnheiði: Fékk silfur á meistaramóti háskóianna Eggert Bogason, DV, Bandaríkjunum: Frjálsíþróttakonan Ragnheið- ur Olafsdóttir tók á laugardag þátt í bandaríska háskólameist- aramótinu sem fram fór innan- húss. Hljóp hún í 3000 metra halupi og varö önnur. Bætti Ragnheiður íslandsmet sitt um 4,5 sekúndur, hljóp á 9:07,02 mín- útum. Keppnina vann Vicky Hubert og voru hún og Ragn- heiður í sérflokki. Var Ragnheið- ur 9 sekúndum á undan næsta keppenda en Vicky 11. Vicky þessi veröur aö öllum líkindum í landsliði Bandaríkjamanna í Seo- ul. Kvennasveit háskólans í Ala- bama varð í þriðja sæti í heildar- keppninni en Texas vann og Villa-Nova varð í öðru sæti. Ragnheiður var eini íslending- urinn sem keppti á mótinu. Lágmörk eru mjög ströng og í mörgum tilfellum mun hærri en viðmiðunartölur vegna óíympiu- leikanna í Seoul. Utanhússmótin hejast um næstu helgi og er Ragnheiður í mjög góðu formi og til alls líkleg. Hún hefur sett íslandsmet í fimm af sex hlaupum sem hún hefur tekið þátt í nú í vetur. íþróttir • Þórdís Edwald mundar spaðann í leiknum gegn Bandarikjamönnum, rétt áður en hún varð fyrir meiðslunum. DV-mynd G. Bender Landsliðssigur gegn Bandaríkjunum í badminton: Þórdís meiddist og missir af All England íslendingar sigruðu Bandaríkja- menn í badminton á fóstudag, 4-1. Leikurinn fór fram í húsi TBR í Reykjavík og voru yfirburöir ís- lensku keppendanna talsverðir. Eini vinningur gestanna varö til vegna meiðsla Þórdísar Edwald en hún mátti gefa leik sinn við Lindu French: „Ég var meö álagsmeiðsl í sinafest- ingum í fæti og mér tókst aö rífa festingarnar í leiknum við Lindu French,“ sagði Þórdís í spjalli við DV um helgina. „Ég verð frá keppni í nokkrar vik- ur vegna þessa og missi af All England mótinu sem hefur verið óop- inbert heimsmeistaramót í badmin- ton árum saman. Ég vona bara að ég verði orðin góð af þessum meiðsl- um fyrir Évrópumótið og íslands- mótið en þau fara bæði fram í vor,“ sagði Þórdís. Keppni íslands og Bandaríkjanna hófst annars með einvígi Brodda Kristjánssonar og Chris Jogis en sá bandaríski er margfaldur meistari í heimalandi sínu. Broddi vann Jogis þennan án teljandi erfiðleika, 15-7 og 15^8. í tvíliðaleik karla unnu síðan þéir Árni Þór Hallgrímsson og Ármann Þorvaldsson þá John Britton og Chris Jogis. Var það eini tvísýni leik- urinn í keppni þjóðanna enda kom þar upp eina oddalotan. Leikar fóru 15-9,9-15 og 15-9. í tvíliðaleik kvenna báru þær Elísabet Þórðardóttir og Inga Kristjánsdóttir sigurorð af þeim Lindu French og Pamelu Owens, 15-8 og 15-10. í tvenndarleiknum, sem var síöasta viðureignin í landskeppninni, lögöu síðan þau Inga Kjartansdóttir og Guðmundur Adolfsson þau Pamelu Owens og John Britton aö velli, 15-13 og 15-11. -JÖG •fr 11 BLAÐ BURDARFÓLK it í 1t i itiit 1t1t1t 1t1t1t1f1t Stangarholt Skiphoit 2-28 Stórholt Brautarholt Nóatún 24-34 Sólheima 1-23 Goðheima t ^ ^ ^ AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 1t 1t 1t 1t SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.