Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 14. MARS 1988.
27
Iþróttir
Ivar Webster laus úr leikbannimi:
¦¦¦¦¦  ^ ¦         *
„Tilbuinn i
landsliðið"
„Það er gífurlegur léttir fyrir mig aö vera laus úr leikbanninu og
það verður ólýsanleg ánægja að fá að leíka þrjá síðustu leiki Hauka
í úrvalsdeildinni,'' sagði ívar Webster körfuknattleiksmaður í sam-
tali við DV í gærkvöldi.
Dómstóli ÍSI felldi niöur það sem eftir var af 7 vikna banni ívars
sl. föstudag, en samkvæmt úrskurði dómstóls KKÍ átti tíann að vera
í banni til 1. apríl. ívar getur því leikið meö Haukum gegn KR, ÍR
og Breiöabliki og það kemur Hafnarfjarðarliðinu vel í baráttunni
um sæti í úrslitakeppninni.
ívar sagði í samtali við DV fyrir skömmu að vegna leikbannsins
ætlaöi hann ekM framar að gefa kost á sér í íslenska landsliðiö. í
gærkvöldi sagði hann hins vegar: „Ég var of fyótur á mér að gefa
út þá yfirlýsingu og ég bið alla afsökunar á henni. Ég er íslendingur
og stoltur af því að leika með landsliðinu ef ég kemst í það og ég
gef svo sannarlega kost á mér. í landsliöinu eru frábærir strákar
sem gaman er að leika með. Nú stefni ég á úrslitakeppnina með
Haukunum, við eigum mjög góða möguleikaá að komast í hana. Ég
er búinn að æfa með Uðinu aö undanförnu og bæti nú viö mig til
að vera í sem bestu formi."                        -VS

Ólafur Haukur Ólafsson * KR sigra* f
bikarglimu íslands sem háð var á laugardaginn eftir harða úrslitarimmu
við Þingeyinginn Eyþór Pétursson. Þátttaka í glímunni var góð og myndin
sýnir Gest Gunnarsson, HSK, hefja Sverri P. Guðnason, KR, á loft í flokki
10-12 ára. Sekúndubrotum síðar lá Sverrir í gólfinu og Gestur varð sigurveg-
ari i þessum flokki.                           DV-mynd Brynjar Gauti
Enn Islandsmet hjá Ragnheiði:
Fékk silfur á
meistaramóti
háskólanna
Eggert Bogason, DV, Bandaríkjunum:
Frjálsíþróttakonan Ragnheið-
ur Olafsdóttir tók á laugardag
þátt í bandaríska háskólameist-
aramótinu sem fram fór innan-
húss. Hljóp hún í 3000 metra
halupi og varð örmur. Bætti
Ragnheiður íslandsmet sitt um
4,5 sekúndur, hljóp á 9:07,02 mín-
útum. Keppnina vann Vicky
Hubert og voru hún og Ragn-
heiður í sérflokki. Var Ragnheið-
ur 9 sekúndum á undan næsta
keppenda en Vicky 11. Vicky
þessi verður að öllum líkindum í
landsliði Bandaríkjamanna í Seo-
'ul.
Kvennasveit háskólans í Ala-
bama varð í þriðja sæti í heildar-
keppninni en Texas vann og
Villa-Nova varð í öðru sæti.
Ragnheiður var eini íslending-
urinn sem keppti á mótinu.
Lágmörk eru mjög ströng og í
mórgum tilfellum mun hærri en
' viðmiðunartölur vegna óiympíu-
leikanna í Seoul.
Utanhússmótin hejast um
næstu helgi og er Ragnheiður í
mjög góðu formi og til alls líkleg.
Hún hefur sett íslandsmet í fimm
af sex hlaupum sem hún hefur
tekið þátt í nú í vetur.
• Þórdis Edwald mundar spadann i leiknum gegn Bandarikjamönnum, rétt áður en hún varðfyrir meiðslunum.
DV-mynd G. Bender
Landsliðssigur gegn Bandaríkjunum í badminton:
Þórdís meiddist og
missir af All England
Islendingar sigruðu Bandaríkja-
menn í badminton á föstudag, 4-1.
Leikurinn fór fram í húsi TBR í
Reykjavík og voru yfirburðir ís-
lensku keppendanna talsverðir. Eini
vinningur gestanna varð til vegna
meiðsla Þórdísar Edwald en hún
mátti gefa leik sinn við Lindu
French:
„Ég var með álagsmeiðsl í sinafest-
ingum í fæti og mér tókst aö rífa
festingarnar í leiknum viö Lindu
French," sagði Þórdis í spjalli við DV
um helgina.
„Ég verð frá keppni í nokkrar vik-
ur vegna þessa og missi af All
England mótinu sem hefur verið óop-
inbert heimsmeistaramót í badmin-
ton árum saman. Ég vona bara að
ég veröi orðin góð af þessum meiösl-
um fyrir Evrópumótið og íslands-
mótið en þau fara bæði fram í vor,"
sagði Þórdís.
Keppni íslands og Bandaríkjanna
hófst annars með einvígi Brodda
Kristjánssonar og Chris Jogis en sá
bandaríski er margfaldur meistari í
heimalandi sínu. Broddi vann Jogis
þennan án teljandi erfiöleika, 15-7 og
15^.
í tvíliðaleik karla unnu síðan þeir
Árni Þór HallgrímssQn og Ármann
Þorvaldsson þá John Britton og
Chris Jogis. Var það eini tvísýni leik-
urinn í keppni þjóðanna enda kom
þar upp eina oddalotan. Leikar fóru
15-9,9-15 og 15-9. í tvíliðaleik kvenna
báru þær Elísabet Þórðardóttir og
Inga Kristjánsdóttir sigurorð af þeim
Lindu French og Pamelu Owens, 15-8
og 15-10.
í tvenndarleiknum, sem var síðasta
viðureignin í landskeppninni, lögðu
síðan þau Inga Kjartansdóttir og
Guðmundur Adolfsson þau Pamelu
Owens og John Britton að velh, 15-13
og 15-11.
-JÖG

B L A Ð
BUROARFÓLK
f f f M
if
li
f f
f f
f f
f i
f f f #f f i f
f f f f
Stangarholt
Skipholt 2-28
Stórholt
Brautarholt
Nóatún 24-34
Sólheima 1-23
Goðheima
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
SIMI 27022
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40