Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Fréttir Fjármálaráðherra og kennarar í fjölmiðlastríði - þar ásökuðu menn hvorir aðra um að fara með rangt mál varðandi kiöfur og tilboð Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra boðaði fréttamenn á sinn fund í gær og var tilefnið „óná- kvæmur fréttaflutningur að undan- fómu af gangi samningaviðræðna fjármálaráðuneytisins við samtök kennara.“ Með Jóni á fundinum voru Sigurður Helgason, fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu, og Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri fjár- málaráðuneytisins. Þama vom líka mættir fulltrúar frá Kennarasambandinu og boðuðu þeir fréttamenn á fund strax að lokn- um fundi fjármálaráðherra til að leiðrétta rangfærslur hans á kröfum kennara, eins og það var orðað. Hjá Jóni Baldvini kom fram að kennurum hafi veriö boðin sama hækkun milli áranna 1987 og 1988 og fólst í kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins á dögunum sem 44 verkalýðsfélög hafa fellt. Þá birti fjármálaráðuneytið töflu yfir út- borguð laun opinberra starfsmanna í desember síðastliðnum. Tekið er fram, varðandi yfirvinnu, að þar sé um áætlaða tölu að ræða og sé þar reiknað með að kennarar hafi unnið jafnmikla aukavinnu og 1986. Þá skýrði Jón Baldvin frá því að kröfur kennara næmu 65% hækkun ef allt væri taliö með sem þeir fara fram á. Hann var inntur eftir því hvers vegna hann teldi að kennarar myndu samþykkja launahækkunar- tölu, sem 44 af 54 verkalýösfélögum landsins hefðu fellt fyrir skömmu. Jón sagði að laun kennara væru svo miklu betri en laun verkafólks að þar væri ekki hægt að gera sam- anburð. Hann taldi því tilboð fjár- málaráðuneytisins fullkomlega viðunandi fyrir kennara. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambandsins, sagöi á frétta- mannafundi að upplýsingar fjár- málaráðuneytisins um launakjör kennara væru villandi. Hún sagði að inni í launatölum desembermánað- ar, sem birtar hefðu verið, væru öll laun sem greidd væru í grunnskól- unum. Laun skólastjóra og sérkenn- ara sem væru miklu hærri en laun almennra kennara. Þá sagði Svan- hildur að tilboð ríkisins gerði ekki ráð fyrir neinni upphafshækkun, en 6% hækkun á launalið samningsins siöar á árinu. Þar sem gert er ráð fyrir 15% verðbólgu, án þess að launaliðurinn væri endurskoðaður, væri þvi í raun um kaupmáttarrýrn- un að ræða. Hún sagði að kennurum væri mik- ið í mun að samningar tækjust án átaka en að þaö væri alfarið undir fjármálaráðuneytinu komið hvort svo yrði. - -S.dór Sáttasemjari fór til Vestmannaeyja i gær þar sem samninganefndir vinnu- veitenda og verkafólks hittust. Allsherjarverkfall hefur verið boðað i Eyjum i næstu viku. Myndin var tekin er samningamenn stigu úr úr flugvél á flug- vellínum í Vestmannaeyjum í gær. DV-mynd Ómar 4 kaupfélög í eina sæng? í tölu Guðjóns B. Ólafssonar á fundi með framsóknarmönnum á Gauki á Stöng í fyrradag kom fram að viðræður standa yfir milli fjög- urra kaupfélaga á Suðurlandi um hugsanlega sameiningu. Hér er um Kaupfélag Ámesinga, Rangæinga, Vestmannaeyja og Vestur-Skaftfell- inga að ræða. Guðjón sagðist vera bjartsýnn á að þessar viðræöur ski- luðu árangri en þær munu vera komnar tiltölulega skammt á veg. Staða allra þessara kaupfélaga er slæm eins og flestallra kaupfélaga á landinu. -gse Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva: Bónus- og yfitvinnubann mun segja strax til sín - óttast að samningalotan verði bæði löng og ströng „Það er enginn vafi á því að yfir- vinnu- og bónusbann, sem boðað hefur verið víða, mun hafa umtals- verð áhrif um leið og þau koma til framkvæmda. Framleiðslan mun dragast verulega saman og svona bönn koma að sjálfsögðu harðast niður á vertíðarsvæðunum. Og það þarf auðvitað ekki að segja neinum Islendingi hvað verkfall í Vest- mannaeyjum á miðri vetrarvertíð þýðir, bæði fyrir fyrirtækin, fólkið og ekki síst bæjarfélagið eftir að staðgreiðsla skatta hefur verið tek- in upp. Frysting loðnu og loðnu- hrogna er fyrir bí í Eyjum en hún hefur verulega fjárhagslega þýð- ingu fyrir alla þar,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaöur Samtala fiskvinnslustöðva, í samtali við DV. Arnar sagði að eins og úthtið væri nú ætti hann von á löngum og ströngum samningafundum. Það eitt að dreifa samningafundun- um á 4 staði á landinu mundi tefia samningaviðræðurnar verulega. Hann sagðist ekki eiga von á því að fleiri verkalýðsfélög boðuðu verkfall fyrir páska því ef svo yröi myndi fólk tapa launum 3 helgi- daga um páska og slíkt yrði ekki vinsælt. í ljósi umræðna að undanfórnu um að færa hluta fiskvinnslunnar til Bretlands af hagkvæmniástæð- um var Arnar spurður hvers vegna fiskvinnsla í Bretlandi, sem kaupir hráefnið á 60 til 100 krónur kílóið, bæri sig, en sú íslenska, sem greið- ir 40 til 45 krónur fyrir kílóið, ekki. „Það eru niargar ástæður fyrir þessu. Ein af þeim er að laun og launatengd gjöld eru mun lægri í Englandi en hér á íslandi. Hér hafa launahækkanir verið mun meiri en þar og fastgengisstefnan á ís- landi hefur líka haft sitt að segja. Þá er allur tilkostnaður við fisk- vinnsluhús í Bretlandi í algeru lágmarki. Allt hefur þetta sitt að segja,“ sagði Arnar Sigurmunds- son. -S.dór Nú reiðast goðin Eins og alþjóð er vel kunnugt um hefur Eyjólfur Konráö Jónsson, alþingismaður með meiru, háð landvinningastríð við Breta um klettinn Rockall. Þessi klettur er upp undir Bretlandsströndum og hefur varla sést á landakortinu þangað til Eykon fann hann hér um árið þegar hann hafði ekki ann- að að gera en stúdera landakort á langdregnum hafréttarráðstefn- um. Eyjólfur fann það út að klettur- inn tilheyrði hafsbotnssvæðinu sem ísland stendur á og af mikilli rökvísi og sannri ættjarðarást hélt hann því fram að svæðið allt og kletturinn með væri undir lögsögu íslenskra stjórnvalda. íslensk eign. Lengj vel tóku menn þetta land- helgisstríð Eyjólfs ekki mjög alvarlega, ekki frekar en tekið var mark á Jóni Dúasyni sem eyddi ævi sinni í að halda því fram aö Grænland tilheyrði íslandi. Sumir hafa samt haft gaman af þessu heil- aga stríöi þingmannsins enda verða íslendingar að eiga í ein- hverium útistöðum viö aðrar þjóðir síðan þeir unnu þorskastríðin. Mál hafa líka þróast á þann veg að með þrautseigju og þolinmæði hefur Eyjólfi tekist að fá Breta til að tala viö sig nokkrum sinnum og halda með sér huggulega fundi þar sem hann hefur getað tíundað land- fræöilegar og hafréttarlegar rök- semdir sínar fyrir því að ísland næði upp að Bretlandsströndum. Eyjólfi hefur meira að segja tekist að fá bæði Færeyinga og Dani til að lýsa samstöðu með þessum mál- staö sínum enda er landrými lítið í Danaveldi og sjálfsagt að vera með í landvdnningastefnu eins og þess- ari og lemja dálítið á Bretunum. Nú hefur það gerst nýjast í þess- ari heimsveldisbaráttu 'Eyjólfs Konráðs að hann dró tvo aðrá þing- menn með sér til Bretlands til fundar um tilkall til Rockall og þar uppgötvaðist að BP væri farið að bora eftir olíu á svæðinu umhverfis klettinn. Eyjólfur varð auðvitað æfur út af þessari frekju í BP og Bretunum og spurði hvað það ætti að þýða að menn væru að bora á svæði sem tilheyrði íslendingum, eða að minnsta kosti honum sjálf- um, og hann heimtaði landakort og útskýringar. En þá var Bretun- um nóg boðið og nenntu þessu kjaftæði ekki lengur. Þeir neituðu Eyjólfi um upplýsingarnar og slitu fundinum. Mun þetta vera mesta mógðun sem íslendingum erlendis hefur verið sýnd síöan Skúli Thor fékk ekki boðskortin meðan hann beið þeirra í Rúðuborg í heila viku. Spurning er hvort Eyjólfur Konr- áð, sem einnig er formaður utan- ríkisnefndar, slítur ekki stjórn- málasambandi vdð Bretaveldi eftir þennan dónaskap og lýsir stríði á hendur Bretum fyrir að slá eign sinni á hafsvæði sem Eyjólfur sjálf- ur hefur gert tilkall til. Þegar Bretamir voru búnir að skella hurðum á nefið á Eykon og neita honum um landakort til að skoða og allt var komið í óefni, bættist honum óvæntur liðsauki. Óli K. Sigurðsson, eigandi Olís og aðalumboðsmaður BP, tók upp þráöinn og samkvæmt fimmdálka forsíðufrétt í Alþýðublaðinu í gær hefur ÓIi mótmælt olíubomnum Bretanna og krefst opinberra skýr- inga. Það er nú aldeilis munur fyrir Eykon að fá slíkan bandamann enda er Óli. enginn smákarl og maður á von á því aö Bretastjórn og Bretadrottning sitji nú í angist sinni og örvilnan eftir þessi óvæntu og hörðu mótmæli Óla í Olís, Óli hnykkir á mótmælum sínum með því að minna á að „við höfum áður farið í stríð vdð Breta og unnið þau“. Já, þeir eru karlar í krapinu, Eykon og Óli, og nú mega Bretanir fara að vara sig. Ef Bretar halda að þeir geti slegið eign sinni á hafið meðfram sinni eigin strandlengju án þess að spyija um leyfi hjá Olís og Eyjólfi Konráð, þá em þeir ekki vel upplýstir um það hvar völdin liggja, enda er Óli búinn að senda telexskeyti til BP á Bretlandi sem er ekkert smámál. Þeir félagarnir munu ekki samþyklya það þegj- andi að Atlantshafið sé undanskiliö frá lögsögu íslands, né heldur að það sé sjálfgefið að klettarnir und- an ströndum Bretlands séu utan íslenskrar lögsögu. Eyjólfur er ekki búinn að segja sitt síðasta orð og Óli er ekki búinn að senda sitt síð- asta telexskeyti. Svo mikið er víst. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.