Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
MÁNUDAGUR 11. APRIL 1988.
Iþróttir
¦Muggur a manudegi
i
i
i
Þegar við erum búrtar að œfa þennan dans getum við skellt okkur
á átthagaball hjá Skagakvartettinum - á meoan geta stelpurnar sett
rækjur fyrir Evrópuferóinni.
Njósnari
áfölskum
forsendum
Því var slegiö upp í Morgunblað-
inu í síöustu viku að „yfírnjósn-
Iari" frá belgísku meisturunum í
knattspyrnu, Anderíecht, hefði
fylgst grannt með Þorsaranum
Halldóri Áskelssyni begar hann
|  lék með liði sínu gegn Lokeren
-  þar ytra nú fyrir páskana. Út-
I  sendarinn ku hafa spurt mikið
IumHaHdór og sagt að Anderiecht
heföi áhuga á honum. Ég hef frétt
að umræddur „njósnari" hafi
verið einn þeirra fjölmörgu sem
þvælast um i kringum knatt-
spyrnuna á föískum forsendum -
réttur og sléttur áhugamaður
Imeð engin tengsl við stórveldi
íþróttarinnar. Þegar hann var
Ispurður nánari fregna frá And-
erlecht sagðist hann hafa komið
einn vegna þess að aðalþjálfarinn
-  hefði verið vant við Iátínn og ekki
|  getað mætt sjálfur á staðinn!
Enda er Anderlecht á höttunum
I  eftir heimsfrægum stjörnum til
Iaö styrkja lið sitt og óþekkttr leik-
menn ofan af íslandi era ekki í
Isigtinu þótt þeir hafi jafhvel ótví-
ræða hæöleika.
I
| Sagaum
i Víkinga í
|  Höllinni
IÉg heyrði eina sögu á dögunum
úr Höllinni og hún stendur fyrir
sínu þótt hún sé líklegast færð i
-  stQinn. Þar ku hafa staðið yfir
leikur VfMngs og Þórs, einmitt
sá hinn sami og færði Sigurði
I Gunnarssyni markakrununa. En
hvorM hann né aörir Víkingar
sýndu víst hornin í þessum leik
I
Iþví Þórsarar höfðu lengst af
frumkvæðið. Japanskir lands-
liðsmenn voru meðal áhorfenda
á þessum leik og einn ráðamanna
I  Iiðsins sat á sviðinu og átti tal við
Iíslenskan kollega sinn. Sá jap-
anski vildi margt vita, meðal
annars hvaða lið ættust^ við í
Höllinni umrætt kvðld. íslend-
I ingurinn sagöi að þarna væru
* margfaldirogfornfrægirfslands-
I meistarar að berjast viö lið sem
"r væri þegar fallið í aðra deildina,
stigalaust. Sá japanski þagði um
Istund og fylgdist með leiknum
sero leið áfram. Þegar staðan var
Iorðin níu - fjögur fyrir Þór sagði
hann siöan upp úr eins manns
|  Wjóði:
I              Evrópumeistaramótið í badminton:
I Þórdís fór á kostum
| í fyrstu umferðum
i - lagði alla métherja sína - einnig með Brodda í tvenndarleik
- Tja, mig skal ekki undra þótt
liðið, sem þú nefndir áðan, sé fall-
ið stigalaust í aðra deildina.     I
Erfiðir
páskar
íEyjum
Eyjamenn ætla sér stóra hluti
í 2. deildinni í knattspyrnu í sum-
ar, undir srjórn Vestur-Þjoðverj-
ans Ralphs Rockenmer. Um
páskana lögðu þeir nótt viö dag
og æfðu fjórum sinhum - já, fjór-
um sinnum - á hverjum sólar-
hring! Mestu harðjaxlar I Eyjum
hafa aldrei lent í ööru eins og ég
hef heyrt að margir knattspyrnu-
mannanna hafi þurft að fá frí frá
vinnu á þriðjudaginn eftir páska
- til að jafna sig eftír ósköpin.
Príma-
donnur
sleppa við
skflverkin
Knattspyrnukonur í Stjörnunni
þykja líklegar ttl afreka á kom-
andi sumri, ekki síst eftir að hafa
fengið tvo buröarása úr íslands-
meistaraliði Akurnesinga og
landsliðinu í sinar raðir. En mér
skfist að ekki sé allt slétt og fellt.
Stúlkurnar sðfnuðu í vetur fyrir
utanlandsferð og lðgðu hart að
sér til að ná endum saman. Fh'ót-
lega kom í Ijós að „prímadonn-
urnar" tvær frá Akranesi þurftu
ekki að standa í slíkum skítverk-
um ogréttfyrirferðina voruþeim
afhentir farseðlarnir á silfurfatá,
öðrum liðsmönnum til lítillar
ánægju.
Enginn betri |
á bekknum i
Ég heyrði góða sögu af pólska  |
þjálfaranum hjá Breiðabliki Þeg-
ar líö hans lékæfingaleik í Eyjum
fyrir skömmu tók hann skyndi-
lega einn liðsmanna sinna út af -
og skiptí engum inn á í staðinn,
þrátt fyrir þétt setinn vara-  "
mannabekk. Þegar hann var  í
spurður út í þessa ákvörðun sína
svaraði hann um hæl: „Og hver  [
á að fara inn á?!"    -Muggur  i
Qísabet Þórðardóttii, DV, Kristíansand:
Þórdís Edwald fór á kostum í fyrstu
umferðum einstaklingskeppninnar á
Evrópumeistaramótinu í badminton
sem hófst í Kristiansand í Noregi í
gær. Hún vann alla þrjá keppinauta
sína og tryggði sér með því sæti í
aðalkeppninni sem fram fer á
fimmtudaginn.
í fyrstu umferð gjörsigraöi Þórdís
nýkrýndan Noregsmeistara, Mar-
ianne Wikdahl, 11-1 og 11-2. Reiknað
hafði verið með sigri Þórdísar en
ekki svona glæsilegum. Næst vann
hún Elodie Mansuy frá Frakklandi á
svipaðan hátt, 11-3 og 11-4. Gegn
Maeve Moynihan frá írlandi, sem
hún tapaði fyrir á Uber Cup á dögun-
um, gekk illa til að byrja með. Sú
írska komst í 4-9 en Þórdís. sneri
blaðinu við og vann 12-11. Eftir það
var mótspyrnan engin og Þórdís náði
eggi, eins og kallað er, vann seinni
lotuna, 11-0. Á fimmtudag mætir hún
Anne Gibson frá Skotíandi sem fór
beint í aðalkeppnina. Sú er talin
heldur sterkari en Þórdís en mögu-
leikar ættu samt að vera fyrir
hendi.
• Þórdís er einnig komin í aðal-
keppnina í tvenndarleik ásamt
Brodda Kristjánssyni. Þau unnu alla
þrjá leiki sína í gær - fyrst Watt og
O'Sullivan frá írlandi, 15-11 og 15-4,
þá Fernandez og Gomez frá Spáni,
15-7 og 15-12, og loks Nagy og Dov-
alovszki frá Ungverjalandi, 15-12 og
18-17. Síðasti sigurinn lofar góðu því
að ísland mætir Ungverjalandi í liða-
keppninni í dag. Broddi og Þórdís
mæta sovéska parinu Sevrinkov og
Rybkinu í aðalkeppninni á fimmtu-
dag.
• Broddi Kristjánsson nýtur þess
• Þórdís Edwald lék frábærlega á Evrópumeistaramótinu í gær og er kom-
in í aðalkeppnina bæði í einstaklingskeppni og tvenndarleik.
að hafa náð góðum árangri á mótum
erlendis og fer beint í aðalkeppnina
í karlaflokki á fimmtudáginn. Þar
verður andstæðingur hans væntán-
lega Hollendingurinn Ronnie Mic-
hels sem þurfti að fara í gegnum
undankeppnina.
• Guðrún Júlíusdóttir tapaði fyrir
Gabriele Kumpfmuller frá Austur-
ríki í 1. umferð, 3-11, 11-6 og 4-11.
Það var svipað og reikna máttí með.
• Elísabet Þórðardóttir fór beint í
2. umferð en tapaði fyrir Ninu Sund-
berg frá Finnlandi, 8-11,11-6 og 4-11.
Sú finnska hafði sigrað í fyrri viður-
eignum þeirra.
• Guðmundur Adolfsson tapaði
fyrir Christopher Rees, besta manni
Walesbúa, í 1. umferðinni, 7-15 og
12-15. í seinni lotunni var staðan
12-12 undir lokin.
• Árni Þór Hallgrímsson sat hjá í
1. umferð en náði sér aldrei á strik
gegn Öyvind Berntsen frá Noregi í
2. umferð og tapaði, 3-15 og 7-15.
• Ármann Þorvaldsson og Elísa-
bet Þórðardóttir fóru ódýrt alla leið
í 3. umferðina í tvenndarleik. Þau
sátu yfir í 1. umferð og velskir mót-
herjar þeirra í 2. umferð gáfu leikinn.
í 3. umferð töpuðu þau síðan fyrir
Olchowlk og Drogomirecka frá Pól-
landi, 8-15 og 3-15.
í dag hefst liðakeppnin og ísland
mætir Ungverjalandi eins og áður
segir. Þjóðirnar leika í 3. deild móts-
ins og þriðja Uðið í riðh' þeirra er
Noregur.
Vormótirt í knattspymu komin á fullt skrið:
j Tíu mörk og ÍK
j í efsta sætinu
I  -HaukarlögðuSelfossíLitlubikarkeppninni

ÍK tryggði sér á laugardaginn sigur
í Alison-bikarnum, knattspyrnu-
móti Kópayogsliðanna, með því að
vinna Augnablik 10-1 í lokaleik
mótsins. ÍK þurfti að vinna méð fimm
mörkum til að tryggja sér efsta sæt-
ið, en Augnablik hafði ekki tapað
leik með meiru en þremur mörkum
í mótinu fram að því.
Mörk ÍK skoruðu Steindór Elísson
3, Þröstur Gunnarsson 3, Sigurður
Eyþórsson, Guðjón Guðmundsson,
Úlfar Óttarsson og Halldór Gíslason,
en Gunnar Þ. Guðmundsson átti
lokaorðið í leiknum fyrir Augnablik.
Lokastaðan i mótinu varð þessi:
ÍK................................4 3 0 1 17-7  9
Breiðablik..................4 3 0 1 11-5 9
Augnablik..................4 0 0 4  7-23 0
Litia bikarkeppnin
Haukar, sem leika í 4. deild, kpmu
mjög á óvart á laugardaginn þegar
þeir sigruðu 2. deildarhð Selfyssinga
3-2 í Hafnarfirði. í sama riðli léku
FH og ÍBK í gær og lauk þeirri viður-
eign með jafntefli, 1-1. Hörður
Magnússon skoraði fyrir FH en ÓU
Þór  Magnússon  jafhaði  fyrir
ÍBK.
ÍA vann Víði 2-1 í Garðinum í A-
riðli. Ólafur Þórðarson og Guðbjörn
Tryggvason skoruðu fyrir Skaga-
menn en Guðjón Guðmundsson fyrir
Víði. í Kópavogi gerðu Breiðablik og
Stjarnan jafntefli, 2-2. Grétar Steind-
órsson og Þorsteinn Hilmarsson
gerðu mörk Blikanna en Jón Árna-
son og Árni Sveinsson skoruðu fyrir
Stjörnuna.
Reykjavíkurmótið
Fylkir og ÍR nældu sér bæði í auka-
stig um helgina. Fylkir vann Leikni
4-0 með mörkum frá Baldri Bjarna-
syni (2), Ólafi Magnússyni og Sigurði
Sveinbjörnssyni. ÍR sigraði Ármann
3-1 í gærkvöldi, Einar Ólafsson 2,og
Bragi Björnsson skoruðu fyrir ÍR en
Amar Laufdal fyrir Armann.
Staðan í A-riðli:
Fylkir..........................2 110  5-1  4
Þróttur.......................3 111  5-2 4
Valur..........................220 0  2-0  4
Víkingur.....................2 0 11  1-2  1
Leiknir.......................3012  1-9  1
/
:   :  f\
• Björn Björnsson fyrirliöi ÍK lyftir
Alison-bikarnum.
DV-mynd G.Bender
Staðan í B-riðU:
ÍR..................................2 10 1  4-3 3
KR.................................1 10 0  2-0 2
Fram.............................1 10 0  2-12
Ármann.......................2 0 0 2  1-5 0
Stóra bikarkeppnin
Grindavík og Grótta skildu jöfn,
1-1, í Grindavík í gær. Júlíus Pétur
Ingólfsson skoraði fyrir heimamenn
en Valur Sveinbjörnsson fyrir Selt-
irninga.
Suðurnesjamótið
Reynir vann Njarðvíkinga 2-0 í
Sandgerði um helgina. í tveimur
fyrstu leikjum mótsins unnu Víðis-
menn sigra, 2-1 gegn Reyni og 3-2
gegn Njarðvík.        -VS/ÆMK
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40