Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						-I-
MIÐVIKUDAGUR 18. MÁÍ 1988.
Fréttir
Bankarnir stóðu
gjaldeyriskaupunum
-sagði Ólaftir G. Einarsson, þingflokksfonnaðiir sjátfstæðismanna, á fundi á Átftanesi
„Ef það er satt að bankarnir hafi
sjálflr staðiö fyrir gjaldeyriskaup-
unum á miðvikudaginn þá hlýtur
það að teljast mjög ámælisvert svo
ekki sé sterkara að orði komist,"
sagði Ólafur G. Einarsson, þing-
flokksforraaður sjálistæðismanna,
en á fundi sjálfstæðismanna i
Bessastaöahreppi á mánudags-
kvöldið sagði Ólafur að það vaeru
bankarnir sem hefðu staðið fyrir
hinum miklu gjaldeyriskaupum
sem urðu tíleöii þess að Seðlabank-
inn lokaði gjaldeyrisafgreiðslum.
„ Jú, það er rétt að ég nefndi þetta.
Ég var einfaldlega að segja frá þvi
sem gekk fjöUunum hærra í bæn-
um. Eg hef engar sannanir fyrir
þessu en það var hins vegar at-
hyglisvert að þó ég heiði víða leitaö
skýringa þá fékk ég engin svör.
Mér finnst það hæpin skýring að
það sé hinn „breiði massi" sem
hafi staðið að þessum gjaldeyris-
kaupum. Þaö gengur einfaldlega
ekki upp því aö engin örtröö var í
bönkunum," sagði Ólafur og sagð-
ist ítreka alvöru raálsins ef þetta
væri rétt.
„Ég fagna rannsókn viöskipta*
ráðherra því að ef satt reynist þá
er þetta mjög alvarlegt mál fyrir
bankana."
-SMJ
Bogi hlaut
flest atkvæði
Ágústsson, blaðafulltrúi
Flugleiða og fyrrverandi fréttamað-
ur hjá Sjónvarpinu, fékk flest at-
kvæði í leynilegri atkvæðagreiðslu á
fundi útvarpsráðs í gær þegar urn-
sóknir umsækjenda um fréttasrjóra-
stöðu Sjónvarpsins voru teknar til
umfjöllunar.
Bogi Ágústsson fékk þrjú atkvæði,
Helgi H. Jónsson fékk tvö atkvæði,
Sigrún Stefánsdóttir fékk eitt at-
kvæði og Ögmundur Jónasson fékk
eitt atkvæði. Hallur Hallsson dró
umsókn sína til baka.
Nær óruggt má telja að Bogi verði
ráðinn en Markús Örn Antonsson
útvarpsstjóri ákveður endanlega
hver fær stöðuna. Hann hefur enn
ekki gefið út yfirlýsingu um það.
Á fundinum voru allir útvarps-
ráðsmenn og sat því enginn vara-
maður fundinn.            -JBj
Svartur miðvikudagur:
Bankarnir krafðir
Sverrir Hermannsson settist í bankastjórastól Landsbankans í gærmorgun kl. 10 og var honum heilsað af ráða-
mönnum bankans þegar hann hóf sinn fyrsta starfsdag í banka. Hér má sjá þá Björgvin Vilmundarson banka-
stjóra, Pétur Sigurðsson, formann bankaráðs, Kristin Finnbogason varaformann, Sverri og Helga Bergs bankastjóra.
DV-mynd GVA
Útflutningsleyfi fýrir fiystan fisk til Bandaríkjanna:
Allir sem sóttu um fengu leyfí
um upplysingar
- endurskoðað á næsta ári
Útflutningsleyfi á frystum fiski til
Bandaríkjanna hafa nú verið end-
urnýjuð og fengu þeir aðilar, sem
sóttu um leyfi, heimild til að hefia
útflutning. Þannig bætast 9 fyrirtæki
við þau 6 fyrirtæki sem viðskiptaráð-
herra veitti leyfið tímabundið í okt-
óber. Þá fengu Vogar hf., Marbakki
hf., G. Ingason hf., Stefnir.hf., ís-
lenskur gæðafiskur hf. og íslenska
útfiutningsmiðstöðin hf. leyfi til aö
hefja útflutning á Bandaríkjamarkað
en fram að því höfðu aðeins Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna, Sambandið
og íslenska umboðssalan leyfi á þess-
um markaði þó síöastnefnda fyrir-
tækið væri langminnst.
Nú hafa 9 fyrirtæki til viðbótar
fengið leyfi. Þaö eru Fisktækni hf.,
Luna Seafood hf., Asiaco hf., Nasco
hf., Andri hf., Seifur hf., R. Hansen
hf., Marfang hf. og íslenska markaðs-
félagið hf.
Um leið og utanríkisráðherra
kynnti pessa ákvörðun sagöi hann
að það atriði, sem mest hefði verið
legið yfir, væri gæðaeftirlitið. „Við
viljum ekki slys," sagði Steingrímur
en í reglum fyrir leyfunum er kveðið
á um að fullnægjandi gæðaeftirlit
verði aö vera fyrir hendi og Ríkis-
matið hafi yfirumsjón og ábyrgð á
því.
Leyfin eru veitt til 1. júní 1989 en
þá verða þau tekin til endurskoðun-
ar. Ráðherra sagði að með því væri
ekki verið að boða að þessu kerfi
verði kollvarpað að ári heldur væru
menn aðeins hræddir við of snöggar
breytingar.
-SMJ
Jón Baldvin Hannibalsson, sem er
viðskiptaráðherra í viðlögum meðan
Jón Sigurðsson situr fund ráðherra
OECD í París, sendi gjaldeyriseftirliti
Seðlabankans bréf í gær þar sem
hann krafðist lista yfir þá sem tekið
hefðu út gjaldeyri fyrir meira en eina
milljón króna í byrjun síðustu viku.
Þá runnu út 2,5 milljarðar króna af
gjaldeyri og ákvörðun um gengis-
fellingu þar með tekin af ríkissrjórn-
inni.
„Þetta er gert öðrum til viðvörunar
og lærdóms," sagði Jón Baldvin, að-
spurður hvort ríkissrjórnin gæti
beitt þá sem keyptu óeölilega mikinn
gjaldeyri einhverjum viðurlögum.
Að sögn Stefáns Friðfinnssonar, að-
stoðarmanns Jóns, var árangurs-
laust reynt að fá þessar upplýsingar
frá ríkisbönkunum. Þar báru menn
annríki fyrir sig.
„Ein ákvöðrun í einu," svaraði Jón
Baildvin spurningu um hvort listinn
yrði birtur.
-gse
Mikill gróði af saltRski
Eftir gengisfellinguna segja spár
að viðstóptahallinn á árinu stefhi í
um 10 milljarða. Fyrir lækkun geng-
issins stefndi hann í um 13 milljarða,
eins og greint hefur verið frá í DV.
GengisfelMngin nær ekki að draga
meðaltalsafkomu frystingarinnar
upp fyrir núllið en saltfiskvekun
ætti nú að vera rekin með 8-9 pró-
sent hagnaði. 10 prósent gengisfell-
ing gefur svigrúm fyrir 4-5 prósent
hækkun fiskverðs án þess að þrýsta
mjóg á þau 3 prósent sem Seðlabank-
inn gerur fellt gengið án umræðna í
ríkisstjórn.
-gse
Forsetakosningar kosta 20-30 milijónir:
Ekki þekkst áður að rætt
sé um kostnað kosninga
- segir blaðafulKtrúi væntanlegs forsetaframbjóðanda
Sigrún Þorsteinsdóttir, sem hyggur á forsetaframboð í vor, var i Austurstræt-
inu í gœr þar sem hún óskaði eftir undirskriftum vegfarenda henni til stuðn-
ings. Undirskrtftasöfnuninni er að Ijúka en þegar hafa safnast yfir 2000
meðmœlendur um allt land.                            DV-mynd GVA
„Við stuðningsmenn Sigrúnar
Þorsteinsdóttur erum mjög óhressir
með fréttaflutning varðandi kostnað
við forsetakosningarnar. Það hefur
ekki þekkst áður að rætt sé um hvað
kosningar kosti, hvort sem það eru
alþingis-, bæjar- eða sveitarsrjórnar-''
kosningar," segjr Áshildur Jónsdótt-
ir, blaðafulltrúi Sigrúnar Þorsteins-
dóttur, sem hyggur á forsetafram-
boð.
Áshildur telur slíkan fréttaflutning
hlutdrægan vegna þess að óbeint sé
verið að álasa væntanlegum fram-
bjóðanda fyrir óþarfa eyðslu og telur
hún slíkt lágkúrulegt.
„Við búum í lýðræöislegu þjóð-
félagi þar sem kosið er á fjögurra ára
fresti. Þess vegna ættu forsetakosn-
ingar ekki að snúast um peninga
heldur lýöræði. Við stuðningsmenn
Sigrúnar vihum endurvekja frelsis-
og sjálfstæðisbaráttu íslendinga og
framkvæma hugsjónir þeirra sem
settu í upphafi ákvæði í srjórnar-
skrána um forsetaembættið sem er
að efia lýðræði og standa vörð iun
rétt einstaklingsins og veita srjórn-
völdum aðhald", sagði Áshildur.
-JBj
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40