Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 126. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MANUDAGUR 6. JÚNÍ 1988.
Fréttir
Skoðanakönnun DV:
Sjálfstæðisflokkur
rétt mer Kvennalista
Sjálfstæðisflokkurinn rétt mer
Kvennalistann sem forystuflokkur
íslenskra stjórnmála, samkvæmt
skoðanakönnun sem D V gerði nú um
helgina.
Alþýðufiokkurinn tapar. Fram-
sókn vinnur lítið eitt á. Alþýðu-
bandalagið bætir við sig. Borgara-
fiokkurinn er í rúst. Kvennalistinn
dalar lítillega.
Spurt var: Hvaöa lista mundir þú
kjósa ef þingkosningar færu fram
nú?
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafht var skipt milli kynja
Þorsteinn Pálssson bætir stöðu sína.
og jafnt miUi Reykjavikursvæðisins
og landsbyggðarinnar.
Af öllu úrtakinu fékk Alþýðuflokk-
urinn nú 4,8 prósent sem er 0,2 pró-
sentum minna en í könnun DV í
mars. Framsókn fær nú 11,2 prósent
sem er 0,1 prósentustigi minna en í
mars. Sjáhstæðisflokkurinn fær 18,7
prósent sem er 0,4 prósentum meira
en í marskónnun. Alþýðubandalagið
fær 6,7 prósent sem er 0,7 prósentum
meira en í mars. Flokkur mannsins
fær 0,2 prósent og Stefán Valgeirsson
hið sama svo og Þjóðarfiokkurinn.
Borgaraflokkurinn fær aðeins 1,2
prósent sem er 1,8 prósentum minna
en í mars. Kvennalistinn fær 17,2
prósent sem er 2 prósentum minna
en í marskönnuninni. Óákveðnir eru
36,2 prósent eða 7,5 prósentum meira
en í mars og þeir sem svara ekki eru
3.7 prósent eða 3,2 prósentum minna
en í mars.
Hvaö um þingkosningar?
Ef borið er saman við hugsanlegar
þingkosningar kemur eftirfarandi út
Alþýðuflokkur fær 8 prósent þeirra
sem taka afstöðu. Það er 1,3 prósent-
um minna en í mars og 6,2 prósentum
minna en í síðustu þingkosningum.
Framsókn fær nú 18,6 prósent sem
er 1 prósentustigi meira en í mars-
könnun og 0,3 prósentum minna en
í kosningunum. Bandalag jafnaðar-
manna er ekki á blaði. Sjálfstæðis-
flokkurinn fær 31 prósent, sem er 2,6
prósentum meira en í mars og 3,8
prósentum meira en í kosningunum.
Alþýðubandalagið fær 11,1 prósent
sem er 3,3 prósentum meira en í
mars og 2,2 prósentum minna en í
kosningunum. Flokkur mannsins
fær 0,3 prósent, 0,2 prósentum minna
en í mars og 1,3 prósentum minna
en í kosningunum. Stefán Valgeirs-
son fær 0,3 prósent sem er 0,2 pró-
sentum minna en í mars og 0,9 pró-
sentum minna en í kosningunum.
Borgaraflokkurinn fær 1,9 prósent,
2.8 prósentum minna en í mars og
heilum 9 prósentum minna en í kosn-
ingunum. Samtök um kvennalista fá
28,5 prósent, sem er 1,2 prósentum
minna en í mars en heilum 18,4 pró-
sentum meira en í kosningunum.
Þjóðarflokkurinn fær 0,3 prósent
sem er 1,3 prósentum minna en í
marskönnun og 1 prósentustigi
minha en í kosningunum.
Könnunin þýddi í þingsætum, að
Alþýðuflokkurinn fengi 5, Framsókn
12, Sjálfstæðisflokkur 20, Alþýðu-
bandalag 7, Borgaraflokkur 1 og
Kvennalistinn 18.
-HH
Ummæli folks
í könnuninni
„Ég hef alltaf verið sjálfstæðismað-
ur og fer ekkert að breyta því," sagði
karl af landsbyggðinni. „Það er alveg
sama hver er við völd, þeir hugsa
bara um sjálfa sig," sagði kona á
hófuðborgarsvæðinu. „Ég kýs a.m.k.
ekki þá flokka sem nú eru í stjórn,"
sagði karl á Norðurlandi. „Eg hef
alltaf kosið Alþýðubandalagið og ég
held ég sé oröin of gömul til að fara
að hætta því," sagði kona af lands-
byggðinni. „Ég kýs Kvennalistann
og ég vil hann í srjórn," sagði kona
í Reykjvaík „Ég kýs engan Qokk. Ég
vil nýjan sem kollsteypir þessu
kerfi," sagði karl í Reykjavík. „Ég
er hálf-óákveðinn og ætii ég segist
þá ekki kjósa Kvennahstann. Gera
það ekki allir," sagði karl á lands-
byggðinni. „Ég held ég sé búinn að
prófa alla Ustana á undanförnum
árum svo ég veit ekkert hvað ég geri
næst," sagði karl í Reykjavík.
-gse
. Jón Baldvin Hannibalsson:
Niðurstöðumar könnunarefni
„Ég sé ekki í fijótu bragði mikla
rökvísi í þessum niðurstöðum þó
ekki deili ég við dómarann. Það er
til dæmis athyglisvert að með ríkis-
stjórninni eru tæplega 44 prósent en
stuðningsmenn þeirra flokka, sem
að henni standa, teljast vera 57,6 pró-
sent í annan stað eru stjórnarand-
stæðingar sagðir vera 56,1 prósent
en flokka stjórnarandstöðunnar
styðja ekki nema 41,5 prósent Þann-
ig að sá hluti, sem á annað borð tek-
ur afstöðu, styður að miklum meirj-
hluta þá flokka sem að ríkisstjórn-
inni standa en ekki ríkisstjórnina.
Þetta væri sérstakt könnunarefni.
Tilfærslur innan srjórnarandstöð-
unnar virðast vera að nokkru leyti
frá Kvennalista til Alþýðubandalags
sem út af fyrir sig verður ekki séð
að hafi neina sérstaka merkingu. Að
því er varðar stöðu Alþýöuflokksins
á þessum tímapunkti þá kemur hún
mér fremur á óvart," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson fjármálaráðherra.
-gse
%fylgi
35n
kosningar
Q  mars
CI  nú
Alþýðuflokkur Framsóknarfl.    Sjálfst.fl   Alþýðubandalag  Kvennalisti   Borgaraflokkur
Fylgi flokkanna í kosningunum og tveimur síðustu könnunum DV.
A þessu súluriti má s]á fylgi þingflokkanna í skoðanakönnun DV. Til saman-
burðar er fylgi þeirra í síðustu könnun og þingkosningunum.
Niðurstööur skoðanakönnunarinnar urðu þessar:					
	sept.	nóv.	jan.	mars	nú
Alþýðuflokkur	7,5%	7,3%	6,2%	6,0%	4,8%
Framsóknarflokkur	12,8%	19,3%	13,5%	11,3%	11,2%
Bandalagjafnaðarm.	• 0,5%	0	0	0	0-
Sjálfstæðisflokkur	18,5%	22,0%	17,5%	18,3%	18,7%
Alþýðubandalag	6,3%	4,8%	6,3%	5,0%	6,7%
Græningjar	0,2%	0	0	0	0
Flokkur mannsins	0,2%	0	0,2%	0,3%	0,2%
Stefán Valgeirsson	0,2%	0	0	0,3%	0,2%
Borgaraflokkur	4,3%	3,6%	2,5%	3,0%	1,2%
Kvennalisti	7,5%	8,2%	12,3%	19,2%	17,2%
Þjóðarflokkur	t,3%	0,5%	0,3%	1,0%	0,2%
Óákveðnir	3Z5%	25,5%	33,3%	28,6%	36,2%
Svara ekki	6,5%	8,2%	7,8%	6,9%	3.7%
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru			niðurstöðurnar þessar:	
	kosn.  sept.	nóv.	jan.	mars   nú
Alþýðuflokkur	15,2% 12,3%	11,1%	10,5%	9,3%  8^0%
Framsóknarflokkur	18,9% 21,0%	29,1%	22,9%	17,6% 18,6%
Bandalag jafnaðarm.	0.2%  0,8%	0	0	0     0
Sjálfstæðisflokkur	27,2% 30,3%	33,2%	29,7%	28,4% 31,0%
Alþýðubandalag	13,3% 10,4%	7,3%	10,8%	7,8% 11,1%
Græningjar	-   0,3%	0	0	0     0
Flokkur mannsins	1,6%  0,3%	0	0,3%	0,5%  0,3%
Stefán Valgeirsson	1.2% , 0,3%	0	0	0,5%  0,3%
Borgaraflokkur	105%  7,1%	5,5%	4,2%	4,7%  1,9%
Kvennalisti	10,1% 12,3%	12,3%	21,0%	29,7% 28,5%
Þjóðarflokkur	1,3%  2,2%	0,8%	0,6%	1,6%   0,3
Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnunarinnar
verða niðurstöður þessar, til samanburðar er staðan í þinginu nú:
kosn.   sept.   nóv.
jan.
Alþýðuflokkur
Framsóknarflokkur
Sjálfstæðisflokkur
Alþýðubandalag
Borgaraflokkur
Kvennalisti
Stefán Valgeirsson
10
13
18
8
7
6
;:,1
8
14
21
7
5
8
0
7
19
22
4
3
6-7
15
19
7
2
8  13-14
0      0
6
11
19
5
3
19
0
5
12
20
7
1
18
0
Ólafur Ragnar Grímsson:
Ráðherramir endurskoði stefhuna
„í stórum dráttum eru þetta svip-
aðar tölur og verið hafa undanfarna
mánuði. Alþýðubandalagið kemur
þó nokkuð betur út úr þessari könn-
un en síðustu könnunum. Þetta er
þó liklega fyrsta könnunin í um tvö
ár þar sem Alþýðuflokkurinn er
kominn fyrir neðan Alþýðubanda-
lagið. Þótt hlutur Alþýðubandalags-
ins sé betri en hann hefur verið und-
anfarið þurfúm við að gera betur og
munum halda áfram þeirri vinnu
sem einkennt hefur störf flokksins á
síðustu mánuðum," sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Al-
þýðubandalagsins.
„í'afstöðunni til ríkissrjórnarinnar
staðfestist það enn frekar að afger-
andi meirihluti þjóðarinnar er á
móti þessari ríkisstjórn og því væri
skynsamlegt fyrir ráðherrana að
endurskoða stefnuna í ljósi þeirrar
afstöðu," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.               JFJ
Steingrimur Hermannsson:
Aðgerðir í efha-
hagsmálum
sfyrktustöðu
ríkisstjómarinnar
„Ég er ekki óánægður með fylgi
Framsóknarflokksins. Þessar niður-
stöður sýna að við erumá réttri leið,"
sagði Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins, um
niðurstöður skoðanakönnunar DV.
„Ég tel að það hafi styrkt Fram-
sóknarflokkinn að við gengum
ákveðnir fram í því að krefjast að-
gerða í efhahagsmálum sem styrkja
myndu stöðu atvinnulífsins."
Niðurstöðurnar um fylgi ríkis-
srjórnarinnar endurspegla aö við er-
um á réttri leið. Menn voru orðnir
langþreyttir eftir aðgerðum í efna-
hagsmálum og þessar niðurstöður
sýna að efnahagsaðgerðirnar hafa
styrkt ríkissrjórnina."       -StB
Þorsteinn Pálsson:
Hægt og brtandi
„Mér sýnist þetta staðfesta, að þvi
er SjálfstæðisQokkinn varðar, að við
erum hægt og bítandi að styrkja okk-
ar stöðu. Stjórnarflokkarnir í heild
virðast auka sitt fylgi en stjórnar-
andstaðan tapar heldur. Mér sýnist
þetta vera árangur af því að þrátt
fyrir allt séu srjórnarflokkarnir að
uppskera það að hafa tekið af festu
á efhahagsmálunum," sagði Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra.
Það virðist ekki skila sér í fylgj rík-
isstjórnarinnar sjálfrar?
„Nei. Ég geri ráð fyrir að það verði
alltaf einhver munur á fylgi þriggja
flokka ríkissrjórnarinnar og þeirra
flokka sem að henni standa," sagði
Þorsteinn.               -gse
Júlíus Sólnes:
Ekkert skældur
„Þetta er svipað og verið hefur
undanfarna mánuði og ég get ekki
merkt neinar stórbreytingar. Hvað
okkur varðar er ljóst að við þurfum
að taka okkur á. Við höfum veriö að
vinna markvisst að því að byggja
flokkinn upp í kyrrþey að undanf-
örnu og stofna félög hér og þar. Það
kemur til með að skila sér þegar fram
í sækir þó það gerist ekki í skoðanna-
könnunum strax. Ég er þvi ekkert
skældur yfir þessu," sagði Júlíus
Sólnes, varaformaður Borgara-
flokksins, um niðurstöður skoðana-
könnunar DV.
„Hvað ríkisstjórnina varðar er ljóst
að hún er óvinsæl og nýtur ekki
stuönings meöal þjóðarinnar þó að
flokkarnir, sem að henni standa, hafi
meirihluta samtals. Kvennalistinn
hefur enn mikið fylgi 0g Alþýðu-.
bandalag sækir á. Ég hef einhvern
veginn á tilfinningunni að hjá
Kvennahstanum safnist óánægju-
fylgiö saman, hvað sem síðan verður
á kjördegi," sagði Júlíus Sólnes. JFJ
Þórhildur Þorieifsdóttir
Unum vel víð þetta
„Enn og aftur sýna þessar niður-
stöður aö það eru miklar hræringar
með þjóðinni," sagði Þórhildur Þor-
leifsdóttir, fulltrúi Kvennahsta, um
niöurstöður skoðanakönnunar DV.
„Þó að við séum rétt rúmlega einu
prósenti lægri en í fyrri skoðana-
kónnun unum við vel við þetta. Þetta
eru náttúrlega hætt að vera stórtíð-
indi hér innanlands. En ég get ekki
stillt mig um að nefha að þegar ég
var erlendis á vegum Kvennahstans
nu nýlega þótti fylgi Kvennahstans í
skoðanakönnunum undur og stór-
merki. Þar, eins og hér, hélt fólk í
fyrstu að þetta væri smáaögerð sem
hefði fyrst og fremst táknrænt gildi.
Að svona hreyfing skyldi fá jafn-
mikinn og víðtækan stuðning og
raun ber vitni jók þeim þar bjart-
sýni, líkt og hér. Þetta sýnir að ekk-
ert er óumbreytanlegt.
Ég er ekki hissa hversu margir eru
andvígir ríkisstjórninni. í raun furð-
ar það mig að þeir skuh ekki vera
fleiri," sagði Þórhildur Þorleifsdóttir.
-StB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 72
Blašsķša 72