Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá f síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988.
Dómur í manndrápsmáli:
Átta ára fangelsi
fyrir að bana
eíginkonu sinni
Bragi Ólafsson, 52 ára Reykvíking-
ur, hefur verið dæmdur í átta ára
fangelsi fyrir að verða eiginkonu
sinni, Grétu Birgisdóttur, 26 ára, að
bana. Atburðurinn varð um miðjan
janúar í íbúð þeirra að Klapparstíg
11 í Reykjavík. Pétur Guðgeirsson,
sakadómari hjá Sakadómi Reykja-
víkur, kvað upp dóminn.
í dómsorði segir meðal annars:
„... ekki er sannað að Bragi hafi
svipt eiginkonu sína lífi af ráönum
hug. Honum hlaut að vera ljóst þegar
hann herti bandið að hálsi hennar
að langlíklegast væri að hún biði
bana."
í fyrstu neitaði Bragi að eiga sök á
j^auða eiginkonu sinnar. Hann játaði
síðar við yfirheyrslur að vera valdur
af dauða hennar.
Umferðin í Reykjavík:
Tvöslys
Tvö umferðarslys urðu í Reykjavík
með skömmu miílibili í gær. Gang-
andi kona varð fyrir vélhjóh á Hverf-
isgötu klukkan 17.20 í gær. Konan
»og ökumaður vélhjólsins voru bæði
flutt á slysadeild.
Um hálfri klukkustund síðar inissti
ökumaður stjórn á bíl sínum á mót-
um Laugavegar og Kringlumýrar-
brautar. Bíllinn lenti á ljósastaur af
núklu afli og fór í tvo hluta. Fremsti
hluti bílsins ásamt vél hans stöðvuð-
ust töluvert frá hinum hluta hans.
Ökumaðurinn slapp minna slasaður
en útht var fyrir en bíllinn er gjöró-
nýtur.
-sme
Óákveðið með
hvalveiðar
^Ekki hefur enn verið ákveðið hven-
ær hvalveiðar hefjast. Ástæðan er sú
að ekki hefur enn verið ákveðin dag-
setning fundar íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda um veiðarnar.
Ákveðið er að bíða með veiðar þar
til eftir þann fund.         -gse
GRUNAR
66 6160
LOKI
Hvað munar oss bændur
um fimmtíu fjár, sagði
Sambandsforstjórinn.
I miðjum taprekstri Sambandsins:
Erlendur og Hjalti voru
kvaddir með bflagjöfum
- forsfjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækisins á bíium frá fyrirtækinu
Þegar Erlendur Einarsson lét af
störfum sem forstjóri Sarabandsins
fékk hann bll frá fyrirtæMnu að
gjöf. Hjalti Pálsson, sem hættí sera
framkvæmdasrjóri verslunardeild-
ar um síðustu áramót, á einnig von
á bifreið frá fyrirtækinu. Þetta
staðfesu' Valur Arnþórsson, for-
raaður stjórnar Sambandsins, í
samtali við DV.
Valur sagði vera fordæmi fyrir
því að forstjórar og framkvæmda-
srjórar fyrirtækisins fengju að
halda þeim hilum sem fyrirtækið
hefði látið þehn i té þegar þeir
hættu eftir Jangt starf. Erlendur
var forstjóri í rúra 30 ár og áður
forstjóri Samvinnutrygginga.
Hjaltí var forstjóri verslunardeöd-
ar í 40 ár.
Erlendur fékk sinn M á árinu
1986. Þá var 40 milljóna króna halli
á rekstri Sarabandsins, Hjaltihefur
enn ekM fengið sinn bíL Hjaiti
hætti ura síðustu áramót. Á síðasta
ári var 219 miBjón króna tap á
rekstri versiuhardeildarinnar og
átíö á undan hafði tapið numið 88
mihjónum.
Eins og fram hefur komið í um-
mælum Guðjóns B. Ólafssonar for-
stíóra telur hann sjálfgefið að grípa
þurfi' tíl uppsagna starfsfólks til
þess að minnka þennan taprekstur.
Ef ekki er hægt að auka tekjurnar
verður að minnka kostnað, sagði
Guðjón.
ABir forstjórar og framkvæmda-
srjórar Sambandsins fá bfi frá fyr-
irtækinu og greiðaaf honumskatta
meðan þeir gegna störfum. í fyrra
voru það niu manns. Valur sagði
það ekki tíðkast að menn fengju að
halda þessum bíium ef þeir hefðu
verið stutt í starfi. Jón Sigurðarson
fékk þannig ekki að halda bfl fyrir-
tækisins þegar hann hætö sem
framkvæmdastíóri iðnaðardeildar
og varð forsrjóri Álafoss og Magnús
Priðgeirsson ekki heldur þegar
hann hættí sera framkvæmdastjóri
Mvörudeildar og réðst tíl Iœiand
Seafood Corporaúon.       -gse
örn Sigurðsson mættur til að greiða skuld sína, eínn eyri, og losna þar með út af vanskilaskrá, Eva Arnþórs-
dóttir gjaldkeri tyrir innan. Á innfelldu myndinni má sjá itrekunina fyrir einseyringnum. Sjá bls. 2
DV-mynd BG
Veðrið á morgun:
Suð-
vestan-
kaldi
Suðvestankaldi eða stinnings-
kaldi verður á morgun, skúrir
um suðvestan- og vestanvert
landið en bjartara austanlands.
Rúnar Bjamason:
Menn umgangast
ammoníak af of
miklu kæruleysi
„Það er alltaf hættulegt þegar
ammoníaksleki kemur upp," segir
Rúnar Bjarnason slökkvihðsstjóri en
ammoníaksrör sprakk um flögur-
leytið í gær þegar verið var að setja
upp nýtt kælikerfi í byggingu aöal-
stöðva SÍS við Kirkjusand. Slökkvi-
hðið komst fyrir lekann en það beittí
nýjum slökkvibúnaði í fyrsta skiptið.
„Það er búið að umgangast amm-
oníak af of miklu kæruleysi hérlend-
is," segir Rúnar. „Þetta efni er mikið
notað hérlendis eins og í frystihúsum
og ég tel að notendur þess og fólk
almennt geri sér enga grein fyrir hve
hættulegt efni er hér á ferðinni."
_______________________-JGH
Rangárvallasýsla:
Bíll í togi
í veg fýrir
Broncojeppa
Umferðarslys varð skammt frá
Hvolsvelli í gær. Bíll, sem var í togi
aftan í öðrum bíl, ók í veg fyrir
Broncojeppa sem kom úr gagnstæðri
átt. Bílarnir skullu saman af miklu
afli. Þeir eru báðir mikið skemmdir
ef ekki ónýtír.
Kona, sem var í aftari bílnum, fékk
skrámur. Hjón, sem voru í Bron-
coinum, sluppu án meiðsla. Þau voru
bæði í bílbeltum.
Beit dyravörð
Gestur i veitingahúsinu Evrópu
beit dyravörð þar á staðnum síðast-
hðið fóstudagskvóld. Gert var að sár-
um dyravarðarins á slysavarðstof-
unni en að sögn lögreglunnar var um
stórt sár að ræða.
Dyravörðurinn bað gestinn um að
yfirgefa skemmtistaðinn þar sem
hann væri með yfirgang. Gesturinn
tók þeirri málaleitan illa og beit frá
sér.                   -JGH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40