Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1988, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Hægir á störfum Alþingis: 15 þingmenn á faraldsfæti r > Það verður erfitt að halda uppi venjulegu starfi á Alþingi í næstu viku vegna fjarveru þingmanna. Þá verða 15 þingmenn íjarverandi. þar á meðal allir forsetar sameinaðs þings. þannig að enginn fundur verð- ur í sameinuðu þingi í vikunni. Mánudagsdagskrá verður tekin fyrir í dag en fundur næsta fimmtudag fellur niður. Þáð er aukaþing Norðurlandaráðs sem gerir strik í reikninginn en þangaö fara 7 þingmenn og þrír ráð- herrar. í íslandsdeild Norðurlanda- ráðs sitja Friöjón Þórðarson. Val- gerður Sverrisdóttir. Guðrún Helga- dóttir. Óli Þ. Guðbjartsson. Páll Pét- ursson. Ólafur G. Einarsson og Eiður ►-^f.uðnason, þau fara öll á þingið. Þá fara ráðherrarnir Jón Sigurðsson. Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Siguröardóttir. Fundum lýkur á mið- vikudagskvöld. í næstu vikú fer fimm manna þing- mannanefnd til Hamborgar í heim- sókn á vegum Atlantshafsbandalags: ins. Það eru Ingi Björn Albertsson, Salome Þorkelsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Jóhann Einvarðsson og Guðmundur H. Garðarsson. Kvennalistinn er eini flokkurinn sem sendir ekki neina þingmenn út ®Tnæstu viku. -SMJ Gnúpur GK í brotsjó: Brúin gekk inn Skuttogarinn Gnúpur GK fékk tvisvar á sig brotsjó í óveðrinu í gær þar sem hann var staddur um 40 mílur vestnorðvestur af Látrabjargi á svokölluðum Víkurál. Urðu tölu- verðar skemmdir á skipinu þar sem fimm rúður og önnur hurðin á stýris- húsinu brotnuðu. Brúin gekk inn og brimbijóturinn rifnaöi og gekk upp úr dekkinu. Komst sjór inn í vistar- verur áhafnarinnar og í stýrishúsinu eyðilögðust nær öll siglingatæki. ■ Heiðrún ÍS fylgdi Gnúp áleiðis til hafnar framan af degi og undir kvöldið tók Varðskipið Týr og fylgdi togaranum á leið hans til Reykjavík- ur. Áhöfnin slapp ómeidd utan einn messagutti sem virðist hafa fengiö heilahristing. Fór þyrla Landhelgis- gæslunnar til móts viö skipin í morg- un til að ná í manninn og flytja hann á Borgarspítalann. -hlh Bilstjórarnir aðstoða 'geJlDIBiLJlSTÖÐin LOKI Skotferðir fóru svo sannarlega eins og skot! Jón Sigurðsson hefur undirbúning að stækkun álvers: Brot á sáttmála stjórnarinnar segir Margrét Frímannsdóttir „Það er í sáttmála ríkisstjómar- innar að ekki verði unnið að stækk- un álvers í Straumsvík. Við viljum að við þær samþykktir verði staðið. Við munum því ekki standa að neinni undirbúningsvinnu,'‘ sagði Margrét Frímannsdóttir, formaður þingfiokks Alþýðubandalagsins. Hugmyndir Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um framhald á undirbúningi að stækk- un álversins mættu heiftarlegum viðbrögðum ráðherra Alþýðu- bandalagsins á ríkissfjórnarfundi í gær. Á fundinum kynnti Jón skipun ráðgjafanefndar er sinna á áfram- haldandi athugun málsins, sam- skiptum við þau íjögur erlendu fyr- irtæki sem standa aö hagkvæmnis- athugun og hugsanlegum samning- um við fyrirtækin að aflokinni at- huguninni um sölu á orku. Þá kynnti Jón hugmyndir sínar um athugun sem hann vill láta Þjóð- hagsstofnun framkvæma í samráði við Byggöastofnun um þjóðhagsleg áhrif af aukinni álframleiðslu. Þetta skipulag á starfinu hér heima leysir starfshóp um stækk- un álvers í Straumsvík af hólmi en skipun þess hóps var bundin viö könnun um hugsanlega stækkun. „Við erum alfarið á móti þessu álveri og stöndum ekki að neinum breytingum,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir. Þrátt fyrir harða andstöðu AI- þýðubandalagsins mun Jón Sig- urðsson skipa ráðgjafanefndina. í henni eiga sæti Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, Ólafur Davíðs- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda, Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður Fram- sóknarfiokksins, Geir A. Gunn- laugsson, framkvæmdastjóri Mar- els og fulltrúi Alþýðuflokksins, og Baldur Óskarsson, viðskiptafræð- ingur og félagi í Alþýðubandalag- inu. Önnur nefnd verður skipuð til að vinna með Þjóðhagsstofnun að at- hugun sinni. Birgir Árnason, \úð- skiptafræðingur í viðskiptaráðu- neytinu, verður formaður hennar. -gse Pólýfónkórinn hélt hátíðartónleika I Háskólabíói I gærkvöldi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Islands, í tilefni 30 ára afmælis kórsins, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Viðtökur áheyrenda voru stórkostiegar en kórinn, ein- söngvarar, hljómsveit og stjórnandi voru hyllt í lokin með langvarandi lófataki og síðan flæddu blóm yfir flytjend- ur. Hér er stjórnandi kórsins, Ingólfur Guðbrandsson, með þeim Elísabetu F. Eiríksdóttur, Sigriði Ellu Magnús- dóttur og Elísabetu Erlingsdóttur en þær sungu einsöng með kórnum. DV-mynd GVA Veðriö á morgun: Norðan- gola Á landinu á morgun verður norð- an- og norðvestan gola eða kaldi. É1 norðanlands en bjart veður syðra. Hitinn verður nálægt frost- marki víðast hvar. Hiti 1 Eyjamönnum: Það verða mikil læti - segir Óskar Þórarinsson Tillaga sú sem samþykkt var á Fiskiþingi á dögunum þess efnis að ferskfiskútflutningurinn skuli verða hlutfall af aflakvóta hvers skips, hef- ur sett allt á annan endann í Vest- mannaeyjum. Halldór Ásgrímsson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að skoða jiessa hugmynd. í gær- kvöldi hélt Utvegsmannafélag Vest- mannaeyja fund vegna þessa máls og var hann mjög fjölmennur og mikill hiti í mönnum að sögn Óskars Þórarinssonar skipstjóra. „Að sjálfsögðu var þessari hug- mynd harðlega mótmælt. Hún myndi enda þýða atvinnulegan dauða fyrir eigendur og sjómenn minni báta hér í Vestmannaeyjum, sem ekki eru í eigu stöðvanna. Hér er því um líf eða dauða að tefla fyrir þessa aðila. Menn skilja þetta ef til vill betur þegar upplýst er að 35 prósent af gámaút- flutningi landsmanna eru frá Vest- mannaeyjum," sagði Óskar. Hann nefndi dæmi af sjálfum sér. Óskar á Frá VE sem er 124ra tonna bátur. Hann hefur flutt út það sem af er árinu 735 lestir af fiski í gámum fyrir 56 milljónir króna. Þetta er blandaður afli en koh að stórum hluta og hefur meðalverðið veriö rúmar 76 krónur fyrir kílóiö. Miðað við verðlagsráðsverð hefði hann fengið rúmar 24 milljónir króna fyrir aflann ef hann hefði selt hann hér heima, en meðalverðiö samkvæmt því er innan við 30 krónur fyrir kíló- ið. „Ég er alveg sannfærður um að ef sjávarútvegsráðherra verður viö hugmynd Vestfirðinga sem sam- þykkt var á Fiskiþingi, verða mikil læti, verkföll og átök. Og ekki bara hér í Eyjum, það er bullandi óánægja víðar um landið vegna þessa máls.“ Á fundinum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var kjörin nefnd sem fara á með hugmyndir Vestmannaeyinga um gámaútflutninginn á fund sjávar- útvegsráðherra. -S.dór Jón Baldvin ávítar sendi- menn hjá SÞ „Frystingartillögurnar eru úrelt- ar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra þegar hann var spurður um ástæður þess að íslend- ingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu um tillögur um frystingu kjarnorku- vopna á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna í gær. Ráðherra sagði að það hefðu fleiri en íslendingar áttað sig á því en ekki flytjendur tillagnanna. Athygli vekur að ráðherra hefur þurft að taka ákvörðun í þessum málum með mjög skömmum fyrir- vara og það sama má segja um tillög- una varðandi fordæmingu á ísrael. Sagði Jón Baldvin að kl. 11.35 í gær hefði hann fengið fimm tillögur inn á borð til sín og þurft að taka afstöðu til þeirra fyrir klukkan 12. „Ég hef ítrekað fyrirmæh til sendi- nefndarinnar í New York um að láta þetta ekki henda aftur og að senda tillögur, ef þær eru taldar vera eitt- hvert álitamál, um leið og þær eru lagðar fram þannig að það gefist ein- hver timi til umfjöllunar." Þess má geta að utandagskrárum- ræða verður um utanríkismál á Al- þingi í dag að beiðni Hjörleifs Gutt- ormssonar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.