Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Aflakvótínn 1989:
Forráðamenn fiskmarkaðanna í Reykjavík, Hafnarfirði og á Suðurnesjum á fundi í morgun. Þar var rætt um aukna
samvinnu og hugsanlega tölvusamtengingu allra markaðanna til hagræðis fyrir þá alla. Aukin samvinna er sögð
koma óllum til góða.                                                                   DV-mynd GVA
Fiskmarkaölrnir:
Áhugi fyrir auk-
inni samvinnu
og samtengingu
- forráðamenn markaöanna funda um máliö
¦ „Við höfum um nokkurn tíma rætt
það með hvaða hætti við gætum auk-
ið samvinnu okkar og jafnvel sam-
tengingu fiskmarkaðanna í Reykja-
vík, Hafnarflrði og á Suðurnesjum.
Við teljum aö með því mætti auka
hagræðinguna stórlega hjá fisk-
mörkuðunum. Þess vegna er þessi
fundur haldinn," sagði Einar Sveins-
son, framkvæmdastjóri fiskmarkaö-
arins í Hafnarfirði, í samtali við DV.
í morgun komu forráðamenn þess-
ara fiskmarkaða saman til að ræða
þessi mál. Það er tahð tæknilega
mögulegt aö tölvutengja fiskmarkaö-
ina og sagði Einar aö meö þyí móti
mætti "spara mönnum á Suðurnesj-
um að fara inn til Reykjavíkur eða
Hafnarfjarðar til aö kaupa fisk ef
ekkert er að fá á Suðurnesjum og
öfugt.
Logi Þormóðsson, stjómarformað-
ur fiskmarkaðarins á Suðurnesjum,
sagði í samtali við DV að þetta mál
væri mjög áhugavert en hann sagðist
óttast að tölvutenging markaðanna
yrði mjög dýr. Þaö mál þyrfti að
kanna en allir markaöirnir eru með
tölvukerfi.
Einar Sveinsson tók fram til að fyr-
irbyggja allan misskilning að þetta
mál væri aðeins til umræðu-en alls
ekki komið á framkvæmdastig.
„Við hittumst oft þessir karlar og
höfum verið að ræða málin. Það rabb
hefur svo leitt til þess að við ákváð-
um að halda með okkur formlegan
fund um þetta með aukna hagræð-
ingu fyrir alla í huga," sagði Einar
Sveinsson.
Fiskmarkaðirnir í Reykjavík og í
Hafnarfirði eru kallaðir gólfmarkað-
ir. Það þýðir að menn hafa þann fisk
sem þeir ætla að kaupa fyrir augun-
um. Markaðurinn á Suðurnesjum er
aftur á móti fjarskiptamarkaður. Þá
gefa bátarnir sem ætla að selja á
markaðnum upp hvað þeir eru með
og menn bjóða í aflann óséðan.
-S.dór
Sölumiöstöðin kallar saman neyðarfund:
Vegna hinnar hrikalegu
af komu sem við blasir
- segir
„Hvort kalla á þetta neyðarfund
skal ég ekkert segja um en hitt er
staðreynd að aldrei hefur verið rík-
ari ástæða til aö kalla saman fund
hjá Sölumiðstöðinni en nú. Við okk-
ur blasir svo hrikaleg afkomumynd
í frystingunni að ekki verður komist
hjá því að ræða hana. Teygjan í mál-
inu er búin og þolinmæði okkar á
þrotum," sagði Jón Ingvarsson,
stjórnarformaður Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, í samtali við DV.
Sólumiostóðin  hefur  boðað  til
Jón Ingvarsson stjórnarformaður
þessa fundar í dag. Shkur aukafund- kvæmdastjóri
ur sem þessi hefur ekki verið boðað-
ur í Sölumiðstöðinni í fjölda mörg ár.
Á þessum fundi mun Jón Ingvars-
son flytja yfirlitsræðu og Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra
flytur ávarp. Þá munu þeir Arnar
Sigurmundsson, formaöur Samtaka
fiskvinnslustöðva, Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
Sigurður Stefánsson endurskoðandi,
Ólafur B. Ólafsson framkvæmda-
stjóri, Jón Páll Halldórsson fram-
Finnbogi Jónsson
framkvæmdastjóri og Sigurður Ein-
arsson framkvæmdastjóri halda
ræður.
Jón Ingvarsson sagði að ein höfuö-
ástæðan fyrir slæmri afkomu fryst-
ingarinnar væri fall dollarans en um
þaö bil 67 prósent í tekjumynstri
frystingarinnar eru í dollurum. Fyrir
utan viðskiptin við Bandaríkin eru
notaðir dollarar í viðskiptum við
Sovétríkin og Japan.
-S.dór
Minni kvóti:
Enn nýjar ef nahagsaðgerðir?
í Þjóðhagsstofnun er nú reiknað
hvaða áhrif minni þorskkvóti á
næsta ári muhi hafa á útflutnings-
tekjur, viðskiptahalla og þjóðartekj-
ur. Þá mun minnkandi afli minnka
tekjur útgerðar og veiða. Það má því
búast við að afkoma þessara greina
versni enn í útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar  þó  útgjöld  þeirra
muni að sjálfsögðu einnig verða
minni.
Ljóst er að útflutningstekjur mum'
dragast saman um fáeina milljaröa.
Viðskiptahalhnn mun aukast að
sama skapi en samkvæmt nýbyrtri
þjóðhagsspá var gert ráð fyrir um
12,6 milljarða halla á næsta ári.
Það er þó ekki víst að þessi verði
raunin þar sem minnkandi afli hefur
hingað til ekki einungis haft áhrif á
helstu hagstærðir heldur einnig
efnahagsstefnu stjórnvalda. Það má
því búast við að ríkisstjórnin móti
aðgerðir til að mæta þessum sam-
drætti innan tíðar.
-gse
Samdráttur í
veiðum helstu
botnfisk-
tegundanna
Sjávarútvegsráðherra     hefur
ákveðið heildarafla helstu botnfisk-
tegunda fyrir næsta ár og er þar um
nokkurn samdráft að ræða í þeim
flestum.
Eins og skýrt var frá í DV fyrir
nokkru verður samdráttur þorskafla
10 prósent, hann minnkar úr 355 til
360 þúsund lestum í ár niður í 325
þúsund lestir á næsta ári. Hafrann-
sóknastofnun lagði til að aflinn yrði
minnkaður um 20 prósent eða í 300
þúsund lestir. Vegna efnahags-
ástandsins var ekki talið fært aö fara
svo neðarlega.
Búist er við að heildarkarfaaflinn
í ár verði um 90 þúsund lestir en
gert er ráð fyrir að hann verði ekki
meiri en 75 þúsund lestir á næsta
ári. Heimilt er aö veiða 65 þúsund
lestir af ýsu í ár og er gert ráð fyrir
óbreyttu magni næsta ár. í ár var
heimilt að veiða 80 þúsund lestir af
ufsa en útlit er fyrir að aflinn verði
ekki nema um 70 þúsund lestir. Á
næsta ári er gert ráð fyrir 80 þúsund
lesta afla.
Loks er svo dregið verulega úr grá-
lúðuveiðum eða úr 50 þúsund lestum
í ár niður í 30 þúsund lestir á næsta
ári.
-S.dór
Svalbarðseyrarmálið:
hvort bændurnir
taka tilboði Sambandsins
Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii
„Viö funduðum um tilboö Sam-
bandsins í gærkvöldi og það er
nákvæmlega ekkert að frétta af
þeim fundi en við ætlum að fara
suður til Reykjavíkur í dag og ræða
við Iðnaöarbankann," sagði Bjarni
Hólmgrímsson, bóndi aö Svalbarða
við Eyjafjörö, í morgun.
Bjarni er einn bændanna 9 sem
gengu í' fjárhagsábyrgðir fyrir
Kaupfélag Svalbaröseyrar áður en
félagið varö gjaldþrota Upphæð
þeirra ábyrgöa nemur í dag um 45
miHjónum króna og eru 6 þessara
bænda í mun hærri ábyrgðum en
hinir.
Sambaadið ítrekaði í gær tilboð
sitt viö bændurna um að koma til
hjálpar við lausn þessa máls. í til-.
boðum felst að Sarabandið taki að
sér greiðslu þriðjungs upphæðar-
innar eða um 16,5 milljónir króna,
Samvinnubankinn og Iðnaðar-
bankinn taki á sig sömu upphæð
ef samningar nást við Iðnaðarban-
kann og bændurnir beri þá þriðj-
ung eöa 16,5 minjónir.
Þetta snýr þannig að bændunum
aö 6 þeirra munu þá eiga að greiða
2,3 mllljónir hver, tveir þeirra 900
þúsund krónur og einn 380 þúsund
krónur. Samvinnubankinn mun
vera tilbúinn að lána þessa upphæö
til 15 ára á lágum vöxtum þannig
aö greiðslubyrði hvers bónda á ári
verði að hámarki 200 þúsund krón-
ur á ári en um 10 milljónir myndu
þá snua að Samvinnubankanum.
Samningar.hafaekki tekistvið Iðn-
aöarbankann í þessu raáli en það
kann aö gerasf í dag. Upphæðin,
sem þar er um að ræða, nemur um
6,5 miUjónum króna.
Sarabandið segir að hér sé verið
að ítreka tilboð sem bændunum
var gert í sumar en bændurnir
hafi ekki svarað. „Þetta er ekki
rétt, lögfræðingar okkar svöruðu
þessu tilboði skrifiega og óskuðu
eftir frekari viðræðum," sagði
Bjarni Hólmgrímssoa
Mótmæli Alþýðubandalagsins gegn álveri:
Eitthvað úr fortíðinni
- segir Jón Baldvin
„Við ætlumst til þess að menn
hlaupist ekki á brott frá samkomu-
lagi um að ljúka hagkvæmmskönn-
un á nýju álveri í Straumsvík. Við
viljum gæta íslenskra hagsmuna í
hvívetna en höfum engar skoöanir
fyrirfram. Við viljum með vinsemd
og alvöru vænta þess af öllum ís-
lendingum að þeir skoði öll efhis-
rök í málinu og taki afstöðu á
grundvelli þess en komist ekki að
niðurstöðunni fyrirfram," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra.
Svavar Gestsson afhenti Jóni
Baldvini mótmæli þingflokks Al-
þýðubandalagsins á ríkisstjórnar-
fundi í gær vegna málsmeðferðar
Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, í álmálinu. Jón
Sigurðsson, sem er erlendis, hefur,
eins og fram hefur komið í DV,
skipað nefnd til að halda áfram
samskiptum við þau fiögur erlendu
stórfyrirtæki sem vinna nú aö hag-
kvæmnisathugun á byggingu ál-
vers í Straumsvík.
„Eg tel þessi mótmæh ótímabær
og ástæðulaus. Þaö sem iðnaðar-
ráðherra hefur gert er alls ekki
brot á samkomulagi eða vinnu-
brögðum," sagði Jón Baldvin.
- Er ekki ljóst að Alþýðubandalag-
ið mun aldrei samþykkja byggingu
álvers?
„Þeir hafa sagt að það hljóti að
sjálfsögðu að fara eftir niðurstöð-
um hagkvæmniskönnunar hvaða
máléfnalega afstaða verður tekin
til málsins."
- Hvernig skýrir þú þá viðbrögð
þingflokksins?
„Ja, æth þetta sé ekki eitthvað
úr fortíðinni."
- Er álmálið ekki líklegra en flest
önnur mál til að verða tilefni
stjórnarshta?
„Ég hef tröllatrú á þessu stjóm-
arsamstarfi. Eftir að við komum
vitinu fyrir Aldi-fyrirtækið í
Þýskalandi held ég að hægt sé að
koma vitinu fyrir alla," sagöi Jón
Baldvin.
-gse
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40