Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 265. tölublaš- Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Helgi Þór Jónsson og nauðasarnningarnir:
Samningar tókust ekki
þegar tilboðið var lækkað
- haföi boðið 25% en lækkaði tilboðið í 15%
Helgi Þór Jónsson, hótelhaldari
í Hveragerði, mun ekki gera nauða-
samninga við þá kröfuhafa sem
hann hafði gert samkomulag við.
Alls voru 157 kröfur, samtals að
upphæð 184 milljónir, tengdar
nauðasamningunum. Þeir aðilar
sem gengið höfðu að nauðasamn-
ingunum við Helga Þór eiga ekki
lögveð í byggingu Hótel Arkar.
Á fundi, sem haldinn var hjá
sýslumanni Ámessýslu, féli Helgi
Þór frá frumvarpi að nauðasamn-
ingum sem hann hafði áður lagt
fram. Þess í stað kynnti hann nýtt
frumvarp með þeim breytingum að
hann treysti sér aðeins til að greiða
15 prósent þeirra krafna sem ten gd-
ust nauðasamningunum í stað 25
prósenta sem voru í fyrra frum-
varpmu.
Nýja frumvarpið kom aldrei til
atkvæða vegna óánægju kröfuhafa
og þar með eru nauðasamningarn-
ir ekki lengur raunhæfir. Kunnug-
ir telja að engin önnúr leiö en gjald-
þrot á búi Helga Þórs Jónssonar sé
óreynd. Hótelið var slegið Fram-
kvæmdasjóði á 200 milljónir króna
á nauðungaruppboði fyrr í haust.
Hótel Örk h/f átti hærra boö en því
var ekki teMð. Helgi Þór Jónsson
áfrýjaði þeirri ákvöröun uppboös-
haldara til ffæstaréttar. Þar sem
uppboðsmálinu er ekki lokið,
vegna áfrýjunarinnar, tengdust
þeir sem eiga veð í byggingunni
ekki nauðasamningunum.
Nú lætur nærri að heUdarskuldir
vegna Hótel Arkar séu nærri 450
milljónum króna. Óvíst er hversu
mikið fæst upp í þær kröfur að
undanskildum þeim 200 milljónum
sem Framkvæmdasjóður greiöir
þegar uppboðsmálinu lýkur - fari
svo að Hæstiréttur staðfesti úr-
skurð uppboðsréttar.
- Jón Baldvin Hannibalsson á flokksþingi krata:
Mikill reiðilestur yf ir
fyrirtækjum og heimilum
Það er mikið þingaö á fundi framsóknarmanna á Hótel Sögu eins og þessi mynd ber með sér. Hér má sjá með-
al annarra Guðmund Bjarnason, Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson og Steingrím Hermannsson.
DV-mynd Brynjar Gauti
Flokksþing framsóknarmanna:
íhaldið höf uðóvinurinn
„Ég á von á harðri stjórnarand-
stöðu frá Þorsteini Pálssyni en það
Uggur vel fyrir honum að stýra
stjórnarandstöðu enda þarf hann þá
ekki að tala við nokkurn mann,"
sagði Páll Pétursson í ræðu sinni á
flokksþingi framsóknarmanna sem
nú fer fram á Hótel Sögu. Þessi ræð-
ustúfur er dæmigerður fyrir þá
áherslu sem flestir fundarmenn
lögöu á andstöðuna við Sjálfstæöis-
flokkinn. Mátti ráða að þar væri
helsti óvinur framsóknarmanna.
Einnig gerðu menn harða hríð að
nýbirtri skýrslu OECD og fundu
henni fiest til foráttu.
Páll vék reyndar að annarri stjórn-
arandstöðu en þeirri er kæmi frá
hinum pólitísku flokkum því hann
gagnrýndi það sem hann kallaði
„frjálshyggjumenn í lykilstöðum í
stjórnkerfinu". Sagði Páll að þessir
menn tefðu það mjög að unnt væri
að ná niður fjármagnskostnaðinum.
Þá sagði hann að nauðsynlegt væri
að losna við lánskjaravísitöluna.
Um ástandið nú sagði Páll að for-
sætisráðherra hefði síður en svo
málað það dökkum litum þegar hann
nefndi þjóðargjaldþrot. Sagði hann
að ástandið væri jafhvel verra nú en
1968 vegna þess að við gætum ekki
gengið í sömu auðlindir og þá.
Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður
framsóknarmanna, sagði í ræðu
sinni að harðar deilur hefðu verið
innan þingflokksins um hvenær
hefði átt að fara út úr síðustu ríkis-
stjórn. Sagði hann aö fram undan
væru deilur um það hvernig ætti að
skiia aftur út til atvinnuveganna því
fjármagni sem fjármagnseigendur
hefðu náð til sín. Varaöi hann við
því að enn væri hætta af frjálshyggj-
unni innan ríkisstjórnarinnar og
setti hann það í samband við Jón
Sigurðsson viöskiptaráðherra.
Þingið heldur áfram í dag og mun
þá Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, ávarpa
framsóknarmenn.         -SMJ
I ræðu sinni á flokksþingi Alþýðu-
flokksins í gærkvöldi lét Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra og
formaður flokksins, reiðilestur dynja
yfir atvinnufyrirtækjum og heimil-
um landsins fyrir hvernig góðæri
undanfarinna ára glutraðist niður.
„Atvinnurekndur fylltust fram-
kvæmdagleði, tvíefldir í hagnaðar-
von. Rækjuverksmiðjum var fjölgað
úr 20 í 50. Þrátt fyrir aflatakmarkan-
ir kvótakerfisins var fjárfest í nýjum
skipum eða endurbótum á gömlum
fyrir marga milljarða á ári hverju.
Fiskvinnslufyrirtækjum fjölgaði og
fjárfest var í nýjum og dýrum tækja-
búhaði. Lán voru tekin - og ekkert
spurt um fjármagnskostnað. En hvað
var.gert til að lækka tilkostnað, hag-
ræða í rekstri, þróa nýjar vörur, afla
nýrra markaða? Var fé lagt til hhðar
með góðum ávöxtunarkjörum? Er
það nógu gott þegar atvinnurekend-
ur ranka við sér eftir fjárfestingar-
æðið og ytri skilyrði hafa snúist til
hins verra - eins og allir vissu fyrir-
fram að þau myndu gera - að fram-
vísa reikningnum til ríksins, skatt-
borgaranna, og heimta gengisfell-
ingu - svikna mynt?" spurði Jón.
„Og hver er hlutur heimilanna. 150
þúsund sólarlandaferðir. Veltuaukn-
ing í verslun um 67 prósent milli
áranna 1986 til 1987. Ef aukningin
hefði aðeins verið um 10 prósent -
eins og hjá venjulegum þjóðum -
hefði það sparað 4,5 milljarða í gjald-
eyri, ámóta upphæð og nú er til
avöxtunar á gráa markaðinum. Hvað
heföi það fé borið mikla vexti? Bara
þessi veltuaukning í sólund og bruðl
samsvarar því að allur síldar-, loðnu-
og humarstofninn hefði horfið eins
og dögg fyrir sólu í einu vetfangi.
Heimilin keyptu leikföng sem sam-
svara verðmæti alls útflutnings
loðnuflotans. Fyrr má nú vera barn-
gæskan. Heimilin keyptu 70 þúsund
bíla á þessum árum. Þau keyptu bíla,
fatnað, húsgögn, heimUistæki og
leikfóng fyrir erlendan gjaldeyri sem
að viðbættri fragt, aðflutningsgjöld-
um og söluskatti samsvarar rúmlega
helmingi af fjárlögum ríkisins 1989,"
sagði Jón.      i
„Þá á eftir að tíunda ósýnilegan
innflutning 150 þúsund ferðalanga',
sem hafa farið í innkaupaleiðangra
í útlöndum eins og engisprettufar-
aldur. Hvað með videofaraldurinn?
Hvað með myndlyklafaraldurinn?
Hvað með farsímafaraldurinn?"
spurði Jón.
Hann rakti síðan þátt fyrri ríkis-
stjórnar Steingríms Hermannssonar
í því að snúa góðærinu í þenslu. Um
þátttöku Alþýðuflokksins í ríkis-
stjórn Þorsteins Pálssonar sagði Jón
að alþýðuflokksmenn þyrftu ekki að
kvíða dómi sögunnar.
-gse
Jón Baldvin Hannibalsson formaður
og Bryndís Schram koma til flokks-
þingsins. Birgir Árnason, formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna,
horfir á.
DV-mynd Brynjar Gauti
Skýrsla OECD:
Villandi upplýsingar um stöðu útf lutningsgreina
í skýrslu Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu um ástand efna-
hagsmála á íslandi 1988 til 1989 er
afkomu útflutningsgreinanna lýst
þannig að þrátt fyrir að arðsemi
greinanna hafi að mestu leyti verið
endurreist eftir tvær gengisfelling-
ar sé tímabil ört vaxandi gjaldey-
ristekna runnið á enda vegna
minnkandi afla og lækkandi verðs
á erlendum mörkuðum. Þeir ís-
lendingar sem sáu þær upplýsingar
sem lágu fyrir um stöðu útflutn-
ingsgreinanna í byrjun september,
þegar lokið var við skýrsluna, eiga
sjálfsagt eríitt með að lesa þann
bata út úr þeim sem sérfræðingar
OECD virðast hafa gert.
í skýrslu um afkomu sjávarút-
vegs, sem Þjóðhagsstofnun lagði
fram í byrjun september, kemur
fram að botnfiskveiðar og -vinnsla
var í júlí rekin með 6. prósent tapi
að meðaltah. Mjölvinnsla var rekin
með 6 prósent hagnaði, söltun með
2 prósent hagnaði, rækjuvinnsla
og botnfiskveiðar með 3 prósent
tapi og frystin'gin með 8 prósent
hagnaði. Þessi staða gefur á engan
hátt tilefni til að segja að arðsemi
^reinanna hafi að mestu leyti verið
endurreist.
Skýrslur OECD eru unnar upp
úr skýrslum sem Seðlabankinn,
Þjóðhagsstofnun og fjármálaráðu-
neytið vinna fyrir stofnunina. Þær
eru þýddar á ensku. Niöurstööur
OECD eru síðan aftur þýddar yfir
á íslensku.
í ljósi greiningar sérfræðinga
OECD á afkomu útflutningsgrein-
anna er engu líkara en þeir hafi
haft gamlar og úreltar upplýsingar
í höndunum eða beinlínis rangar.
í íslenskri þýðingu viðskipta-
ráðuneytisins hljóðar setningin
sem vitnað er til hér að ofan svo:
„Þótt afkoma útflutningsgreina
hafi verið bætt með tveimur geng-
isfellingum..."
í skýrslu OECD hljóðar hún hins
vegar á þessa leiö:
„Although the profltability of the
export sectors has been largely re-
stored following the two depreciati-
ons..."
Það er engu líkara en þýðandan-'
um hafi blöskrað hversu björtum
augum skýrsluhöfundar litu á
ástand útflutningsgreina. í skýrsl-
unni segir í raun að útflutnings-
greinar séu að mestu reknar með
hagnaði. I þýðingunni segir aðeins
að afkoma þeirra hafi verið bætt.
-gse
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72