Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Bergsteinn Jónsson:
Jóhann
skapar
fordæmi
meðþvíað
sitja áfram
á þingi
„Það hefttr verið óskaö eftir því
að men'n yrðu sviptir þinghelgi
svo hægt væri að ákæra þá. En
það hefur aldrei verið um aö ræða
neitt afbrotamál áöur þegar ósk-
að hefur verið eftir sviptingu
þinghelgi. Þetta hafa verið meið-
yrðamál og þess háttar þar sem
beiðni um ákæru hefur verið
hafhað til að skapa ekki fordæmi
þar sem ekki þótti fært að þing-
memi væru eltir inn á þing vegna
einkamála," sagði Bergsteinn
Jónsson, dosent í sagnfræði, í
samtali við DV.
Bergsteinn sagði að í máli
Magnúsar Guðmundssonar ráð-
herra, sem fékk dóm árið 1932,
hefði Magnús viki'ð úr ráðherra-
stóli eftir að dómur féll í héraði
9. nóvember 1932 meðan Gúttó-
slagurinn geisaði. Dómarinn,
sem dæmdi hann þá, var Her-
mann Jónasson. Þing sat ekki á
rökstólum meðan hann beið eftir
dómi hæstaréttar og því reyndi
ekki á þingsetu hans sem ákærðs
manns eða dæmds. Ólafur Thors
hh'óp í skarðið þar til hæstiréttur
dæmdi í málinu í desember sama
ár og sýknaði Magnús sem tók
við ráðherraembætti aftur.
„Ég býst við að Magnús heföi
vikið á meðan mál hans var fyrir
rétti enþá var engum varamönn-
um til að dreifa eins og í dag. Nú
eru varamenn en Jóhann tekur
ákvörðun um að sita áfram og
skapar þannig fordæmi. Það er
enginn sekur fyrr en hann hefur
verið dæmdur."         -hlh
Jón Baldvin
hafnar
Paiestínu-
ferðinni
„Ég ætla að vona einlægiega að
hvorki Elías Davíösson sjáJfur né
nokkur kynslóð gyðinga muni
nokkurn tíma þurfa að Mfa aftur
þá helfór, ekki bara pyndingar,
heldur kerfisbundna og skipu-
lagða útrýmingu sem Evrópubú-
ar bjuggu kynkvísl hans og leiddi
til stofnunar ísraelsríkis," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra er DV spurði hann
hvort hann myndi þekkjast boð
Elíasar Ðaviðssonar, skólastjóra
Tónlistarskólans i Olafsvík, um
kynnisferð til Palestinu.
Elías sendi utanríkisráðherra
skeyti á dögunum, eins og DV
hefur greint frá. Innihald þess
var að bjóða Jóni Baldvin til Pa-
lestínu, svo að hann gæti af eigin
raun kynnt sér ástandið í flótta-
mannabúðum og fangelsum.
„Segðu Elíasi frá mér að mig
undri stórum að gyðingur, sem
uppi er á þessari öld, meö þessa
reynslu sinnar þjóðar, skuli ekki
þykjast skiha að viðurkenning á
tilverurétti ísraeisríkis er að
minnsta kosti jafngildur málstað-
ur og krafan um sjálfsákvörðun-
arrétt Palestínumanna.
Að lokum, mér þykir miður að
hann skuli hafe svo alvarlegt mál
i flimtingum með aulafyndni."
- Ætlarðu þá ekki að þiggja
Palestínuferðina?
,JÉg hef ekki fleira að segja."
-JSS
Jóhann Einvarðsson um væntanlega ákæru:
Tel mig saklausan
og sit áf ram á þingi
„Mér kom mjög á óvart að banka-
ráð skyldi ákært í Hafskipsmálinu.
Ég hafði hugleitt þann möguleika
en tel mig alls ekki sekan af þeim
ákærum sem fram hafa komið. Ég
gætti hagsmuna bankans í hví-
vetna meðan ég sat í bankaráði,"
sagði Jóhann Einvarðsson við DV
eftir að efri deild hafði samþykkt
að veit saksóknara í Hafskipsmál-
inu leyfi til að birta honum ákæru.
Jóhann er fyrsti þingmaðurinn
sem sviptur er þinghelgi vegna
ákæru og sagði leiðinlegt að vera á
þann hátt þáttur af þingsögunni.
En situr Jóhann áfram á þingi?
„Þinghelgi minni hefur verið lyft
í þessu máli en ég sit á þingi og
mun sitja á þingi. Ákæran hefur
engin áhrif á þingsetu mína. Ég
mun sitja þar til annaðhvort kjör-
tímabilinu lýkur eða dómur í mál-
inu fellur á þann veg að ég taki
þingmennsku mína til endurskoð-
unar."
Um  lekann af þinginu þegar
spurðist út að hann yrði ákærður
ef þinghelgi hans yrði aflétt sagði
Jóhann að það væri leiðindamál.
Hafl félagar hans í bankaráðinu
ekkert vitað um væntanlegar
ákærur þegar nafn hans og mynd
kom í sjónvarpinu.
-hlh
Samþykkt efri deildar um rof á þinghelgi:
Enginn
greiddi at-
kvæði á móti
Jóhann Einvarðsson flytur ræðu sína á Alþingi í gær áður en samþykkt
var að svipta hann þinghelgi.                          DV-mynd: GVA
Efri deild Alþingis samþykkti ósk
.sérskipaðs saksóknara í Hafskips-
málinu á fundi sínum í gær þess efn-
is að þinghelgi Jóhanns Einvarðs-
sonar, þingmanns Framsóknar-
fiokksins í Reykjaneskjördæmi, yrði
rofm svo hægt væri að birta honum
ákæru í málinu. Voru 18 samþykkir
en enginn greiddi atkvæði á móti.
Þinghelgi Jóhanns Einvarðssonar
var fyrsta mál á dagskrá efri deildar
Alþingis í gær. Eftir að forseti deild-
arinnar, Guðrún Agnarsdóttir, hafði
lesið upp þessa ósk Jónatans Þór-
mundssonar, sérsskipaðs ríkissak-
sóknara í Hafskipsmálinu, var opnað
fyrir umræður. Aðeins Jóhann Ein-
varðsson tók til máls.
„Ég hlýt að mæla með því að efri
deild veiti sérstökum saksóknara
leyfi til að birta mér ákæru," sagði
Jóhann meðal annars en hann sat í
bankaráði Útvegsbankans frá jan-
úarbyrjun 1985. Hafa allir þeir eru
sátu í bankaráði Útvegsbankans á
þessum tíma verið ákærðir í Haf-
skipsmálinu. Er þeim gefiö að sök
að hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni
varðandi viðskipti Útvegsbankans
við Hafskip og þannig gerst brotlegir
í opinberu starti.
Jóhann.sagði ennfremur að hann
teldi sig saklausan af öllum ákærum
í málinu. Þó bæri að virða ósk sak-
sóknara enda bæri hann fullt traust
til réttarkerfisins.      \
Forseti efri deildar mun sertda Jón-
atan Þórmundssyni niðurstöður
þessarar atkvæðagreiðslu.  \
-hlh
Hárlos ?
ÁSTA KAREN VAR ORÐIN ÞREYTT
Á AÐ HAFA BURSTANN ALLTAF
FULLAN AF HÁRUM.
Hún gerði sér grein fyrir að þéttur og góður hár-
vöxtur krefst réttra nærmgarefna, sem stundum skort-
ir í fæðuna.
Þess vegna reyndi hún HÁRKÚRtöflurnar. Hálfum
mánuði eftir að hún byrjaði að nota þær var hún laus
við hárlosið og hefur það ekki angrað hana síðan.
HÁRKÚRtöflurnar innihalda næringarefni sem eru
nauðsynleg góðum hárvexti.
FÆST í HEILSUBÚÐUM, APÓTEKUM, HÁRSNYRTI-
STOFUM, HEILSUHILLUM MATVÖRUVERSLANA
OG HJÁ HÁRSKERUM.
Él-,
Æilsuhúsið
Skólavörðustíg 1 Sími 22966 • Kringlunni Sími 689266
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40