Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1988, Blaðsíða 40
1 F R * (BÍ'SIT'I®':": r /\ s i K O T 1 Ð • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988. Meira af loðnu, minna * af þorski Heildarfiskaíli landsmanna frá jan- úar til nóvember í ár er ein og hálf milljón tonn en það er 100 þúsund tonnum meiri afli en í fyrra. Það eru loðnuveiðar sem standa undir auknum fiskafla en veiðarnar í ár eru um 130 þúsund tonnum meiri en í fyrra. Þorskafli er ívið minni í ár, munar rúmlega 10 þúsund tonn- um. en ýsuaflinn eykst að sama skapi. Síldveiðar eru nokkru meiri í ár en í fyrra og er aukningin um 15 þúsund tonn. -pv ÞVÖRUSLEIKIR Fiú er komið að , „ fjórða jólasueininum. Sá karl er nefndur ÞVÖRUSLEMIR Veist þú huað orðið þuara þýðir? DAGAR L TIL JÓLA ‘ I______ LOKI Skyldi það vera Stalín gamli sem er genginn aftur þarna? Verbúð SMarvinnslimnar í Neskaupstað: Presturinn beðinn um hjálp vegna reimleika Presturinn í Neskaupstað, séra Svavar Stefánsson, var í gærmorg- un kallaður í verbúð Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað vegna reim- leika sem íbúi þar telur sig ekki fá frið fyrir. Það er ensk stúlka, sem þar dvelst, sem kveðst hafa orðið vör við eitthvað óhreint á sveimi. Segist stúlkan ekki hafa fengið frið um nætur og átt bágt með svefn vegna þessa. „Hún hefur víst staðið í þeirri meiningu að það væri einhver draugur þarna,“ sagði Hjálraar Kristinsson, verkstjöri í Síldar- vinnslunni, er DV ræddi við hann. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur upp héma. Ég hef aldr- ei heyrt talað um þetta fyrr. Það hafa fjölmargir dvalið í þessu hús- næði en ekki verið kvartað undan neinum óróleika áður. Ég heyrði á skotspónum að stúlkan hefði beðið prestinn að koma svo að ég spurði hana að því. Þaö reyndist rétt vera en að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið við mig. En hún telur sig ekki hafa fengið frið á nótt- unni. H vort þaö er imy ndun í henni veit ég ekki, enda er þetta einka- mál hennar." „Það er enginn blaðamatur þótt ég spjalli við fólk,“ sagði séra Sva- var Stefánsson sóknarprestur er DV ræddi við hann. Aðspurður hvort hann hefði farið í verbúðina vildi hann ekki neita því en sagði: „Það kemur engum við hvert ég fer. Ég er ekkert að gefa upp um mínar ferðir. Ég ræddi við þessa stúlku en það sem okkur fór á milli er einkamál. Það er enginn drauga- gangur þarna en ef hún heldur það þá er það hennar mál og þú skalt spyrja hana.“ Ekki tókst að ná tali af stúlkunni í morgun. Samstarfskona hennar, sem varð fyrir svöram í Síldar- vinnslunni, sagði að hún yrði ekki viðlátin fyrr en síðdegis. „Hún sef- ur ekki mjög vel þessar næturn- ar,“ sagði samstarfskonan sem kvaðst ekki vilja tjá sig nánar um málið. -JSS Árekstur varð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar i morgun. Þar skullu saman Lada og Volvo. Báðir bílarnir skemmdust töluvert - Volvoinn þó öllu meira. Alls urðu sextán árekstrar I Reykjavik á síðasta sólarhring. DV-mynd S Mikið slasaður efftir árekstur og veltu Maður slasaöist mikið er hann lenti í árekstri á mótum Nóatúns og Laugavegar skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hlaut höfuðá- verka, fótbrotnaði á báðum fótum, handleggsbrotnaði auk annarra áverka. Ökumaöurinn var fastur í bílnum. Klippa varð bílinn til að ná ökumanninum út. Bílarnir lentu í árekstri á gatna- mótunum en bíll slasaða mannsins stöðvaðist ekki fyrr en hann valt við steinvegg framan við Heklu hf. Alls urðu sextán árekstrar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Þar af varð slys í þremur tilfellum. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hrað- an akstur, þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, klippt var af þremur bílum vegna vanrækslu á skoðun og höfð voru afskipti af tutt- ugu og sjö ökutækjum vegna stöðu- brota. -sme Veðrið á morgun: Víða bjart veður Á morgun verður norðan- og norðvestangola eða kaldi á Norð- ur- og Austurlandi en hæg breyti- leg átt á Suður- og Vesturlandi. Dálítil él verða við norður- og austurströndina, annars staðar þurrt og víða bjart veður. Hitinn verður -1-3 stig. Manndrápið í Kópavogi: Búiðaðákæra tilræðismanninn Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Guðmundi Svein- björnssyni, rúmlega tvítugum Reyk- víkingi, þar sem honum er gefið að sök að hafa árla morguns laugardag- inn 3. september 1988 svipt tuttugu og fimm ára gamla konu, Öldu Rafns- dóttur, lífi. Guðmundur er í gæsluvarðhaldi og gildir úrskurðurinn til 1. mars á næsta ári. Helgi I. Jónsson, sakadóm- ari við Sakadóm Reykjavíkur, er dómari í málinu. Hann sagðist stefna að því að taka málið fyrir snemma á næsta ári. Guðmundur og Alda heitin hittust við skemmtistað í Reykjavík og fóru saman heim til Öldu. Heimili hennar var við hlið heimilis foreldra hennar. Þar varð enginn var við átök eða annað óvejulegt þessa afdrifaríku nótt. GuðmundurSveinbjörnsson kom á lögreglustöðína í Kópavogi um klukkan 7.20 að morgni 3. september og tilkynnti að hann hefði orðið konu að bana. Þegar lögregla kom á heim- ili Öldu var hún látin. Á likí hennar voru áverkar , ; eftir hnífsstungur. Alda var ógift en lét eftir sig sjö ára barn. Guðmundur Sveinbjörnsson hefur ekki áður komið við sögu lögregl- unnar. -sme 250 þúsundum stolið úr bíl Tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónum var stolið úr bíl í miðbænum í nótt. Peningarnir voru aðgangseyr- ir að dansleik sem nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð héldu í skemmtistaðnum Tunglinu í gær- kvöld. Peningarnir voru geymdir í. hanskahólfi bíls sem stóð við Menntaskólann í Reykjavík. Rannsóknarlögreglan hefur málið til rannsóknar. -sme ÞRÚSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.