Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
Fréttir
Hörð gagnrýni ríkisendurskoðunar á störf Jóns Helgasonar:
Einn milljarður
án lagaheimilda
- forsetar þingsins ákveða viðbrögð Alþingis eftir þingslit
Að sögn Guðrúnar Helgadóttur,
forseta sameinaðs þings, hafa forset-
ar þingsins ekki ákveðið viðbrögð við
skýrslu ríkisendurskoðunar um
framkvæmd búvörulaga.
Sú skýrsla er harðorð gagnrýni á
framkvæmd þeirra laga og meðal
annars er Jón Helgason, þáverandi
landbúnaðarráðherra, sakaður um
að hafa úthlutað fullvirðisrétti langt
umfram samþykktir Alþingis og að
reglugerðir hans hafi ekki átt sér
lagastoð.
Guðrún sagði að forsetar þingsins
hefðu rætt skýrsluna en vegna anna
yrði þeim viðræðum frestað þar til
eftir þingslit.
Einn milljarður án
nokkurra lagaheimilda
Samkvæmt skýrslu ríkisendur-
skoðunar hefur framkvæmd búvöru-
laga orðið allt önnur en lögin, sem
Alþingi samþykkti, gerðu ráð fyrir.
Ríkisendurskoðun telur að þær
breytingar, sem gerðar voru á reglu-
gerðum um framkvæmd laganna
árið 1987, „eigi sér ekki lagastoð".
Jón Helgason, þáverandi landbúnaö-
arráðherra, gaf samkvæmt þessu út
reglugerðir án þess að hafa heimild
til þess í lögum. Samkvæmt þessum
reglugerðum var úthlutað fullvirðis-
rétti sem var umfram þær verö-
ábyrgðir sem búvörulögin gerðu ráð
fyrir. Þessi ólöglegi fullvirðisrettur
jafngildir um 2.800 til 2.900 tonnum
á samningstímanum en samningur-
inn gildir ttl 1992.
í skýrslunni segir:
„Ríkisendurskoðun álítur að ríkis-
valdið sé ekki bundið af greiðslu-
skyldum í formi verðábyrgðar vegna
fullvirðisréttar sem úthlutað hefur
verið á fyrrgreindan hátt. Þá fram-
leiðslu yrði að fiytja út og er kostnað-
ur vegna útflutningsbóta áætlaður
um 1 milljarður króna."
Með öðrum orðum: Reglugeröin,
sem Jón Helgason setti án nokkurrar
lagaheimildar, mun kosta ríkissjóð
um 1 milljarð króna.
Hættið að misnota
Framleiðnisjóð!
Ríkisendurskoðun gagnrýnir Jón
Helgason fyrir að vinna gegn sam-
þykktum Alþingis á fleiri vegu. í
skýrslunni segir að með samningi
hans við Stéttarsamband bænda hafi
Jón Helgason og Ingi Tryggvason skrifa undir búvörusamninginn umdeilda.
möguleikar Framleiðnisjóðs til að
sinna hlutverki sínu verið skertir
verulega.       '
„Alltof stór hluti af ráðstöfunarfé
sjóðsins hafi farið.til viðhalds hefð-
bundinna búgreina. Það sama gildir
um tilmæli stjórnvalda um aö Fram-
leiðnisjóður veiti fé til loðdýraræktar
vegna rekstrarvanda greinarinnar
en það fé hefur aöallega verið í formi
ódýrra lána," segir meðal annars í
skýrslunni. :
Ríkisendurskoðun áminnir stjórn-
völd síðan um aö nota sjóðinn ekki
frekar til aðgerða vegna rekstrar-
vanda hefðbundinna búgreina og
loðdýraræktar.
Of miklar útflutnings-
bætur og skuldbindingar
í skýrslu ríkisendurskoðunar kem-
ur fram að Framleiðnisjóður hefur
nú þegar skuldbundið sig með samn-
ingum til lengri tíma en hann hefur
fjárveitingar til. Samkvæmt lögum
um sjóðinn hefur hann ekki tekju-
stofn nema til ársins 1992. Ríkisend-
urskoðun áminnir stjórn hans um
að gæta þess að eiga fé þá til að greiða
niður þá samninga sem gilda til
lengri tíma. í þessari áminningu felst
að annars sé sjóðurinn í raun að eyða
fjármunum ríkissjóðs án samþykkis
Alþingis.
I skýrslunni kemur einnig fram að
framlög ríkisins til útflútningsbóta
umfram áætianir búvörulaga hafi
numið um 588 milljónum króna.
Hluti af þessu, eða um 158 milljónir,
er tilkominn vegna vaxta sem hafa
komið til vegna dráttar á því að ríkið
gerði upp við afurðastöðvarnar. Eftír
standa 430 milljónir.
Markmiðin enn
langt undan
Þetta er einungis lítill hluti þeirrar
gagnrýni sem kemur fram í skýrslu
ríkisendurskoðunar. í henni kemur
einnig glögglega í ljós hversu fjarri
framkvæmd búvörulaga er því að ná
markmiðum þeirra. í skýrslunni
kemur fram að spár um innanlands-
neyslu hafa verið um 2.500 tonnum
of háar á síðustu þremur árum.
Minni framleiðslu má að stórum
hluta rekja til niðurskurðar á riðufé.
Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir að
stærsti hlutinn af þeirri framleiðslu,
sem þannig hefur dottiö út á undan-
fórnum árum, komi aftur inn eftir
tilskilinn tíma. Niöurstaða ríkisend-
urskpðunar er sú að árið 1992, þegar
búið átti að vera að aðlaga fram-
leiðsíuna innanlandsmarkaði, verði
kindakjötsframleiðslan 3.000 tonnum
of mikil og mjólkurframleiðslan 4 til
5 milljón lítrar umfram innanlands-
neyslu. Til þess að ná markmiðum
búvörulaga þyrfti því að fækka
kindabúum um 400 og mjólkurbúum
um60fyriráriðl992.        -gse
Jón Ragnarsson eigandi Hótel Arkar:
Gistirými aukið
um 50 prósent
- ætlarað eiga Hótel ValhöU áfram
,JÉg hef miklar væntingar um
glæsileganrekstiír héráHótel Örk.
Gistirýmiö veröur auMð um 50 pró-
sent. Hér eru 60 herbergi og þeim
veröur fjölgaö i 90. Ég vona að þau
herbergi verði komin í notkun um
mitt sumar. Útreikruagar, sem ég
hef gert, sýna að þetta getur orðið
fýsilegur kostur þegar buið er að
fjölga herbergjunum. Það eru
komnar margar bokanir fyrir sum-
arið svo þetta lStur vel út," sagði
Jón Ragnarsson, eigandi Hótel
Arkar í HveragerðL
Jón keypti hótelið á fimmtudag
oger þegar farinn að huga að breyt-
ingura og lagferingum á hótelinu.
EnætiarJónaðseljaHótelValhöll?
„Sú hugmynd er frá. Eg ætla að
reka bæði hótelin. Það er hægt að
samnýta þau á ýmsan hátt," sagði
Jón. _
Jóh'hefur ekM ráöið hótelstjóra
en reiknar með að gera það Qjdt-
legá. Hann tekur við rekstrmum
l.júní.
Framkvæmdasjóöur seldi Jóni
Hótel Örk á 265 milljónir. Hluti
kaupverðsins var greiddur meö
kvikmyndahúsinu Regnboganum.
Jón vUdi ekki gefa upp hversu mik-
ill hluti kaupverðsins greiddist
með kyikmyndahúsinu. Jón rekur
Regnbogann til haustsins og jafn-
vel lengur,
-sme
Aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir VE:
Hættir á vertíðinni
með heimsmet að baki
Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjum:
Þaö var létt yfir áhöfninni á neta-
bátnum Þórunni Sveinsdóttur VE er
hún kom úr síðustu veiðferð þessar-
ar vertíðar í gær. Um borð voru 27
tonn af fiski sem er afrakstur tveggja
daga. Hennar beið löndun og frá-
gangur báts og veiðarfæra. Síðan
ætlaði hún að gera sér glaðan dag
og fagna glæstum árangri.
Þórunn Sveinsdóttir hefur landað
alls 1915 tonnum á vertíðinni sem
hófst 7. janúar og lauk í gær, 12.
maí. Þaö þarf vart að taka fram að
hér um glæsilegt íslandsmet, ef ekki
heimsmet, í vertíðarafla að ræða.
„Þetta ér búin að vera löng og
ströng vertíö. Fyrri hluta vertíðar
var mikhl bræla. Annað sem hefur
einkennt þessa vertíð er hversu fisk-
urinn hefur verið smár. Það hefðu
margir bátar getað fiskað mjög mikið
í vetur hefðu þeir haft kvóta. Það
hefur verið sárt fyrir marga að taka
upp netin í apríl þegar rótfiskirí var.
Jóhann Gíslason ÁR er búinn að fá
1794 tonn. Sveinn Jónsson skipstjóri,
sem er á sinni þriðju netavertíð, er
mikið fiskimannsefni. Það er sama
með hvaða veiðarfæri hann er. Hjá
okkur hefur verið gott samstarf í all-
an vetur," sagði Sigurjón Óskarsson, -
skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur
VE. Sigurjón varð í gær aflakóngur
Vestmannaeyja í ellefta sinn.
Fiskaflinn til aprflloka:
Þorskaf linn 10 þúsund
lestum meiri en í fyrra
-r heildaraflinn kominn í 869 þúsund lestir
Samkvæmt tölum Fiskifélags ís-
lands var þorskaflinn um síöustu
mánaðamót orðinn 161.692 lestir á
móti 151.652 lestum á sama tíma í
fyrra. Þessi munur varð í aprílmán-
uði einum. Þá var feikna góð veiði
víðast hvar og veiddust 51.522 lestír
af þorski á móti 41.982 lestum í sama
mánuði í fyrra.
Heildarfiskaflinn þessa fjóru fyrstu
mánuði ársins varð 868.958 lestir á
móti 869.867 lestum í fyrra. í báðum
tilfellum er um mjög góðan afla að
ræða.                 -S.dór
Jón Baldvin um efasemdir sænskra embættismanna um forystu Islendinga í EFTA-nemd:
Þeir ættu að halda þessum
skoðunum hjá sjálfum sér
„Ef þetta er mat sænskra stjórn-
valda á íslendingum þá er tvennt um
þaö að segja," sagði Jón Baldvin
Hannibalssoh utanríkisráðherra í
viðtali við DV þegar bornar voru
undir hann fréttir sænsku fréttastof-
unnar TT um áhyggjur sænskra
embættismanna af forystu utanríkis-
ráðherra fyrir viöræðum EFTA-rikja •
við Efnahagsbandalagið.
„í fyrsta lagi hefðu sænskir ráð-
herrar átt að lýsa þessum áhyggjum
sínum á réttum stað og réttri stundu,
þaðer í EETAí-áðinusjálfu;Xöðru
lagi, ef þarna er rétt með farið og við
mættum gefa Svíum góð ráð, þá hefði
ég ráðlagt þeim að halda þessum
skoðunum hjá sjálfum sér svona rétt
áður en forsætisráðherra þeirra
kemur til íslands."
í skeyti TT er fullyrt að sænsk
stjórnvöld hafi verulegar áhyggjur
af hæfni íslendinga til að veita for-
ystu viðræðum EFTA-ríkja við Evr-
ópubandalagiö en þær viðræður
munu fara fram síðari hluta þessa
árs með Jón Baldvin í broddi fylking-
iar EETA j>aEsem'hann_verðuriLfar:.
sæti ráöherranefndar bandalagsins.
Hefur fréttastofan það eftir hátt-
settum embættismanni að sænsk
stjórnvöld telji íslendingum illa
treystandi til að gæta hagsmuna árin-
arra en sinna eigin og er gefið í skyn
að íslenskir aðilar muni varla hafa
áhuga á að semja um annað en fisk.
Líkir embættismaðurinn forystu ís-
lendinga við það ef Malmö ætti að
vera fulltrúi Svia í viðræðum af
þessu tagi.
í fréttinni kemur einnig fram að í
.föri með Jngyari Carlsspn, forsætis; _
ráðherra Svíþjóðar, þegar hann kem-
ur hingað til lands nú um helgina,
verði sendiherra að nafni Dinkelspi-
el, sem sé sá aðili er mest hefur með
viðræður Svía við Evrópubandalagið
að gera. Gerir fréttastofan því skóna
aö Dinkelspiel qg Carlsson muni
reyna að „koma íslendingum til að-
stoðar í þessu erfiða verkefni - án
þess aö raska sjálfsáliti þeirra".
Jón Baldvin Hannibalsson sagðist
hafa verið mjög upptekinn og því
ekki vita með vissu hverra viðhorf
.væri þarnaum aöLræða._    ,_, , i i,,
„Þegar ég frétti þetta fól ég embætt-
ismönnum að grennslast fyrir með
opinberum hætti undan hverra rifj-
um þetta væri runnið, hvort þetta
eru viðhorf sænskra stjórnvalda,
ráöherra og samstarfsaðila i EFTA.
Aö sjálfsögðu höfum við ekkert um
það að segja ef aðrir lýsa skoðunum
sínum á okkur. Ég vil hins vegar vita
hver það er sem lýsir, hvort það er
utanríkisráðherra og viðskiptaráð-
herra Svía eða jafnvel forsætisráð-
herra þeirra. Meira er ekki um þetta
aösegjaiíbilj.".     ......   -HV
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64