Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 110. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989.
Fréttir
Ásgeir Friðjónsson sakadómari:
Hef ekki haf nað
beiðni um símahlerun
Að sögn Ásgeirs Friðjónssonar,
sakadómara í ávana- og fikniefna-
málum, hefur hann ekki hafnað
beiðni um símahlerun. Eins og kom-
ið hefur fram er megnið af þeim 132
úrskurðum um símahlerun, sem
komið hafa á síðustu 10 árum, til-
komið vegna fíkniefnamála. Þessir
úrskurðir hafa því allir farið í gegn-
uni embætti Ásgeirs.
- Hvernig er beiðni um símahler-
un meöhöndluð?
„Þetta tekur mjög langa tíma og ég
er þeirrar skoðunar að það sé mjög
vönduð meðferð á þessu. Þetta eru
ítarlegar skriftir sem eru byggðar á
framlögðum gögnum og rökstuddum
kröfugerðum lögfræðinga. Þetta tek-
ur yfirleitt lengri tima en þegar t.d.
er beðið um gæsluvarðhaldsúr-
skurð," sagði Ásgeir Friðjónsson.
Ásgeir sagði að það hefði ekki komið
til þess að hann hafi hafnað beiðni
um hlerun síma. Þaö hefði verið
hægt að stýra málum framhjá því að
tilneitunar hefði þurft að koma.
Ásgeir sagði að vaninn væri að
hver úrskurður væri tengdur einu
símtæki þannig að ekki hefur verið
unnt að hlera marga síma út á hvern
úrskurð. Það væri þó hugsanlegt ef
sami maðurinn væri með tvo síma.
Ásgeir sagði að stundum hefði orðið
keðjuverkun í ferlinu sem gerði það
að verkum að nokkrir úrskurðir
tengdust sama málinu.
- EnþykirÁsgeiriréttaðþolendur
símahlerana frétti af þeim eftir á
þannig að þeir geti gert grein fyrir
sinni hlið málsins?
„Ég held að það sé meginatriðið að
það sé unnið að þessu með ábyrgum
og vönduðum hætti. Ég get ekki séð
beinan tilgang í því að skýra frá því
að sími hafi verið hleraður fyrir utan
það að ég veit ekki hvernigþað er
hugsað í framkvæmd," sagði Ásgeir.
-SMJ
Rannsóknarlögregla ríkisins:
Aðeins beitt síma-
hlerun við eitt mál
Að sögn Boga Nilssonar rannsókn-
arlögreglustjóra þá hefur RLR aðeins
beitt símahlerun við eitt mál í þau
12 ár sem Rannsóknarlögreglan hef-
ur verið starfandi. Þá voru reyndar
fengnir tveir úrskurðir. Bogi sagði
að það væri eina málið sem hefði
verið talið þess eðlis aö símahlerun
gæti skipt sköpum við rannsóknina.
„Það þarf að liggja nokkuö h'óst
fyrir að það hafi einhveria þýðingu
fyrir úrslit í því máli sem til með-
ferðar er að hlera síma. Það hefur
trúlega ekki verið talið í fleiri tilvik-
um," sagði Bogi.
Bogi sagði að víðast þar sem hann
vissi til væri það yfirleitt í kringum
fíkniefnamál sem símahlerunum
væri beitt.
Þetta umrædda mál mun hafa
tengst stóru og alvarlegu þjófnaðar-
máli þar sem. Þolanda brotsins var
hótað líflátí. og því þótti ástæða aö
beitasímahlerun.          -SMJ
Hætt við að afhema sýslumennina?
Frávísunartillaga flutt
fyrir atkvæðagreiðslu
Umræðu á Alþingi um frumvarp
dómsmálaráðherra um aðskilnað
dómsvalds og umboðsvalds er nú
lokið á Alþingi. Þrátt fyrir að frum-
varpið hafi fengiö þrjár umræður í
báðum deildum er mikil óvissa um
það hvort frumvarpið verður sam-
þykkt. Málið bíður nú atkvæða-
greiöslu og er jafnvel gert ráð fyrir
að hún veröi í dag.
í gær kom fram tíllaga um aö vísa
málinu til ríkisstjórnarinnar og eru
flutningsmenn hennar sjö talsins og
þar á meöal valdamiklir srjórnar-
þingmenn. Fyrsti flutningsmaöur er
Pálmi Jónsson en meðflutningsmenn
eru: Páll Pétursson, Ragnar Arnalds,
Hreggviður Jónsson, Valdimar Ind-
riðason, Matthías Bjarnason og Ólaf-
ur Þ. Þórðarson.
Frumvarpið var fyrst flutt á síöasta
Þýðingar RÚV:
TT-fréttastofan
dregur í land
í fréttaskeyti frá TT-fréttastofunni
í gær kemur fram að hún hafl ekki
farið með rétt mál þegar fullyrt var
að ríkjsútvarpiö hefði þýtt frétta-
skeyti hennar frá föstudeginum vit-
laust.
Ingvar Carlsson forsætisráðherra
vísaði þeim staðhæfingum á bug að
Svíar ætiuðu að teh'a íslendinga á að
hætta við formennsku í EFTA. TT
sagðist aldrei hafa haldiö þeim staö-
hæflngum fram en sá misskilningur
hefði komið upp vegna vitiausrar
þýðingar fréttastofu ríkisútvarpsins
á fréttaskeytum TT. Segjr TT nú svo
ekki hafa veriö og hafi ríkisútvarp-
inu því ómaklega verið kennt um
þann úlfaþyt er tengdist heimsókn
sænska forsætisráðherrans hingað
til lands.                • jhih
þingi af þáverandi dómsmálaráð-
herra Jóni Sigurðssyni en Halldór
Ásgrímsson, núverandi dómsmála-
ráðherra flytur málið nú. Honum
mun ekki vera eins umhugað og Jóni
um framgang málsins en gildistöku
laganna hefur verið frestað um tvö
ár frá því sem gert var ráö fyrir í
fyrra. Samkvæmt frumvarpinu á þaö
að taka gildi 1. júlí 1992.
Hætt viö úreldingarsjóö fiski-
skipa?
Stefnt er að þinglokum á fóstudag
eða laugardag. Hallast flestir að því
aö þingið standi fram á laugardag.
Það er Íjóst áð ýmis mikilvæg mál
verða.ekki afgreidd nú en athyglis-
vert er að frumvarp sjávarútvegsráö-
herra um úreldingarsjóð fiskiskipa
verður ekki afgreitt þrátt fyrir yfir-
lýsingar ráðherra um annað. Það er
því bóst að andstæöingum frum-
varpsins, sem voru margir meöal
srjórnarliða, hefur tekist að slá því á
frest.
í dag kemur vegaáætiun frá fjár-
veitingarnefnd en meðal srjórnar-
andstæðinga hefur hraðri meðferð á
henni verið mótmælt. Hefur gengið
óvenjuilla að koma inn kjördæma-
sjónarmiðum sem vanalega setja
mikinn svip á vegaáætlun.
-SMJ
Slökkviliðsmenn lögðu íbúunum lið við að dæla vatni úr húsunum. Mikið
tjón hlaust af vatnselgnum.                               DV-myndir S
Aðalkaldavatnsæð gaf sig:
Vatnsflóð í
tíu kjöllurum
- umtalsvert tjón vegna vatnsskemmda
Aðalkaldavatnsæö á mótum
Laugavegar og Nóatúns gaf sig á
sjötta tímanum í morgun. Mikiö rjón
varð af vatnsflóðinu sem myndaðist
er vatnsæðin gaf sig. Mikill vatnselg-
ur rann niður Nóatún og til vesturs
eftir Hátúni. íbúar þeirra tíu húsa
viö Hátún, sem eru á milli Nóatúns
og Höfðatúns, voru vaktir af borgar-
starfsmönnum. Þá var mikið vatn á
götunni og.skömmu síðar tók að
flæða upp úr öllum niðurföllum í
kjöllurum húsanna tíu.
Vatniö varð misdjúpt í kjöllurun-
um. Þar sem það varð dýpst náöi það
að verða hnédjúpt. Slökkvilið var
kallað á vettvang og dælur voru
fengnar víðar að. Greinilegt er að
skemmdir vegna vatnsins eru tölu-
verðar - bæði á kjöllurum húsanna
og eins á gangstéttum og götum. Ótt-
ast er að hreyflng hafi orðið á jarð-
vegi undir Laugavegi.
Starfsmenn Vatnsveitunnar sögð-
ust í morgun ekki vita hvað ollí því
að vatnsæðin gaf sig. Viögerð er þeg-
ar hafin á vatnsæðinni og öðru því
sem skemmdist í þessu mikla flóði
sem varð í nótt.
-sme
Húsmóðirin að Hátúni 9 stendur i
um 20 sentimetra djúpu vatni i kjall-
ara heimilis síns. Á gólfum í kjallar-
anum er meðal annars nýtt parkett.
Það er ónýtt sem og margt annað í
kjallaranum. íbúar voru vaktir með
látum snemma f morgun og þeirra
beið að ausa vatni klukkustundum
saman.
Carlsson heim f dag
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, og Ingdrid kona hans
h'úka opinberri heimsókn sinni til
Islands seinnipartinn í dag.
í gær lá leið þeirra til Þingvalla og
til hádegisverðar í Viðey í boöi borg-
arsrjóra þar á eftir. Þá var drukkið
kaffi í Höfða og síöar var fundur með
íslenskum sósialdemókrötum á Hót-
el Borg. í gærkvöld hélt sænski for-
sætisráðherrann veislu á Hótel Sögu.
í morgun héldu forsætisráöherra-
hjónin til Hornafjarðar með flugvél
Landhelgisgæslunnar. Þar var æti-
unin að skoða fiskiðjuver og snæða
hádegisverð í boði' 'bæjarsrjórnar-
Haföi það einnig verið nefnt að kíkja
upp á jökul ef veður leyfir. Komið
verður til Reykjavíkur eftir hádegi
og áætlað að sænsku gestirnir haldi
áleiðis til Stokkhólms frá Reykjavík-
urflugvelli um hálffjögurleytið.
-hlh
Utanríkisráðherra:
Viöhorf til
varnarliðsins
eruéeðlileg
„Ég kynntist þessum manni
vel Þetta er sérstakur afbragðs-
maður sem meðal annars sýndi
hug sinn til ísiendinga í verki
með þvl að læra íslensku og flutti
hann hluta af ræöu sinni á is-
lensku. Ég tel að þau viðhorf sem
komu fram í ræðu hans séu afar
skynsamleg. Það ber nokkuð á
þvi að viðhorf íslendinga til varn-
ariiðsins séu óeðhleg" sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra þegar hahn var spuröur
um skoöun hans á viðhorfum
þeim sem finna mátti í ræðu frá»
farandi yfjrmanns hersins, Eric
A. McVadon flotaforingja, þegar
hann lét af störfum um helgina.
Þar vék flotaforinginn meðal
annars að samskiptum viö ís-
lehöinga og einnig háum kostn-
aði vegna verktakaframkvæmda
fyrir herinn. Taldi hann að hvort
tveggja þyrfti athugunar við.
Jón Baldvin sagðist hafa hlýtt
á ræðufíotaforingjans og gæti vel
tefcið undir það að þaö skorti
mikið á að samsMptin við þá
væru eins og þau ættu aö vera
eða samskipti bandamanna. Ut-
anríMsráðherra taldi það þó
yarla vera verkefni fyrir stjórn-
völd að reyna að breyta hugarfar-
inu.
,J>að sem hann sagði um verk-
töku fyrir vamarMðið voru við-
vörunarorð byggð á mikili
reynslu. Hann var að leggja
áherslu á að fyrirkomulag verk-
tökunnar ætti að vera með þeim
hætti aö þau færu fram á eðlileg-
um viðskiptalegum grundvefli.
Núverandi fyrirkomulag er urelt
og er unnið að því af íslenskum
srjórnvöldum að breyta * því,".
sagði utanríkisráoherra.
-SMJ
Þokast í fiug-
mannadeilunni
,JE>að hefur þokast nokkuð í
rétta átt þótt enn sé ekki nein
lausn i sjónmáli," sagði Guölaug-
ur Þorvaldsson ríkissáttasemjari
i viðtali við DV í morgun þegar
hann var inntyur frétta af gangi
flugmannadeilunnar.
„Það er aöt undir í þeim við-
ræðum," sagði sáttasemjari enn-
fremur, „því aðilar voru sam-
mála um að ræöa öll rnál í einu,
bæði þau atriði sem varða irýju
þoturnar og nýjan kjarasamning
flugmanna."
Flugmenn og foUtrúar Plug-
leiða sátu á fundi til klukkan þrjú
síðastiiðna nótt og hefur annar
fundur verið boðaöur klukkan
tvö í dag.
Staðan í samrungamálum
bankamanna er óbreytt frá því
sem var í gær. Aðiiar geta ekki
komið sér saman um atriði yarð-
andi fæðingarorlof og á méðan
fást önnur atriði deilunnar ekki
rædd. Ríkissáttasemjari hefur
ekki boðað fund í deilunni en
kvaöst í morgun ætla að athuga
þessi mál síðar í dag.
-HV
Nýr yfirdýralæknir:
Fimm sækja um
Umsækjendur um stöðu yör-
dýralæknis eru fimm. Hefur einn
óskaö nafnleyndar. Hhúr fjórir
eru: Birnir Bjarnason, héraðs-
dýralæknir í Austur-Skaftafellss-
umdæmi, Brynjólfur Sandholt,
héraösdýralæknir í Gullbringu-
og Kjósarumdæmi, HaHdór Run-
ólfsson, deUdardýralæknir hjá
Hollustuvernd ríkisins, og Ólafur
Oddgeirsson, forstöðumaður
Rannsóknastofntmar mjólku-
rionaöarins.
-hlh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40