Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1989, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 7i JÚNl 1989. Minni samdráttur en meiri fyrirtækjadauði Mikil var gleðin þegar Hótel Örk fór af staó. En fyrirtækiö lenti undir hamrinum. íslendingar hafa ekki glímt viö mörg samdráttarskeið í efnahags- málum hin síðari ár. En við upplifum nú eitt slíkt. Við berum okkur illa. Hátt í tvö þúsund manns hafa verið atvinnulausir. En eitt helzta ein- kenni samdráttarins nú er fyrir- tækjadauði. Samdrátturinn sem shk- ur er minni en við höfum oft lifað. Fróðlegt er að” bera samdráttinn nú saman við samdrátt fyrri ára. Af því getum við til dæmis lært að láta ekki shgast af harmagráti. Þetta hefur oft verið verra. Samdráttur var í fyrra og verður aftur í ár. Þetta mun samtals gera um 3 prósent minnkun framleiðslu i landinu. Ef við htum til fyrri ára, var sam- dráttur 1983. Þar á undan var nokkur vandi 1975 vegna mikillar hækkunar á olíu. Síðan þarf að fara aftur til 1967-1969 til að finna samdrátt. Þar á undan var samdráttur í efnahags- málum 1949-1952. Aðaleinkenni samdráttarins nú er að hann er miklu hægari en hann var þau önnur ár sem hér eru nefnd. Samdrátturinn nú kemur nokkuð ffam í minni útgjöldum þjóðarinnar. Það er vegna þess að kaupmáttur launa hefur minnkað mikið. Viö ger- um einnig ráð fyrir að sámdrátturinn í ár stafi að nokkru af aflaminnkun. Þar eigum við um það að ræða, að þorskaflinn minnki mikið vegna að- gerða stjómvalda. Nauðsyn ber til að vemda þorskstofninn með minnk- un afla. Ríkisvaldið gæti í raun nær eytt samdrættinum með því að leyfa jafnmikla þorskveiði og í fyrra. Að því leyti er samdrátturinn nú sér- stakur. Annað, sem einkennnr samdrátt- arskeiðið nú, er hin stóra gjaldþrot og hran fyrirtækjá. Þetta gildir að nokkm um einstaklinga, þar sem til dæmís margir munu missa húsnæði sitt. En í samanburði við flest hin fyrri ár kemur þetta til af því, hversu háir vextir em nú. Þar hggur falinn mikill munur á samdrættinum nú og til dæmis samdrættinum 1967-69. Mikil minnkun Fyrr á ámm réð aflasamdráttur mestu um vandann í efnahagsmál- um. Þannig minnkaði framleiðslan um 7-8 prósent á árunum 1967-1%9 samtals. Nú er samdrátturinn þó aðeins 3 prósent samtals síðustu tvö árin. Samdrátturinn var líka mikih árin 1949-1952 eða um 7-8 prósent samtals. Við sjáum af öhu þessu, að við þurfum ekki svo mjög að barma okkur yfir nokkrum samdrætti í ár og í fyrra. En vissulega er rétt, að þar á undan upplifðum við mikið góðæri. Fyrr á árum komust fyrirtækin út úr tíma- hundnum vanda með þvi að slá lán á neikvæðum vöxtum, það er vöxt- um, sem vom lægri en verðbólgu- stigið. Fyrirtækin og margir ein- staklingar bjuggu því þá yfir aðferö- um th að komast út úr Scundrættin- Sjónarhomið Haukur Helgason um. Þessu er nú ekki að hehsa - vafa- laust sem betur fer - því að neikvæð- ir vextir em böl fyrir efnahagslífið í hehd. Einhver verður jú að borga, peningar þurfa að koma annaðhvort innanlands eða frá útlöndum. En í þessu hggur mikhl munur á því, sem nú er og því sem var. Veik stjórn Annað, sem gerir samdráttinn nú erfiðari en þyrfti að vera, er, hversu veika ríkisstjóm við höfum. I þessari grein hefur verið sýnt fram á, að efnahagslegur samdráttur nú er minni en hefur verið stundum áður. En ríkisstjóm okkar nú er ekki sam- bærileg við viðreisnarstjórnina, sem ríkti í samdrættinum l%7-69. Við- reisnarstjómin tók á málum af myndarskap. Hún komst að vísu ekki undan nokkrum óvinsældum út af því. En upp reis land, þar sem staðan var blómleg eftir samdráttinn. Við óttumst nú, aö sú verði ekki raunin, heldur munum við vera lengi í þess- um vanda. Ríkisstjórnin nú hefur enn hleypt verðbólgunni af stað, samtímis samdrættinum, eins og hvert mannsbarn hefur séð síðustu daga og vikur. Stjómin fer ekki vit- urlega að ráði sínu. Við búum því við tvennt, sem einkum gerir þennan samdrátt sérstæðan: veika ríkis- stjórn og háa raunvexti, það er vexti umfram verðbólgustigið. Við skulum imdir lokin líta á, hvað tímaritið Vísbending segir um sam- dráttarskeiðið nú. Það verður í ár svipaður samdráttur í landsfram- leiöslu og var á síðasta ári, ef marka má spá Þjóðhagsstofnunar. Það má búast við, að halli á viðskiptum við útlönd veröi hlutfallslega svipaður og í fyrra, að verðbólga veröi svipuð. Hins vegar reiknar Þjóðhagsstofnun með heldur minni kaupmætti tekna og einnig minni þjóðarútgjöldum en í fyrra. Svokahaðar ytri aðstæður versna hklega eihtið á árinu, og má þar nefna hækkun ohuverðs og held- ur lægra fiskverö erlendis. Þetta era þó óverulegar breytingar á ytri að- stæðum frá því, sem oft hefur verið áður. Það er því ekki unnt að tala um veruleg áfóh í ytri skilyrðum, eins og oft hefur verið áður. Frá árinu 1984 höfðu aflabrögð verið tiltölulega stöðug og aflaverðmæti aukizt sam- feht, þar th í fyrra að verðmæti afl- ans stóð í stað. Olíukaup voru líka miklu dýrari áður fyrr. Árið 1983 vora keyptar ohuvörur fyrir sem samsvarar 4,7 prósent landsfram- leiðslunnar, en aðeins fyrir 1,4 pró- sent áriö 1988. Svokallaöar ytri að- stæður eru þrátt fyrir allt mun hag- stæðari en þær voru í byrjun áratug- arins. En í ár skiptir miklu, hversu háir vextir eru. Nú eru raunvextir á verð- tryggðum skuldabréfum gjaman um 8 prósent. En raunvextir á verð- tryggðum skuldabréfum voru 2-3 prósent á áranum 1980-1983. Þar liggur hundurinn grafinn. Haukur Helgason I dag mælir Dagfari_ Tapið er öðrum að kenna Fram hefur komiö í fréttum að tap Sambands íslenskra samvinnu- félaga fór vel yfir tvo milljarða á síðasta ári. Er það annað árið í röð sem SÍS er rekið með svo myndar- legu tapi. Eitthvaö er tapið minna á þessu ári en aht stefnir þó í að Sambandið geti skhað tapi í árslok og þá þriðja árið í röð. Guðjón B. Ólafsson er forstjóri SÍS og hefur gegnt því embætti öh þessi þijú ár. Ekki er þó að heyra aö Guðjón telji tapið vera sér að kenna heldur hef- ur hann lýst því yfir að ástæðan sé sú að bankamir hafi tekið upp á því að heimta jákvæða vexti af lánum sem Sambandið fær í ríkis- bönkunum. Viðskiptabanki SÍS mun aðallega vera Landsbankinn. Landsbankinn er ríkisbanki, eign almennings í landinu. Lengi vel hafa þó stjóm- málaflokkamir htið svo á að þeir ættu bankann og í samræmi við þá skoðun hafa bankastjórar Landsbankans verið ósparir á að lána Sambandinu peninga og hefur sú lánastarfsemi verið hagkvæm fyrir SÍS að því leyti að lánin hafa ýmist étist upp í verðbólgunni eða borið neikvæða vexti. Með öðrum orðum: bankinn hefur gefið Sam- bandinu mihjónir og miHjónatugi á hverju ári í formi lánafyrirgreiðslu þar sem hveijar tvær krónur eru greiddar th baka með einni krónu. Svo tóku einhveijir asnar upp á því í póhtíkinni að heimta jákvaeða vexti og verðtryggingar á lánin og Sambandið var þessu óviðbúið að þurfa að greiða lánin til baka á sama verðghdi og þau voru fengin. Þessari stefnu hefur Guðjón B. Ól- afsson margsinnis mótmælt og raunar hefur hann fengiö heha rík- isstjóm í hð með sér sem hefur það á stefnuskrá sinni að lækká vextina með handafli. Ríkisstjómin hefur það sem sagt á stefnuskrá sinni að Sambandið og aðrir þurfahngar í þjóðfélaginu fái peningana gefins í kerfinu og forstjórinn hjá SÍS fer ekki í grafgötur með þá skoðun sína að öðravísi verði Sambandið ekki rekið. Guðjón hjá Sambandinu heimtar neikvæða vexti. Hann vhl fá pen- ingana fyrir slikk enda er dýrt að reka fyrirtæki sem þarf aö standa straum af námsgjöldum forstjóra- bamanna, byggja einbýhshús fyrir forstjórann og endursmíða skrif- stofuhús sín fyrir fiögur hundrað mihjónir. Hingað th hefur Sam- bandið vanist því að bankamir fjármögnuðu útgjöldin hjá SÍS og það er auðvitað engin hemja að al- þingi eða óvinveittar ríkisstjómir hækki vexti og verðtryggi þá með þeim afleiðingum aö Sambandið þurfi að standa undir þessum kostnaöi sjálft. Forsenda sam- vinnuhreyfingarinnar hefur alitaf verið sú aö SÍS fái það fé út úr bönkunum sem það þarf án þess aö hafa áhyggjur af vöxtum og af- borgunum. Nú er öldin önnur og þess vegna er það að forstjórinn og aðalfundurinn lýsa ábyrgð á hend- ur alþingi og bönkum sem leyfa sér þá ósvinnu að táka jákvæða vexti. Það sjá ahir að það er ekki Sam- bandinu aö kenna og ekki við for- stjórann að sakast þótt tveggja milljarða tap sé á SÍS og kaupfélög- unum. Það er bönkunum að kenna. Rekstur Sambandsins gengur satt að segja ágætlega ef ekki era taldir með þessir ósvífnu vextir sem sí- feht er verið að reikna og rukka. Sambandið þarf sitt og það á þurru og ahir sjá að það er að fara með atvinnureksturinn á hausinn ef at- vinnureksturinn þarf að borga skuldir sínar á réttu verði. Ekkert fyrirtæki lifir það af, hvað þá Sam- bandið sem á betra skihð frá bönk- um sem era th þess reknir að standa undir útgjöldum SÍS. Guðjón forstjóri getur borið höf- uðið hátt. Hann hefur rekið Sam- bandið með gróða ef frá er talinn fjármagnskostnaðurinn. Tapið hlýst af utanaðkomandi áhrifum, gengisfehingum, verðbólgu og já- kvæðum vöxtum sem enginn sá fyrir. Góður forstjóri sér ekki slíkt fyrir. Hann er upptekinn við að koma bömum sínum til náms og byggja nýtt skrifstofuhús og ein- býhshús fyrir sjálfan sig og tekur ekki mark á utanaðkomandi áhrif- um. Góðir forstjórar borga ekki jákvæða vexti. Það hefur Guðjón lært í Ameríku. Hugsjón sam- vinnuhreyfingarinnar er of merki- leg th að hún fari í hundana vegna utanaðkomandi áhrifa. Það er eins og hver önnur ósvífni að rukka SÍS um vexti af lánum sem aldrei var ætlunin að borga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.