Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1989, Blaðsíða 32
ff""*" 9...*" r"' n d Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rltst|órn -Auglýsingar - Askrift - Dreíítng: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1989. Umferðin: Lögreglan gerir ekki skýrslur -um minni óhöpp Lögreglan í Reykjavík mun ekki lengur gera skýrslur vegna umferð- aróhappa nema sérstök ástæða þyki til. Skýrslur verða gerðar ef slys hafa orðið á fólki, grunur er um ölvun ökumanns, grunur er um réttinda- leysi, í þeim tilvikum sem tjónvaldur fer af óhappastað án þess að tilkynna atvikið og öðrum þeim einstöku til- vikum að sérstök ástæða mæli með skýrslugerð. í þeim tiifellum þar sem ekki verða gerðar skýrslur tekur lögreglan myndir af óhappinu - ef ástæða þyk- ir til. Tryggingafélögin hafa aðgang að myndunum óski þau þess. Lögreglan vill koma vinsamlegum tilmælum til fólks um að það kynni sér tjónstilkynningareyðublöðin og varðveiti þau í ökutækjum sínum. -sme íslensk stjómvöld: Dauðadómum í Kína mótmætt Söluskattsaðgerðimar í Reykjavík: 700 milljónir tapaðar vmii#i aÍAldhmbi Vvl^llCI l||CIIU|li VlCI - á armað hundrað fyrirtækjum hefur verið lokað „Það er óraunhæft að segja aö Búið er að loka á annað hundrað öðrum hibýlum, og þvi ekki hægt mjög annasöm hjá innheimtu- vangoldnar söluskattsskuldir séu fyrirtækjum i Reykjavík. Mörg aðinnsiglaþar.Þáerulíkatildæmi mönnum. Eins og áður hefur kom- tveir milljarðar. Það hafa til dæmis þeirra hafa verið opnuö aftur - þar um að fieiri en eitt fyrirtæki sem ið fram í DV er þetta aöeins upphaf- tapast um 700 milljónir hjá gjald- sem annaðhvort hefa verið gerð eru með sameiginlega aöstööu - og ið að öðru og meira. Snorri Olsen, þrotafyrirtækjum. Þá hafa tugir skil á söluskattsskuldum eða þá að því ekki hægt að loka þar sem önn- lögfræðingur í fjármálaráðuneyt- milljóna verið felldir niður afáætl- viðkomandi fyrirtæki hafi fengið ur fyrirtæki á sama stað hafa verið inu, hefur sagt að loknum aðgerð- uðum söluskatti,“ sagði Þuríður niöurfellingu af áætluðum solu- í skilum. í einstaka tilfellum liafa um vegna vangoldins söluskatts Halldórsdóttir yfirlögfræðingur skatti. skrifborð, húsgögn og tölvur verið verði tekið við að innheimta fleiri hjá tollstjóraembættinu. Ekki hefur allstaðar verið hægt innsigluð. opnber gjöld sem eru í vanskilum. Þuríður sagði að innheimst hefðu að innsigla - þó ástæða hafi verið Þessi fyrsta vika, þar sem gengið Snorri og Ólafur Ragnar Grímsson tugir milljóna - en hversu margir til. Til eru dæmi þar sem fyrirtæki var hart fram í innheimtu á van- fjármálaráðherra hafa báðir sagt. varhúnekkitilbúinaðsegjatilum. er skrásett á heimili eigenda, eða goldnum söluskatti, hefur verið aðafnóguséaðtaka. -sme íslensk stjómvöld fordæma hand- j*tökur og beitingu ofbeldis gegn námsmönnum, verkamönnum og þeim sem hafa tekið þátt í friðsam- legum mótmælaaðgerðum í Kína og haft að markmiði aö auka lýðræði og frjálsa stjómarháttu. Þetta fékk kínverski sendiherrann að heyra þegar hann var kallaður í utanríkisráðuneytið og afhent mót- mæli íslenskra stjómvalda. Þá mótmæla íslensk stjómvöld dauðadómum yfir þessum mönnum og óska þess að þeim verði breytt. Kínversk stjómvöld era hvött til að halda á ný inn á braut þeirrar opnu póhtísku umbótastefnu er mörkuð hefur verið og byggir á auknum mannréttindum þegnunum til handa. -gse Eldur á Höfn - og talsverðar skemmdir Júlía Imsland, DV, Höfru Eldur kom upp í eldhúsi leikskól- ans á Höfn í hádeginu í gær, fimmtu- dag. Enginn var í húsinu þar sem allir fara heim í hádegismat en ná- granni sá eld leggja út um glugga og loftop og gerði slökkviliði viðvart. Talsverður eldur var í eldhúsinu og reykinn lagði víöa um húsið. Greið- lega gekk að slökkva en töluverðar skemmdir urðu af eldi og reyk. Elds- upptök er ókunn ennþá. Engin starf- semi verður í húsinu á næstunni meðan viðgerð fer fram. íþróttasamband Föroya og Havnar Sjónleikarfélag verða með tvær gestasýningar í Þjóðleikhúsinu um helgina. Sýnir hópurinn leikritið Framá eftir Sigvald Olsson undir leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. Gerist leikritið í bún- ingsklefa þar sem segir frá samskiptum í knattspyrnuliði fyrir og eftir leik. Myndin er tekin við komu hópsins til Reykjavíkur í gær. DV-mynd GVA Jón Baldvin Geri ekkert á fastandi maga „Ég geri alla vega ekkert í þeim málum á fastandi maga,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra í viðtali við DV í morgun um málefni Hannesar Jónssonar sendi- herra. Sem DV hefur skýrt frá hefur Hannes Jónsson neitað að verða við tilmælum Jóns Baldvins um að hann biðjist afsökunar á ummælum sínum um „fúskara" í starfsliði utanríkis- ráðherrans. Fyrr í vikunni sagðist Jón Baldvin ætla að taka mál sendi- herrans fyrir þegar hann kæmi af fundi alþjóðasamtaka sósíaldemó- krata í .Stokkhólmi. í morgun vildi Jón Baldvin ekkert um hugsanlegar aðgerðir gegn Hannesi segja. HV Henry A. Hálfdansson: Sækir vélar- vana smábát Henry A. Hálfdansson, björgunar- bátur Slysavarnafélagsins, fór í morgun til að sækja bilaðan smábát. Einn maður mun vera um borð í bil- aða bátnum. Vél bátsins bilaði norð- an við Þormóðssker. Þar er veður gottogreklítið. -sme LOKI Þá er bara að fá sér lifur hjá Bryndísi. Veðrið á morgun: Þunt nyrðra - rigning syðra Á morgun er gert ráð fyrir aust- an- og suðaustanátt á landinu. Um sunnanvert landið verður því all- víða rigning en að mestu þurrt norðanlands. Hitastigið verður svipað og undanfama daga, á bil- inu 7 til 14 stig. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJORAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.