Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 157. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FR ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
FIMMTUDAGUR 13. JÚU 1989.
Sakadómur Reykjavíkur:
Flugumferðar-
stjóri og f lug-
,  stjóri dæmdir
Flugstjóri, hjá Flugleiöum, og flug-
umferöarstjóri hafa veriö dæmdir í
sjö mánaða skilorösbundið fangelsi
vegna atviks sem átti sér stað
snemma að morgni fimmtudagsins
6. september 1984. Þá lá við árekstri
tveggja þotna Flugleiða. Þoturnar,
sem eru af gerðunum Boieng 727-200
og DC-8, voru báðar að fara í flug til
Evrópu. Um borð í þeim voru 403
manhs. Þoturnar fóru í loftið með
mjög skömmu millibili.
Þrátt fyrir að fjarlægð á milli vél-
anna hafi veriö mjög lítil, eða 30 til
60 metrar að mati flugstjórans á
DC-8 vélinni, breytti flugstjóri Bo-
eing þotunnar ekki um flugstefnu og
hélt ferð sinni áfram óhikað. Flug-
stjóri Boeingþotunnar var dæmdur
svo og flugumferðarstjórinn sem gaf
flugheimildirnar.
Ármann Kristinsson sakadómari,
Sigurður Líndal prófessor og Þor-
steinn Jónsson flugstjóri kváðu upp
dóminn. Flugstjóranum og fiugum-
ferðarstjóranum var gert að greiða
allan málskostnað.         -sme
Akureyri:
"   Eldur í
sútuninni
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Eldurinn var í því sem við getum
kallað affallshús, en okkur tókst aö
varna því að hann kæmist inn í sjálft
húsiö. Ef það hefði gerst hefði það
getað orðið stórmál því þar inni er
mikill eldsmatur," sagði Tómas Búi
Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Ak-
ureyri, í morgun er DV ræddi við
hann við sútunarstöð Iðnaðardeildar
Sambandsins.
Þar kom upp eldur um kl. 6 í morg-
un í litlu húsi sem er áfast aðalbygg-
•» ingunni. Slökkviliðinu tókst að verja
aðalbygginguna fyrir eldinum, en
mikill reykur var þar inni. Tjón mun
því ekki hafa orðið verulegt á skinn-
um sem voru í vinnslu en tæki sem
hreinsa loft úr vinnslusalnum munu
að sögn Tómasar Búa vera ónýt.
Nýr bæjarfógeti
á Ólafsfirði
Kjartan Þorkelsson hefur verið
skipaður bæjarfógeti á Ólafsfirði.
Kjartan hefur starfað sem fulltrúi
sýslumannsins í Rangárvallasýslu
undanfarin ár.
** AukKjartanssóttiÓlafurÓlafsson,
fulltrúi hjá bæjarfógetaembættinu á
Akureyri, um stöðuna.       -hlh
LOKI
Skilur þetta viðeig-
andi svar eftir skófar?
Jón Baldvin Hannibalsson utoríkisráðherra:
Greinargerð Hannesar
byggð á vanþekkingu
- verður svarað á viðeigandi hátt segir ráðherrann
„Greinargerð Hannesar eða rit-
smíð, að svo miklu leyti sem hún
er svaraverð - en hún byggist á
allsherjar misskilningi og van-
þekldngu á þeim verkefnum sem
hér eru unnin, verður svarað á við-
eigandi hátt innan ráðuneytisins.
Ég hef lýst því yfir að ég ræði ekki
þetta mál í fjölmiðlum enda hefur
utanríkisráðherra annað með tíma
sinn að gera en að standa í orða-
skaki við starfsmenn. Þessari
greinargerð verður svarað á viðeig-
andi hátt," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
en ennþá hefur ekki komiö svar
við greinargerðHanaesar Jónsson-
ar sendiherra vegna þeirrar deilu
sem komiö hefur upp á milli hans
og ráðherra útaf heimasendiherra-
embættinu.
- Er ekM alvarlegt að ásaka starfs-
mann utanríkisráðuneytisins, sem
hefur starfað þar í 35 ár, um van-
þekkingu?
„Það er ekkert alvarleg ásöktín
heldur mat á tilskrifinu. Hér er um
að ræða heimasendiherra sem á að
gegna frá Laugaveginum sendi-
herrastarfí til allmargra þjóðríkja
í tveimur heimsálfum. Hann situr
fjarri vettvangi ráðuneytisins og
hefur greinilega, þegar tilskrifið er
lesið, ekki kynnt sér hver eru for-
gangsverkefni og meginverkefni
ráðuneytisins," sagðiutanríkisráð-
herra.
-SMJ
Ríkissjóður:
Utgjöld 6 milljarða
fram úr fjárlögum
- halliiin í fimm ár 25,7 milljarðar
Samkvæmt endurskoðaðri áætlun
um afkomu ríkissjóðs á þessu ári er
gert ráð fyrir að heildarútgjöld ríkis-
ins verði rúmir 82 milljarðar. Það eru
tæplega 6 milljarðar umfram fjárlög.
Tekjur ríkissjóðs verða á þessu ári
um 78 milljarðar samkvæmt áætlun-
inni eða um 1 milljarður umfram
fjárlög.
Um 630 milljóna króna tekjuaf-
gangur ríkissjóðs samkvæmt fjárlög-
um hefur snúist upp í um 4,2 millj-
arða halla. Ástæðan er fyrst og
fremst aukin útgjöld.
Tekjur ríkissjóðs hafa aldrei verið
hærra hlutfall af landsframleiðslu en
í ár eða um 26,5 prósent. Það má
heldur ekki mikið út af bera í stjórn
ríkisfjármála á síðari helmingi árs-
ins til þess að nýtt met verði slegið
í hlutfalli ríkisútgjalda af lands-
framleiðslu en þetta hlutfalí er um
27,9 prósent samkvæmt áætlumnni.
Þetta mun verða fimmta árið í röð
sem ríkissjóður er rekinn með um-
talsverðum halla. Samanlagður halli
þessara ára er um 25,7 milljarðar á
núvirði.                 -gse
Guðrún Guðnadóttir, Hörpulundi 2 i Garðabæ, var að mála húsið sitt í
gær. Ekki veitir af að nota þær þurru stundir sem gefast á suðvesturhorni
iandsins. Hjólastóllinn var Guðrúnu engin fyrirstaða. Eða eins og hún sagði
sjálf: „Maður gerir það sem maður getur og þetta er eitt af því."
DV-mynd Hanna
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík:
Hálendið að þjóðgarði
- lögreglan dregur úr þjónustu á hálendinu
„Við höfum áhuga á hálendinu. Ég
hef lengi verið á þeirri skoðun að
gera eigi þjóðgarð á hálendinu og
reka hann eins og fyrirtæki. Það á
að taka gjald af þeim sem þangað
fara og veita ferðalöngum þjónustu
og leiðsögn. Þetta hefur verið gert í
Bandaríkjunum og Evrópu. Það er
komin 100 ára reynsla á þetta form.
Framhaldsskólanemar og kennarar
gætu unnið þessi störf," sagöi Böðvar
Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík.
Böðvar sagði að lögreglan í Reykja-
vík yrði ekki með sömu þjónustu á
hálendinu og hún hefði verið með
síðustu tvö sumur. Lögregluna
skortir tæki og aðstóðu til þess. Böð-
var sagði að almenn ánægja hefði
verið með störf hálendislógreglunn-
ar og það væri miður að þurfa að
draga úr þjónustunni.
„Lögregluembættin um landið
sinna störfum á hálendinu. Lög-
gæslusvæðin ná um landið allt og þar
með hálendið. Ég tel að hálendið sé
éin af auðíindum landsins og að við
verðum að hugsa um það sem slíkt,"
sagði Böðvar Bragason.
-sme
Veðrið á morgun:
Víða bjart
og hlýtt
Á morgun verður hæg. vestlæg
átt á landinu og fremur hlýtt og
bjart víða um land. Þó verður lík-
lega skýjað vestast á landinu og
dálítil súld um tíma viö suðvestur-
og vesturströndina. Þokuloft verð-
ur úti fyrir Norðurlandi. Vestantil
á landinu verður hitastigið 11-14
stig en á eystri helmingnum 15-18
stig.
OPIÐ ÖÍL KVOLD
TISSOT;	
gæði- ife; GLÆSILEIKIiÉ	'2 "¦¦¦ ¦¦, 'c ' Æ 6 *     <$r

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40