Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1989, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1989. Fréttir Útreikningar Samtaka fiskvinnslustöðva: 1.300 milljón króna tap miðað við óbreytt ástand - þarf 8,4 prósent gengisfellingu til áramóta Samkvæmt mati Samtaka fisk- vinnslustöðva er fiskvinnslan nú rekin með um 4,2 prósent tapi þrátt fyrir miklar gengisbreytingar að undanfómu. Þetta tap jafngildir því að fiskvinnslan tapi um 1.300 milljón- um í ár við óbreytt skilyrði. Ef leið- rétta á þessa afkomu með gengisfell- ingu þarf að fella gengi krónunar um rúm 4 prósent. Mat Samtaka fiskvinnslustöðv- anna er byggt á áætlun Þjóðhags- stofnunar frá því í lok maí og þeim gengisbreytingum sem orðið hafa síðan. Einnig er tekið tillit til þess að sérstakri endurgreiðslu á sölu- skatti hefur verið hætt og greiðslur úr Verðjöfnunarsjóöi hafa verið lækkaðar úr 5 í 4 prósent. Samkvæmt þessu mati hafa gengis- breytingamar haft þau áhrif að tekj- ur frystingarinnar hafa hækkað um 4,5 prósent en söltunarinnar um 5,3 prósent frá því Þjóðhagsstofnun sendi frá sér sína áætlun. Fiskverð, sem er rúmlega helmingurinn af gjöldum fiskvinnslunar, hefur á sama tíma hækkað um 4,2 prósent. Afkoma fiskvinnslunnar hefur því lítið breyst og er enn í 4,2 prósent tapi. Eins og fram hefur komið í DV er stefnt að því að hætta greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði í áfóngum á þessu ári. Það mun skeröa tekjur fisk- vinnslunnar um 3,9 prósent. Þá er og von á fiskverðshækkun í byijun október sem verður 1,5 prósent. Ef þetta tvennt er sett inn í mat Sam- taka fiskvinnslunar verður tap Ríkisendurskoöun: Keypti jeppa fyrir 2,5 milljónir króna „Það þótti eðlilegt að við skiptum um bíl enda þurfum við að keyra út um allt land í embættiserindum," Þannig lítur hann út jeppinn glæsi- legi sem mun væntanlega flytja starfsmenn Ríkisendurskoðunar um landlð næstu árin. DV-mynd S sagði Halldór V. Sigurðsson ríkis- endurskoðandi en Ríkisendurskoð- un hefur nú fengið nýjan glæsivagn til afnota. Bifreiðin er af gerðinni Cherokie Laredo og mun kosta um 2,5 miUjónir króna. Hann kemur í stað jeppa af sömu tegund sem var orðinn fimm ára gamall. - En þetta eru nokkuð dýrir bílar. Dugar starfsmönnum embættisins ekki að keyra um á ódýrari bílum? „Ég skal ekki segja um það en við þurfum að komast um allt land árið um kring þannig að þetta þótti heppi- legur bíl,“ sagði Halldór. Þetta er eini bíiinn sem skráður er á embætti Rík- isendurskoðunar. -SMJ Frakkar eftir fund með Jóni Baldvini: Samskipti EFTA 09 EB eru í öðru sæti á forgangslistanum „Niðurstaða fundarins er sú að samskipti Evrópubandalagsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu eru númer tvö í forgangsröð Frakkanna á lista yfir sex meginatriöi. Eins og ævinlega eru samskipti Frakklands við fyrrum sambandsríki efst á blaði,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra. Hann átti fund í gær með Roland Dumas, utanríkisráöherra Frakka. - Er þetta ný afstaða til Fríverslun- arsamtakanna meðal þjóða innan Evrópubandalagsins? „Já. Þetta er í fyrsta lagi árangur af mjög víðtækum samtölum við for- ystumenn þessara þjóða. Þær hafa verið mjög skiptar í málinu. Sumar hafa viljað sefia þetta á oddinn en aðrar hafa ekki viljað af þessu vita og viljað setja áherslu á allt önnur mál fram að 1992,“ sagði Jón Baldvin. -gse Ingibjörg Leifsdóttir og Halldór Theodórsson gengu í hjónaband inni í Þórs- mörk. DV-mynd KM Brúðkaup í Þórsmork Sá óvenjulegi atburður átti sér stað inni 1 Þórsmörk á laugardaginn að þar var haldið brúðkaup. Voru það Halldór Theodórsson og Ingibjörg Leifsdóttir sem gengu í hjónaband. Munu fyrstu kynni þeirra hafa verið í Þórsmörk þar sem hann var þá landvörður. Þeim fannst því tilvahð að halda brúðkaupið á sama stað. Um 100 gestrnn var boðið til veisl- unnar og væsti ekki um menn í mildu og góðu veðri. Brúðhjónin, ásamt ársgamalli dóttm- sinni, munu ætla að eyða hveitibrauðsdögunum í Langadal. -GHK Alþýöuflokksmenn eru ósáttir viö hugmyndir Steingríms Hermannssonar: Ráðherrar deila um skatta Hugmyndir Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra um hækkun almennu skatiprósentunn- ar í virðisaukanum, nýtt þrep fyrir matvæli og óbreyttar niðurgreiðslur hafa valdið miklum taugatitringi í Alþýðuflokknum. Óánægja alþýðu- flokksmanna vegna þessa bætist of- an á þann titring sem var fyrir vegna tilboðs Steingríms til borgaraflokks- manna um stjómarþátttöku. í fyrsta lagi á Alþýðuflokkurinn erfitt með að láta ráðherraembætti af hendi vegna ósamkomulags innan flokksins. í öðru lagi er flokkurinn á móti afnámi lánskjaravísitölu og lækkun matarskatts en Steingrímur leggur það til grundvallar í viðræð- um við borgara. En með hugmynd- um sínum um hvemig staöið skuli að lækkun matarskatts er Steingrím- ur í raun aö kippa fótimum undan þeim rökum sem Alþýðuflokkurinn hefur beitt til vamar matarskattin- um á undanfómum misserum. Samkvæmt heimildum DV hefur Steingrímur Hermannsson hreyft hugmyndum um að hækka almennu skattprósentuna í viröisaukakerfinu úr 22 prósentum, eins og hún er 1 lögunum, upp í 25 prósent eins og skattprósenta söluskattsins er. Viö þetta myndi 2,5 milljarða tekjutap ríkissjóðs vegna upptöku viftisauk- ans breytast í um 1,7 milljarða tekju- auka. Þennan tekjuauka vill Stein- grímur nota til að skapa svigrúm fyrir lægra þrep fyrir matvöru eða jafnvel einungis iimlenda búvöra. Þessar hugmyndir em nánast þær sömu og vom í frumvarpi borgara- flokksmanna í þinginu í vetur. Alþýðuflokksmenn era almennt á móti tveimur þrepum í virðisauka- kerfinu. Rökin em að það geri kerfið flóknara og auki möguleika á skatt- svikum. Þeim er þó sérstaklega í nöp við þessar tillögur þar sem gert er ráð fyrir aö niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum verði óbreyttar. Þegar matarskatturinn var settur á vom áhrif hans á útsöluverð margra landbúnaðarvara greidd nið- ur með auknum niðurgreiöslum. Helstu rök alþýðuílokksmanna gegn afnámi matarskatts hafa einmitt ver- ið þau að hann hafi ekki leitt til hærra vömverðs á helstu nauðsynj- um. Nú vill Steingrímur Hermannsson hins vegar halda óbreyttum niður- greiðslum. Það mun leiða til rúmlega 10 prósenta lækkunar á flestum bú- vöram. Með slíkri ráðstöfun væru rök alþýðuflokksmanna á undan- fómum misserum að engu orðin. -gse hennar á ársgrandvelli um 2,7 millj- arðar eða um 9,2 prósent. Ef stjómvöld ætla að bæta afkomu fiskvinnslunar með gengisbreyting- um og bæta henni hækkun fiskverðs og niðurfellingu á greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði þurfa þau að lækka gengi krónunar um 8,4 pró- sent fram til áramóta. -gse Fiskvmnslan: Hvert hús tapaði um 30 milljóntim Samkvæmt samandregnu upp- gjöri 32 fiskvinnsluhúsa var fisk- vinnslan rekin með um 2.850 miUjón króna tapi í fyrra. Ef miö- aö er við meðalstórt frystihús jafngfidir þetta tap um 30 milljón- um á hvert hús eða rétt tæplega 10 prósent af tekjum þess. Þetta kemur fram í greinargerð sem Samtök fiskvinnslustööv- anna hefur látið gera. Tekjur meöalhússins vora í fyrra um 315 milljónir. Kostnaöur við framleiðslu var um 290 millj- ónir þannig að um 25 milljónir voru eftir fyrir afskriftir og íjár- magnskostnað. Afskriftir voru um 13,5 milljónir og íjármagns- kostnaöur um 41,5 milljón eða 13,2 prósent af tekjum. Heildartap hússins varö því um 30 milljónir. -gse Fánamálið til frekari rannsóknar Að sögn Hallvarðs Einvarðs- sonar ríkissaksóknara hefur fá- namálið svokallaða verið sent til Rannsóknarlögreglu ríkisins til frekari rannsóknar. Sagði Hall- varður aö ýmiá atriði málsins þyrftu frekari rannsóknar við, sérstaklega f ljósi þeirrar ákvörö- unar dómsmálaráðherra að láta sækja málið fyrir íslenskum lög- um. Þórir Oddsson vararannsókn- arlögreglustjóri sagði að reynt yrði aö hraða rannsókn málsins sem mest og ætti niöurstaöa aö geta legið fyrir fljótlega. -SM J Jón Baldvin: Fyrsti gest- ur Majors? Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra á að hitta utan- ríkisráðherra Breta í fyrramáhð. Jón var varla kominn til London fyrr en fréttii: bárust um að Thatcher hafði gert John Major að nýjum utanríkisráöherra. „Sendiráðiö er að kanna hve- nær hann tekur við og hvort þetta breytir einhveiju meö áætlaðan fund minn með honumsagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráöherra í morgun en hann verður líklega fyrsti erlendi gest- urinn sem Majors tekur á móti. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.