Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 25. JULÍ 1989.
Fréttir
Útreikningar Samtaka flskvinnslustöðva:
milljón króna tap
miðað við óbreytt ástand
- þarf 8,4 prósent gengisfellingu til áramóta
Samkvæmt mati Samtaka fisk-
vinnslustöðva er fiskvinnslan nú
rekin með um 4,2 prósent tapi þrátt
fyrir miklar gengisbreytingar að
undanfórnu. Þetta tap jafngildir því
að fiskvinnslan tapi um 1.300 milljón-
um í ár við óbreytt skilyrði. Ef leið-
rétta á þessa afkomu með gengisfell-
ingu þarf að fella gengi krónunar um
rúm 4 prósent.
Mat Samtaka fiskvinnslustöðv-
anna er byggt á áætlun Þjóðhags-
stofnunar frá því í lok maí og þeim
gengjsbreytingum sem orðið hafa
síðan. Einnig er tekið tillit til þess
að sérstakri endurgreiðslu á sölu-
skatti hefur verið hætt og greiðslur
úr Verðjöfnunarsjóði hafa verið
lækkaöar úr 5 í 4 prósent.
Samkvæmt þessu mati hafa gengis-
breytingarnar haft þau áhrif að tekj-
ur frystingarinnar hafa hækkað um
4,5 prósent en söltunarinnar um 5,3
prósent frá því Þjóðhagsstofnun
sendi frá sér sína áætlun. Fiskverð,
sem er rúmlega helmingurinn af
gjöldum fiskvinnslunar, hefur á
sama tíma hækkað um 4,2 prósent.
Afkoma fiskvinnslunnar hefur því
htið breyst og er enn í 4,2 prósent
tapi.
Eins og fram hefur komið í DV er
stefht að því að hætta greiðslum úr
Verðjöfnunarsjóði í áfóngum á þessu
ári. Það mun skerða tekjur fisk-
vinnslunnar um 3,9 prósent. Þá er
og von á fiskverðshækkun í byrjun
október sem verður 1,5 prósent. Ef
þetta tvennt er sett inn í mat Sam-
taka  fiskvinnslunar  verður  tap
Ríkisendurskoðun:
Keypti jeppa fyrir
2,5 milljónir króna
„Það þótti eðlilegt að við skiptum
um bíl enda þurfum við að keyra út
um allt land í embættiserindum,"
Þannig lítur hann út jeppinn glæsi-
legi sem mun væntanlega flytja
starfsmenn RíkisendurskoAúnar um
landið næstu árin.      DV-mynd S
sagði Halldór V. Sigurðsson rikis-
endurskoðandi en Ríkisendurskoð-
un hefur nú fengið nýjan glæsivagn
til afnota. Bifreiðin er af gerðinni
Cherokie Laredo og mun kosta um
2,5 milljónir króna. Hann kemur í
stað jeppa af sömu tegund sem var
orðinn fimm ára gamall.
- En þetta eru nokkuð dýrir bílar.
Dugar starfsmönnum embættisins
ekki að keyra um á ódýrari bílum?
„Ég skal ekki segja um það en við
þurfum að komast um allt land árið
um kring þannig að þetta þótti heppi-
legur bíl," sagði Halldór. Þetta er eini
bílinn sem skráður er á embætti Rík-
isendurskoðunar.         -SMJ
Frakkar eftir fund meö Jóni Baldvini:
Samskipti EFTA og
EB eru í öðru sæti á
forgangslistanum
„Niðurstaða fundarins er sú að
samskipti Evrópubandalagsins og
Fríverslunarsamtaka Evrópu eru
númer tvö í forgangsröð Frakkanna
á lista yfir sex meginatriði. Eins og
ævinlega eru samskipti Frakklands
við fyrrum sambandsríki efst á
blaði," sagði Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra.
Hann átti fund í gær með Roland
Dumas, utanríkisráðherra Frakka.
- Er þetta ný afstaða til Fríverslun-
arsamtakanna meðal þjóða innan
Evrópubandalagsins?
„Já. Þetta er í fyrsta lagj árangur
af mjög víðtækum samtölum við for-
ystumenn þessara þjóða. Þær hafa
verið mjög skiptar í málinu. Sumar
hafa viljað setja þetta á oddinn en
aðrar hafa ekki viljað af þessu vita
og viljað setja áherslu á allt önnur
mál fram að 1992," sagði Jón Baldvin.
-gse
Ingibjörg Leifsdóttir og Halldór Theodórsson gengu í hjónaband inni í Þórs-
mörk.                                                DV-mynd KM
Brúðkaup í Þórsmörk
Sá óvenjulegi atburður átti sér stað
inni í Þórsmörk á laugardaginn að
þar var haldið brúðkaup. Voru það
Halldór Theodórsson og Ingibjörg
Leifsdóttir sem gengu í hjónaband.
Munu fyrstu kynni þeirra hafa verið
í Þórsmörk þar sem hann var þá
landvörður. Þeim fannst því tilvahð
að halda brúðkaupið á sama stað.
Um 100 gestum var boðið til veisl-
unnar og væsti ekki um menn í mildu
og góðu veðri. Brúðhjónin, ásamt
ársgamalli dóttur sinni, munu ætla
að eyða hveitibrauðsdögunum í
Langadal.
-GHK
Alþýðuflokksmenn eru ósáttir viö hugmyndir Steingríms Hermannssonar:
Ráðherrar deila um skatta
Hugmyndir Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra um
hækkun almennu skafeprósentunn-
ar í virðisaukanum, nýtt þrep fyrir
matvæli og óbreyttar niðurgreiðslur
hafa valdið miklum taugatitringi í
Alþýðuflokknum. Óánægja alþýðu-
flokksmanna vegna þessa bætist of-
an á þann titring sem var fyrir vegna
tilboðs Steingríms til borgaraflokks-
manna um stjórnarþátttöku.
í fyrsta lagi á Alþýðuflokkurinn
erfltt með að láta ráðherraembætti
af hendi vejma ósamkomulags innan
flokksins. í öðru lagi er flokkurinn á
móti afhámi lánskjaravísitölu og
lækkun matarskatts en Steingrímur
leggur það til grundvallar í viðræð-
um við borgara. En með hugmynd-
um sínum um hvernig staðið skuli
að lækkun matarskatts er Steingrím-
ur í raun að kippa fótunum undan
þeim rökum sem Alþýðuflokkurinn
hefur beitt til varnar matarskattin-
um á undanfórnum misserum.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Steingrímur Hermannsson hreyft
hugmyndum um að hækka almennu
skattprósentuna í virðisaukakerfinu
úr 22 prósentum, eins og hún er í
lögunum, upp í 25 prósent eins og
skattprósenta söluskattsins er. Við
þetta myndi 2,5 milljarða tekjutap
ríkissjóðs vegna upptöku viftisauk-
ans breytast í um 1,7 milljarða tekju-
auka. Þennan tekjuauka vill Stein-
grímur nota til að skapa svigrúm
fyrir lægra þrep fyrir matvöru eða
jafnvel einungjs innlenda búvöru.
Þessar hugmyndir eru nánast þær
sömu og voru í frumvarpi borgara-
flokksmanna í þinginu í vetur.
Alþýðuflokksmenn eru almennt á
móti tveimur þrepum í virðisauka-
kerfinu. Rökin eru að það geri kerfið
flóknara og auki möguleika á skatt-
svikum. Þeim er þó sérstaklega í nöp
við þessar tillögur þar sem gert er
ráð fyrir að niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum verði óbreyttar.
Þegar matarskatturinn var settur
á voru áhrif hans á útsöluverð
margra landbúnaöarvara greidd nið-
ur með auknum niðurgreiðslum.
Helstu rök alþýðuflokksmanna gegn
afnámi matarskatts hafa einmitt ver-
ið þau að hann hafi ekki leitt til
hærra vöruverðs á helstu nauðsynj-
um.
Nú vill Steingrímur Hermannsson
hins vegar halda óbreyttum niður-
greiðslum. Það mun leiða til rúmlega
10 prósenta lækkunar á flestum bú-
vörum. Með slíkri ráðstöfun væru
rök alþýðuflokksmanna á undan-
fórnum misserum að engu orðin.
-gse
hennar á ársgrundveUi um 2,7 millj-
arðar eða um 9,2 prósent.
Ef stjórnvöld ætla að bæta afkomu
flskvinnslunar með gengisbreyting-
um og bæta henni hækkun fiskverös
og niðurfellingu á greiðslum úr
Verðjöfhunarsjóði þurfa þau að
lækka gengi krónunar um 8,4 pró-
sent fram til áramóta.
-gse
Fiskvinnslaii:
Hverthús
tapaði um
30 mílljónum
Samkvæmt samandregnu upp-
gjöri 32 fiskvinnsluhúsa var ðsk-
vinnslan rekin með um 2.850
milljón króna tapi í fyrra. Ef mjð-
að er við meðalstórt frystihús
jafhgiidir þetta tap um 30 milljón-
um á hvert hús eða rétt tæplega
10 prósent af tekjum þess.
Þetta kemur fram í greinargerð
sem Samtðk fiskvinnslustöðv-
anna hefur látið gera.
Tekjur meðalhússins voru í
fyrra um315miM|óriir.Kostnaður
við framleiðslu var um 290 miilj-
ónir þannig að um 25 milljónir
voru eftfr fyrir afskriftir og fjár-
magnskosfnað. Afskriftir voru
um 13,5 miiljónir og fjármagns-
kostnaður um 41,5 mifljón eða
13,2 prósent af tekjum Heildartap
hússins varð því um 30 milljónir.
-gse
Fánamálið
tilfrekari
rannsóknar
Að sögn Hallvarðs Einvarðs-
sonar rfkissaksóknara hefur fá-
namálið svokallaða verið sent tfl
fiannsóknarlögreglu ríkisins til
frekari rannsóknar. Sagði Hall-
varður að ýmis atriði málsins
þyrftu frekari rannsðknar við,
serstaklega f ljósiþeirrarákvöro-
unar dómsmálaráðherra að láta
sækja raáliö fyrir íslenskum lög-
um.
Þórir Oddsson vararannsókn-
arlögreglustjóri sagði að reynt
yrði að hraða rannsókn máilsins
sem mest og ættí niöurstaða að
getalegiðfyrirfljðtiega.   -SMJ
Jón Baldvin:
Fyrstigest-
urMajors?
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra á að hirta utan-
ríkisráöherra Breta í fyrramálið.
Jón vap varla kominn til London
fyrr en fréttir bárust um að
Thatcher haföi gert John Major
að nýjum utanríkisráðherra.
„Sendiráðið er að kanna hve-
nær hann tekur við og hvort þetta
breytir einhverju meö áætlaðan
fhnd mina meö honum," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
rítósráðherra f raorgun en hann
verður líklega fyrsti erlendl gest-
urinn $em Majors tekur á móti.
... .-»»;
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32