Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRBDJUDAGUR 17. OKTÓBER 1989.
Fréttir
Harður slagur um sérleyfi í innanlandsflugi:
Vestmannaeyingar styðja
Arnarflug innanlands
Samgónguráðuneytinu hefur
borist undirskriftalisti og áskorun
frá á tólfta hundrað Vestmannaey-
inguni um að veita Arnarflugi inn-
anlands liluta af sérleyfi til flugs
þangaö á nœstu firnm árum. Flug-
félagið sótti um til samgönguráðu-
neytisins að annast um þriöjung
afílugiþangaðeðatvodagaíviku.
Gert er ráð fyrir að farþegar til og
frá Vestmannaeyjum í ár muni
verða um 42 þusund. Tii saman-
burðar má nefna aö farþegafjöldi á
beim átta stöðum sem Arnarflug
innanlands flýgur til nú, og för-
- hvetja samgönguráðherra til veitingar sérleyfis þangað
svarsmenn fýrirtækisins segja að
séu hver öðrum smærri, eru 18-20
þúsund.
Auk þess hefur bæjarráð Siglu-
fjarðar sent frá sér samþykkt þar
sem lýst er yfir fyllsta trausti við
Arnarilug innanlands. Þar er m.a.
skoraö á samgonguráðnerra að
veita flugfélaginu fieiri sérleyfi til
aö fljóga á og treysta meö því fram-
tíoarrekstur íélagsins. í samþykkt-
inni eru ðnnur sveitaríélög einnig
hvött til bess aö taka þjónustu Arn-
arflugs innanlands í sina þágu.
Eins of fram kom í DV í síðustu
viku hefur Amarflug innanlands
uppi áform um að stórauka hlutafé
félagsins í ljósi þeirrar vonar aö
félaginu veröi úthlutað sérleyfum
tíl fiögurra staða, að auM við þá
átta sem þeir hafa núna. Þarer um
að ræða hiuta af tlugi tíl Húsa vík-
ur, Vestmannaeyja, Hafnar og allt
fiug tii Patreksfjaröar.
Samkvæmt heimildum ÐV hafa
flugfélögin Flugfélag Norðurlands,
Ernir á ísafirði ög Höldur á Akur-
eyri sótt um sérleyfi fil aflra þeirra
átta áætlunarstaöa sem Arnarflug
innanlands hf. hefur sérleyfi að nú.
Flugleiðir eiga 35% hlutafjár í
Flugfélagi Norðurlands og stóran
hluta í Flugfélagi Austurlands.
Þessi þrjú féiög ásamt Erni á
ísafiröi hafa lagt inn uinsóknir til
samgönguráðuneytis hvert í sínu
lagi en jafhframt tekið fram í um-
sóknum sinum aö þau ósM eftir að
flugleyfum verði úthlutað á þann
veg að hau muni hafa nána sam-
vinnu nm iramkvæmd þeirra. Með
því mótiyrði títið eftir af sérieyfum
fyrir Arnarflug innanlands.
Því er hostað mikili slagnr verð-
ur hjá flugfélögunum um sérleyfi í
innanlandsflugi - a.m.k. á borðinu
hjá þeim sem fjalla um umsóknirn-
ar. Umsóknir ha*a nú verið sendar
frá samgönguráðuneytinu til um-
fiöllunar hjá Flugráði og er gert ráö
fyrir að þær berist ráðuneytinu
aftur í næstu viku. Samgönguráð-
herra sagði viö DV í síðustu viku
að stefnt sé að því aö úthlutun sér-
leyfa í innaniandsflugi muni verða
um mánaðamótin.
-ÓTT
Pálmi Jónsson vill tafarlausar uppsagnir 382 ríkisstarfsmanna sem vinna
án heimildar.                                         DV-myndGVA
382 ráðnir hjá ríkinu án heimildar:
Verður að segja
þeim upp strax
- segir Pálmi Jónsson
382 menn starfa hjá ríkiskerfinu
án heimildar, samkvæmt starfs-
mannaskrá ríkisins. Pálmi Jónsson,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjár-
veitinganefnd, segir að þeim verði
að segja upp þegar í stað.
Sagði Páimi.að ráðherrar núver-
andi ríkisstjórnar hefðu gert mikið
af því að ráða pólitíska aðstoðar-
menn umfram það sem heimildir
segi til um. Sagði Pálmi að reglur þar
um væru sniðgengnar af einstökum
ráðherrum.
Nefndi hann sérstaklega til þrjá
ráðherra: Forsætisráðherra hefði
aðstoðarmann, eins og hann hefði
fulla heimild til, en auk þess hefði
hann nýlega ráðið blaðafulltrúa rík-
isstjórnarinnar. Þá hefði hann ráðið
efnahagsráðgjafa forsætisráðherra.
Fjármálaráðherra hefði einnig þrjá
aðstoðarmenn og auk þess hefði
hann ráðið sérstakan mann til að
selja ríkisskuldabréf. Menntamála-
' ráðherra hefði auk aðstoðarmanns
sérstakan skólafulltrúa ráðherra.
-SMJ
Stefán verður þingflokkur
- segja forsætis- og flármálaráðherra
Forsætisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, lýsti því yfir á Alþingi
í gær, við umræðu um aukafjárveit-
ingar, að hann teldi það undarlegt
að einn maður kjörinn á þing nyti
ekki sömu réttinda og þingflokkur á
Alþingi. Sagðist hann ætla að beita
sér fyrir breytingum á því sviði.
Forsætisráðherra var þarna að
taka undir. með Ólafi Ragnari Gríms-
syni fjármálaráðherra. Hann hafði
haldiö því franr að óhæfa væri að
lýðræðislega kjörnir fulltrúar eins
og Stefán Valgeirsson, þingmaður
Samtaka jafnréttis- og félagshyggju,
nytu ekki sömu sérfræðiaðstoðar og
þingflokkar. Var hann með því að
svara gagnrýni Pálma Jónssonar á
ráðningu aðstoðarmanns Stefáns,
Trausta Þorlákssonar. Sagði Ólafur
Ragnar einnig að það þyrfti að breyta
þingsköpum þannig að ef einn maður
væri kosinn á þing þá teldist hann
þingflokkur.
Einnig sagði Ólafur Ragnar að
hann liti á það sem galla við núver-
andi stjórnskipun að menn gætu ekki
orðið aðilar að ríkisstjóm án þess að
eiga þar ráðherra eða fulltrúa.
Þá vitnaði Ólafur Ragnar í banda-
rísk stjórnmál og sagöi að banda-
ríska þingið nyti aðstoðar 20.000 sér-
fræðinga. Sagðist hann telja nauð-
synlegt að við valdhafaskipti væri
einnig skipt um sérfræðinga til að
tryggja að stefna valdhafa næði að
komast til skila.
-SMJ
Risafyrirtækið
Builervill
Ul íslands
Breska risafyrirtækið Butier,
sem er byggingafyrirtæki, sýnir
því áhuga að reisa risaverk-
smiðju hérlendis sem verði ætiað
að fræmleiða þílplötur úr Heklu-
vikri og gipst Straumsvík og
Grundartangi koma helst til
greina fyrir verksmiðjuna. FuU-
truar frá fyrirtækinu voru hér á
landi i sföustu viku og ræddu víð
iðnaðarráðherra.
Butier er bæði fraœMðandi og
söiuaðöi á byggtogarefnum.
Þannig kaupir bað steinull frá
Stemuflarverksmiðjunni á Sauö-
árkróM.
Málið er á byrjunarstigl Fuli-
trúar Butier eru fyrst og fremst
að kanna möguleikann á að reisa
verksmiðjuna hérlendis. Ekkert
hefur verið ákveðið ennþá í þeim
efnum.              -JGH
Breskl lelkarinn Terence Stamp
er síðastl gestur kvikmyndahá-
tfðar sem hefur verið framlengd
til föstudags. Hann var viðstadd-
ur f gærkvöldi sýnlngar á The
Hit eetn markaði endurkomu
hans í kvikmyndir eftir nokkurra
ára lœgð. í kvöld verður svo
sýnd Biliy Bud sem er fyrsta kvik-
myndin eem hanti lók í. Stamp
var aðeins rúmlega tvítugur er
fumn lék i hennl. Mynd þessi af
Terence Siamp var tekin fyrir
utan Hegnbogann rétt fyrir sýn-
ingu t gærkvöldi.  OV-myndKAE
Fræðsluvarpiö:
Dauðadómur
kveðinn upp
Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðla-
fræðingur hefur sagt upp störfum
sem forstöðumaður Fræðsluvarps-
ins frá og með næsru áramótum.
Ástæöuna segir hún vera það fjár-
svelti sem Fræðsluvarpinu er haldið
í.
„Ég lít á þær fjárveitingar, sem
ætiaðar eru til Fræðsluvarpsins á
næsta ári, 8 mflljónir króna, sem
dauðadóm yfir því. Ég hef sagt það
áður að við höfum rekið þetta á bjart-
sýni til þessa en það gengur bara
ekki til lengdar. Mér þykir fjárveit-
ingin á næsta ári sýna áhuga yflr-
valda á þessu máli. Mér þætti miklu
eðlilegra  að  ákveða  að  leggja
Fræðsluvarpið niður en að kreista
það hægt og rólega til dauða," sagði
Sigrún í samtali við DV í morgun.
Hún sagði að sótt hefði verið um
40 milljónir króna á næsta ári til
Fræðsluvarpsins. Það væri sú upp-
hæð sem þurft hefði til að koma því
í eðlilegan farveg. Á þessu ári var
fjárveitingin 7,2 milljónir króna og
nú þegar er Fræðsluvarpið komiö
meö skuldahala, jafnvelþótt rekstur-
inn hafi til þessa verið í lágmarki.
„Það er bara ekki hægt að reka
þetta í rassvasanum eins og gert hef-
ur verið," sagði Sigrún Stefánsdóttir.
-S.dór
Jón Baldvin Hannibalsson:
Lífsnauðsynleg aðild
að Evrópumarkaðnum
„Hér eru menn aö ræða um það
að það sé lífsnauðsyn fyrir þessi sex
EFTA-ríki að verða aðilar að sam-
runa Evrópumarkaðarins sem er að
eiga sér stað og verður lokið fyrir
1992," sagði Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra sem í gær
flutti erindi um stöðuna í viðræðum
EFTA og EB á fundi ráðgjafanefndar
EFTA. Jón Baidvin leiðir, sem kunn-
ugt er, þessar viðræður fyrir EFTA.
Þess má geta að Ólafur Davíðsson,
hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, var
í gær kjörinn formaður ráðgjafa-
nefndarinnar þriðja árið í röð.
„Menn meta það þannig að þessi
útvíkkun Evrópumarkaðarins muni
þýða margvíslega hvatningu til hag-
vaxtar á svæðinu öllu og mun þess
vegna leiða til meiri efnahagsfram-
fara og bættra lífskjara. Þá mun þetta
einnig leiða til sköpunar fleiri starfa
og draga þannig úr atvinnuleysi og
í þriðja lagi verða fyrirtæki innan
EFTA að hafa það tryggt að þau hafi
ekki lakari samkeppmsstöðu gagn-
vart Evrópumarkaðnum.
Hinn kosturinn, ef EFTA-ríkin
yrðu utan þessa sameiginlega mark-
aðar, myndi hafa ófyrirsjáanlegar
neikvæðar afleiðingar fyrir efna-
hagsástand, hagvöxt og lífskjör þess-
ara þjóða," sagði utanríkisráðherra.
-SMJ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32