Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 254. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989.
Fréttir
Húgmyndir innan stjómarráðsnefhdar:
Þjóðhagsstof nun lögð nið
ur og Seðlabanki f luttur
- tillögur um að auka verulega verksvið Hagstofu íslands
í tengslum við störf stjórnarráðs-
nefndar hafa enn á'ný vaknað upp
hugmyndir um að leggja niður
Þjóðhagsstofnun.
„Það er kannski fullsnemmt að
fullyrða um hver verði endanleg
niðurstaða nefndarinnar áður en
við höfum fengið þær umsagnir
sem við leituðum eftir," sagði Jón
Sveinsson, formaður nefndarinn-
ar.
„í þeim drögum sem við sendum
út gerðum við ekki ráð fyrir að
Þjóðhagsstofnun yrði lögð niður.
En viö vöktum mns vegar athygh
á því að það væri full ástæða til að
taka málefni Þjóðhagsstofnunar,
Hagstofunnar og einstaka þætti
innan Seðlabankans til skoðunar
þegar Hagstofan verður lögð niður
sem sérstakt ráðuneyti. Það hlýtur
að vera fyrsta skrefið að ákveða
hvort halda eigi Hagstofunni áfram
sem sjálfstæðu ráðuneyti. Ef það
verður gert eru forsendur orðnar
allt aðrar til að skoða þessi mál í
samhengi."
Hlutverkum Þjóöhags-
stof nunar dreift víöa
Þær hugmyndir sem rætt er um
felast í því að leggja Þjóðhagsstofn-
un niður og færa þjóðhagsreikn-
inga og flestalla talnavinslu yfir í
Hagstofuna. Til þess aö fylla upp í
ráðgjafahlutverk Þjóðhagsstofnun-
ar gagnvart ríkisstjórn yrði búin
tíl þriggja til fjögurra manna deild
í forsætisráöuneytinu. Ráðgjafa-
hlutverk gagnvart Alþingi yröi síð-
an flutt yfir í Ríkisendurskoðun.
Þá eru einnig hugmyndir um að
flyrja hluta af starfsemi Seðlabank-
ans yfir í Hagstofuna og þá hag-
fræöideild hans einna helst.
Við þessar breytingar yrði starf-
Ef Hagstofa Islands veröur gerð að sjálfstæðri stofnun undir forsætisráðherra kemur til greina að leggja
Þjóðhagsstofnunun niður. Auk þess er rætt um að flytja hluta af starfsemi Seðlabankans undir Hagstofuna.
Stór hluti af þeirri starfsemi sem fer fram í Seðlabankahúsinu í dag gæti því flust yfir í Eddu-húsið þar sem
Hagstofan verður til húsa i framtíðinni.
semi Hagstofu íslands lík því sem
tíðkast víðast erlendis. í dag er þau
hlutverk sem hagstofur Norður-
landanna sinna í raun skipt á núlli
Hagstofunar og Þjóðhagsstofnun-
ar.
Seölabankinn færður
undir Olaf Ragnar?
Önnur breyting sem þykir koma
til greina fyrst á annað borð er
verið að stokka upp stjórnarráðið
er að fiytja Seðlabankann frá við-
skiptaráðuneytinu undir fjármála-
ráðuneytið. í fyrsta lagi vegna þess
að eðlilegt þykir að fjármálaráð-
herra hafi peninga- og lánamál á
sinm' könnu ásamt ríkisfjármálum.
í öðru lagj vegna þess að óeðlilegt
þykir að Seðlabankinn heyri undir
atvinnumálaráðuneyti en hug-
mynd stjórnarráðsnefndar er að
steypa saman viðskipta- og iðnað-
arráðuneytunum. í þriðja lagi
vegna þess að þessi tilhögun tiðk-
ast hjá flestum öðrum þjóðum.
- Hefur nefndin lagt til að Seðla-
bankinn verði fiuttur til?
„Nei. En það hefur ýmislegt verið
rætt um það í nefndinni. Forsætis-
ráðherra hefur lýst ákveðnum
skoðunum um hvar hann eigi að
vera. Bankamálin eru öll undir við-
skiptaráðuneytinu í okkar hug-
myndum. En ég á von á því að
ýmislegt geti breyst frá þeim drög-r
um sem við höfum sent frá okk-
ur," sagöi Jón Sveinsson.
Jón Sigurðsson
missti atvinnuna
Jón vísar þarna til þess að Stein-
grímur Hermannsson vill færa
Seðlabankann undir forsætisráðu-
neytið. Það er byggt á þeirri hefð
sem hefur skapast hér að forsætis-
ráðuneytið sé nokkurs konar efna-
hagsmálaráðuneyti en sú skipan
þekkist ekki víða.
Eins og fram kemur í máh Jóns
hefur nefndin bæði rætt um að
leggja Þjóðhagsstofnun niður og að
fiytja Seölabankann frá viðskipta-
ráðuneytinu. Hvort tveggja snertir
einn ráðherrann sérstaklega. Jón
Sigurðsson myndi við þetta missa
yfirráð yfir Seðlabankanum og auk
þess hefði hann að engu að hverfa
ef hann félh af þingi en hann er enn
í ólaunuðu orlofi sem forsrjóri
Þj óðhagsstofhunar.
-gse
I dag mælir Dagfári
Gunna í nýjum kjól
Mikið írafár greip um sig þegar í
ljós kom að Guðrún Helgadóttir,
forseti Sameinaðs Alþingis, hafði
fengið lán hjá Alþingi upp á tvö
hundruð þúsund krónur. Blaða-
snápar og sjónvarpshetjur ætluðu
að taka Guðrúnu á beinið fyrir
þetta lán og spurðu jafnvel hvort
hún mundi ekki segja af sér. En
Gunna beit frá sér og var í raun-
inni afskapíega hissa á öllum þess-
um látum. Hún sér ekkert athuga-
vert við það þótt hún fái smáfyrir-
greiðslu hjá Alþingi þegar illa
stendur á og er fyrir löngu búin að
borga þetta lán með vöxtum og
verðbótum og ekki orð um það
meir.
Það kom Guðrúnu Helgadóttur í
opna skjöldu þegar hún varð fyrir
þelrri óvæntu upphefð að vera
kjörin forseti í þinginu. Guðrún
hafði haft orð á sér fyrir aö vera
verst klædda kona landsins og
gekk oftast í lörfum eins og sönnum
allaballa sæmir og hafði yfirleitt
ekki fyrir því aö hafa sig til. Hún
var jú í pólltík en ekki í tísku-
keppni og hafði aldrei reiknað með
því að veröa forsetí yfir þingheimi.
Svo kom upphefðin og annirnar
og hún uppgötvaði allt í einu að
nú dygði ekki lengur að klæða sig
á alþýðuvísu. Hún varð að fá sér
'kjól. Nú var hún komin í-fyrir-
mannastétt og þurfti að mæta í út-
löndum fyir hönd þingsins og for-
setar klæða sig upp þegar þeir fara
til útlanda. Það er hægt að ganga
um í lörfunum innan um sauð-
svartan almúgann hér heima, en
það er ekki hægt að bjóða útlend-
ingum upp á druslulega forseta
sem fara í sendiferðar utan. Það.
sem allaböllum er bjóðandi er ekki
útlendingum sæmandi.
Þetta sá Guðrún í hendi sér en
annirnar voru miklar í þinginu og
hún áttí ekki aur. Forseti Samein-
aðs Alþingis hringir ekki í lána-
stofnanir til að eiga fyrir kjól og
þetta sáu fjármálastjórar Alþingis
í hendi sér eins og Guðrún og buð-
ust strax til að lána forseta Samein-
aðs Alþingis fyrir fötum svo hún
gæti komið sómasamlega fram fyr-
ir hönd þingsins. Fram að þessu
hafa eingöngu karlrembur komist
í forsetastól á Alþingi og karlarnir
hafa einhvern veginn alltaf átt fyr-
ir fötum eða þá getað notað gömlu
fötin þótt miidð hafi legið viö og
einhvern veginn höfðu þeir alltaf
tíma til að komast heim og skipta
föt þegar útíendingar heimsóttu
þingið eða þeir sjálfir fóru í heim-
sóknir.
En ekki Gunna. Hún komst
hvorki heim né heldur gat hún
skipt um föt því hún átti engin
önnur föt og fjármálastjórar þings-
ins voru fyrir löngu búnir að sjá
hversu illa hún gekk til fara og
samþykktu undir eins að Gunna
þyrfti nýjan kjól.
Nú kann kannski sumum það
flnnast það nokkuð dýr kjóll sem
kostar tvö hundruð þúsund krónur
en allabaUi, sem á annað borð þarf
að dressa sig upp þegar hann kemst
í valdastól, kaupir enga útsölukjóla
og lætur sig ekki muna um að fylla
klæðaskápinn fyrir tvö hundruð
þúsund krónur. Þaö verður aö telj-
ast mikið þrekvirki hjá Guðrúnu
að gefa sér tíma til að kaupa kjólinn
eða kjólana því allir vita að það
tekur sinn tíma að veha rétta hti
og réttar stærðir og ganga á milli
búðanna til að finna sinn smekk.
Þetta er tímafrekt verk og þegar
forseti Sameinaðs Alþingis hefur
ekki tíma til að hringja í banka-
stjóra til að fá lán fyrir kjól, hefur
forsetinn þurft að leggja mikið á
sig til að kaupa kjóhnn. Og það
mitt í öllum önnunum, enda var
Guðrún algjörlega óviöbúin þegar
hún þurfti aö kaupa kjólinn.
¦ Guðrún er búin að borga lánið
og hefur lofað að gera þetta aldrei
aftur. Hún hefur meira að segja
látíð forseta þingsins ákveða að
Alþingi láni aldrei framar til fata-
kaupa. Það er gott hjá Guðrúnu að
vera búin að borga. Það eru ekki
nærri allir sem borga lánin sem
þeir fá. Hins vegar er því ekki að
neita að það getur vafist fyrir Al-
þingi að kjósa sér kvenmann fyrir
forseta þegar búið er að taka fyrir
öll fatakaupalán í framtíðinni. Al-
þingi á það á hættu að kvenforsetar
láti sjá sig í alþýöubandalagslörf-
um í útlöndum, vegna þess aö þeir
hafa ekki efni á kaupa sér föt fyrir
tvö hundruð þúsund krónur. Hvað
segja kvenfrelsiskonur um það
ójafnræði? Er ekki verið að svipta
konur möguleikunum til jafnréttis?
Dagfari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48