Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						
Sjónvarpið laugardaginn 5. maí kl. 19.00:
Bein útsending
frá Júgóslavíu
- Arthúr Björgvin kynnir Söngvakeppni sjónvarpsstöðva
Þá líöur að úrslitunum í söngva-
keppni Sjónvarpsstöðva. Sjónvarp-
ið verður með þriggja klukkutíma
beina útsendingu frá keppninni
sem að þessu sinni er haldin í
Zagreb í Júgóslavíu. Útsendingin
hefst kl. 19.00 og stendur til kl.
22.00.
Keppendur eru þegar komnir til
Zagreb og hafa tekið til við æfing-
ar. Þar á meðal eru að sjálfsögðu
Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar
Örvarsson og hljómsveitin Stjórnin
sem að þessu sinni keppa fyrir
hönd íslands.
Ýmis nýmæli verða nú í fram-
gangi keppninnar. Má þar nefna
að hljóðgerflar verða gerðir útlægir
en þeir hafa ár frá ári sett vaxandi
mark á allan tónhstarflutning. Þá
er ekki ætlunin að kynna hvert lag
fyrir sig heldur nokkur í einu til
að slíta dagskrána ekki um of í
sundur.
Tahð er að um 600 milljónir
manna hafi horft á síðustu keppni
og þeir verða enn fleiri nú því fólk
víða í Austur-Evrópu getur horft á
hana í fyrsta sinn. Þá sýna sjón-
varpsstöðvar utan Evrópu keppn-
inni vaxandi áhuga. Því er áætlað
að um einn milljarður manna sjái
þaðsem fram fer keppniskvöldið í
Zagreb.
í íslensku dómnefndinni eiga
sextán manns sæti auk Guðmund-
ar Inga Kristjánssonar, sem er for-
maður, og Arna Snævars sem er
ritari. Annar hver dómnefndar-
maður er af höfuðborgarsvæðinu
en hinir af landsbyggðinni. Þá fá
bæði kynin jafnmarga fulltrúa í
nefndinni.
Kynnir í útsendingunni á laugar-
dagskvöldið verður sjónvarpsmað-
urinn raddþýði, Arthúr Björgvin
Bollason.
Sigriöur Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og hljómsveitin Stjórnin flytja lag Harðar Ólatssonar í Zagreb á
laugardagskvöldið.
Sjónvarp fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30:
Sex sjonvarpsþættir
um hernám f slands
Þetta er fyrsti þátturinn í heimilda-
syrpu Sjónvarpsins þar sem stríðsár-
in hérlendis verða skoðuð frá ýmsum
sjónarhornum. Umsjón hafa Helgi
H. Jónsson og Anna Heiður Odds-
dóttir. Alls verða þættirnir sex og á
dagskrá fram eftir sumri.
Þættirnir eiga að varpa ljósi á ís-
lenskt þjóðfélag við upphaf heims-
styrjaldarinnar síðari og þau ár sem
hún stóð. Fléttað verður saman kvik-
myndum, ljósmyndum og viðtölum
við innlenda og erlenda menn sem
lifðu og muna stríðsárin.
Fyrsta þáttinn ber upp á sjálfan
hernámsdaginn, 10. maí. í honum
verða raktir atburöir þessa fyrsta
dags hernámsins fyrir réttum 50
árum, sem og aðdragandi þess og tíö-
arandinn um þær mundir sem styrj-
aldarskýin hrönnuðust upp á Evr-
ópuhimni.
í þættinum verður talað við einn
þeirra bresku landgönguliða er fyrst-
ir stigu hér fæti á land og kom hann
sérstaklega hingað til lands vegna
viðtalsins. Einnig verður gerð grein
fyrir áhuga Breta og Þjóðverja á ís-
landi og umsvif þeirra hérlendis á
árunum fyrir styrjöldina tíunduð.
Helgi H. Jónsson og
iður Oddsdóttir eru umsjónarmenn þáttanna um hernám Islands.
m ÚTVirXRP^DJ/^MGrlR
ÍRerWdW 6.-13. IWÍ1990
l»—
Norrænir djassdagar í Reykjavík
Meðal þess sem Ríkisútvarpið
gerir í tilefni 60 ára afmælis síns á
þessu ári er að gangast fyrir
stærstu og umfangsmestu djass-
hátíð sem haldin hefur verið hér á
landi. Hefst hátiðin sunnudaginn
6. maí og lýkur að viku liðinni, 13.
maí. Alls verða um 50 tónleikar og
munu liðlega 200 hljóðfæraleikarar
taka þátt í hátíðinni.
Djasshátíðin er felld inn í sér-
staka norræna útvarpsdjassdaga
sem nú eru haldnir í þriðja sinn.
Margir þekktir djassmenn á Norð-
urlöndum munu leika þessa daga.
Má þar nefna Ole Kock Hansen frá
Danmörku, Jukka Linkola frá
Finnlandi, Egil Johansen frá Nor-
egi og Hakoii Werling frá Svíþjóð.
Auk þeirra og yfir tuttugu annarra
hljóöfæraleikara frá Norðurlönd-
um munu allir okkar bestu djass-
leikarar leika á Djassdögum. Hátíð-
in fer þannig fram að á hverjum
degi verða tónleikar á Hótel Borg,
Fógetanum, Duushúsi, Gauki á
Stöng, Fimmunni, Horninu,
ÓperukjaUaranum og Kringlu-
kVánni fram á föstudag. Sérstakir
norrænir tónleikar verða á
fimmtudags- og föstudagskvöld þar
sem fram koma fulltrúar Norður-
landanna.
Á laugardagskvöld verða svo
stórtónleikar á Hótel Borg þar sem
allar norrænu sveitirnar koma
fram. Hátíðinni lýkur svo með stór-
tónleikum í Borgarleikhúsinu
sunnudaginn 13. maí en þar kemur
fram stórsveit sem skipuð er tutt-
ugu og tveimur hljóðfæraleikurum
frá öllum Norðurlöndunum.
Stjórnandinn verður Jukka Lin-
kola frá Finnlandi. Útvarpað verð-
ur á báðum rásum Ríkisútvarpsins
öll kvöld meðan á hátíðinni stend-
ur.
Fyrsta útvarpsútsendingin verð-
ur á sunnudagskvöld kl. 23.00 á Rás
1. Mun Borgarrdjómsveitin, meö
Carl Möller í broddi fylkingar,
leika í ÓperúkjaUaranum. Þá má
geta þess að í hádeginu, frá mánu-
degi til fóstudags, ríkja píanistar á
rás 1. Guðmundur Ingólfsson, Árni
Elfar, Jón og Karl Möller, Olafur
Stephensen og Kristján Magnússon ¦
verða þá í sviðsljósinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24