Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1991, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. APRÍL 1991. 123 Bridge Sveit Landsbréfa skipuðu: Rúnar Magnússon, Sigurður Vilhjálmsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Jón Þorvarðarson og Magnús Ólafsson. íslandsbankamótið í bridge: Sveit Landsbréfa sigraði örugglega Eins og kunnugt er af fréttum sigr- aði sveit Landsbréfa á íslandsmótinu í bridge nokkuð fyrirhafnarlítið. Raunar veitti aðeins ein sveit henni keppni, þ.e. sveit VÍB, eða Verðbréfa- markaðar íslandsbanka, en svo skemmtilega vildi til að þær mættust í síðustu umferð mótsins. Þeim leik lyktaði með jafntefli, 15-15, en sveit Landsbréfa dugðu 9 stig til þess að vinna. Tveir af íslandsmeisturunum í fyrra náðu að verja titil sinn, Magnús Olafsson og Sigurður Vilhjálmsson, en hinir sveitarmeðlimirnir eru Að- alsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Jón Þorvarðarson og Rúnar Magnús- son. Bridge Stefán Guðjohnsen Þar eð sömu spil voru spiluð í öll- um leikjum var auðvelt og skemmti- legt fyrir áhorfendur að fyigjast með keppninni og einnig gaf það mögu- leika á svokölluðum íjölsveitaút- reikningi til þess að mæla getu hinna einstöku para. Auðvitað er sá saman- burður ekki einhlítur en gefur þó vissa vísbendingu um frammistöðu spilaranna. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Bald- ursson fengu hæsta skor í fjölsveita- útreikningnum, eða 18.79 út úr 13 hálfleikjum, í öðru sæti voru Karl Sigurhjartarson og Sævar Þor- björnsson með 18.06 úr 11 hálfleikj- um og þriðju Siglflrðingarnir Ás- grímur og Jón Sigurbjörnssynir með 17.94 úr 6 hálfleikjum. Það er auðvelt að fylgjast með leikj- unum á hinu nýja tölvustýrða sýn- ingartjaldi sem Bridgesambandið hefur tekið í notkun en sýnt var frá flestum umferðum mótsins. Hér er eitt spil sem var athyglisvert bæði í sögnum, sókn og vörn. Spilið er frá fjórðu umferð og kom fyrir milh sveita Púlsins og Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka. A/N-S ♦ KD4 ¥ A1092 ♦ K3 + AG42 * A5 ¥ 865 ♦ A10875 + 1086 ♦ 109872 ¥ K73 ♦ DG6 + 73 í lokaða salnum sátu n-s Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Arnar- son en a-v Jónas P. Erlingsson og Júhus Sigurjónsson. Þorlákur opn- aði í síðustu hendi á einu grandi og enginn hafði neitt við það að athuga. Þorlákur fékk síðan 8 slagi og 120. Þessi árangur lá fyrir þegar spilið birtist á sýningartjaldinu og raunar virtist líklegt að lokasamningurinn yrði sá sami. Menn voru hins vegar ekki á eitt sáttir hvort norðri tækist jafnvel að fá einum slag meira í opna salnum og þá með því að svína spaða- tíu strax. En við skulum hlusta á sagnirnar. í opna salnum sátu n-s Guðmundur Sveinsson og Valur Sigurðsson en a-v Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigur- hjartarson: Austur Suður Vestur Norður pass pass pass 1 lauf pass ,1 tígull pass 1 grand pass 2 hjörtu pass 2 grönd pass 3 tíglar pass 4 spaðar pass pass pass Guðmundur og Valur spila sterkt lauf með yfirfærslum upp úr grand- sögnum. Meira get ég ekki um sagn- irnar sagt en hins vegar var sphið skyndilega orðið spennandi. Við sem sáum öll spilin vorum fljót að vinna sphið. Við myndum svína fyrir spaðagosa, gefa einn slag á tromp, gefa einn slag á tígulás en hjartatapslagurinn hyrfi ofan í laufa- gosa. Slétt unnið. En það er auðveldara að spila þegar maður sér allar hendur. Við skulum fylgjast með hvernig norður spilaði spilið. Austur valdi að spila út laufasexi, htið, drottning og norður drap með ás. Það virðist allt í lagi að spila tígul- kóngi og það gerði noröur. Austur drap á ásinn og spilaði meiri tígli. Blindur átti slaginn, tók tígulgosa, kastaði hjarta og spilaði síðan spað- atvisti. Lítið, kóngur, ás, en áreiðan- lega hefði verið betra að gefa. Austur hefur hins vegar verið hræddur við að eiga erfitt útspil ef hann færi síðar inn á spaðaás, enda spilaði hann trompi til baka sem var síður en svo óþægilegt fyrir sagnhafa. Það virðist nú vera handavinna að vinna spilið: einungis er eftir að spila laufi á go- sann þegar búið er að taka trompið af vestri. Þetta gerði sagnhafi líka en vestur hafði haft góðan tíma th þess að átta sig á stöðunni og lét lítið lauf, enda blasir vinningur viö ef hann drepur á kónginn. Sagnhafi varð fyr- ir vonbrigðum þegar vestur lét htið, en hann gaf líka og austur fékk óvæntan slag á áttuna. Hann spilaði nú laufatíu og sagnhafi, sem hafði tekið sér góðan tíma hingað th, var nú alveg viss. Hann kastaði hjarta úr blindum: einn niður. Ótrúleg mistök því ef laufasexan var heiðarlegt útspil þá hafði austur byrjað með þrjú eða fimm lauf. En það sem verra var: spihð stendur enn á borðinu með því að trompa laufið, taka síðasta trompið og austur er í bullandi kastþröng með laufakóng og D G X í hjarta. Sveit Verðbréfa- markaðarins græddi því 6 impa í stað þess að tapa 11. ■P UtÖÓ ¥ DG4 ♦ 942 -I. i/nnc 1 2 3 4 5 6 7 8 Samtals 1. Samvinnuferðir/Landsýn 13 8 25 23 13 18 21 121 2. Landsbréf 17 21 24 19 15 24 20 140 3. Tryggingamiðstöðin hf. 22 9 21 16 1 16 23 108 4. Jakob Kristinsson 4 6 9 I 17 . 14 16 16 82 5. S. Ármann Magnússon 7 11 14 13 12 24 0 81 6. V.Í.B. 17 15 25 16 18 14 22 127 7. Ásgrímur Sigurbjörnsson 12 6 14 14 6 16 | 18 86 8. Púlsinn 9 10 7 14 25 8 12 85 Sjúkrahúsið Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar óskast til sumar- afieysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-41333. Byggðastofnun Fyrirtæki í rækjuvinnslu Byggðastofnun hefur verið falið að endurlána fyrir- tækjum í rækjuvinnslu erlent lán að upphæð 200 millj. kr. til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Umsóknum um lán skal skila til Byggðastofnunar, fyrirtækjadeild, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, fyrir 1. maí 1991. Umsókninni skulu fylgja ársreikningar fyrir árin 1988-90, uppreiknuð veðbókarvottorð, brunabótamat fasteigna, tryggingarmat véla og rekstraráætlun fyrir 1991 og 1992. 40árar?ynsla 25 ár á íslandi Græna línan (jUJUÍijI Gæði og góð þjónusta PFAFF Borgartúni 20, sími: 626788 Charme L_____L \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.