Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um DV ķžróttir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						.iSVJÍ)
23

Getrau nir: xx1 - x22 -111 - x21
Lottó: 2-5-6-18-19(17)
Veist að dómara og þjálfara Keflvíkinga eftir sögulegan leik UMFN og IBK í körfunni:
Njarðvíkingar kærðir
- Njarðvíkingar gætu misst heimaleikinn ef til fimmta úrslitaleiks liðanna kemur
Njarövíkingar tóku illa ósigrinum gegn Keflvíkingum á
heimavelli sínum á laugardag og kann framkoma þeirra að
draga dilk á eftir sér. Annar dómari leiksins varð fyrir því
að áhorfandi veittist að honum er hann var á leið til búnings-
herbergis að leik loknum og danglaði í hann. Þá varð Jón
Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður ÍBK, fyrir aðkasti í beinni
útsendingu eftir leikinn.
Stjórnarmenn og forráðamenn Njarðvíkurliðsins létu ekki
sitt eftir liggja í árásunum á dómarann, Leif S. Garðarsson.
Einn þeirra, sem reyndar var þekktur dómari hér á árum
áður, hótaði að kýla dómarann, en heimamönnum tókst að
koma í veg fyrir það. Gæslumenn voru á leiknum' en að sögn
heimildarmanns DV voru þeir ekki barnanna bestir.
Dómarar leiksins sendu inn kæru til aganefndar vegna
atvikanna eftir leikinn og svo getur farið að framferði Njarð-
víkinga reynist þeim dýrkeypt. Svo gæti nefnilega farið að
Njarðvíkingar misstu heimaleikirin ef til fimmta úrslitaleiks
liðanna kemur.
Jón Kr. Gíslason varð einnig fyrir aðkasti eftir leikinn.
Hann var þá í viðtali í beinni útsendingu Sjónvarpsins. í
miðju viðtalinu kastaði einn áhorfenda litlum hlut í höfuð
Jóni Kr. Hann sagði í samtali við DV í gær: „Ég var búinn
að heyra alls kyns svívirðingar en átti alls ekki von á þessu
þegar ég var í viðtali í beinni útsendingu. Þetta er auðvitað
algert míeyksli. Og það er líka hneyksli að á blaði, þar sem
tekin er saman statistik úr leiknum af Njarðvíkingum og
send til okkar og KKÍ eftir leikinn, er einn leikmaður okkar
sagður aumingi.^'
A bls. 34 er nánar greint frá þessum sögulega leik.
-SK
EMíhandbolta:
Teka með
góða stöðu
(l m > Alfreð Gíslason skoraði 4
I ^JT" I  mörk þegar lið hans, Bid-
I /^ I  asoa, sigraði Teka í fyrri
*     ' leik liðanria í undanúrslit-
um Evrópukeppni bikarhafa í hand-
knattleik í gær, 22-20. Kristján skor-
aði 2 mörk fyrir Teka. Staða Teka
er því góð fyrir síðari leikinn sem
fram fer eftir viku á heimavelli Teka.
• Barcelona lék í undanúrslitum
gegn tyrkneska liðinu sem sló FH út
úr Evrópukeppni meistaraliða fyrr í
vetur og sigraði Barcelona, 19-31.
• í spönsku deildakeppninni vann
Granollers lið Avidesa, 23-22, og
skoraði Geir Sveinsson 2 mörk og
saknar greinilega Atla Hilmarssonar
sem er meiddur.
Héðinn fékk rautt spjald
Diisseldorf og Hiittenberg léku fyrri
úrslitaleik sinn um laust sæti í 1.
deild þýska handboltans um helgina.
Diisseldorf sigraði, 17-20, og þarf
Hiittenberg því að sigra með fjógurra
marka mun í síðari leiknum á heima-
velli Diisseldorf. Héðinn, sem er
meiddur, lék síðustu 10 mínúturnar
í vörninni og fékk rauða spjaldið
þegar skammt var til leiksloka eftir
brot á einum andstæðinga sinna í
hraðaupphlaupi.
-SK
• Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði vann þrenn gullverðlaun á Skíðalandsmótinu á ísafirði um helgina. Hér sést
Ásta með verðlaun sín en nánar er greint frá mótinu í máli og myndum á bls. 27-30.        DV-mynd Brynjar Gauti
Knattspyrna:
ÍR vann Fram
l ÍR-ingar komu á óvart er
íJ\   þeir sigruðu íslandsmeist-
/s m   ara Fram, 3-1, á Reykja-
' víkurmótinu í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. Pétur Jónsson
gerði tvö mörk fyrir ÍR og Njáll Eiðs-
son þjálfari eitt mark. Baldur
Bjarnason gerði eina mark Fram.
• Á laugardag unnu KR-ingar
stórsigur á Ármanni, 7-1, og gerði
Bjarki Pétursson þrennu fyrir KR.
• Litla bikarkeppnin í knatt-
spyrnu hófst á laugardag og voru þá
þrír leikir á dagskrá. Víðismenn
unnu óvæntan stórsigur á FH, 5-1, í
Garði. Breiðablik sigraði Selfoss, 3-1,
og gerði Steindór Elísson tvö mörk
fyrir Blikana. Þá unnu Skagamenn
1-0 sigur á Stjörnunni. -
-RR
Sigurður lék
kjálkabrotinn
¦^i
#*
ínm
Sigurður Ingimundarson,
fyrirhði Keflvíkinga, lék
með liði sínu gegn Njarð-
víkingum í úrslitakeppn-
í körfuknattleik á laugardag
þrátt fyrir að vera kjálkabrotinn.
Sigurður lenti í samstuði við einn
Njarðvíkinga í leik liðanna á dögun-
um en lék engu að síður með um
helginaogskoraðilOstig.      -SK
Dieter Höness vill fá Eyjótf i 2-3 ár
Dieter Höness, framkvæmdastjóri Stuttgarí, hefur iýst því yfir viö
Ey jó If S ver risson að hann vtlji hafa hann áfram h já Stuttgart og. semfa
vlð hann til 2—3 áia. Eyjólfur sagði í gaW að þaft yæri öruggt að
hann skHfaði undir eins árs samning hjá félaginu. Á myndinni eru
Christoph Daum þjálfari og Dieter Höness framkvæmdastjóri. Sjá
bl8.'25.-. :-."..
Sigurður
sigraði
Sigurð
Gylfi Þórissan, DV, Bandarikjunum;
Sigurður Matthíasson vann sigur á
háskólamóti í spjótkasti í Bandaríkj-
unum um helginá og kastaði hann
74,94 metra. Sigurður Einarsson varð
í öðru sæti og kastaði 74,36 metra.
Vésteinn Hafsteinsson keppti ekki
í kringlukasti en þar bar Helgi Þór
Helgason sigur úr býtum og kastaði
51 metra. í spjótkasti kvenna varð
Unnur Sigurðardóttir í þriðja sæti
og kastaði 39,40 metra.
Þröstur og Særún best í blakinu
Arshátið blakmanna var haldín á iaugardag. Bestu leikmennirnir
voru útnefrwlir Þröstur Friðfinnsort, KA, og Særún Jóhannsdóttir,
Vikingi. Efnílegustu leikmennirnir: Þorbjörg Jónsdóttir, Þrótli, Nes.,
og Stefán Þór Sigurðsson. Á myndina vantar Martein Guðgeirsson,
besta dómarann. Sjá nánar um blak á blaðsíðu 26.     DV-mynd gje
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34