Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1991, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991. 5 Fréttir Lýsismengunin á Ströndum: Rannsókn lokið þó orsökin sé enn óljós - sérstök nefnd skipuð vegna mengunaróhappa Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri og Eiður Guðnason umhverfis- ráðherra á fundinum i gær. DV-mynd JAK „Það er talið fullvíst að mengunin eigi rætur að rekja til dauðrar rauðátu en það liggur hins vegar ekki fyrir hvaö hefur orsakað það að rauðátan hefur drepist," sagði Eiður Guðnason umhverfisráð- herra á blaðamannafundi sem haldinn var vegna lýsismengunar- innar á Ströndum í gær. Þar var skýrt frá því að rannsókn málsins á tilraunastofum væri að mestu lokið en að Landhelgisgæsl- an og rannsóknarskip Hafrann- sóknastofnunarinnar myndu halda áfram að fylgjast með framvindu mála á mengunarsvæðinu. „Það hafa verið settar fram tilgát- ur um orsakir rauðátudauðans, t.d. seltulækkun vegna bráðnandi haf- íss, eitraðir þörungar eða einhverj- ir sérstakir sjúkdómar í þessum rauðátustofni," sagði Eiður, en á fundinum kom fram að sérfræðing- ar treysta sér ekki til þess að segja til um hvað af þessu, ef eitthvað, orsaki rauátudauðann. „Það má geta þess að undanfarin rúm fjörutiu ár, eða frá 1950, er kunnugt um sjö tilvik af svona mengun og þar af hafði hún aðeins borist á land í þremur tilvikum. Við erum þannig að fást hér við býsna sjaldgæft fyrirbæri og áreið- anlega mjög lítt rannsakað," sagði Eiður. Talið er að myndun grútarflekkj- anna fari minnkandi, þó ekki sé hægt að útiloka að þeir berist áfram í fjörurnar. Hafrannsókna- stofnun telur ekki líklegt að meng- unin komi til með að hafa nein af- gerandi áhrif á lífríkið í sjónum, þó hún gæti hugsanlega haft ein- hver staðbundin áhrif. Dr. Amór Sigfússon fuglafræð- ingur sagði að erfitt væri að meta áhrif mengunarinnar á fugladauða þar sem ekki liggja fyrir nein gögn til samanburðar, þ.e. hversu mikið af fuglinum drepst af náttúrunnar hendi. Hann mælti með því að fylgst yrði með þessu svæði næstu ár til að fá samanburð. „í framhaldi af þessu máli hefur umhverfisráðuneytið ákveðið að skipa sérstaka aðgerðanefnd vegna svona meiri háttar mengunaró- happa á sjó en hún á að koma sam- an þegar um meiri háttar mengun- aróhöpp er að ræða eða þegar hætta er talin á slíku,“ sagði Eiður. Hlutverk nefndarinnar yrði að meta mengunarhættu, skipuleggja rannsóknir á lífríki, leiðbeina um viðbrögð og samræma aðgerðir einstakra stofnana. Einnig ætti nefndin að meta árangur þeirra aðgerða sem gripið er til hverju sinni og gera tillögur um úrbætur. Nefndin er skipuð fulltrúa um- hverfisráðuneytisins, auk fulltrúa Geislavarna ríkisins, Hafrann- sóknastofnunar, Náttúrufræði- stofnunar og Siglingamálastofnun- ar. -ingo HeimiHaðveiða 1.097 hreindýr Ákveðið hefur verið að á tímabil- inu 10. ágúst til 15. september næst- komandi verði heimilt að veiða allt að 1.097 hreindýr í Norður-Þingeyj- arsýslu, Múlasýslu og Austur- Skaftafellssýslu. Tvær breytingar verða á reglum umhverfisráðuneytisins í ár. í stað þess að tilgreina einungis heildar- fiölda þeirra dýra sem heimilt er að veiða í hveiju sveitarfélagi er nú mælt nákvæmlega fyrir hve marga tarfa, kýr og kálfa megi veiða. Einnig tekur sú breyting gildi að sveitarfélögin greiði tiltekiö gjald fyrir hvert dýr, sem síðan verði notað til rannsókna, en tekjur af veiðunum renni til sveitarfélaganna. -ingo Skotveiöifélagið: Fráleittaðfá ekkiaðvera meðíráðum „Við teljum það fráleitt að fá ekki að vera með í ráðum þegar ráðstafa á heilum hreindýrastofni sem er óve- fengjanlega eign þjóðarinnar allrar," sagði Sólmundur Tr. Einarsson, formaður Skotveiðifélags íslands, er DV innti hann eftir viðbrögðum skot- veiðimanna við nýrri reglugerð um hreindýraveiðar. í reglugerðinni kemur fram að ekki er heimilt að selja veiðileyfi heldur er þeim úthlutað til sveitarfélaga sem svo fela sérstökum hreindýraeftir- Utsmönnum veiðarnar. í nýju reglunum eru einnig gerðar tvær breytingar. Sveitarfélögin greiða nú tiltekið gjald fyrir hvert fellt dýr, sem notað verður til rann- sókna, en geta svo ráðstafað tekjun- um að eigin vild. Einnig verður nú reynt að halda eðlilegu hlutfalU miUi kynja með því að mæla fyrir um hve marga tarfa, kýr og kálfa má veiða á hverju svæði. „Við teljum það mjög jákvætt að reynt sé að stjórna veiðunum á þenn- an hátt en allt annað í þessari nýju reglugerð er gömul lumma tU þess eins að þóknast landeigendunum fyr- ir austan," sagði Sólmundur. Þetta býður upp á fyrra fyrirkomu- lag, að menn geti komist í veiðarnar á bak við tjöldin og jafnvel greitt fyr- ir, að sögn Sólmundar. Hann benti einnig á að þarna væri verið að færa mönnum tekjur á silfurfati, því sveit- arfélögin greiða tæpar þrjár mUljón- ir króna fyrir dýrin á meöan hægt er að fá tæpar fjörutíu miUjónir fyrir kjötið. -ingo E3 Handskiptur / Sjálfskiptur □ Aílstýri og veltistýrishjól H Framdrif M Hvarfakútur 0 Þriggja ára ábyrgð Verð frá kr. 795.840,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.