Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1992. Afrnæli Gudmundur Jónsson Guömundur Jónsson bifreiöa- stjóri, Þinghólsbraut 12, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist að Vola í Hraungerðishreppi í Ámessýslu en ólst upp að Hrafnkelsstöðum og síð- an í Gnúpverjahreppi, lengst af á Miðhúsum og síðan á Stóra-Núpi. Hann gekk í Asaskóla í Gnúpveija- hreppi. Guðmundur tók bílpróf1935 og meiraprófið á öðm námskeiðinu sem haldið var hér á landi, 1937. Hann flutti til Reykjavíkur tuttugu og eins árs og stundaði rútuakstur hjá Gunnari Guðnasyni 1939. Þá keyrði hann í Þjórsárdalinn fyrir Harald Georgsson í Haga 1945 og keyrði áætlunarrútuna austur að Kirkjubæjarklaustri 1946. Guðmundur var langferðabílstjóri í tæp íjörutíu ár hjá ýmsum aðilum, t.d. Kjartani og Ingimar, en þó lengst af hjá Guðmundi Jónassyni eða í rúm tuttugu ár. Hann keyrði mikið í hálendis- og öræfaferðum meðan hann starfaði hjá Guðmundi Jónas- syni og naut þá samferðafólk hans þess hve vel hann er að sér í ömefn- um landsins og í vísum og sögum úr ýmsum áttum. Þá var Guðmund- ur ætíð mjög farsæll bílstjóri í þess- um vandasömu ferðum. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 10.1.1948 Herdísi Hákonardóttur, f. 17.7.1924, d. 23.5.1988, húsmóður. Hún var dóttir Hákonar Halldórssonar, sem er látinn fyrirfjölda ára, og Petrínu G. Narfadóttur sem nú er níutíu og níu ára að aldri, búsett á Akranesi en þau bjuggu áður á Kárastíg 14 í Reykjavík. Böm Guðmundar og Herdísar eru Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 5.3. 1947, húsmóðir í Reykjavík, og á hún fimm böm; Hafsteinn Guðmunds- son, f. 24.4.1948, starfsmaður á véla- verkstæði, og á hann einn son; Har- aldur Heimir Guðmundsson, f. 10.6. 1955, starfsmaður á vélaverkstæði; Hlynur M. Guðmundsson, f. 7.8. 1959, rútubílstjóri. Stjúpdóttir Guð- mundar er Petrína Konný Arthurs- dóttir, f. 29.12.1943, gift Kristni Benediktssyni og eiga þau þrjá syni. Systkini Guðmundar: Ingibjörg Jónsdóttir, f. 2.9.1912, var gift norsk- um manni, Ingvald Nordström, og eignuðust þau þrjú börn en hún er látin fyrir nokkram árum; Ingólfur Jónsson, f. 24.8.1913, nú látinn, bjó á Minna-Hofi í Gnúpveijahreppi, var kvæntur Margréti Rikardsdótt- ur og eignuðust þau eina dóttur, auk þess sem hann átti dóttur frá því áöur; Árni Jónsson, f. 12.8.1914, lengst af bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Fanneyju Jónsdóttur og eiga þau tvo syni; Guðbjörn Jóns- son, f. 3.9.1915, d. 18.9.1990, verka- maður, lengst af búsettur á Hæli í Gnúpverjahreppi. Foreldrar Guðmundar: Jón Þor- kelsson, f. 1.11.1886, d. 26.8.1961, b. og verkamaður í Hrunamanna- og Gnúpveijahreppi, og Jóhanna Jóns- dóttir, f. 25.7.1879, d. í maí 1956, húsmóðir og vinnukona. Ætt Jón var bróðir Oddgeirs, afa Páls Jenssonar, stærðfræðiprófessors við HÍ. Annar bróðir Jóns var Árni Steindór, faðir Sigurðar Þorkels skipherra og afi Sigurðar Steinars skipherra. Systir Jóns var Steinunn, móðir Más Rögnvaldssonar, bryta á Nesjavöllum. Onnur systir Jóns var Ingveldur, amma Helenu Eyjólfs- dóttur söngkonu. Jón var sonur Þorkels, b. á Þorbjarnarstöðum í Garðahverfi, ættfoður Þorbjarnar- staöaættarinnar, Árnasonar, bróð- ur Guðrúnar, langömmu Víglundar Þorsteinssonar og Péturs Guð- mundssonar flugvallarstjóra. Móðir Þorkels í Lambhaga var Steinunn Þorkelsdóttir, b. í Krýsuvík, Valda- sonar og konu hans, Þórunnar Álfs- dóttur, b. í Tungu í Flóa, Arasonar, Guðmundur Jónsson. hreppstjóra á Eystri-Loftsstöðum, Bergssonar, b. íBrattsholti, Sturlu- sonar, ættfóður Bergsættarinnar. Móðir Jóns var Ingveldur, systir Sigríðar, langömmu Harðar Sigur- gestssonar, forstjóra Eimskipafé- lagsins. Önnur systir Ingveldar var Sigurbjörg, amma Guðmundar Björnssonar læknaprófessors. Ing- veldur var dóttir Jóns, b. á Setbergi í Hafnarfirði, ættfoður Setbergsætt- arinnar og bróður Sigurðar, afa Ott- ós N. Þorlákssonar, fyrsta forseta ASÍ. Guðmundur verður að heiman á afmæhsdaginn. Soffía Túbalsdóttir Þuríður Soffía Túbalsdóttir, Njálsgötu 39B, Reykjavík, er níræð ídag. Starfsferill Soffía er fædd í Múlakoti í Fljóts- hhð og ólst þar upp. Hún vann al- menn sveitastörf á yngri árum og var jafnframt oft leiðsögumaður ferðamanna og gesta gistihússins sem foreldrar hennar ráku um ára- bh í Múlakoti. Leiðsögustarf Soffiu fólst m.a. í ferðum á hestum um sveitir og óbyggðir þar sem farið var yfir ámar og inn í Þórsmörk. Soffia fór til Kaupmannahafnar sumarið 1947 og kynnti sér öskju- gerð fyrir guhsmiði. Hún kom á fót öskjugerð í Reykjavík og rak hana í u.þ.b. fjóra áratugi. Soffia var gjaman fengin til að gera öskjur utan um ýmsa dýrgripi og má t.d. nefna öskjur sem hún gerði utan um minningarskjal um John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, og svipu til handa Margréti Dana- drottningu. Soflfia var hðtækur ljósmyndari og eftir hana hafa birst myndir í blöðum og ennfremur var hún með fyrstu konum til að taka bílpróf. Fjölskylda Systkini Soffiu: Guðbjörg Lilja, f. 23.5.1894, d. 7.1.1975, húsmóðir, hennar maður var Jón Guðjónsson, bóndi, þau bjuggu í Landeyjum og síðar í Reykjavík, þau áttu eina kjör- dóttur; Ólafur Karl Óskar, f. 13.7. 1897, d. 27.4.1964, listmálari og bóndi í Múlakoti, hans kona var Lára Ey- jólfsdóttir, húsmóðir og hótelstýra, þau eignuðust þrjú böm; Ragnheið- ur Ágústa, f. 13.12.1907, húsmóðir, maki Hjörleifur Gíslason, bóndi, þau búa á Hvolsvelh og eiga tvö böm. Uppeldissystur Soffiu: Vigdís Eyjólfsdóttir, f. 26.8.1893, d. 3.5.1977, húsmóðir, hennar maður var Mar- íus Jóhannsson, sjómaöur, þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust fimm böm; Soffia Gísladóttir, f. 31.12.1915, húsmóðir, maki Ingi Jónsson, bóndi, þau búa í Hvolsvehi og eiga tvö böm. Eyjólfur, faðir Vig- dísar, var bróðir Guðbjargar, móöur Soffíu Túbalsdóttur. Foreldrar Soffíu: Túbal Karl Magnússon, f. 31.12.1867, d. 9.5.1946, bóndi, og Guðbjörg Aðalheiöur Þor- leifsdóttir, f. 27.7.1870, d. 8.7.1958, húsmóðir og kunn garðyrkjukona, en þau bjuggu í Múlakoti í Fljóts- hlíð. Ætt Túbal var sonur Magnúsar silfur- smiðs Eyjólfssonar, hreppstjóra í Fljótsdad í Fljótshlíð, Oddssonar, b. á Fossi, Guðmundssonar, b. á Stein- krossi, Hahvarðssonar, b. á Heiði, Teitssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi, Bjamasonar, hreppstjóra og ættfoð- ur Víkingslækjarættarinnar, Hall- dórssonar. Móðir Margrétar var Ingunn Jónsdóttir, b. í Bolholti, Þór- arinssonar, b. í Næfurholti, Brynj- Soffía Túbalsdóttir. ólfssonar. Móöir Magnúsar var Guðrún Sæmundsdóttir, b. á Torfa- stöðum, Einarssonar, b. á Lamba- læk, Hallssonar, b. á Giljum, Bjöms- sonar. Móðir Túbals var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. í Ártúnum, Bene- diktssonar, b. í Næfurholti, Árna- sonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Vigfúsdóttir, b. á Bergþórshvoh, Magnússonar. Móðir Guðrúnar Vig- fúsdóttur var Guðlaug Jónsdóttir, yngra, hreppstjóra í Neðraseh, bróöur Ólafs á Fossi. Guðbjörg var dóttir Þorleifs, b. í Múlakoti, bróður Magnúsar silfur- smiðs. Móðir Guðbjargar var Þuríö- ur Jónsdóttir, fóðursystir Úlfars í Fljótsdal. Soffía tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn í salnum Hátúni á Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38 í Reykjavík, kl. 17-19. Til hamingju með afmælið 22. janúar 90 ára Guftbjörg Guöjónadóttir, Hnifsdalsvegi 8, ísafirði. 85 ára Sólveíg MugnÚHdnttir, Fellsmúla 4, Reykjavik. Kristin Guðmundsdóttír, Hrafnistu v/SkjóÍvang, Hafiiarflrði, áö- ur til heirailis að Breiðagerði 8. Maður hennar er Magnús Júliusson. Þau taka á móti gestum nk. laugardag á heimih dóttur sinnar og tengdasonar, Álfa- skeiöl 90 í Haínarfirði, kl. 15-19. 80 ára Hildigunnur Halldórsdóttir, Sorlaskjóli 4, Reykjavík. 75 ára gríður Sigurðardóttir, átúni 10, Reykjavik. Tryggvi Bjarnasan, Hjaltabakka 12, Reykjavík. 70 ára 60 ára 50 ára Kristbjörg Hermannsdóttir, Höfðagötu 17, Stykkishólmi. Guöbjartur Andrésson, Hjarðnrtiolti 15, Akranesi. Kristrún B. Jónsdóttir, Geitlandi 6, Reykjavik. Bjöm Eymundsson, Fagranesi, Nesjahreppi. Sigurjón Jónsson, Vestmannabraut 24, Vestmannaeyjum. 40 ára Sigurborg Helgadóttir, Borgargerði 6, Reykiavík. Póll Hatlgrimsson, Aðalbraut 46, Raufarhöfn. Ásiaug Stephensen, Bergstaðastræti 83, Reykjavik. Kandver G. KarJesson, Norðurgótu 35, Akureyrí. Gúnnar Haukur Sveinsson, Sporðagrunni 9, Reykjavik. Hrefna Svava Þorstcinsdóttir, Ásgarði 3, Reykjavík. Kristbjörg Stefánsdóttir, Þykkvabæ 11, Reykjavík. Hún er að heiman. Guðmundur G. Pétursson, Frostafold 175, Reykjavík. Bergþór Guömundsson, HjaUavegi 14, Súgandafirði. Bára Guðjónsdóttir, Fossheiði 48, SelfossL Árni Halldórsson, Grundargötu 94, Grundarfirði. Þorvaidur Árnason, Heiðarbrún 3, Kefiavík. Valgeröur Selma Guðnadóttir, Logafold 121, Reykjavík. Kristján Gunnarsson, Funafold 79, Reykjavík. Guömundur F. Baldursson, Kambahrauni 25, Hveragerðl Jóhann Hafberg Óskarsson, Brautarhplti 20, Ólafevík. Ágúst E. Ágústsson Ágúst Elías Agústsson offset- prentari, Hlaðhömrum 42, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferiil Ágúst er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræöa- prófi frá Armúlaskóla og fór síðar í Iðnskólann og lærði þar offsetprent- un. Hann lærði filmugerð nokkrum árum síðar og lauk því námi 1977. Ágúst starfaði í Prentsmiðjunni Litbrá í Reykjavík til 1979. Hann var eitt ár í Vestmannaeyjum hjá Prent- smiðjunni Rún, tvö ár í Odda, við kennslu í Iðnskólanum í Reykjavík í nokkur ár og hjá Prentsmiðjunni Libris um tíma. Síöast talda fyrir- tækið stofnsetti hann ásamt Matthí- asi Pálmasyni. Ágúst hefur starfað hjá Bílrúðuísetningu Kristjáns Ág- ústssonar frá 1990. Fjölskylda Kona Ágústs er Hrefna Sigfúsdótt- ir, f. 7.4.1957, húsmóðir. Foreldrar hennar: Sigfús Halldórsson tón- skáld og Steinunn Jónsdóttir hús- móðir en jiau em búsett í Kópavogi. Dóttir Agústs og Hrefnu er Helga, f. 12.5.1979. Systkini Ágústs: Ingolf, leigubh- stjóri, maki Jónína Jóhannsdóttir, starfsm. í mötuneyti, þau eiga eitt bam, Ingolf átti bam áður; Guð- Ágúst Elías Ágústsson. björg, hjúkrunarfr., hún á þrjú böm; Jóhanna, starfsm. í netagerð, maki Óskar Ólason prentsmiðju- stjóri, þau eiga eitt barn, Jóhanna átti barn áöur; Kristján Edvard, bólstrari, maki Kristín J. Vigfús- dóttir hjúkrunarfr., þau eiga þrjú böm; Helgi Björgvin, prentari, hann á eitt bam. Uppeldisbróðir Ágústs er Geir Sigurðsson, nemi i HÍ, en hann er sonur Jóhönnu. Foreldrar Ágústs: Ágúst S.S. Sig- urðsson, látinn, málarameistari, og Elí Möher Sigurösson húsmóðir en þau bjuggu lengst af í Reykjavík, Elí býr nú á Furugrund 77 í Kópa- vogi. KristjánE. Kristján Edvard Ágústsson bólstrari, Gerðhömrum 6, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Kristján er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Armúlaskóla og fór síöan í Iðnskólann og lærði þar bólstrun. Kristján starfaöi i Trésmiðjunni Víði í átta ár. Hann stofnsetti B0- rúðuísetningu Kristjáns Ágústsson- ar 1982 og hefur rekið hana síðan. Fjölskylda Kona Kristjáns er Kristín J. Vig- fusdóttir, f. 17.12.1954, hjúkrunarfr. Foreldrar hennar eru Vigfús Waag- fjörð vélstjóri og Þórdís Friðsteins- dóttir, starfsm. á barnaheimih, en þau búa í Vestmannaeyjum. Böm Kristjáns og Kristínar: Elsa, f. 11.12.1978; Klara, f. 11.7.1982; Vig- fus, f. 11.9.1986. Systkini Kristjáns: Ingolf, leigubíl- stjóri, maki Jónína Jóhannsdóttir, starfsm. í mötuneyti, þau eiga eitt bam, Ingolf átti bam áður; Guð- björg, hjúkrunarfr., hún á þrjú böm; Jóhanna, starfsm. í netagerð, maki Óskar Ólason prentsmiðju- stjóri, þau eiga eitt bam, Jóhanna Ágústsson Kristján Edvard Ágústsson. átti bam áöur; Ágúst Ehas, offset- prentari, maki Hrefna Sigfúsdóttir, þau eiga eitt barn; Helgi Björgvin, prentari, hann á eitt barn. Uppeldis- bróðir Kristjáns er Geir Sigurðsson, nemi í HÍ, en hann er sonur Jó- hönnu. Foreldrar Kristjáns: Ágúst S.S. Sigurðsson, látinn, málarameistari, og Eh Möher Sigurðsson, húsmóðir, en þau bjuggu lengst af í Reykjavík, Eh býr nú á Furugrund 77 í Kópa- vogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.