Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 21. MARS 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot. mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF , ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Slegizt um safnahús Brýnna er aö lina húsnæðisþrengsli Hæstaréttar en forsætisráðuneytisins, því að húsnæði Hæstaréttar hef- ur verið óbreytt áratugum saman, þrátt fyrir fjölgun mála og dómara, en ráðuneytið hefur smám saman get- að ýtt öðrum ráðuneytum úr stjórnarráðshúsinu. Ennfremur er ódýrara að flytja Hæstarétt fyrir 100 milljónir í safnahúsið við Hverfisgötu en að byggja yfir hann fyrír 300 milljónir króna. Það tekur auk þess skemmri tíma að flytja Hæstarétt yfir götuna en að hanna og byggja nýtt hús á ótilgreindum stað. Þetta hefur raunar þótt sjálfsögð afleiðing af flutningi Landsbókasafnsins í Þjóðarbókhlöðuna nýju á Mela- velli og flutningi Þjóðskjalasafnsins í Mjólkursamsöluna við Laugaveg. Flestir telja, að safnahúsið við Hverfis- götu henti vel sem dómhús, til dæmis Hæstaréttar. Landsbókasafnið er fallega hannað hús með virðuleg- um svip, sem hæfir æðsta dómstigi landsins. Alþingi og ríkisstjórn búa þegar í gömlum og virðulegum hús- um, en þriðja valdsvið ríkisins hefur skort hliðstætt húsnæði fyrir virðulegustu stofnun sína, Hæstarétt. Með því að flytja Hæstarétt í safnahúsið er tiltölulega varanlega séð fyrir húsnæðisþörfum stofnunarinnar, enda er það sanngjarnt, því að sú stofnun hefur setið eftir á sama tíma og húsnæði Alþingis og einkum ríkis- stjórnar hefur þanizt út um allar trissur. Húsnæðisþörf Alþingis má leysa með því að kaupa skrifstofuhús Pósts og síma við Austurvöll og nota fyrir skrifstofur. Það hús má tengja neðanjarðar við gamla Alþingishúsið, sem yrði áfram fundarsalur. Því þarf ekki að byggja hið forljóta verðlaunahús Alþingis. Póstur og sími rekur sama sem enga almannaþjón- ustu í Kvosinni. Sú stofnun þarf ekki nema sem svarar rými einnar verzlunar á þeim slóðum, en getur að öðru leyti haft sínar skrifstofur hvar sem er í borginni. Eðli- legt er, að stofnunin víki fyrir Alþingi við Austurvöll. Raunar er afleitt, þegar opinberar stofnanir eða bank- ar þenja sig út í gömlum borgarkjörnum og hrekja á ■brott aðra starfsemi, sem gæðir slíka kjarna lífi. Það eru einkum bankarnir, sem hafa eyðilagt Kvosina í Reykja- vík. Betra er að hafa skrifstofublokkir annars staðar. Það er nýtt af nálinni, að forsætisráðuneytið telji sig þurfa meira pláss eftir að hafa hrakið önnur ráðuneyti úr stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Ef það er rétt, kemur vel til greina að hafa hluta ráðuneytisins í hús- inu fyrir aftan, þar sem áður var menntaráðuneytið. Forsætisráðuneytið ásælist safnahúsið við Hverfis- götu. Það er skiljanlegt, því að það hús getur auðvitað hentað til slíkra nota. En betra er að spilla ekki fyrir fyrri hugmyndum um flutning Hæstaréttar þangað og leysa heldur meintan vanda ráðuneytisins á annan hátt. Stjórnendur forsætisráðuneytisins vilja byggja yfir Hæstarétt til að losna við keppinautinn um hús Lands- bókasafnsins, þótt ráðuneytisstjórinn haldi fram, að ekkert samhengi sé þar á milli. Ummæli hans verða túlkuð sem hefðbundinn tunguklofi embættismanns. Eini kosturinn við ásælni forsætisráðuneytisins er, að hún flýtir fyrir opnun Þjóðarbókhlöðunnar á Melun- um. Ráðuneytið mun af hefðbundnum tvískinnungi ekkert til spara til að ná fram vilja sínum og þægindum, en sér eftir hverri krónu, sem fer í Hæstarétt. Forsætisráðuneytið mun hafa sitt fram, en hefur af því lítinn sóma, enda er hann ekki æðsta boðorð þess. Þetta er eins og við er að búast af fyrri reynslu. Jónas Kristjánsson Ummyndun Suð- ur-Afríku við ótryggar aöstæöur „Bók kynþáttaaöskilnaöarstefnu hefur verið lokaö fyrir fullt og allt,“ sagöi Frederik W. de Klerk Suður- Afríkuforseti sigri hrósandi á tröppum þinghússins í Höfðaborg. Honum haföi tekist það sem fæstir töldu fyrirfram mögulegt, aö fá meira en tvo þriðju hvítra landsbúa til að gjalda jáyrði við að framvegis deili þeir völdum með svarta meiri- hlutanum. Skoðanakannanir eru bannaðar í Suður-Afríku eftir að kosninga- barátta hefst, svo að getgátur einar voru uppi um úrslitin fyrir kjör- dag. Fréttamenn töldu að mjótt yrði á mununum og talsmenn Þjóð- arflokks forsetans kváðust gera sig ánægða með að 56% kjósenda ját- uðu stuðningi við áframhald samn- ingaviðræðna um nýja stjómskip- un og myndun bráðabirgðastjómar með breiðri þátttöku mismunandi kynþátta meðan verið er að koma henni á. Úrshtin í allsherjaratkvæða- greiðslu hvítra manna, 3.300.000 á kjörskrá af yfir 30 milljónum Suð- ur-Afríkubúa, var að 68,7% sögðu já í 85% kjörsókn. Eftir á segja kunnugir að það sem hafi gert sigur de Klerk miklu meiri en við var búist hafi verið kjörsókn ensku- mælandi fólks langt umfram það sem vænst var. í fyrstu leit út fyrir að margir enskumælandi kjósend- ur Utu fyrst og fremst á allsheijar- atkvæðagreiðsluna sem uppgjör miUi stríðandi fylkinga Búa, þeirra sem mæla á afrikaans. Þetta breytt- ist þegar Þjóðlega andspyrnuhreyf- ingin, samtök sem sækja fyrir- myndir til nasista, tók að senda einkennisbúnar sveitir til að hleypa upp kosningafundum Þjóð- arflokksins. Þá stóðust enskumæl- andi kjósendur ekki mátið og þyrptust á kjörstaði. En úrsUt aUsherjaratkvæða- greiðslunnar sýna líka að meiri- hluti Búa styður málstað de Klerks. Aðeins á einu kjörsvæði í öUu land- inu náðu nei-atkvæðin meirihluta. Þessi niðurstaða setur íhaldsflokk- inn, helsta andstæðing stefnu de Klerks, í mikinn vanda. Klofnings gætti í flokknum fyrir aUsherjarat- kvæðagreiðsluna og hann á ber- sýnUega eftir að dýpka. Ákvöröun flokksforustunnar að hafna þátttöku í hringborðsvið- ræðunum um nýja stjómskipun (CODESA, dregið af Convention on a Democratic South Africa) var umdeUd. Nokkur hluti flokksins vildi taka þátt og halda fram á fundum CODESA-stefnu íhalds- flokksins, að mynda sérstakt hei- maland hvítra manna. Einnig kom til rimmu í flokksforustunni þegar de Klerk ákvað að leggja stefnu sína undir aUsherjaratkvæði og segja af sér og efna til nýrra þing- kosninga yrði henni hafnað. Sumir íhaldsmenn vUdu hunsa atkvæða- greiðsluna og skora á kjósendur að sitja heima en þeir höfðu betur sem vUdu beijast fyrir aö kjósendur segðu nei. UrsUt atkvæðagreiðslunnar hafa nú leitt í ljós að staðhæfing íhalds- manna, að þeir hafi þorra Búa á sínu bandi, á ekki við rök að styðj- ast. Sigrar undanfarið í aukakosn- ingum stafa ekki fyrst og fremst af fylgi viö kynþáttaaðskUnaðar- stefnu íhaldsflokksins heldur af því aö á erfiðleikatímum í efnahags- málum leitar fylgi til stjórnarand- stöðunnar. Fréttamenn í Suður-Afríku eru vantrúaðir á að Andries Tre- umicht, foringja íhaldsflokksins, takist að halda liði sínu saman eft- ir það sem á undan er gengið. Því er spáð að flokkurinn klofni, hóf- samari hlutinn taki upp þátttöku í starfi CODESA en þeir ákafari styrki tengslin við þjóðlegu and- spyrnuhreyfinguna sem tókust í baráttunni fyrir allsheijarat- kvæðagreiðsluna. Nýtt umboð de Klerk til handa að hálda áfram stjómarbótum rek- ur á eftir honum og öðrum aðilum að CODESA að þar sé hraðað störf- um. Nelson Mandela, foringi Af- ríska þjóðarráðsins, helstu sam- taka svertingja, er undir þungum þrýstingi frá fylgismönnum sínum Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson að leiða sem fyrst í ljós raunveru- legan árangur af viðræðum við fulltrúa stjómar hvítra manna. Engin tímaáætlun liggur fyrir um störf CODESA en haft er eftir kunnugustu mönnum að gera megi ráð fyrir að bráðabirgðastjórn, skipuö fulltrúum mismunandi kynþátta og stjórnmálasamtaka, geti komist á laggirnar fyrir haust- ið. Síöan fari fram kosningar með almennum kosningarétti um mitt næsta ár. í baráttunni fyrir allsherjarat- kvæðagreiðsluna gerði de Klerk nánari grein en áður fyrir þeim grundvallaratriðum sem hann hyggst leggja áherslu á við samn- ingu nýrrar stjómarskrár fyrir Suður-Afríku þar sem allir lands- menn njóta borgararéttinda. Þau eru helst aö vald forseta verði tak- markað, gert sé ráð fyrir samstarfi mismunandi þjóðfélagshópa um landsstjórnina, efri deild þingsins verði svo skipuð að girt sé fyrir aö meirihluti bijóti rétt á minnihluta- hópi og fijálst markaðskerfi ríki í efnahagsmálum. Eftir er að takast á í CODESA um þessi atriði og fleiri. TU að mynda hefur til skamms tíma verið stefnu- atriði hjá Afríska þjóðarráðinu að þjóðnýta stórfyrirtæki eins og þau sem standa að námugrefti og vinnslu þeirra dýrmætu jarðefna sem gmnnberg Suður-Afríku hefur að geyma. Ummyndun suðurafrískra stjómmála með friðsamlegum hætti frá drottnun eins kynþáttar yfir öðram til jafnréttis fyrir lögun- um er erfitt verkefni í sjálfu sér en verður enn torveldara vegna þeirra þjóðfélagsaðstæðna sem kynþátta- aðskilnaðurimi lætur eftir sig. í fátækrahverfum svertinga, sem margir hverjir vom hraktir úr heimkynnum sínum í nafni að- skilnaðar, hafa öryggissveitir stjómvalda löngum reynt að deila og drottna. Úr er orðin skálmöld, einkum í Natal og í nágrenni Jó- hannesarborgar, þar sem fylgis- menn Afríska þjóðarráðsins og Inkata hreyfingar Zulumanna brytja hverjir aðra niður. Afríska þjóðarráðið sakar öfl innan örygg- issveita og lögreglu um að halda hlífiskildi yfir óaldarflokkum Ink- ata. Þegar fólk er drepið, jafnvel svo tugum skiptir, í þétt setnum byggð- um á hverri nóttu má nærri geta að sífellt vofir sú hætta yfir að allt fari í bál og brand. Verði sú raunin meðal hvítra manna að hægri arm- ur íhaldsflokksins og Þjóðlega and- spyrnuhreyfingin nái höndum saman rís aukinn ofbeldisháski úr þeirri átt. Á því skeiði sem nú fer í hönd þarf de Klerk á að halda öllum þeim myndugleik sem sigur- inn í alsheijaratkvæðagreiðslunni hefur veitt honum. Magnús T. Ólafsson Frederik W. de Klerk forseti veifar blaði með frétt af sigri sins málstað- ar úti fyrir forsetabústaðnum i Höfðaborg rétt áður en hann kunngerði úrslitin sjálfur. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.