Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992. 19 Bridge Úrslit íslandsmótsins í tvímenningi réðust í síðustu umferðinni þegar Aðal- steinn Jörgensen og Sigurður Sverrisson mættu Guðlaugi R. Jóhannssyní og Erni Arnþórssyni. DV-mynd S íslandsbankamótið í tvímenningi: Einn slagin' í síðasta spilinu réð úrslitum Eins og kunnugt er af fréttum sigr- uðu Aðalsteinn Jörgensen og Sigurð- ur Sverrisson frá Bridgefélagi Reykjavíkur í tvímenningskeppni um Islandsmeistaratitilinn á Hótel Loftleiðum. Mjótt var á mununum, því heims- meistaramir Guðmundur P. Arnar- son og Þorlákur Jónsson höfðu 37 stiga forskot á þá félaga fyrir síðustu umferðina. í síðasta spilinu voru bæði pörin í vöm gegn þremur gröndum. Bæði Aðalsteinn og Guð- mundur spiluðu út tíguldrottningu, sem gat verið verið frá kóng ef litur- inn var veikur, en annars hæsta af röð.Blind r kom upp með þessi spil: * AKD965 V AIO ♦ 93 + 975 Eftir að suður hafði sagt tvö lauf við spaðaopnuninni og norður síðan sagt spaðann aftur, þá stökk suður í þijú grönd, sem varð lokasamning- urinn á báðum borðum. Bæði Sig- urður og Þorlákur voru með þessi spil: * G83 V 753 * A74 * 8432 Það virðist líklegt að sagnhafi eigi sex spaðaslagi, trúlega fimm lauf- slagi, hjartaás er tólfti slagurinn og eigi sagnhafi tígulkóng, þá er hann þrettándi slagurinn, ef við drepum ekki á tígulás. Þetta var erfið ákvörð- un, því einn slagur í tvímennings- Bridge Stefán Guðjohnsen keppni, getur getur kostað mörg stig til eða frá. Eftir miklar vangaveltur, drap Þorlákur á ásinn og spilaði meiri tígh. Sigurður hins vegar kall- aði með fjarkanum, Aðalsteinn spil- aði meiri tígh, fékk síðan slag á tígul- kóng og Islandsmeistaratitilinn í kaupbæti. Aht spihð var þannig: ♦ ÁKD965 V ÁIO ♦ 93 + 975 * 10742 V G962 ♦ KD65 + 10 * utia V 753 ♦ Á74 * - V KD84 ♦ G1082 + ÁKDG6 Þegar mjótt er á mununum, þá get- ur sigurinn byggst á einum slag. Þetta gerir tvímenningskeppni bæði spennandi og skemmtilega. Þorlákur sér áreiðanlega ennþá eftir því að hafa drepið á tígulásinn, meðan Sig- urður hugleiðir hvemig honum hefði hðið ef suður hefði átt tígulkóng og einn spaða. Stefán Guðjohnsen Útboð Hálfdán 1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 3,0 km kafla á Bíldudalsvegi Bíldudalsmegin í Hálfdáni. Magn: Fyllingar 143.000 m3. Verki skal lokið 1. nóvember 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald- kera), frá og með 11. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 25. maí 1992. Vegamálastjóri ___Lei ftrandi frásagnargleði Margit Sandemo, höfimdar Isfólksins, hefur sennilega aldrei notið sín betur en í bókaflokknum Galdrameistarinn. Sagan segir frá Tiril og leit hennar að því sem í fortíð hennar býr. Höfundurinn leitar víða fanga, m.a. í íslenskum heimildum, og úr verður magnaður seiður kryddaðnr ást, hatri, fjölkynngi og allt að því óbærilegri spennu. T7l l 1 ✓ • erfimmta mdskirniri bóidní ritröðinni Galdrameistarinn. fyÁjfdi 6/iu<jfun ocjf i fwvýiinu mamcjam úkjuw uari liáa /mÁ/avónnuv. c /vö/iimvt ocp Áokw /cmaai í /wc//cm- Íawiimum? Ó/miU£ o<j frmctát./cxrmál V/tó/am/ a/ /limo áamma cxj /iÆmamo écronál /utmrh vew/a aá /já/jia /oenmi. ás em Aet//aru/t áacja amo e/x/Aectam ááfaíÍurj jrrömm, ör/<kj oj œMA/umn- a/tuti ajijijjÖÆ e/fcw- Q/fía/yyU d/a/eximnoj (M/i/fcífcic&únA. S-jÓAÍÍ á ieiÍinni ew jál^ÍaeÍ uuja. Það skein á stjömulagað örið á hægra handarbakinu þegar hann hratt upp hurðinni Hann leit stálgráum augum á illarakaðan afgreiðslumanninn og sagði ískaldri röddu; .cc • I • Afgreiðslumaðurinn, sem greinilega hafði búist við komu hans, dró fram nýjustu bókina í ritsaíninu um lög- gæslumanninn einræna, Morgan Kane. Hann mundaði vesídð á 1/5 úr sekúndu og borgaði bókina. Á andliti hans sást móta fyrir bros- vipm. Hann vissi að hann átti góða skemmtun í vændum. wáSFÓLKTO -8» BÓKAÚTGÁFA • FAXAFEN112 Pöntunarsími: 91 - 67 85 90 • Bækurnar fást á öllum helstu bóka og blaðsölustöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.