Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						32
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992.
Iþróttir
Islandsmef
hjáKára
íbekkpressu
Kári Elíson setti nýtt íslands-
met í 75 kg Sokki í bekkpressu á
móli i Orkulind um helgiua þar
sem keppt var meb stígáfvrir-
komulagi. Kari sigraði, lyfti 181
kg. GuðniSigurjónsson varð ann-
ar, lyfti 217,5 kg en hann keppti
i 110 kg fiokki og þriðji varð Jon
Guðmundssón sem keppti í 90 kg
floidti.Hannlyftil70kg.
-GH
Handbolti:
Verðatveir
útlendingar
leyfðir?
Nú eru uppi hugmyntfir um að
hverju íslensku félagsliöið í
handbolta verði leyfilegt að nota
tvo erienda leikmenn á næsta
kepþnistímabili $ stað eins. Á
þingi Handknattleikssambands
Islands, sem haldið verður 23.-24,
maí, kemur væntanlega tiilaga
fra Vestmannaeyingum þess efn-
is að heimila tvo erlenda leik*
menn. SMptar skoðanir eru um
þéttá mál en þó nokkrar likur eru
á aö tillagah verði samþykkt ef
marka má viðbrögö forráða-
manna þeirra handknattleiks-
deiida sem ÐV hefur rætt við.
-GH
Krtattspyrna:
Framarar
fáKR-inga
íúrslitafleikinn
-á Reykjavflajiroótinu
í>að verða Fram og KR sem
leika tíl úrshta um Reykjavíkur-
meistaratitilinn í knattspyrnu é
laugardagmn kemur. KR vann
sigur á Fylki í framlengdum leik,
4-3, á föstudagskvöidið en staðan
eftír vénjulegan Mktíma var 2-2.
Rúnar Kristínsson, Ragnar
Margeirsson og Steinar Ingi-
mundarson (2, bæði í framieng-
ingunní) skoruðu fyrir KR en
índriði Einarsson {2) og Miroslac
Nicoiic skoruðu mórk Fylkis.
Vikingarí
sjöundasæti
Víkingar sígruðu Leikni í leik um
7. sætíð á Reykjavikurmótínu í
gærkvöldi. Lokatölur urðu 4-0
eftir að staðan haíði verið 2-0 í
nálfleik. Trausti Ómársson.
Janni Zilnik, Guðmundur Ingi
Magnússon og Atli Einarssón
skoruðu fyrir íslandsmeistar-
ana.
Kef ia vík mætir
Skagamönnum
í Mu bikarkeppninni leika Akra-
nes og Kefiavík til úrshta, ÍA ög
UBK skildu jöfn, 1-1, í Kópayogl
á föstudagskvöld, Haraldur íag-
ólfsson skoraði mark Skaga-
manna en Sigurjón Kristiámson
svaraði fýrir Blika. Breiðablik
fekk vítaspyrnu seint í leiknum
en Kristíán Flnnbögason, mark-
vðrður IA, varði spyrnu Arnars
Grétarssonar.
Víðismenn unnu sigur á Hauk-
um, 2-0, með mörkum Viihjálms
EiharssonarogBrvnjarsJohann-
essonar.
Stiarnan lagði Selfyssinga að
velli, 1-0,'og skoráði Sigurður
Már Harðarson eina mark leiks-
ins. Stíarnan mætir FH i leik um
þriðja sætiðí Ittlu hikarkeppn-
inni. Breiðábiik og Víðir leika um
5. sætið og Selfoss og Haukar um
7' ^0'              -GH
:¦   ¦'¦   ¦-¦¦¦¦                                                                     ¦',¦-'
ísland í 7. sæti á opna Norðurlandamótinu í körfuknattleik:
Erum að búa til
gott landslið
- segir landsUðsþjálfarinn, Torfi Magnússon
íslendingar höfnuðu í 7. sæti á
opna Norðurlandamótinu í körfu-
knattleik sem lauk í Osló í Noregi í
gær. ísland sigraði Noreg í gær í leik
um 7. sætið, 92-80. íslendingar leiddu
allan leiktímann og höfðu 7 stiga for-
skot í leikhléi, 45-38. Guðmundur
Bragason var stigahæstur með 18
stig, Teitur Örlygsson skoraði 17 og
Magnús Matthíasson 15.
íslenska liðið hafnaði í neðsta sæti
í sínum riðli. í fyrsta leiknum tapaði
Uðið fyrir Finnum en á fóstudags-
kvöldið unnu íslensku strákarnir
langþráðan sigur á Svíum, 83-76, og
um leið fyrsta sigur sinn á þeim
sænsku í landsleik í körfuknattieik.
íslenska landsliðið lék mjög vel í
þessum leik og hafði undirtökin í
leiknum nær allan leiktímann. Stað-
an í leikhléi var 37-36 íslendingum í
vil. Valur Ingimundarson var stiga-
hæstur íslensku strákanna í þeim
leik með 20 stig, Guðmundur Braga-
son 18 og Magnús Matthíasson 17. Á
laugardag töpuðu íslendingar fyrir
Lettum, 92-116. Lettar gerðu út um
leikinn strax í fyrri hálfleik og höfðu
29 stiga forskot í leikhléi, 40-69.
Magnús Matthíasson var stigahæst-
ur Islendinga með 16 stig.
Lettar unnu alla sína leiki í riðlin-
um og hlutu 6 stig en Finnar, Svíar
og íslendingar fengu öll 2 stig. Það
var þvi mjótt á mununum því stiga-
taia réð úrslitum um röð liðanna í
riðlinum. ísland hefði því með smá-
heppni getað leikið um bronsverð-
launin.
Lettland meistari
Lettar urðu meistarar á þessu opna
Norðurlandamóti. Þeir unnu Litháa
í úrsUtaleik í gær með 15 stiga mun,
80-95. Eistlendingar höfnuðu í þriðja
sæti eftir sigur á Finnum, 108-102.
Svíar lentu í 5. sæti, unnu Dani,
85-67.
Nokkuð ánægöur
með útkomuna
„Ég get ekki annað en verið bara
nokkuð ánægður með þessa útkomu.
Við spiluðum fjóra leiki, unnum tvo
og tópuðum tveimur og lentum í 7.
sæti á meðan Finnar unnu aðeins
einn leik í keppninni en urðu engu
að síður í 4. sæti. Við vorum ekki
langt frá því að spila um 5. sætið,
enda jafnir Svíum og Finnum í riðla-
keppninni," sagði Torfi Magnússon
landsUðsþjálfari í viðuui við DV í
gærkvöldi.
„Svíaleikurinn stendur alveg upp
úr hjá okkur. Strákarnir spiluðu
þann leik geysilega vel og þau úrslit
sýna okkur að við erum á réttri leið.
Finnaleikurinn var að visu mjög
slakur hjá okkur og Lettarnir reynd-
ust okkur erfiðir. Ég var mjög
ánægður með Magnús Matthíasson í
þessari keppni og hann sýndi að
hann er jafnoki toppsenteranna á
Norðurlöndum í dag.
„Mér sýnist við vera að búa til gott
lið úr þessum mannskap. Varnar-
leikurinn er alltaf að batna en það
sem háir okkur kannski mest er
hversu smávaxnir við erum. Næsta
verkefni hjá okkur er undankeppni
ólympíuleikanna sem fram fer á
Spáni 22.-26. júní. Til stóð að við
tækjum þátt í móti í Póllandi en á
dögunum var okkur tjá að ekkert
yrði úr því móti og því erum við að
reyna að útvega leiki fyrir mótið á
Spáni. Þeir leikmenn sem tóku þátt
í þessu móti verða með á Spáni ásamt
þeim Herbert Arnarssyni og Fal
Harðarsyni, sem leika báðir í Banda-
ríkjunum, og þá eru þeir Jón Arnar
Ingvarsson og Nökkvi Már Jónsson
í þessum hópi," sagði Torfi.
-GH
Islenska 21 árs liðið gegn Grikkjum á morgun:
Verður á bratt-
annaðsækja
Magnús Matthfasson sýndi góöa leiki með islenska landsliðinu og var Torfi
Magnússon landsliösþjálfari sérstaklega ánægður með leik hans f mótinu.
DV-mynd GS
Vídir Sigurdsson, DV, Grikklandi:
Leikur íslands og Grikklands í Evr-
ópukeppni 21 árs landsliða í knatt-
spyrnu fer fram í bænum Nafplion,
160 kílómetra sunnan við Aþenu, á
morgun og hefst klukkan 14.30 að
íslenskum tíma, 17.30 að staðartíma.
Gríska liðið þykir geysilega sterkt
og verður án efa á brattann að sækja
hjá íslensku strákunum
Efttr sameiginlega æfingu með A-
landsliðinu í Aþenu í gær hélt 21 árs
iiðið í þriggja tíma rútuferð til Ar-
gos, þar sem það dvelur fram að leik.
Staðsetning ekki skv. reglum
Staðsetning leiksins er ekki alveg
samkvæmt reglum. A-hö skal Ieika í
borg þar sem alþjóðlegur flugvöllur
er nærri, og 21 árs lið í innan við 100
kílómetra fjarlægð þaðan. Neflion og
Argos eru utan þess ramma en KSI
gerði ekki mál úr þvi.
Fimm leikmanna 21-árs liðsins eiga
feður sem hafa leikið með A-landslið-
inu. Það eru Pétur Marteinsson
(Geirssonar), Steinar Guðgeirsson
(Leifssonar), Lárus Orri Sigurðsson
(Lárussonar), Sturlaugur Haralds-
son (Sturlaugssonar), og Þórður
Guðjónsson (Þórðarsonar). Þá lék
faðir Guðmundar Benediktssonar
(Guðmundsson) með ÍBA í 1. deild á
sínum tíma.
Evrópumótið í júdó:
Bjarni sjöundi
- sem veröur aö teljast góður árangur
Bjarni Friðriksson varð í 7. sætí
á Evrópumeistaramótinu í júdó
sem lauk í París um helgina. Bjarni
keppti í -95 kg flokki á mótinu.
Hann tapaði fyrir Hollendingnum
Peter Van Hoedt í hörkuglímu um
7. sætið en Bjarni hafði tryggt sér
sæti í 8 manna úrslitunum á
fimmtudaginn. Árangur Bjarna
verður að teljast nokkuð góður en
hann var ekki langt frá því að sigra
Hollendinginn og hreppa þar með
6. sætið. Bjarni keppir á móti í
Austurríki síðar í þessum mánuði
og siðan taka við þrotlausar æfing-
ar fyrir ólympíuleikana þar sem
Bjarni ætlar sér stóra hluti,
Sigurður tapaði
tvívegis í opnum flokki
Sigurður Bergmann keppti í opn-
um flokki á mótinu en tapaði tví-
vegis um helgina. Á fóstudag keppti
hann gegn franska „tröllinu" Matt
Honnet og varð Sigurður að játa
sig sigraðan eftir spennandi og
jafna viðureign. A laugardag
glímdi Sigurður síðan aðra erfiða
glímu við Tékkann Pepec. Tékkinn
hafði undirtökin í glímunni en þeg-
ar örstutt var eftir reyndi Sigurður
bragð sem mistókst og Tékkinn
sigraði í glímunni.
-RR
. i » * e*
Bjarni Friðriksson náði góðum árangri á Evrópumótinu og varð i 7. sæti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32