Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 19 I KV.VI S I.AKIH'I OVII „Við kynntumst í október. Ég var að koma úr leikfimi og sá þá hvar svanurinn var í þann mund að ganga út á götuna. Mér rétt tókst að stoppa hann af,“ sagði Dröfn Ösp Snorradóttir, 13 ára nemandi í Tjamarskóla, í samtali við helgar- blaðið. Kært samband hefur mynd- ast með Dröfn og svaninum hennar í vetur eftir að hún bjargaði lífi hans í umferðinni. Dröfn hefur gef- ið honum nafnið Kári og hlýðir hann því kalh þegar hún hrópar til hans. Þetta nafn fékk vegna þess hversu kalt var í veðri þennan dag. „Hann er mjög gæfur. Við skóla- systumar vonun famar að ímynda okkur að Kári væri prins í álögum en ég er margoft búin að kyssa hann og ekkert gerist. Þetta er því ekki eins og í ævintýrinu. Kári er ekki prins," sagði Dröfn ennfrem- ur. Keyptisérhest Dröfn fermdist í vor og keypti sér hest fyrir fermingarpeningana. Hún er sannkallaður dýravinur enda stefnir hún á að verða dýra- læknir í framtíðinni. „Ég ætla að fara í menntaskóla í tvö ár og síðan í búfræði og þaðan í dýralækning- ar,“ útskýrði hún. Dröfn fór í Tjamarskóla eftir að hún flutti í Ásholtið úr Breiðholt- inu. „Pabbi vinnur í ráðhúsinu og þess vegna passaði ágætlega að ég færi í Tiarnarskóla. Eg var heldur aldrei ánægð í Seljaskóla," sagði hún. Dröfn segir að svanurirm Kári sé ekkert venjulegur fugl. „Ég er svo- lítið hrædd um að hann hafi orðið fyrir einhveiju því hann er svo sér- stakur. Hann er líka mjög lúmsk- ur, þykist stundum ætla að bíta mig en gerir það svo ekki. Kári beit mig oft í fyrstunni en er stein- hættur því. Hann þekkir mig alitaf þegar ég kem og það er sama í hvaða fötum ég er.“ Dröfn segist vita til þess að svan- urinn hafi frosið fastur á Tjöminni og þá vom khpptar af honum fjaðr- ir tíl að bjarga honum. Vill bara gras ogtrefjabrauð „Ég hef fundið út að Kára þykir langbest að fá gras að borða og trefjabrauð," sagði Dröfn en hún segir að áttundi bekkur í Tjamar- skóla sitji oft á tjamarbakkanum Vegfarendur verða undrandi þegar þeir sjá Dröfn og svaninn Kára kyssast við tjarnarbakkann. Kári hefur þó enn ekki breyst í prins. Það hefur sennilega enginn náð að hæna svan að sér á svipaðan hátt og Dröfn ösp en svanurinn kemur til hennar hvenær sem hún kallar. Ljósmyndir Odd Stefán tíl að fylgjast með öndunum. Dröfn er sú eina sem fær að kyssa svaninn og klappa en skólasystur hennar hafa margreynt það. „Hann virðist ekki vilja að neinn snertí hann nema ég. Þó veit ég um full- orðinn mann sem kemur stundum niður á Tjörn og fær líka að klappa honum, ég held að hann sé sorp- hirðumaður. Það er nefnilega mjög erfitt að hæna fuglana að sér.“ Dröfn hitti svaninn sinn daglega meðan hún var í skólanum en heimsóknunum hefur fækkað síð- an skólanum lauk. Engu að síður hjólar hún oft niður á Tjöm. „Hann heldur sig á ákveðnum stöðum á Tjöminni og ég veit hvar þeir eru. Samt þarf ég ekki annað en kalla og þá kemur hann til mín.“ Dröfn er nú á leið í sveit þannig að engar verða heimsóknimar næstu mánuðina. Hún vonar aö Kári gleymi sér ekki á meðan. „Ég er að fara að Hrauni í Grímsnesi en þar er starfræktur reiðskóh og ég ætla að hjálpa til. Hesturinn minn er þar og ég mun auðvitað sinna honum ásamt hinum hross- unum.“ „Mér finnst æðislega gaman að vera í sveit því að ég veit ekkert leiðinlegra en vera heima, sofa út og gera ekki neitt," sagði hún. „All- ir mínir vinir eru í Tjarnarskóla og ég sakna þeirra núna í frhnu. Ég þekki engan í nýja hverfinu mínu,“ sagði Dröfn Ösp. Misþynndi fuglunum Dröfn og skólasystkini hennar björguðu fuglunum á Tíöminni í vor. Þau urðu vitni að því að mið- aldra karlmaður kom oft niöur á Tjöm, hændi að sér svanina með brauðgjöfum, barði þá síðan og kastaði í þá steinum. „Við fórum að skipta okkur af þessu en þá henti hann í okkur kafla úr Njálu og sagði að þar stæði að þetta mætti gera. Hann hafði vafið teygju utan um hálsinn á einum svaninum. Við reyndum að láta lögregluna vita um þetta en maöurinn var alltaf horfmn þegar hún kom á staðinn. í eitt skiptið ákváðum við að ná honum og ein skólasystir okkar tafði hann með kjaftagangi meðan ég og önnur hlupum út á lögreglu- stöð. í það skiptið náðum við hon- um og hann hefur fengið sinn dóm. Hann hefur ekki sést síðan sem betur fer,“ sagði dýravinurinn Dröfn Ösp. -ELA Eigum allt sem prýtt getur garðinn Falleg og sterk álgarðhúsgögn * Sumarblóm * Fjölær blóm * Grasfræ * Áburður * Tré og runnar * Rósir * Garðyrkjuáhöld * Blómaker Opið 9-22 alla daga GARÐSHORN við Fossvogskirkjugarð - sími 40500 Svanurinn Kári hændist að skólastúlku: Breyttist ekki í prins þrátt fyrir marga kossa - segir Dröfn Ösp Snorradóttir sem hefur eignast góðan vin á Tjöminni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.