Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1992, Blaðsíða 6
 Shell-móti Týs í knattspymu lauk í Vestmannaeyjum í gærkvöldi: Knattspymuævintýri 900 drengir og hnátur léku af innlifun og foreldrar fylgdust spenntir með Einbeitingin skín óneitanlega úr andliti þessara ungu knattspyrnumanna. Um það bil 900 vaskir drengir (og nokkrar hnátur) á aldrinum 9-10 ára streymdu ásamt foreldrum og fylgdarliði út í Eyjar á miðvikudag síðastliðinn. Tilefnið var árlegt knattspymu- mót Knattspymufélagsins Týs sem haldið er fyrir 6. aldursflokk og nefnist SheU-mót Týs. Mótið haldið t ■ níunda sinn Mót þetta er nú haidið í níunda sinn og hefur aldrei verið stærra né veglegra. í ár var í fyrsta skipti boðið upp á keppni C-Uða og nýttu öU þátttökuUð utan frnim þann möguleika. Eins og aUtaf undanfar- in ár vom Týrarar með eindæmum heppnir með veðurfar. Leikir á mótinu alls 220 talsins Eftir láthtlar rigningar fyrri hluta sumars brá svo við að varla datt dropi úr lofti dagana sem mótið fór fram og aUa leiki mótsins (ca 220 að tölu) var hægt að spUa á þurrum og góðum grasvöUum. Knattspyrna leikin eins og hún gerist best Þetta kunnu hnokkamir svo sann- arlega að meta og þrátt fyrir strekkingsvind og kulda léku þeir oft á tíðum knattspymu eins og hún gerist best og víst er að í aug- um margra foreldra var nýafstaðin Evrópukeppni hjóm eitt í saman- burði við æsispennandi leiki svein- anna ungu. Eins og ávaUt höfðu pUtamir margt fyrir stafni utan að spUa fót- bolta. Boðið var upp á bátsferð og rútuferð um eyjuna, haldið var innanhússmót og kvöldvaka, á laugardag var grillveisla ásamt því að keppt var í þrautum ýmiss kon- ar. Stórbrotið lokahóf Á sunnudagskvöldið var mótinu loks sUtið með stórbrotnu lokahófi þar sem viðurkenningar vom veitt- ar bestu leikmönnum mótsins og sigurvegurar hlutu verðlaun sín. Mótið fór með eindæmum vel fram, tímasetningar stóðust fuUkomlega og starfsfólk mótsins gerði frábær- lega í að leysa úr vandamálum og greiöa fyrir þátttakendum á allan hátt. Telja má fullvíst að fjölmenni það, sem fylkti Uði út í Eyjar, snúi heim með fangið fuUt af mikUs- verðum minningmn og stefni ótrautt á fleiri Shell-mót Knatt- spyrnufélagsins Týs. Mikil eftir- vænting ríkti í lokahófinu flöldi verðlauna var veittur MUdl eftirvænting ríkti á lokahófi SheU-mótsins í gærkvöldi. í íþrótta- miðstöðinni í Vestmannaeyjum voru samankomnir hátt í 1000 strákar og stelpur sem biðu þess að verðlaun í hinum ýmsu greinum yrðu afhent. Vitað var að FyUcismenn væru sigur- vegarar mótsins, en flöldi verðlauna, sem veitt voru, var mikiU þannig að fleiri en þeir fengu verðlaun í sinn hlut. í keppni A-Uða voru Breiðabliks- menn í þriðja sæti, Valur í 2. sæti og Fylkismenn í því 1. í flokki B-Uða var KR í 3. sæti, ÍBK í 2. og enn voru það Fylkismenn sem sigruöu. Hjá C- Uðunum var urðu Þróttarar í 3. sæti, ÍR-ingar í 2. sæti og Fylkismenn sig- urvegarar. Innanhússmótið var haldið á fóstu- daginn og var þar Uka keppt i tveim- ur flokkum, A og B. KR-ingar komu sáu og sigruðu í flokki A-Uða, Fylkir varð í 2. sæti og Þór Vestmannaeyj- um í því 3. Hjá B-liðum urðu Skaga- menn meistarar, Týr, Vestmannaeyj- um, í 2. sæti og Þór Akureyri fékk bronsverðlaunin. Hámarki náði eftirvæntingin þegar kom að því að tilkynna hverjir væru bestu leikmenn mótsins. Hefði mátt heyra saumnál detta þegar Hermann Gunnarsson upplýsti hveijir það væru. Besti leikmaður var Andri Fannar Ottósson, FyUd, besti vam- armaðurinn var Kristján PáU Páls- son, Fram, besti markmaðurinn Yngvi Leifsson, Völsungi, og marka- kóngur Brynjar Harðarson, FyUd. Prúðustu Uðin utan vaUar voru Reynir, Sandgerði, og Völsungur, Húsavík. Háttvísisverðlaunin fyrir prúðmennsku í leik hlutu KA og Grindavík. Fyrir utan þessi verðlaun voru veitt verðlaun fyrir hina ýmsu leiki og þrautir sem þátttakendur spreyttu sig á mótsdagana. X*f'< >■ ' ■ • ■ . Stoltir Fylkisstrákar meö vei ölaunagripina sem þeir hlutu á Shell-mótinu um helgina. Fylkir stóö sig framúrskar- mm ( \ % lrjl? 1, m / x m m w mgfk \ l jOk j ^ . l y ■■ \-<-ý 40/r A i \\ ^ t- ■ \ r - .. - -i SQörnaði mótinu í 9. skiptið Lárus Jakobsson stjómaöi áplóginnviðundirbúningmótsins. þetta eins og smurð véi. Ég vil SheU-móti Týs í 9. skiptið þetta ár- , J>aö era hátt í 300 manns sem hafa þakka keppendum, fararstjórum, ið. Hann átti upphaflega bugmynd- unnið við undirbúning og á sjálfu foreldmm og starfsfóiki fyrir frá- ina að mótinu og er því eins konar mótinu. bært mót og eins fyrirtækjum sem guðfaöir mótsins. Fólkiö er orðið þjálfað i þessu styrkja okkur. Án þeirra heföi HannvUdií viðtaU við DV þakka starfi og enginn telur eftir sér mótið aldrei náð þvi að veröa eins þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd mUda vinnu og þess vegna gengur stórt og það er í dag,“ sagði Láras.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.