Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1992, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1992. 31 Merming EES TREYSTIR SJÁLFSTÆÐI ÍSLENDINGA Rými. A myndinni er Guðrún Tryggvadóttir. Myndverkin í salnum eru eftir hana og aðra kennara viö myndmenntaskólann. Rými, nýr listaskóli og gallerí: Eykur möguleika til myndlistarnáms íformi námskeiða Hið nýja listhús í Laugardalnum hefur vakið mikla athygh enda um glæsilega byggingu að ræða sem hef- ur innanborðs fjölþætta menningar- starfsemi. í húsinu er meðal annars nýr listaskóli sem hlotið hefur nafnið Rými, myndmenntaskóh og tekur hann til starfa í dag. Tilgangur stofn- unar Rýmis er aö auka möguleikana tíl myndhstarnáms í formi styttri jafnt sem lengri námskeiða brydda upp á nýjungum auk þess að vera vettvangur fyrir miðlun klassískra myndhstaraðferða. Er boðið upp á námskeið fyrir jafnt byijendur sem myndhstariðkendur á öllum stigum. Stofnandi og aðaleigandi Rýmis er Guðrún Tryggvadóttir hstmálari. Guðrún er menntuð í Myndhsta- og handíðaskóla íslands, í Ecole des Beaux Arts í París og við Listaaka- demíuna í Miinchen. Auk þess hefur Guðrún sýnt víða um heim og hlotið margra styrki ög viðurkenningar fyrir hst sýna. Námskeiðin sem boðið er upp á eru bæði helgarnámskeið og 15 vikna námskeið. Á helgamámskeiðunum er gestakennurum boðið að kenna. Þar er leitast við að koma af stað heilbrigðri miðlun á tækniaðferðum og hugmyndafræði sem gæti komið fagmönnum sem áhugamönnum um hstir til góða. Þessi námskeið standa í tvo daga og er kennt 12 tíma saman- lagt. 115 vikna námskeiðunum er boðið upp á námskeið fyrir unghnga, teikn- ingu fyrir byrjendur og lengra komna, módelteikningu, olíumálun, akrílmálun, vatnshtamálun, kvik- myndun, byggingarhst, grafik og glerhst. Auk þess sem Rými er vett- vangur kennslu er það starfrækt sem gaherí og vettvangur fyrirlestra um myndhst. Fyrirlestraranir fara fram að jafnaði á laugardögum. -HK Vistrýnin list Bemds Löbach-Hinsweiser: List sem hefur uppeldislegt gildi hvað varðar umhverf isvernd í dag verður opnuð í menningar- miðstöðinni Gerðubergi sýning á verkum eftir þýska hstamanninn og prófessorinn Bern Löbach-Hinsweis- er og ber hún nafnið Vistrýnin hst. Hinsweiser er þekktur fyrir um- fjöllun sína um umhverfismál. Hann hefur haldið rúmlega áttatíu sýning- ar í fimmtán löndum. Listastefna hans hefur það markmið að sýna vandamál í umhverfmu og notar hann í verk sín efni sem faha til frá neysluþjóðfélaginu til að gera verkin raunveruleg og gefa áhorfandanum skýr skilaboð um þær hættur sem steðja að vistkerfinu, til dæmis vegna mengunar, geislunar og offram- leiðslu. Verk Heinsweiser hafa einnig upp- eldislegt gildi hvað varðar umhverf- isvemd. í tengslum við sýninguna verður dagskrá um nýjar aðferðir við að kenna vistfræði. Á morgun mim Bemd Löbach Hinweiser halda fyrir- lestur í Gerðubergi um vistrýna hst og á miðvikudag verður námskeiö fyrir kennara og aðra leiðbeinendur og markmið þess verður áframhald- andi vinna í skólastarfinu. Kennarar geta á þessu námskeiði fengið hug- myndir um hvemig á að taka á um- hverfisvanda með nemendum sín- um. -HK Lucia di Lammermoor í Islensku óperunni: Sigrún fyrsta íslenska söngkonan sem spreytir sig á titilhlutverkinu Titilhlutverkið í Lucia di Lammer- moor er eitthvert stærsta hlutverk sem óperasöngkona getur sungið. Flutningur óperunnar hvílir mjög á þeirri söngkonu. íslenska óperan frumsýnir um næstu helgi þessa þekktu ópera Donizettis og syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir þetta krefjadi hlutverk og er hún fyrst íslenskra óperusöngkvenna til að syngja þetta hlutverk. Fetar hún í fótspor þekkt- ustu óperasöngkvenna heimsins en þekktustu Luciur þessarar aldar eru Maria Cahas og Joan Sutherland. Flestar óperur gerast á suðrænum slóðum en sú er ekki raunin með Luciu di Lammermoor. Sögusvið hennar er Lammermoor í Skotlandi og byggist textinn á skáldsögu eftir Sir Walter Scott. Operan var fyrst frumsýnd í Napólí 1835. Tónhstar- lega rís óperan sjálfsagt hæst í fræg- um sextetti í öðram þætti og í sturl- unarsenu Luciu í þriðja þætti. Lucia di Lammermoor hefur aldrei verið flutt á sviði áður hér á landi. Leikstjóri er Michael Beauchamp en hann er gerkunnugur þessu verki og hefur meðal annars sviðsett það í Sydney í Ástrahu og þar var það ein- mitt Joan Sutherland sem söng Luc- iu. Auk Sigrúnar syngja í óperunni Bergþór Pálsson (Enrico), Tito Beltr- an (Edgardo), Sigurður Steingríms- son (Raimondo), Sigurður Bjömsson (Arturo) og Signý Sæmundsdóttir (Alísa). • Öflugt atvinnulíf er forsenda raunverulegs sjálfstæðis. • EES-samningurinn tryggir okkur betri aðgang að stærsta markaði heims. • Samningurinn bindur ekki hendur okkar í samskiptum við ríki utan svæðisins. • Með EES taka íslendingar þátt í að móta leikreglur sem allar Evrópuþjóðir þurfa að taka tillit til. Vinnuveitendasamband íslands • Samband veitinga- og gistihúsa • Landssamband iðnaðarmanna Verktakasamband íslands • Samtök fiskvinnslustöðva • Apótekarafélag íslands • Útflutningsráð íslands Verslunarráð íslands • Félag blikksmiðjueigenda • Félag íslenskra iðnrekenda • Félag íslenska prentiðnaðarins Landssamband bakarameistara • Landssamband veiðarfæragerða • Hárgreiðslumeistarafélag íslands Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík • Landssamband íslenskra útvegsmanna Meistara- og verktakasamband byggingamanna • Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda Málmur (samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði) • Skýrar reglur eru smá- þjóðum vörn í viðskiptum og tryggja sjálfstæði þeirra í samskiptum við stórþjóðir. • Nýjar EES-reglur taka ekki gildi nema með einróma samþykki allra aðildarþjóða og leita verður staðfestingar Alþingis. ATYINNULÍFIÐ STYÐUR EES ...Auglýsingastofa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.