Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 131. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993
Fréttir
Stuttarfréttir
Þórariiin Þórarinsson sem fann latneska áletrun á Spönginni á Þingvöllum:
Ekki minna en dags>
verk að gera þetta
„Áletrunin er á sléttri klöpp, rétt
þar sem gengið er.út á Spöngina þar
sem hún er einna mjóst. Hraunyfir-
borðið hefur verið sléttað og síðan
er þessi áletrun ofan á. Þetta eru
þrjár línur og letriö er mjög máð. Það
virðist enginn hafa tekið eftir þessu
þó það sé beint undir fótum manna.
Letrið var upphómað að kvöldi dags
þegar sólin var lágt á lofti. í þeirri
birtu kom það vel fram," segir Þórar-
inn Þórarinsson arkitekt sem fann
latneska áletrun á Spönginni á Þing-
völlum.
Þórarinn álítur að áletrunin sé
mjög gömul. Það séu skófir vaxnar
yfir letrið og styðji það þá kenningu.
„Ég veit náttúrlega ekki hversu hratt
svona klöpp máist."
Áletrunin er greinilegust í kvöld-
sólinni en Þórarinn fann hana ein-
mitt við þær aðstæður og tók mynd
af henni.
Getgátur
„Ég hef verið að skoða landnám
Ingólfs sem teygir sig alla leið til
Þingvalla. Síðasta ár hef ég verið að
skoða skipulag Þingvalla. Það vill
svo tíl að ég var búinn aö reikna út
að það væru tengsl milh' Spangarinn-
ar og Lögbergs. Ef þetta letur er eitt-
hvað tengt Lögréttunni gömlu þá er
það á stað sem er mjög óaðgengilegur
og hefur trúlega veriö lokaður al-
menningi," segir Þórarinn viö DV.
Hann bætir því við að þarna sé að
mestu leyti um getgátur að ræða.
Búið er að slétta u.þ.b. hálfan fer-
metra af yfirborði klapparinnar og á
því var letrið greipt í klöppina. „Það
hefur verið mikil vinna og þurft mjög
einbeittan vuja til þess að gera það.
Ég gjska á að þetta sé ekki minna en
dagsverk að gera þetta. Sá sem gerði
þetta hefur þurft að vera mjög ein-
beittur og ákveðinn að klappa þarna
i klöppina. Mér finnst það ekki benda
til þess að einhver ferðamaður hafi
Seifoss:
Ölvunum
helgina
Tðluverð ölvun var í miðbae
Seifoss aðfaranótt sunnudags. Aðl
sögn lögreglu á Selíbssi var ölv-;
unin þó ekki meiri en gerist yfir
sumartímann þegar íbúar og
ferðafólk er að skemmta séfci
Tveir voru teknir grunaðir umi
ölvun við akstur aöfaranótt
sunnudags, annar á tialdstæðinu
á Þingvðllura og hinn i miðbæ
Selfoss.
Mikið var af ferðafólki í Árnes-
sýslu um þessa helgi enda stór
sumarbústaðaiönd höfuðborg-
arbúa í sýslunni. Átta lögreglu-
menn voru á vakt um nóttina en
svæði lðgreglunnar á Selfossi
tekuryfirallaÁrnessýslu.   -JJ
BilveltaíÞor-
steinshjalla
Bílvelta varð á veginum i Þor-
steinshjalia rnilh ífctteksfjarðar
og Tálknafjarðar f gærmorgun.
Bíllinn valt eina veltu ofan við
veginn. Lítfis háttar meiösl urðu
á folki en bötinn er mikið
skemmdur ef ekki ónýtur.
Að sögn lögreglu fór betur en é
horföist því hinum megin við
veginn er mjög brött brekka iáö>
ar.GrunurleikuráÖlvuh.   -3J
Þessa mynd tók Þórarinn Þórarinsson, arkitekt, af latnesku áletruninni sem hann fann á Þingvölllum. Ekki ber
öllum saman um hvað hún eigi að tákna.
lagt svona mikið á sig," segjr Þórar-
inn.
Frá miðöldum?
„Ég get lítiö sagt um áletrunina
ennþá því mér hefur ekki tekist að
ráða hana. Klöppin hefur sennilega
verið sléttuð til þess að rista í hana
þannig að þetta er ekki gert í neinni
fljótfærni. Það bendir ekkert til þess
að fólk hafi verið að leika sér að því
að rista þetta," segir Guðvarður Már
Gunnlaugsson hjá Stofhun Árna
Magnússonar við blaðamann DV, en
hann hefur skoðað áletrunina.
„Mér virtíst hún vera mjög gömul.
Ef áletrunin væri yngri, frá 18. eða
19. öld, þá heföi maöur haldið að hún
væri mikið skýrari. Sennilega heföi
hennar einnig verið getíð í yngri
heimildum. Svo er einnig sá mögu-
leiki að hún sé það ný að seinni tíma
menn hafi ekki séð neina ástæðu til
aö geta hennar í heimildum.
Latneska áletrunin er orðin mjög
máð enda hefur hún veðrast og þús-
undir manna hafa gengið yfir hana,"
segir Guðvarður.
-em
Björn Th. Björnsson telur áletninina ekki eldri en 100 ára:
Ekkerl annað en nöf n
f innskra f erðamanna
„Þessi fundur breytir ekki íslands-
sögunni eða sögu Þingvalla. Þetta er
ekkert annaö en nöfn skandinav-
ískra túrista sem hafa skilið þau eft-
ir á klöppinni. Letrið er alls ekki
eldra en hundrað ára gamalt. Skand-
inavískir túristar voru ekki farnir
að koma neitt að ráði til Þingvalla
fyrr en upp úr 1870. Nöfnin á klöpp-
inni eru Guhn og Blomkvist sem
bendir tíl þess aö þetta séu sænskir
Finnar," segir Björn Th. Björnsson í
samtali við DV en hann brá sér til
Þingvalla til þess að skoða letrið og
reyna að lesa úr þvi.
Björn segir að fólk hafi ritað nöfn
sín út um allt land og að þetta breyti
ekki íslandssögunni vitund.
„Ég er náttúrlega ekki búinn að
finna þessa menn og ekki er einu
sinni víst að það sé hægt. Þetta er
sennilega frá þeim tíma þegar Spöng-
in var talin Lógberg. Það var í kring-
um 1870 sem menn fóru að færa Lög-
bergið til. Það skrítna er að menn
skuli ekki hafa fundið þetta fyrr,"
segir Björn Th. Björnsson.     -em
Skoöanakönnun um sorpeyðingarstöö á ísafirði:
Meirihlutinn sat heima
„Mér finnast þetta skýr skilaboö
til bæjarstjórnar um að bæjarbúar
eru óánægðir með þá kosti sem þeir
fengu að velja um. Það eru fleiri val- .
kostir í boði sem bæjarbúar fengu
ekki að segja áht sitt á," sagði Kol-
brún Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í
minnihluta bæjarstjórnar ísafjaröar,
í gær eftir að bóst var að einungis
13,4% atkvæðisbærra ísfirðinga tóku
þátt í skoðanakönnun um hvort
sorpeyðingarstöð ætti að vera á Suð-
urtanga eða í Dagverðardal.
Niðurstaða skoðanakönnunarinn-
ar var á þá leið að 118 voru fylgjandi
sorpeyðingarstöð í Dagverðardal en
68 á Suðurtanga. 126 atkvæöaseðlar
voru auöir eða ógildir og samkvæmt
heimildum DV voru á fjölda þeirra
nefndir aðrir staðir fyrir sorpeyðing-
arstöðina en kosið var um.
Úlfar S. Ágústsson, formaður yfir-
kjörstíórnar, sagði það mjög alvar-
lega niðurstöðu þegar bæjarsrjórn
leitaði til bæjarbúa eftir skoðun
þeirra og útkoman væri þessi.
Kristinn Jón Jónsson, einn af full-
trúum meirihlutans í bæjarstjórn,
telur að niðurstaða könnunarinnar
sé ekki marktæk þar sem svo fáir
bæjarbúar mættu á kjörstað og telur
þaö einungjs gefa til kynna hlutieysi
bæjarbúa.                -pp
Tværstofnbrautlr
Framkvæmdir eru hafnar við
tvær stofnbrautir er tengja munu
saman Suðurlandsveg og Vestur-
landsveg annars vegar og Vestur-
landsveg og Breiðholtsbraut hins
vegar.
Össurihafnað
Ossur Skarphéðinsson, verð-
andi umhverfisráöherraj náði
ekkikosrángu í stjóm SÁA þegar
12 manns vorukpsnir í 36 manna
söórn. Hlutu allir aðrir sem
framkvæmdastjórn gerði tillögu
um kosningu
Opinberiánbest
Könnun Sambands íslenskra
lífeyrissjóða á lífeyrissjóðslánum
sýnir að sjóðir tehgdir hinu opin-
bérá eru með ódýrustu lánin.
Skattarlækkaðir
Nefnd samgönguráðherra legg-
ur tíl að stofnuð verði íslensk
skipaskrá fyrir kaupskip, felldir
niður eða lækkaðir skattar af far-
mönnum til að bæta samkeppnis-
stöðu íslenskra sjomanna.
Heftirrefsidómar
Með nýlegri reglugerð um
fulmustu refsidóma hafa verið
skertír veruíega möguleikar sí-
brotamánna á að lujóta reynslu-
lausn hvað eftir annað.
Eimskipbýdur best
Eimskip var með lægsta tilboð-
ið, 230 möljönir, i flutninga fyrir
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
Samskip var með flutningana
áður.
Framsókn stærst
Framsóknarflokkurinn er
stærsti flokkurinn samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Gallups.
Sjá¥stæðisSokkurinn bætir við
sig og Alþýðubandalagiö tapar en
KvennaUsti eykur fylgi sitt mest.
Minkur hækkar
Verð á íslehskum nú^askinn-
um hækkaöi um 6% á uppboði
sem stendur yfir i Kaupmanna-
höfn.
Allaballardeila
Miðstíón Alþýðubandalagsins
féllst ekki á það í gær að banná
skuli framsal veiðikvóta og vfsaði í
tíllögu þess efnis til þingflokksi
eftír harkalegar deilur.
Konurviljastjórna
KvehnaUstakonur tega brýnt
að komast í næstu rikisstíórn.
Þetta kom fram á vorþingi sam-
takanna nú um helgina.
VinnaáÞingvöllum
Um eitt hundað ungmenni frá
Reykjavík, á aldrinum 17 tíl 22
ára, eru í vinnu á Þingvöllum í
sumar við að endurgera og bæta
göngustíga
Meiriveiði
Ráðherra leggur samkvæmt
frétt Stöðvar tvö tíl meiri veiði á
fiskistofnum en fiskifræðingar
mæla með af fimm tegundum,:
þorski, karfa, grálúða, ufsa og
loönu.
7000færristörf
Störfum á íslandi hefur fækkað
umTOOOá sexárum. Atvinnuleysi
verður að mæta með launalækk-
unum, segja OECD-menn.
Gömulbein
Fornleifafræðingar grófu upp
bein tveggja manna á Arnarnesi
við DJöp um helgina. Þau virðast
mjög gömul, hugsanlega ór
heiðnumsið*           -Ari
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56