Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 26. JÚXÍ 1993 13 Kraftaskáld í myndlist: Ef lífið er saltíiskur þá er ísland grásleppa Kristján Einarssaii, DV, Selfossi; Þegar erlendur listamaður, sem helgar sig algerlega list sinni, flyst í lítiö þorp eins og Stokkseyri vekur það athygli. Hvað er þessi maður að vilja og hvað er hann að gera? spyr fólkið. Lástamaðurinn Willem Labey svarar þessum spumingum með því að bjóöa fólki að skoða verk sín í Gimli, félagsheimili Stokkseyringa. Fréttamaður DV brá sér eitt kvöldið niður að strönd og heimsótti Willem og konu hans, Magdalenu Labey. ísland er mínvinnustofa Maður er ekki búinn að vera lengi í nærveru listamannsins þegar mað- ur skynjar kraftinn og áhugann sem býr í manninum. „Ég er vanur að vera rúmlega eitt ár í hveiju landi til að kynnast því og mála það sem fyrir augu ber. Á íslandi hef ég verið frá því árið 1990 og hef ekki fengið nóg,“ sagði Wiilem sem sat við eldhúsborðið í litlu og vinalegu íbúðarhúsi sem stendur rétt við sjóinn. „Landið er mín vinnustofa. Ég kem frá Hollandi, fluttist fyrst til Stykkis- hólms vegna þess að konan mín fékk vinnu þar. Þaðan lá leiðin til Siglu- fjarðar, síðan á Selfoss og nú erum við hér á Stokkseyri. Mt bæir sem hafa upphafsstafinn S. Ástæðan fyrir því að við komum hingað til lands var sú að ég kynntist íslendingi á Jan van Eyck akademíunni, hann vakti áhuga okkar á íslandi og hér erum við komin.“ í listaskóla í Rotterdam Hvað er svo Willem að fást við og hver er maðurinn? „Þegar ég var ungur drengur í Hollandi stóð hugur minn til þess að verða listmálari. Foreldrar mínir voru þessu ekki meðmæltir og hvöttu mig til þess að leggja stund á eitthvað annað sem þeir töldu hag- nýtara. Ég fór í stýrimannaskóla til að læra að stýra kaupskipi. Fimm ár var ég á sjónum en þá fór ég í land og settist á skólabekk í lista9kóla. Tæplega þijú ár var ég í listaskóla í Rotterdam, fór þá til Frakklands og var þar í átta mánuði en innritaðist síðan í svokölluðu Hagnýtu hstaaka- demíuna í Eindhoven. Þaðan lá leiðin í Jan van Eyck Akademie í Maas- tricht þar sem ég lagði áherslu á olíu- og vatnslitamálun. Þetta er af mér að segja í stórum dráttum hvað varð- ar mín upphafsár í listinni," sagði Willem og bauö blaðamanni að skoða vinnustofu sína sem stendur við sjó- vamargarðinn í gömlu veiðarfæra- húsi sem Óskar heitinn „ríki“ átti. Olía, blek, mosi ogbless-band í vinnustofunni, sem snýr gluggum að sjónum, er margt að sjá. Mynda- skissur eru um allt og penslar og önnur áhöld sem listamaðurinn not- Hér er allsérstæður kontrabassi, gerður úr fiskkassa, spýtu og girni. Á hann eru spiluð sérstök lög til- einkuð Iffinu við og í sjónum. Willem hefur mikinn áhuga á tónlist. ar eru allsráðandi á borðum. „Hann er hér öllum stundum," sagði Magdalena, eiginkona Willems, sem kom með í vinnustofuna. Magdalena er sjúkranuddari og vinnur á Selfossi. „Myndimar sem ég er að sýna í Gimli era allar unnar hér á Stokks- eyri,“ sagði Wfllem. „Þar er einnig sýnt myndband sem ég tók af náttúr- unni sem ég er að mála. Það auöveld- ar fólki að skilja myndimar." Undir þetta tekur blaðamaður heilshugar; þetta framtak er mjög athyglisvert. Það fer ekki fram hjá neinum sem kynnist Willem Labey að hann er um margt ákaflega flöl- hæfur og sérstakur listamaður. Hann hefur mikinn áhuga á náttúru og gróðurfari, sérstaklega mosa. í vinnustofunni er mikið saín af mosa- sýnum sem Willem hefur tekið á ferðum sínum um heiminn. Þessi sýni skoðar hann í smásjá og festir athugasemdir sínar á blað. í vinnustofunni er einnig að fmna nokkur nyög svo sérstæð hljóðfæri. Stór kontrabassi stendur á gólfinu, gerður úr fiskkassa, spýtu og grófu gimi. Mörg minni híjóðfæri svipaðr- ar gerðar em einnig á víð og dreif um vinnustofúna. „Ég er að leika mér að því að semja óð til grásleppunnar," sagði hstmað- urinn og glotti út í annað. „Ég kalla eins manns hljómsveitina, Icelandic bless-band. Ef lífið er saltfiskur þá er ísland grásleppa." Grásleppa á 100-kall „Ég má tíl með að segja þér frá því þegar ég komst í kynni við gráslepp- una. Lítill strákur hér á Stokkseyri kom til mín einn daginn og vildi selja mér furðulegan fisk sem hann kall- aði grásleppu. Mér leist ekki á fisk- inn í fýrstu en skoðaði hann þó hjá stráknum. Svo fór að ég keypti einn fisk sem ég skoðaði mjög vel. Grá- sleppa er stórkostlegur fiskur, ís- lenskt landslag er mótað í útiiti hans; fjöll og dahr, snjór og sjór. Mt sem stórbrotin náttúra landsins býður upp á er að finna í úthti grásleppunn- ar. Þessar vangaveltur mínar er m.a. að fmna á sýningunni í Girnh," segir Wihem sem skoðar hlutina frá óvenjulegu sjónarhomi og skemmti- legu. ísland er stórkostlegtland „Víðáttan hér er stórkostleg; að maður skuh geta séð Heklu og Vest- mannaeyjar samtímis þótt langt sé á milli er ólýsanlegt. Ég get ekki skýrt það svo vel fari hvað ég sé og skynja í náttúrunni hér á landi, ég reyni þó að koma því á framfæri í ohu og bleki. Fjölhn, fossamir, steinninn og mosinn, þetta er aht öðravísi en ég á að venjast frá Hohandi. Fólkið er líka þægfiegt hér á landi, ekki árásar- gjamt eins og sums staðar annars staðar í heiminum. Það er ekki allt stórkostlegt í jákvæðri merkingu hér á landi þótt náttúran sé það í sínum mikiheik. Verðlag hér er aht of hátt, það er t.d. mjög dýrt að kaupa í mat- inn. íslendingar munu eiga í erfið- leikum með að laða til sín ferðamenn til að skoða þetta faUega land á með- an verð á mat er svona hátt,“ sagði Willem og kona hans kinkaði kolh sem merki um samþykki. Sýningin á Stokkseyri WUlem Labey hefur sýnt verk sín víða, t.d. i Hohandi svo og nokkrum öðrum þjóðlöndum. Á íslandi hafa verk hans verið sýnd í þeim bæjum sem hann og kona hans hafa búið í - fyrir utan Reykjavík og Hafnar- fjörð. Sýningin í Gimli verður opin í dag, laugardag, og á morgun, simnu- dag, frá kl. 14.00 tU 18.00. í sýningar- skrá skrifar Aðalsteinn Ingólfsson m.a: „Labey grandskoðar sjávarklappir við ólíkar aðstæður, færir þær tíl vasakompu sinnar, brýtur útht þeirra og innviði síðan tU mergjar í hverri teikningunni á fætur annarri uns þær fara að lifa sjálfstæðu lifi í myndum hans.“ Á öðrum stað í skránni standa þessi lokaorð: „í Wih- em Labey hafa Stokkseyringar eign- ast kraftaskáld í myndhst." Hér standa þau hjón saman vlð sjóvarnargarðinn á Stokkseyri. Willem og Magdalena Labev. DV-myndir K.E. Off við brosum íuinfci'ðinní Arc 591 MW/FM sterió hljómgæöi, útvarp og segulband (sama tæki. Magnari 2x7 wött. Sjálfvirkur stoppari á snældu. ■; ARC 754 MW/FM sterió W|IM| i H útvarp meö segulbandi, i mllm sjálfvirkur stoppari á snældu. Bassa og hátóna stilling. Magnari er 2x10 wött. Stafrænn gluggi sem sýnir bylgjulengd og fleiri upplýsingar. Tengi aö framan fyrir CD geislaspilara. !■/Bnríf'rctiLiM ARC801 MW/FMsterió WlfmBjjmUrSmmmSfWW hágæöa útvarp meö BitfílilMmMmillMlMMlilámM segulbandi. Sjálfvirkur leitari á bylgju og „skanner,, sem finnur allar rásirnar og spilar brot af hverri þeirra - Stafrænn gluggi er sýnir bæöi bylgjulengd og klukku. Möguleiki á 4 hátölurum. Tengi fyrir CD geislaspilara. ÍMl r llv fl'i i .T/TJMÍ arc 350 MW/FM sterió WfEjBímmmmmjflfW útvarp og segulband. Sjálfvirkur ■ÍKMiillÉiiÉMikiCáÉltÉlÉtifll leitari og „skanner,, Magnari 2x25 wött. Frábær hljómgæöi. Sfspilun. Tenging fyrir CD geislaspilara. ARQ 707 Alvöru tæki MW/FM sterió útvarp og segulband. Kraftmikiö 4x25 /upefleih Tækiö er i sleöa og hægt er ÞJOFAVORN Tækiö er i sleöa og hægt er aö taka þaö méö ser þegar bifreiöin er yfirgefin. wött. Upplýstur stafrænn gluggi sem sýnir allar aögeröir. Allar aögerðir framkvæmdar meö snerti-tökkum. Tenging fyrir CD geislaspilara.Sfspilun. Viö bjóðum þér í heimsókn í Scetún 8, þar getur þú hlustað ísérútbúnu hátalaraberbergi og notið þess besta sem völ eráí dag. öóðfljk*^; © . Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 ■ SÍMI 69 15 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.