Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 25' Iþróttir Iþróttir HM-FRETTIR Tverlétu Irfið Tveir ítalir létu lífiö S fagnaðar- látum í kjölfar sigursins á Búlg- örum í fyrradag. Þar með hafa þrír látiö lífið á Ítalíu í tenglsum viö' heimsmeistarákeppnina. Ráðherrann á leiðinni Siivio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, er á leiðinni til Los Angeles og ætlar að vera á meðal áhorfenda á úrslitaleiknum í borginni á sunnudagskvöldið. Heyrst hefur einnig að forseti Brasiiíu ætli ekki að liggja á liði sínu heldur, Baggio þjóðhetja Það ætti víst að koma fáum á óvart að Roberto Baggio er orð- inn þjóöhetja á ítalíu. Dagblöö landsins héldu varla vatni yfir frammistöðu sinna manna og fékk þó enginn meira pláss en Roberto Baggio. Risafyrirsagnir með nafni hans mátti finna i öll- um helstu dagblöðum á Ítalíu í gær. Óvissa með Baggio Mikill skjálfti er í herbúðum ítala vegna meiðsla Robertos Baggios. Baggio meiddist á hásin i leiknum gegn Búlgörum og seg- ir læknir ítalska landsliðsins 50% likur á aö Baggio leiki úrslitaleik- inn. Læknirinn segir að þaö skýr- ist ekki fyrr en nokkrum klukku- stundum fyrir leikinn hvort Baggio geti leikið. Verdur Baresi með Arrico Sacchi, landsliðsþjálfarí ítala, á við fleiri vandamál að stríöa. Varnarmaöurinn sterki, Costacurta, verður í leikbanni en áður hafði félagi hans úr AC Milan vörninni, Baresi, meiðst á hné sem endaði með því að hann fór í aðgerð. Baresi er þó allur að koma til og Sacchi útilokar ekki að tefia honum fram í úr- slitaleiknum. Hagierkonungur Rúmenska landsliðinu var vei fagnað við heimkomuna til Búk- arest í gær en Rúmenar stóðu sig mjög vel á HM og náöu sínum besta árangri frá upphafi. Fjöldi fólks tók á móti liðinu á flugvell- inum þar sem kossum, blómum og kampavíni rigndi yfir leik- mennina og í miðbæ Búkarest voru saman komnir tugir þús- unda manna til að hylla leik- mennina. „Hagí er konungurinn, Maradona er búinn. Viö viljum Hagi sem næsta forseta,“ hrópaöi fólkið. Guðerbrasilískur Guð er brasiliskur og fótbolta- guðinn er með brasilíska liðinu, sögðu fjölmiðlar í Brasilíu eftir sigur sinna manna á Svíum í fyrrinótL Forseti landsins, Itam- ar Franco, sagði að heitustu óskir Brasilíumanna væru að sjá Bras- ilíumenn vinna heimsmelstara- titilinn og að vinna bug á verð- bólgunni sem er 50% í landinu. IBV knúði sigur í framlengingu - lagði Þróttara að velli, 2-4 Jón Kristján Sigurösson skrifar: Eyjamenn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum gegn 2. deildar hði Þróttar í 16 liða úrslitum Mjólk- urbikarkeppninnar í gærkvöldi. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 2-2, en í framlengingu reyndust Eyjamenn sterkari, gerðu þá tvö mörk og sigruðu, 2-4, og eru komnir áfram í 8 liða úrsht. Þróttarar sýndu Eyjamönnum enga virðingu og sóttu liðin á víxl í fyrri hálfleik. Áður en fyrri hálfleik- ur var úti náðu Eyjamenn forystunni með skallamarki frá Þóri Ólafssyni eftir fyrirgjöf frá Hermanni Hreið- arssyni. Þróttarar mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hans. Hreiðar Bjarnason jafnaði, 1-1, eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vömina og síðan kom Haukur Magnússon Þrótturum yfir, 2-1, með marki af stuttu færi. Þessi kröftuga byrjun sló Eyjamenn út af laginu lengi vel. Smám saman áttuðu þeir sig þó á hlutunum og á 75. mínútu náði Friðrik Sæbjömsson að jafna, 2-2, eftir aukaspyrnu. Fljótlega í byrjun fyrri hluta fram- lengingar kom Zoran Ljubicic ÍBV yfir, 2-3, eftir að hafa leikið hvern Þróttarann af öðrum upp úr skónum. Hann átti svo síðasta orðið í leiknum þegar skammt var til loka framleng- ingar. Og Eyjamenn áttu síðan aUa möguleika á að bæta við fimmta markinu en Nökkva Má Sveinssyni brást bogalistin í vítaspymu og bolt- inn hafnaði í þverslánni. „Við gerðum leikinn óþarflega erf- iðan fyrir okkur. Við náðum lengi vel ekki að sýna hvað í hðinu býr. Auðvitaö er ég ánægður með sigur- inn en ekki með leikinn sem slíkan. Það var fyrir mestu að vinna en út á það gengur þessi knattspyrna," sagði Snorri Rútsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Ljubicic sýndi oft góða takta hjá Eyjamönnum og Hermann Hreiðars- son barðist vel allan tímann. Þróttar- ar eiga heiður skhinn fyrir góða bar- áttu en reynsla Eyjamanna vó þyngst þegar upp var staðið. Tíu mörk í Víkinni - þegar Þór lagði Víking, 6-4 Bjöm Jóhann Bjömsson skrifer 0-1, Bjarni Sveinbjömsson (6.). 0-2, Bjarni Sveinbjömsson (17.). 0-3, Láms Orri Sigurösson (23.). 0-4, Bjarni Sveinbjömsson (36.) 1-4, Óskar Óskarsson (48.). 1-5, Júlíus Tryggvason (57.). 1- 6, Guðmundur Benediktsson (62.). 2- 6, Óskar Óskarsson (73.). 3- 6, Marteinn Guðgeirsson (77.). 4- 6, Björn Bjartmarz (78.). „Viö hættum í stööunni 6-1 sem aldrei má gerast. Ég er ahtaf ánægð- ur með sigur og var rosalega ánægð- ur með mína menn í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu þá glimrandi vel,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, eft- ir ótrúlegan markaleik gegn Víking- um í Víkinni. Lokatölur urðu 6-4 fyrir Þórsara eftir að staðan í hálf- leik var 4-0 fyrir þá. „Þetta er ahtaf sama vandamáhð. Við sphum Ula í fyrri hálfleik en bet- ur í þeim seinni. Ég held að ég sé búinn að finna lausn á þessu. Okkur vantaöi 15 mínútur í viðbót tll að klára dæmið,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. Þórsarar léku vel í fyrri hálfleik um leið og Víkingar voru afspyrnu slakir. í síðari hálfleik slökuðu Þórs- arar á og líf færðist í þá röndóttu. Tíminn var bara of naumur fyrir Víkinga tíl að jafna. En áhorfendur fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð, tíu mörk og mörg af þeim gullfaUeg. Leiftur betri en Fylkir vann Helgl Jónsson, DV, Ólafefirði: Fylkismenn hófu leikinn af krafti en fljótlega tóku Leiftursmenn öll völd á velhnum og voru mun betri aðilinn allan fyrri hálfleik og sköp- uðu sér nokkur góð færi. Fylkismenn vörðu á línu á 16. mínútu og síðan varði Kjartan, markvöröur Fylkis, annað sem á Fylkismarkið kom. Besta færi Leiftursmanna í fyrri hálfleik fékk Matthías Sigvaldason en Kjartan varði góðan skaUa hans glæsUega í hom. Eina góða færi Fylkis í hálfleiknum kom á 43. minútu er Þórhallur Dan Jóhannsson slapp einn í gegn og vippaði örugglega yfir Þorvald í markinu. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Fylki. Leiftursmenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og réðu gangi hans og spiluðu vel úti á vellinum en var fyrirmunað að skora mark. Áttu þeir meðal annars stangarskot á 60. mínútu er Gunnar Már komst í gegn. Á 65. mínútu komst Páll Guð- mundsson einn í gegn en Kjartan varði glæsUega. Seinna mark Fylkis skoraði Krist- inn Tómasson á 75. mínútu eftir góða sókn. Eftir markið virtust Leifturs- menn slegnir út af laginu enda búnir að vera betri aðUinn nær allan leik- inn. Síðustu 15 mínúturnar jafnaðist leikurinn og virtust heimamenn sætta sig við orðinn hlut. Bestur hjá Leiftri var Páh Guð- mundsson sem átti góðan leik á miðj- unni en bestur Fylkismanna var Kjartan markvörður. Niirnberg vill f á tvíburana - samningaviðræður hafnar milli Feyenoord og þýska félagsins Þýska 1. deUdar hðið Núrnberg vill fá tvíburana Arnar og Bjarka Gunn- laugssyni í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabU. Þeir bræður voru í Þýskalandi í boöi félagsins á dögun- um þar sem þeir æfðu í tvo daga og léku æfingaleik með hðinu gegn austurrísku liði. Þeir léku saman í fremstu víghnu og spiluðu annan hálfleikinn og tókst Bjarka að skora í leiknum. Forráðamenn þýska Uðs- ins þurftu ekki að sjá meira til tví- Númberg hafa ræðst við og munu gera þaö áfram og það ætti að koma í ljós einhvern næstu daga hvort af því verði að tvíburarnir fari til Núrnberg. Félagið er stórt á þýskan mælikvarða og koma á mUU 25 og 30 þúsund manns á heimaleiki Uðsins. Liðið féll úr úrvalsdeildinni í fyrra og náði ekki að endurheimta sætiö á síðasta keppnistímabili. Þjálfari fé- lagsins er Rainer Zobel, fyrrum þjálf- ari Kaiserslautern. Blikinn Valur Valsson sýnir hér skemmtilega tilburði i leiknum gegn IBK maðurinn með „boltahausinn" er liklega Marco Tanasic. gær. Gunnar Oddsson fylgir honum eftir og DV-mynd ÞÖK „Við gerðum allt rétt en töpuðum samt“ - sagði Pétur Pétursson, þjálfari ÍBK, eftir tap gegn Blikum Arnar Gunnlaugsson. buranna og settu sig strax í samband við hohenska félagið Feyenoord, liðið sem þeir Arnar og Bjarki hafa verið hjá. Viljum hypja okkur héðan sem fyrst „Við viljum báðir fara frá Feyenoord og viljum hypja okkur héðan sem fyrst svo við náum að æfa undirbún- ingstímann með Núrnberg. Við þurf- um á breytingu að halda enda er kominn einhver deyfð í þetta hjá Feyenoord," sagði Arnar Gunnlaugs- son við DV í gærkvöldi. „Okkur leist mjög vel á Núrnberg Uðið. Þjálfarinn er mjög jákvæður og aUar aðstæður hjá félaginu hinar bestu. Spurningin er hvort Núrnberg kaupir okkur frá Feyenoord eða leig- ir og verði niðurstaðan leigusamn- ingur eru líkurnar meiri á að Bjarki fari einn til Þýskalands enda hafði Feyenoord alltaf talað um að leigja hann. Ég er hins vegar að vonast til að geta farið líka þó að um leigu verði að ræða,“ sagði Amar við DV í gær- kvöldi. Forráðamenn Feyenoord og Bjarki Gunnlaugsson. Halldór Halldórsson skrifar: „Meiningin var að gefa eftir ákveð- ið svæði af velhnum og beita síðan skyndiupphlaupum. Við fengum aft- ur á móti ákveðna pressu vegna þessa, en strákarnir börðust vel sem segir okkur að ýmislegt sé hægt með mikfili vinnu,“ sagði Ingi Bjöm Al- bertsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-3 sigur gegn Keflavík, eftir víta- spyrnukeppni, í 16 liða úrslitum bik-' arkeppni KSÍ. Keflavík sótti meira allan leikinn og fékk sín tækifæri, en tókst ekki að uppskera mörk enda var vörn BreiðabUks fóst fyrir. Sóknarleikur BreiðabUks var ekki eins einbeittur en skyndiupphlaup KópavogsUðsins voru ekki hættulaus og fengu Blik- amir sín marktækifæri. „Við gerðum allt rétt en töpuðum samt leiknum. Ég er mjög stoltur yfir leik KeflavikurUðsins, strákam- ir spiluðu vel - en það vantaði bara að nýta eitthvaö af þeim fæmm sem buðust," sagði Pétur Pétursson, þjálf- ari Keflavíkurliðsins. Vítaspyrnukeppnin Tanasic, ÍBK, 1-0. Kristófer Sigur- geirsson, UBK, l-l. Kristinn Guð- brandsson, ÍBK, varið, 1-1. Arnar Grétarsson, UBK, 1-2. Georg Birgis- son, ÍBK, 2-2. Grétar Steindórsson, UBK, 2-3. Gunnar Oddsson, ÍBK, 3-3. Gunnlaugur Einarsson, UBK, 3-4. 5. spyrna ÍBK: ÓU Þór Magnússon, ÍBK, skaut í stöng. Lokastaða leiksins því 4-3 fyrir Breiðablik. Guömundur Hreiðarsson stóð fyrir sínu í marki BreiðabUks, varði vel í leiknum og vítaspyrnu að auki. Sömuleiðis var Einar PáU traustur í vörn. í framlínunni vom atkvæðamestir þeir Kristófer Sigurgeirsson og Arnar Grétarsson. í Uði Keflavíkur var Ólafur Gottskálksson traustur í markinu, í vöminni var Sigurður Björg- vinsson sterkur, ásamt KarU Finnbogasyni. í framlínunni áttu þeir Kjartan Einarsson og Georg Birgisson góða kafla og þá sérstaklega Georg. Jonas Thern ekki með gegn íslendingum? Svo gæti farið að Jonas Thern, fyrirUði sænska landsUðsins í knattspymu, léki ekki með Svíum þegar þeir mætá íslendinum í und- ankeppni Evrópumóts landsUða á LaugardalsveUi 7. september. Them, sem rekinn var af leikvelli í undanúrsUtaleiknum gegn Brasil- íumönnum í fýTrakvöld, á yfir höfði sér leikbann og fái hann tveggja leikja bann sem gæti alveg gerst verður hann í banni þegar þjóðirnar mætast. Sviar eru annars ekkert ýkja hressir eftir tapað gegn Brössum. Them segir að menn séu svekktir og hann sjái ekki tilgang með því að leika um 3. sætið. BæðiBúlgarar og Svíar séu í sárum og Alþjóða knattspyrnusambandið spái bara í hve mikla peninga það græöi á leiknum. Svíar munu leika á Therns og Rogers Ljung gegn Búlg- örum sem taka út leikbönn. Fyrsti sigur Haukanna Tveir leikir fóru fram í 3. deild karla á íslandsmótinu í knattspymu í gærkvöldi. ToppUð Fjölnis vann öruggan sigur á Dalvík, 4-0. Þorvald- ur Logason, Steinar Ingimundarson, Sigurður Sighvatsson og Miroslav Nikolic gerðu mörk Fjölnismanna. Haukar unnu sinn fyrsta sigur þeg- ar þeir sóttu Hött heim og'sigruðu, 0-1. Það var Guðlaugur Baldursson sem skoraöi fyrir Hauka í upphafi leiks. Haukar komust þar með úr botnsætinu og höfðu sætaskitpi við Hattarmenn. HM-$PálN I SMíi\ 114151 Landsmótiðígolfl: Sláðu inn efnisflokk 1212 Stefnir í mikla þátttoku VERÐ KR. 39,90 MÍNÚTAN rw in8ar aö tilkynna þátttöku í sínum landsmótinu aö þessu sinni. ^ ‘ ^ heimaklúbbi fyrir kl. 19 þann dag. Mótið hefst sunnudaginn 24. júlí Frestur til að tilkynna þátttöku í Samkvæmt þeim fregnum sem og stendur yfir til föstudagsins 29. landsmótiö í golfi sem fram fer hjá borist hafa um skráningar í júlí. keppt er í 7 flokkum karla og Golfldúbhi Akureyrar rennur út stærstu klúbbunum sunnanlands kvenna og íslandsmeistararnir nk. sunnudagskvöld og þurfa kylf- stefnir í mjög mikla þátttöku í verðakrýndirföstudaginn29.júli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri eftir fund með framkvæmdanefnd HM ’95: Borgin ekki ein út í dýrar framkvæmdir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir aö Reykjavíkurborg hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að fara út í dýrar fram- kvæmdir vegna heimsmeistarakeppn- innar í handknattleik sem hefst á ís- landi eftir 10 mánuði. Borgarstjóri hélt í gær fund með framkvæmdanefnd HM ’95, forystu- mönnum handknattleikssambands ís- lúmds og fleiri þar sem farið var yfir stöðuna í húsnæðismálum vegna heimsmeistarakeppninnar. Eins og margoft hefur komið fram er tekist á um það hvort koma eigi upp nýrri byggingu til að hýsa úrslitaleik keppn- innar eða láta Laugardalshöllina með breytingum duga eins HM ’95 nefndin hafði þegar samþykkt að keppnisstað- ur. „Við fórum svona aðeins yfir stöð- una. Ég vildi þar fá á hreint hvort LaugardalshÖllin rúmar 4200 manns eða ekki. Það hefur nefnilega verið orðrómur í gangi um það að höllin rúmaði ekki þennan fiölda. Þess vegna var Gísli Halldórsson arkitekt á fund- inum. Hann og aðrir telja að hún eigi að rúma þessa 4200 áhorfendur þannig að þær forsemdur hafa í sjálfu sér ekk- ert breyst,” sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við DV í gær- kvöldi. „Viö ræddum þetta og eins þá ef ef menn mætu það svo að það væri mun meiri ásókn í þessa keppni en menn höfðu gert sér grein fyrir og hvort að það þyrfti þá að reyna að bæta við ein- hverjum sætafjölda.” Tveir möguleikar „Þá er tvennt sem er veriö að tala um. Annars vegar bráöabirgðahúsnæði sem yrði þá flutt eitthvert annað aö keppni lokinni. Það myndi kosta 300 milljónir. Hinn möguleikinn er að byrja fyrsta áfangann á varanlegu fiöl- nota íþróttahúsi sem myndi kosta okk- ur 520-540 milljónir." Ingibjörg segir borgina ekki tilbúna að fara eina út í dýrar framkvæmdir. Hún segir að ef slíkt ætti að gerast yrði það að vera nánast þjóðarátak og að því þyrftu að koma borg, ríki, ferða- þjónustan í landinu og fleiri aðilar þar sem allir yrðu aö leggjast á eitt og fiár- magna dæmið. „Þó svo að menn séu að tala um tilboð upp á einhverjar 100-150 milljónir er það bara einn hður af mörgum. Þaö er bara skumin. Þá er öll jarðvegs- vinna eftir, lagnir og innvolsið allt saman," sagði Ingibjörg Sólrún. Höllin líklegust - H ver finnst þér besti kosturinn í þessu máli? „Það er enginn kostur góður. Tíminn er aö vera ansi naumur en við viljum ekki útiloka neitt. Það er í rauninni allt hægt ef allir leggjast á eitt. Auðvit- að em mestar líkur á að keppnin fari fram í LaugardalshöU. Hún er alltaf þaö sem við eigum. Keppnin verður og þá verða menn bara að spila úr þeim möguleika og reyna að gera það úr eins og þeir geta,“ sagði Ingibjörg. Ágætur fundur „Mér fannst þetta ágætur fundur og það er svona full vinsemd í þessu máh að finna lausnir sem gætu gengiö en hitt er annað mál að það er skammur tími og ekki auðhlaupið af því aö gera miklar breytingar frá því sem áður var búið aö ákveða,” sagði Geir H. Haarde, formaður framkvæmdanefndar HM ’95, við DV í gærkvöldi. - Sýnist þér eins og staðan er í dag að HölUn verði niðurstaðan? „Ég viU ekkert fuUyrða mn það. Ég hefði gjaman vUjað fá rýmra húsnæði en við verðum bara að bíða og sjá,“ sagði Geir. HópferðáSkagann KR-klúbburinn stendur fyrir hópferð á leik ÍA og KR í Mjólkur- bikarkeppninni í kvöld. farið verður frá KR-heimUinu kl. 17.30. Fariö verður í hópferðabílum, siglt með Akraborginni tíl Akra- ness, en ekið til baka tU Reykja- víkur að leik loknum. Nánari upplýsingar í síma 813577 og 611033. OpiðmótáKróknum Opna Flugleiðamótið í golfi fer fram á HUðarendavelU Golf- klúbbs Sauðárkróks um helgina. Leiknar eru 36 holur með og án forgjafar og keppt í karla-, kvenna- og unglingaflokkum. Flugleiðir styrkja mótiö með myndarbrag. Skráningu lýkur í kvöld í s. 95-35075. ÍR-ingarleitamuna Áætlað er að vígja nýja íþrótta- og félagsmiðstöð hjá ÍR á svæði félagsins í Mjódd í haust. Vegna vígslunnar hyggjast ÍR-ingar efna til sögusýningar í húsinu þar sem eitt og annað úr 87 ára sögu fé- lagsins verður rifiað upp. Af þessu tilefni eru ÍR-ingar að leita hvers kyns muna sem gætu átt heima á sýningunni og kunna að vera í vörslu félagsmanna. Þeir sem gætu séð af þessum hlutum eða lánað þá geta snúið sér til Vals Pálssonar (s.33242), Ingólfs P. Steinssonar (s. 50858), Jóns Þ. Ólafssonar (s. 611224), Rúnars Steindórssonar (s. 74087) og Ág- úst Ásgeirssonar (s. 651026). Arsenalhættivið Arsenal hætti í gær við tfiboð sitt um kaupin á Chris Sutton hinum 21 árs gamla framherja hjá Norwich. Það Uggur því nán- ast á borðinu að hann gangi í raðir Blackburn Rovers en félag- ið er tUbúið að borga fyrir hann uppsett verð sem er 525 milljónir króna. íþróttaslysamóttaka? íþróttasamband íslands kannar nú möguleika á stofnun íþrótta- slysamóttöku. Hugmyndin er að reka slíka þjónustu í samráði við þjálfunarstöð með aðstoö lækna, stoötækjafræðings og sjúkra- þjálfara og yrði opið 3-4 daga í viku. Turner meðforystu Ný-Sjálendingurinn Greg Turn- er hefur forystu eftir fyrsta hring á opna breska meistaramótinu sem hófst í Turnberry í Skotlandi í gær. Turner hefur leikið á 65 höggum. Bretinn Jonathan Lom- as hefur leikið á 66 höggum og Bandaríkjamaðurinn Andrew Magee á 67 höggum. Tom Watson frá Bandaríkjunum er á 68 högg- um en Nick Price frá Zimbabve og S-Afríkubúinn Ernie Els sem veðbankar spá sigri koma næstir á 69 höggum. Spánverjinn Sever- iano Ballesteros hefur leikið á 70 höggum og Greg Norman frá Ástrahu á 71 höggi. //áyí\s\u ® ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD KVENNA MIZUNO-DEILDIN Laugardag 16. júlí kl. 14.00 Dalvíkurvöllur Dalvík-Haukar KR-völlur KR-UBK Garðabær Stjarnan-Valur Akranes ÍA-Höttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.