Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 17. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1995

Fréttir
Stefán Magnússon sem fann annan mannanna á Grund í snjóflóðinu:
Ógleymanlegt er Unn-
steinn greip hönd mína
- lá innan um dauðar kindur skorðaður í braki og snjó
„Við mokuðum skurö neðan frá
miðju flóðinu þar sem mjólkurkútur
fannst og unnum okkur svo alla leið
upp eftir, tugi metra. Maður var ný-
búinn að horfa á atburðina í Súðavík
og ímyhdaði sér ekki að sömu at-
burðir myndu gerast þarna. Klukkan
um átta um morguninn stakk ég
höndinni inn um glufu. Mér fannst
ég sjá eitthvað. Þá var gripið um
höndina á mér. Ég vissi að það var
Unnsteinn. Þetta var ógleymanleg og
ólýsanleg tilfinning," sagði Stefán
Magnússon, oddviti Reykhóla-
hrepps, í samtali við DV, sem var
einn þeirra örþreyttu leitarmanna
sem fundu feðgana Ólaf Sveinsson
frá Grund, áttræðan, sem lést, og son
hans, Unnstein, 37 ára, á lífi, undir
snjóflóði sem féll á útihúsin við bæ-
inn í fyrrakvöld. Um ellefu klukku-
stundir voru þá Uðnar frá því að feðg-
arnir lentu undir flóðinu.
Um 250 fjár voru í fjárhúsunum en
talið er að á sjötta tug hafi bjargast.
Af þrjátíu nautgripum björguðust
fimm, samkvæmt upplýsingum DV í
gærkvöldi.
Stefán sagði að faðirinn hefði fund-
ist á undan:
„Menn héldu ró sinni og við grófum
skipulega frá. Þegar við náðum
snjónum frá Unnsteini umlaði hann
og reyndi að hreyfa sig. Upp við hann
lágu dauðar kindur en þær höfðu
haldið á honum hlýju. Unnsteinn var
alveg fastur í snjónum og rush.
Að sögn Tryggva Egilssonar, lækn-
is á þyrlu Landhelgisgæslunnar, var
ljóst að viðbrögð björgunarmanna og
ljósmóður, sem var á staðnum, hefðu
verið rétt þegar verið var að hjúkra
og fá hita í Unnstein. Þyrlan lenti að
Reykhólum um klukkan ellefu og var
komin á Borgarspítalann með Unn-
stein og móður hans um klukkan
hálfeitt. Hann var lítið slasaður og
tahnn eiga góðar batahorfur en var
hafður á gjörgæsludeild í nótt.
Stefán sagði að bróðir Unnsteins
Utihús á Grund í Reykhólasveit eru rústir einar eftir snjóflóðið í gær.
hefði orðið var við flóðið um klukkan
níu, m.a. með þeim hætti að vatns-
þrýstingur hefði komið í klósett á
bænum þegar það féll.
„Bylgjan var svo mikil sem orsak-
aði þrýstinginn," sagði Stefán.
Hann sagði að miMll missir væri
fyrir sveitina að horfa á eftir Ólafi
Sveinssyni. Stefán sagði að björgun-
armenn hefðu allir unnið eins og ein
hönd en vildi koma á framfæri þakk-
læti til Landsbjargar, Veðurstofunn-
ar og allra þeirra sem komið hefðu
nálægt hjálparstarfi við bæinn
Grund hina örlagaríku nótt.
Stefán sagði jafnframt að heima-
menn sem náðist í hefðu strax haldið
til leitar um klukkan tíu um kvöldið
og þeim hefðu m.a. verið gefnar leið-
beiningar frá Almannavörnum ríkis-
ins um hvernig ætti að bera sig að.
Mennirnir hefðu ekki verið vanir í
snjóflóðum.
Vegna ófærðar og veðurhams sótt-
DV-mynd Ingvar Samúelsson
ist ferð björgunarsveitarmanna úr
nærliggjandi sveitum seint.
Að Grund standa íbúðarhús og
nýleg vélageymsla uppi eftir flóðið
en hlaðan, fjárhúsin, fjós og flat-
gryfja, sem voru eldri hús, eru gjöró-
nýt eftir flóðið.
-Ótt
Skarphéðinn Ólafsson kom fljótlega að Grund eftir að snjóflóðið féll:
Komu að nautgripum með aðeins höf uðið upp úr
- erfitt að átta sig á að menn og dýr voru einhvers staðar undir flóðinu
„Aðkoman var ömurleg. Við sáum
bókstaflega ekkert en síðan gengum
við fram á nautgripina með aðeins
höfuðið upp úr snjóflóðinu. Einn
gripurinn var aðeins með hálft höf-
uðið upp úr. Þetta var fyrir neðan
fjósið. Fyrst vissum við ekki að
manna var saknað - bara að snjóflóð
hefði falhð á fjárhús. Við sáum aldr-
ei neitt af kindunum sem höfðu lent
í flóðinu en það var hey' úti um allt
og kafsnjór og svo þessi þreifandi
bylur. Við rétt stóðum af okkur
hryðjurnar," sagði Skarphéðinn Ól-
afsson, skólastjóri Reykhólaskóla,
sem var einn af fyrstu hjálparmönn-
unum á vettvang við útihúsin að
Grund í Reykhólahreppi eftir að
beiðni barst um aðstoð þegar snjóflóð
féll á húsin þar sem feðgar voru inni.
Skarphéðinn sagði að leitin um
svæðið hefði verið hræðileg við þær
aðstæður sem voru fyrir hendi um
kvöldið og nóttina. Fljótlega eftir að
björgunarmenn komu á svæðið var
ljóst að manna var saknað.
„Þegar við komum tókum við að-
eins eftir járnplötudrasli og gerðum
okkur ekki grein fyrir flóðinu í nátt-
myrkrinu. Það var mikill snjór þarna
sem við óðum í hné og talsvert af
heyi sem var orðið snjóhvítt.
Við þessar aðstæður, í þessu veðri,
vitandi um bæði dýr og menn, var
erfitt að átta sig á hvað var undir
okkur. Þarna var spýtnabrak og
járnplötur og hávaðinn í veðrinu gíf-
urlegur. Okkur fannst eins og annað
flóð væri að koma.
Við ákváðum að leita helst í kring-
um nautripina en enginn vissi neitt.
Við fórum um svæðið með ljós og
skipulögðum hópa. Einn metri var á
milli manna með prik og við óðum
upp flóðið. Síðan var farið með lengri
stangir. Um miðnætti var ég alveg
orðinn blautur inn úr. Þegar ég fór
heim var staðan nöturleg," sagði
Skarphéöinn.
Menn úr sveitinni skiptust á að
leita feðganna alla nóttina. Eftir að
þeir fundust í gærmorgun fór Skarp-
héðinn skólastjóri ásamt fleirum að
Reykhólaskóla. Þar hafði rúða gefið
sig undan veðrinu og snjór farið inn  rúöur hefðu verið á kafi í snjó - þess   Snjórinn náði að hluta til upp á þak
íhúsið.Skarphéðinnsagðiaömargar  vegna hefðu þær ekki gefið sig.   byggingarinnar.           -Ótt
SKOUTSALA
ecco
Gerið góð kaup í vandaðri vöru!
KULDASKOR
í ÚRVALI
ecco
Laugavegi 41
sími 13570
PÓWDAn
KIRKJUSTRÆTI8
SfMI   1 41 B 1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40